Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Methagnaður h.já Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.
Góð afkoma loðnu-
bræðslu meginskýringin
HRAÐFRYSTISTÖÐ Pórshafnar
hf. var rekin með 147,5 milljóna
króna hagnaði á síðasta ári á móti
136,5 milljónum árið áður. Er þetta
besta árið í sögu fyrirtækisins. Verið
er að stækka fískimjölsverksmiðju
HÞ og telja forsvarsmenn að rekstr-
arhorfur séu góðar fyrir yfirstand-
andi ár.
Hraðfrystihús Þórshafnar var
rekið með tapi á árinu 1992 en síðan
hefur verið stöðugt vaxandi hagnað-
ur. Hagnaðurinn á síðasta ári er
besta afkoma í sögu félagsins. „Við
erum nokkuð ánægðir með rekstur-
inn í heild,“ segir Hólmar Ástvalds-
son, fjármálastjóri Hraðfrystistöðv-
arinnar.
Góð afkoma fiskimjölsverksmiðju
HÞ er meginskýringin á góðri af-
komu félagsins. Tekið var á móti
80.350 tonnum af hráefni á móti
77.920 tonnum árið 1996. Er þetta
met hjá félaginu. Við þetta bætist,
að sögn Hólmars, að markaðir hafa
verið hagstæðir. „Við höfum verið að
treysta stöðu okkar á mörkuðunum,
meðal annars lagt aukna áherslu á
Noregsmarkað," segir Hólmar. HÞ
á hlut í sölufyrirtækinu Geve a/s og
segir Hólmar að það fyrirkomulag
hafí gefíst vel. Fyrirtækið sé í nán-
ari tengslum við kaupendur afurð-
anna og telur hann að það hafí skilað
sér í betra söluverði.
Samspil bræðslu
og fi’ystingar
Breytt hefur verið um áherslur í
frystihúsi íyrirtækisins. Vinnsla
uppsjávarfíska aukin en á móti
dregið úr hefðbundinni bolfísk-
vinnslu. Hólmar segir að afkoma
frystihússins hafi batnað á árinu og
segir að samspil loðnuverksmiðju og
frystihúss eigi þar hlut að máli. Með
þvi sé hægt að gera hámarksverð-
mæti úr því hráefni sem berist á
land.
Nokkrar breytingar hafa orðið í
útgerðinni. Nótaskipið Júlli Dan var
selt án veiðiheimilda. Utgerðarfé-
lagið Skálar ehf., hlutdeildaifélag
Hraðfrystistöðvarinnar, keypti
nótaskipið Neptúnus en Skálar reka
einnig nótaskipið Júpiter. Rekstur
nótaskipanna gekk vel á árinu.
Frystitogarinn Stakfell var notaður
í samstarfsverkefni í Færeyjum en
rekstur skipsins gekk ekki nægilega
vel að sögn Hólmars. Hann segir að
aflabröð hafí verið léleg í Barents-
hafi þar sem skipið var að veiðum.
Stakfellið hefur að undanförnu verið
notað við loðnufrystingu en ekki hef-
ur verið ákveðið um næstu verkefni
þess.
Hraðfrystistöðin hóf kúfísk-
vinnslu í frystihúsi sínu í lok ársins
1996. Sú vinnsla hefur hins vegar
legið niðri frá því kúfiskskipið Öðu-
fell fórst á miðju síðasta ári. Hólmar
segir að á vegum félagsins sé verið
að leita eftir kaupum á nýju skipi en
enn hafí ekki fundist nægjanlega
góður kostur í því efni.
Loðnubræðslan
stækkuð
A árinu 1997 var fjárhagur Hrað-
frystistöðvarinnar endurskipulagður
og tók efnahagsreikningur fyrirtæk-
isins miklum breytingum við það.
Eigið fé félagsins var 460 milljónir
kr. um áramót og eiginfjárhlutfall
27,7%. Hreint veltufé var 169 millj-
ónir kr. og veltufjárhlutfallið 1,6.
Horfur fyrir yfirstandandi ár eru
góðar að mati Hólmars Astvaldsson-
ar, að því gefnu að sami gangur
verði í loðnu- og síldveiðum.
Hraðfrystistöðin er að stækka
loðnuverskmiðju sína og er vonast
HRAÐFRYSTISTÖÐ ÞÓRSHAFNAR HF
Rekstrarreikningur 1997 1996 Breyt.
Rekstrartekjur Miiijónir króna 1.791,1 1.724,0 +3,9%
Rekstrargjöld 1.438,7 1.421,9 + 1,2%
Hagnaður fyrir afskriftir 352,4 302,2 + 16,6%
Atskriftir 113,3 90,7 +24,9%
Fjármagnsgjöld umfram tekjur 99,1 78,2 +26,7%
Reiknaður tekjuskattur 30,4 0
Hagnaður af reglulegri starfsemi 109,5 133,2 -17,8%
Hagnaður ársins 147,5 136,5 +8,1%
Efnahagsreikningur 31. desember 1997 1996 Breyt.
I Eignir: \
Veltufjármunir Milljónir króna 455,3 345,0 +32,0%
Fastafjármunir 1.212,0 1.126,2 +7,6%
Eignir samtals 1.667,3 1.471,2 +13,3%
| Sku/dir og eigid fé: | Skammtímaskuldir 286,0 581,8 -50,8%
Langtímaskuldir * 874,7 587,1 +49,0%
Tekjuskattsskuldbinding 46,1 0
Eigiðfé 460.5 302.4 +52.3%
Skuldir og eigið fá samtals 1.667,3 1.471,2 +13,3%
Kennitölur 1997 1996
Eiginfjárhlutfall 27,7% 20,6% 0,6 .
Veltufjárhlutfall 1,6
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 245,2 202,7 +21,0%
til að viðbótin komist í gagnið í maí,
fyrir sfldarvertíð. Með þessum
áfanga eykst afkastageta verksmiðj-
unnar úr 700 í 1000 tonn af hráefni á
sólarhring. Hólmar segir að stækk-
un verksmiðjunnar muni styrkja
rekstur félagsins.
Stjórn Hraðfrystistöðvarinnar
leggur til á komandi aðalfundi að
greiddur verði 7% arður til hluthafa.
^Hagnaður Samvinnusjóðs
íslands hf. 123 milljónir kr.
Utlán jukust
um tæp 60%
HAGNAÐUR lánasjóðsins Sam-
vinnusjóðs Islands hf. var 123 millj-
ónir króna á árinu 1997 samanborið
við 144 milljónir árið áður. Utlán
jukust um tæp 60% og reiknað er
með 25% aukningu til viðbótar á yf-
irstandandi ári.
Gert var ráð fyrir 90 milljóna kr.
hagnaði af rekstri Samvinnusjóðs-
ins á síðasta ári. Niðurstaðan varð
123 milljónir kr. sem er 36% betri
rekstrarárangur. Astæða fyrir
þessari hækkun liggur í meiri aukn-
ingu á útlánum en gert var ráð fyrir
svo og hækkun annarra rekstrar-
tekna, segir í fréttatilkynningu
Samvinnusjóðsins. Hagnaðurinn á
síðasta ári er þó 15% minni en árið
1996 og skýrist það einkum af minni
söluhagnaði af hlutabréfum, að sögn
Kristins Bjarnasonar fjármála-
stjóra.
Útlán námu tæpum 7 milljörðum
kr. í lok ársins og höfðu aukist um
2,4 milljarða eða um 60% á árinu.
Tæp 70% útlána eru til einstak-
linga. Kristinn Bjamason segir að
áfram sé gert ráð fyrir aukningu á
yfirstandandi ári, nú um 25%. Aætl-
anir benda að hans sögn til þess að
afkoman vérði syipuð í ái' og jiún
var á nýliðnu rekstrarárii
j
Arðsemi eigin fjár 12,9%
Eigið fé-Samvinnusjóðsihs var í
árslok 1.385 milljónir sem er 17,8%
af heildar fjármagni félagsins. Arð-
semi eigin fjár var á árinu 12,9% en
var 23% árið 1996. Eigið fé Sam-
vinnusjóðsins jókst um 600 milljónir
á árinu sem er tæplega 80% hækkun
en aukninguna má rekja að stórum
hluta til útboðs hlutafjár sem fór
fram á árinu. í útboðinu seldust 200
milljónir að nafnverði sem gerðu 500
milljónir að söluverði. Hluthöfum
fjölgaði mikið í útboðinu og voru
þeir 316 í árslok 1997 en voru 84 í
ársbyrjun. í kjölfar útboðsins voru
hlutabréf Samvinnusjóðsins skráð á
Verðbréfaþing Islands.
Bókfært verð hlutabréfaeignar
Samvinnusjóðsins í reikningnum
síðasta árs er 785 milljónir. Mark-
aðsvirði þessara bréfa er þó mun
hærra, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu, eða 1.350 milljón-
ir ef tekið er mið af síðustu viðsldpt-
um sem voi-u á árinu 1997 og sölu-
gengi Vátryggingafélags Islands hf.
í kaupum Landsbankans á sama ári.
Mismunur á bókfærðu verði og
markaðsverði er því 565 milljónir. I
árslok störfuðu 15 starfsmenn hjá
félaginu í stað átta árið áður.
Aðalfundur Samvinnusjóðs Is-
lands hf. verður 30. mars á Grand
Hóteli. Þar leggur stjóm félagsins
til að greiddur verður 7% arður til
hluthafa og að hlutafé verði hækkað
um 15% með útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa.
Samvinnusjóður íslands hf. Niðurstöður úr reikningum ársins 1997
Rekstrarreikningur MMjónir króna 1997 1996 Breyting
Vaxtatekjur 532 372 +43,2%
Vaxtagjöld 378 240 +57,3%
Hreinar vaxtatekjur 155 132 +17,6%
Aðrar rekstrartekjur 139 168 -17,7%
Önnur rekstrargjöld 67 38 +78,2%
Framlög í afskriftarsjóð 70 75 -6,9%
Hagnaður fyrir skatta 156 187 -16,7%
Reiknaður tekju- og eignaskattur 33 43 -23,4%
Hagnaður ársins 123 144 -14,7%
Efnahagsreikningur 31. des.: 1997 1996 Breyting
| Eignir: | Milliónir króna
Útlán og aðrar eignir 5.583 3.524 +58,4%
Markaðsverðbréf og fjárfest.hlutabr. 1.238 852 +45,4%
Eignir samtals 6.821 4.376 +55,9%
| Skuidir og eigið tú: \
Lántaka og aðrar skuldir 5.436 3.592 +51,3%
Eigið fé 1.385 784 +76,7%
Skuldir og eigið fé samtals 6.821 4.376 +55,9%
Kennitölur 1997 1996
Arðsemi eigin fjár 12,86% 23,03%
Eiginfjárhlutfall (CAD) 17,83% 14,09%
500 framsæknustu fyrirtæki Evrópu
Sex íslensk fyrirtæki
lfklega á listanum
o
SEX íslensk fyrirtæki koma sterk-
lega til greina við val á lista yfír 500
framsæknustu fyrirtæki Evrópu en
samtökin „Europe’s 500“ munu til-
kynna í dag hvaða fyrirtæki verða
valin. Þetta er í annað sinn sem val-
ið er á slíkan lista en eitt íslenskt
fyrirtæki, stoðtækjaframleiðandinn
Össur, komst á listann þegar valið
var á hann í fyrsta sinn. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins koma
sex íslensk fyrirtæki sterklega til
greina á listann. Þessi fyrirtæki eru
flugfélagið Atlanta, verslanakeðjan
Nóatún, stoðtækjaframleiðandinn
Össur, útgerðarfyrirtækið Sam-
herji, tölvufyrirtækið Tæknival og
Vöruveltan, sem rekur 10-11 versl-
Verðlaunaveitingin er hluti áf
evrópsku samstarfsverkefni sem
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
tekur þátt í ásamt Samtökum iðn-
aðarins og viðskiptastofnun Há-
skóla Islands en á undanförnum ár-
um hefur ráðuneytið markað þá
stefnu að auka þátttöku íslendinga
í alþjóðlegum verkefnum á sviði
samkeppnishæfni.
Verkefnið heitir „Europe’s 500“
og snýst um að verðlauna reglulega
500 framsæknustu íyrirtæki álf-
unnar.
Vopn í baráttunni
gegn atvinnuleysi
Alls voru fimmtán þúsund fyrir-
tæki valin til nánari skoðunar úr
hópi meira en 13 milljón fyrirtækja
í allri Evrópu þar til eftir stóðu 500
fyrirtæki.
Markmið Europe’s 500 er að
stuðla að öflugu atvinnulífi í Evr-
ópu og heiðra þau nú í annað skipti
þau 500 fyrirtæki í álfunni sem vax-
ið hafa hraðast og skapað flest ný
störf. Telja samtökin umrædd fyr-
irtæki helstu von Evrópu í barátt-
unni gegn atvinnuleysi.
Til að komast í þennan útvalda
hóp þurfa fyrirtæki að fullnægja af-
ar ströngum skilyrðum, t.d. með til-
liti til veltuaukningar, hagnaðar og
fjölgunar starfsfólks. Afhending
viðurkenningarinnar fer fram í
Munchen í Þýskalandi í dag í boði
stjórnar Bæjaralands.
Fækkað í
stjórn OIís i
VIÐ breytingar á samþykktum Olíu- i
verslunar íslands hf., sem sam- ’
þykktar voru á aðalfundi félagsins í
gær, var stjórnarmönnum fækkað úr
fimm í þrjá.
í stjórn voru endurkjörnir Gísli
Baldur Garðarsson formaður, Þor-
steinn Már Baldvinsson, Ágúst Ein-
arsson, Karsten M. Olesen og Ólafur
G. Sigurðsson.
Úr stjórn gengu Erik Knud Lar-
sen og Viðar Viðarsson en sá síðar-
nefndi var kosinn í varastjórn í stað
Þorsteins Ólafs. Þeir Finnbogi Jóns- I
son og Gunnar Sigvaldason voru
einnig endurkjörnir í varastjóm.
Guðmundur Runólfsson hf. Milljónir króna ÁÆTLUN
Rekstrarreikn. '1998 1997
Rekstrartekjur 595,8 538,0
Rekstrargjöld (458,6) (437,0)
Hagnaðurf. afskriftir 137,2 100,9
Fjármagnsgjöld (43,0) (44,0)
Reikn. skattar 0 (0,1)
Hagnaður ársins 28,4 3,3
Efnahagsreikningur 1997
I Eianir: I Milljónir króna 31/12
Veltufjármunir 135,5
Fastafjármunir 717,3
Eignir samtals 852,7
I Skuidir oq eiaið fé: n
Skammtímaskuldir 132,7
Langtímaskuldir 584,4
Eigið fé “Tttí-; ; - 135,6
Skuldir og eigið fé samtals 852,7
Kennitölur
Eiginfjárhlutfall 15,9%
Veltufjárhlutfall 1,02 —
Rangar tölur
MISTÖK urðu við vinnslu korts sem
birtist með grein um Guðmund Run-
ólfsson hf. í viðskiptablaði í gær. Töl-
ur úr rekstrarreikningi voru réttar
en vegna tæknilegra mistaka birtist
útdráttur úr efnahagsreikningi ann- I
ars fyrirtækis. Beðist er velvirðingar |
á þessum mistökum um leið og rétt- i
ar tölur eru birtar.