Morgunblaðið - 20.03.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.03.1998, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Methagnaður h.já Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Góð afkoma loðnu- bræðslu meginskýringin HRAÐFRYSTISTÖÐ Pórshafnar hf. var rekin með 147,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári á móti 136,5 milljónum árið áður. Er þetta besta árið í sögu fyrirtækisins. Verið er að stækka fískimjölsverksmiðju HÞ og telja forsvarsmenn að rekstr- arhorfur séu góðar fyrir yfirstand- andi ár. Hraðfrystihús Þórshafnar var rekið með tapi á árinu 1992 en síðan hefur verið stöðugt vaxandi hagnað- ur. Hagnaðurinn á síðasta ári er besta afkoma í sögu félagsins. „Við erum nokkuð ánægðir með rekstur- inn í heild,“ segir Hólmar Ástvalds- son, fjármálastjóri Hraðfrystistöðv- arinnar. Góð afkoma fiskimjölsverksmiðju HÞ er meginskýringin á góðri af- komu félagsins. Tekið var á móti 80.350 tonnum af hráefni á móti 77.920 tonnum árið 1996. Er þetta met hjá félaginu. Við þetta bætist, að sögn Hólmars, að markaðir hafa verið hagstæðir. „Við höfum verið að treysta stöðu okkar á mörkuðunum, meðal annars lagt aukna áherslu á Noregsmarkað," segir Hólmar. HÞ á hlut í sölufyrirtækinu Geve a/s og segir Hólmar að það fyrirkomulag hafí gefíst vel. Fyrirtækið sé í nán- ari tengslum við kaupendur afurð- anna og telur hann að það hafí skilað sér í betra söluverði. Samspil bræðslu og fi’ystingar Breytt hefur verið um áherslur í frystihúsi íyrirtækisins. Vinnsla uppsjávarfíska aukin en á móti dregið úr hefðbundinni bolfísk- vinnslu. Hólmar segir að afkoma frystihússins hafi batnað á árinu og segir að samspil loðnuverksmiðju og frystihúss eigi þar hlut að máli. Með þvi sé hægt að gera hámarksverð- mæti úr því hráefni sem berist á land. Nokkrar breytingar hafa orðið í útgerðinni. Nótaskipið Júlli Dan var selt án veiðiheimilda. Utgerðarfé- lagið Skálar ehf., hlutdeildaifélag Hraðfrystistöðvarinnar, keypti nótaskipið Neptúnus en Skálar reka einnig nótaskipið Júpiter. Rekstur nótaskipanna gekk vel á árinu. Frystitogarinn Stakfell var notaður í samstarfsverkefni í Færeyjum en rekstur skipsins gekk ekki nægilega vel að sögn Hólmars. Hann segir að aflabröð hafí verið léleg í Barents- hafi þar sem skipið var að veiðum. Stakfellið hefur að undanförnu verið notað við loðnufrystingu en ekki hef- ur verið ákveðið um næstu verkefni þess. Hraðfrystistöðin hóf kúfísk- vinnslu í frystihúsi sínu í lok ársins 1996. Sú vinnsla hefur hins vegar legið niðri frá því kúfiskskipið Öðu- fell fórst á miðju síðasta ári. Hólmar segir að á vegum félagsins sé verið að leita eftir kaupum á nýju skipi en enn hafí ekki fundist nægjanlega góður kostur í því efni. Loðnubræðslan stækkuð A árinu 1997 var fjárhagur Hrað- frystistöðvarinnar endurskipulagður og tók efnahagsreikningur fyrirtæk- isins miklum breytingum við það. Eigið fé félagsins var 460 milljónir kr. um áramót og eiginfjárhlutfall 27,7%. Hreint veltufé var 169 millj- ónir kr. og veltufjárhlutfallið 1,6. Horfur fyrir yfirstandandi ár eru góðar að mati Hólmars Astvaldsson- ar, að því gefnu að sami gangur verði í loðnu- og síldveiðum. Hraðfrystistöðin er að stækka loðnuverskmiðju sína og er vonast HRAÐFRYSTISTÖÐ ÞÓRSHAFNAR HF Rekstrarreikningur 1997 1996 Breyt. Rekstrartekjur Miiijónir króna 1.791,1 1.724,0 +3,9% Rekstrargjöld 1.438,7 1.421,9 + 1,2% Hagnaður fyrir afskriftir 352,4 302,2 + 16,6% Atskriftir 113,3 90,7 +24,9% Fjármagnsgjöld umfram tekjur 99,1 78,2 +26,7% Reiknaður tekjuskattur 30,4 0 Hagnaður af reglulegri starfsemi 109,5 133,2 -17,8% Hagnaður ársins 147,5 136,5 +8,1% Efnahagsreikningur 31. desember 1997 1996 Breyt. I Eignir: \ Veltufjármunir Milljónir króna 455,3 345,0 +32,0% Fastafjármunir 1.212,0 1.126,2 +7,6% Eignir samtals 1.667,3 1.471,2 +13,3% | Sku/dir og eigid fé: | Skammtímaskuldir 286,0 581,8 -50,8% Langtímaskuldir * 874,7 587,1 +49,0% Tekjuskattsskuldbinding 46,1 0 Eigiðfé 460.5 302.4 +52.3% Skuldir og eigið fá samtals 1.667,3 1.471,2 +13,3% Kennitölur 1997 1996 Eiginfjárhlutfall 27,7% 20,6% 0,6 . Veltufjárhlutfall 1,6 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 245,2 202,7 +21,0% til að viðbótin komist í gagnið í maí, fyrir sfldarvertíð. Með þessum áfanga eykst afkastageta verksmiðj- unnar úr 700 í 1000 tonn af hráefni á sólarhring. Hólmar segir að stækk- un verksmiðjunnar muni styrkja rekstur félagsins. Stjórn Hraðfrystistöðvarinnar leggur til á komandi aðalfundi að greiddur verði 7% arður til hluthafa. ^Hagnaður Samvinnusjóðs íslands hf. 123 milljónir kr. Utlán jukust um tæp 60% HAGNAÐUR lánasjóðsins Sam- vinnusjóðs Islands hf. var 123 millj- ónir króna á árinu 1997 samanborið við 144 milljónir árið áður. Utlán jukust um tæp 60% og reiknað er með 25% aukningu til viðbótar á yf- irstandandi ári. Gert var ráð fyrir 90 milljóna kr. hagnaði af rekstri Samvinnusjóðs- ins á síðasta ári. Niðurstaðan varð 123 milljónir kr. sem er 36% betri rekstrarárangur. Astæða fyrir þessari hækkun liggur í meiri aukn- ingu á útlánum en gert var ráð fyrir svo og hækkun annarra rekstrar- tekna, segir í fréttatilkynningu Samvinnusjóðsins. Hagnaðurinn á síðasta ári er þó 15% minni en árið 1996 og skýrist það einkum af minni söluhagnaði af hlutabréfum, að sögn Kristins Bjarnasonar fjármála- stjóra. Útlán námu tæpum 7 milljörðum kr. í lok ársins og höfðu aukist um 2,4 milljarða eða um 60% á árinu. Tæp 70% útlána eru til einstak- linga. Kristinn Bjamason segir að áfram sé gert ráð fyrir aukningu á yfirstandandi ári, nú um 25%. Aætl- anir benda að hans sögn til þess að afkoman vérði syipuð í ái' og jiún var á nýliðnu rekstrarárii j Arðsemi eigin fjár 12,9% Eigið fé-Samvinnusjóðsihs var í árslok 1.385 milljónir sem er 17,8% af heildar fjármagni félagsins. Arð- semi eigin fjár var á árinu 12,9% en var 23% árið 1996. Eigið fé Sam- vinnusjóðsins jókst um 600 milljónir á árinu sem er tæplega 80% hækkun en aukninguna má rekja að stórum hluta til útboðs hlutafjár sem fór fram á árinu. í útboðinu seldust 200 milljónir að nafnverði sem gerðu 500 milljónir að söluverði. Hluthöfum fjölgaði mikið í útboðinu og voru þeir 316 í árslok 1997 en voru 84 í ársbyrjun. í kjölfar útboðsins voru hlutabréf Samvinnusjóðsins skráð á Verðbréfaþing Islands. Bókfært verð hlutabréfaeignar Samvinnusjóðsins í reikningnum síðasta árs er 785 milljónir. Mark- aðsvirði þessara bréfa er þó mun hærra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, eða 1.350 milljón- ir ef tekið er mið af síðustu viðsldpt- um sem voi-u á árinu 1997 og sölu- gengi Vátryggingafélags Islands hf. í kaupum Landsbankans á sama ári. Mismunur á bókfærðu verði og markaðsverði er því 565 milljónir. I árslok störfuðu 15 starfsmenn hjá félaginu í stað átta árið áður. Aðalfundur Samvinnusjóðs Is- lands hf. verður 30. mars á Grand Hóteli. Þar leggur stjóm félagsins til að greiddur verður 7% arður til hluthafa og að hlutafé verði hækkað um 15% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. Samvinnusjóður íslands hf. Niðurstöður úr reikningum ársins 1997 Rekstrarreikningur MMjónir króna 1997 1996 Breyting Vaxtatekjur 532 372 +43,2% Vaxtagjöld 378 240 +57,3% Hreinar vaxtatekjur 155 132 +17,6% Aðrar rekstrartekjur 139 168 -17,7% Önnur rekstrargjöld 67 38 +78,2% Framlög í afskriftarsjóð 70 75 -6,9% Hagnaður fyrir skatta 156 187 -16,7% Reiknaður tekju- og eignaskattur 33 43 -23,4% Hagnaður ársins 123 144 -14,7% Efnahagsreikningur 31. des.: 1997 1996 Breyting | Eignir: | Milliónir króna Útlán og aðrar eignir 5.583 3.524 +58,4% Markaðsverðbréf og fjárfest.hlutabr. 1.238 852 +45,4% Eignir samtals 6.821 4.376 +55,9% | Skuidir og eigið tú: \ Lántaka og aðrar skuldir 5.436 3.592 +51,3% Eigið fé 1.385 784 +76,7% Skuldir og eigið fé samtals 6.821 4.376 +55,9% Kennitölur 1997 1996 Arðsemi eigin fjár 12,86% 23,03% Eiginfjárhlutfall (CAD) 17,83% 14,09% 500 framsæknustu fyrirtæki Evrópu Sex íslensk fyrirtæki lfklega á listanum o SEX íslensk fyrirtæki koma sterk- lega til greina við val á lista yfír 500 framsæknustu fyrirtæki Evrópu en samtökin „Europe’s 500“ munu til- kynna í dag hvaða fyrirtæki verða valin. Þetta er í annað sinn sem val- ið er á slíkan lista en eitt íslenskt fyrirtæki, stoðtækjaframleiðandinn Össur, komst á listann þegar valið var á hann í fyrsta sinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins koma sex íslensk fyrirtæki sterklega til greina á listann. Þessi fyrirtæki eru flugfélagið Atlanta, verslanakeðjan Nóatún, stoðtækjaframleiðandinn Össur, útgerðarfyrirtækið Sam- herji, tölvufyrirtækið Tæknival og Vöruveltan, sem rekur 10-11 versl- Verðlaunaveitingin er hluti áf evrópsku samstarfsverkefni sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið tekur þátt í ásamt Samtökum iðn- aðarins og viðskiptastofnun Há- skóla Islands en á undanförnum ár- um hefur ráðuneytið markað þá stefnu að auka þátttöku íslendinga í alþjóðlegum verkefnum á sviði samkeppnishæfni. Verkefnið heitir „Europe’s 500“ og snýst um að verðlauna reglulega 500 framsæknustu íyrirtæki álf- unnar. Vopn í baráttunni gegn atvinnuleysi Alls voru fimmtán þúsund fyrir- tæki valin til nánari skoðunar úr hópi meira en 13 milljón fyrirtækja í allri Evrópu þar til eftir stóðu 500 fyrirtæki. Markmið Europe’s 500 er að stuðla að öflugu atvinnulífi í Evr- ópu og heiðra þau nú í annað skipti þau 500 fyrirtæki í álfunni sem vax- ið hafa hraðast og skapað flest ný störf. Telja samtökin umrædd fyr- irtæki helstu von Evrópu í barátt- unni gegn atvinnuleysi. Til að komast í þennan útvalda hóp þurfa fyrirtæki að fullnægja af- ar ströngum skilyrðum, t.d. með til- liti til veltuaukningar, hagnaðar og fjölgunar starfsfólks. Afhending viðurkenningarinnar fer fram í Munchen í Þýskalandi í dag í boði stjórnar Bæjaralands. Fækkað í stjórn OIís i VIÐ breytingar á samþykktum Olíu- i verslunar íslands hf., sem sam- ’ þykktar voru á aðalfundi félagsins í gær, var stjórnarmönnum fækkað úr fimm í þrjá. í stjórn voru endurkjörnir Gísli Baldur Garðarsson formaður, Þor- steinn Már Baldvinsson, Ágúst Ein- arsson, Karsten M. Olesen og Ólafur G. Sigurðsson. Úr stjórn gengu Erik Knud Lar- sen og Viðar Viðarsson en sá síðar- nefndi var kosinn í varastjórn í stað Þorsteins Ólafs. Þeir Finnbogi Jóns- I son og Gunnar Sigvaldason voru einnig endurkjörnir í varastjóm. Guðmundur Runólfsson hf. Milljónir króna ÁÆTLUN Rekstrarreikn. '1998 1997 Rekstrartekjur 595,8 538,0 Rekstrargjöld (458,6) (437,0) Hagnaðurf. afskriftir 137,2 100,9 Fjármagnsgjöld (43,0) (44,0) Reikn. skattar 0 (0,1) Hagnaður ársins 28,4 3,3 Efnahagsreikningur 1997 I Eianir: I Milljónir króna 31/12 Veltufjármunir 135,5 Fastafjármunir 717,3 Eignir samtals 852,7 I Skuidir oq eiaið fé: n Skammtímaskuldir 132,7 Langtímaskuldir 584,4 Eigið fé “Tttí-; ; - 135,6 Skuldir og eigið fé samtals 852,7 Kennitölur Eiginfjárhlutfall 15,9% Veltufjárhlutfall 1,02 — Rangar tölur MISTÖK urðu við vinnslu korts sem birtist með grein um Guðmund Run- ólfsson hf. í viðskiptablaði í gær. Töl- ur úr rekstrarreikningi voru réttar en vegna tæknilegra mistaka birtist útdráttur úr efnahagsreikningi ann- I ars fyrirtækis. Beðist er velvirðingar | á þessum mistökum um leið og rétt- i ar tölur eru birtar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.