Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNB LAÐIF/ FRÉTTIR Utanríkisráðherra í fyrri umræðu á Alþingi um stækkun Atlantshafsbandalagsins Vonast til þess að þing- menn Alþýðubandalags sitji að minnsta kosti hjá UTANRIKISRÁÐHERRA mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um heimild til stækkunar NATO en þingmenn Alþýðubandalags og óháðra hyggjast sitja hjá eða jafnvel greiða atkvæði gegn tillögunni. Myndin var tekin í síðustu viku. ÞINGMENN Alþýðubandalags og óháðra ætla annaðhvort að sitja hjá eða greiða atkvæði gegn þingsálykt- unartillögu um staðfestingu þriggja viðbótarsamninga við Norður-Atl- antshafssamninginn um aðild Pól- lands, Tékklands og Ungverjalands. Kom þetta fram í máli þeirra þing- manna Aiþýðubandalags og óháðra sem til máls tóku í gær þegar fram fór fyrri umræða um þingsályktun- artillöguna. Töldu þeir m.a. að með stækkun NATO væri verið að taka ákvörðun um nýja skiptingu Evrópu sem myndi skapa spennu og tor- tryggni meðal þeirra sem ekki væru í bandalaginu. Nær væri að byggja upp lýðræðislega öryggisstofnun sem næði til allra landa Evrópu. Fulltrúar annarra þingflokka fögn- uðu hins vegar stækkun NATO til austurs og bentu margir hverjir á að sú stækkun yrði þvert á móti til að koma á nýju öryggisumhverfí í Evr- ópu. Utanríkisráðherra, Halldór Ás- grímsson, harmaði það að þingmenn Alþýðubandalags og óháðra ætluðu vera andvígir aðild þjóðanna þriggja að NATO og kvaðst vonast til þess að þeir sætu að minnsta kosti hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna. Það væri afar slæmt ef hluti Alþingis sendi þjóðunum þremur þau skila- boð að þær væni ekki velkomnar í bandalagið. Utanríkisráðhcrra mælti fyrir þingsályktunartillögunni en utanrík- isráðherrar aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins undirrituðu við- bótarsamninga um aðild ríkjanna þriggja í Brussel 16. desember sl. með fyrirvara um samþykki þjóð- þinga landanna. í framsöguræðu ráðherra kom m.a. fram að sameig- inleg útgjöld bandalagsins vegna stækkunarinnar muni aukast um u.þ.b. 1,5 milijarð Bandaríkjadala á næstu tíu árum og þar af fari um 1,3 milljarður til mannvirkjagerður í nýju aðildarríkjunum þremur. „Ríkin þrjú munu sjálf þurfa að greiða kostnað við aðlögun eigin vama að samræmdu varnarkei-fí bandalagsins og ekki er gert ráð fyrir að núverandi aðildarríki þurfí að breyta eigin varnaráætlunum eða auka útgjöld til varnarmála vegna fjölgunar aðildarríkja," sagði ráð- herra. Hann sagði ennfremur að með þetta í huga mætti ljóst vera að við- bótarútgjöld íslands vegna þessarar ALÞINGI stækkunar yrðu ekki umtalsverð m.a. vegna þess að Islendingar greiddu ekki í mannvirkjasjóð bandalagsins. Þátttaka íslendinga í kostnaði Atlantshafsbandalagsins væri 0,05%. Gæti þýtt vaxandi ófriðarhættu I máli Svavars Gestssonar, þing- manns Alþýðubandalags og óháðra, kom fram að margar spurningar vöknuðu upp við stækkun Atlants- hafsbandalagsins. Hann sagði í fyrsta lagi að stækkun Atlantshafs- bandalagsins, með þeim hætti sem nú væri gert, gæti haft í för með sér vaxandi ófriðarhættu og spennu á nýjan leik, m.a. vegna afstöðu Rússa. „Ég tel ástæðu til að fara um það nokkrum orðum hvort það sé að einhverju leyti hætt við því að stækkun bandalagsins þýði harðari viðbrögð Rússa en ella hefði þurft að vera,“ sagði hann og bætti því við að hann væri ekki að tala um Rússland eitt heldur líka nánustu grannríki þess. I öðru lagi, sagði Svavar, þurfa menn að spyrja sig þeirrar spurn- ingar hvort stækkun Atlantshafs- bandalagsins geti haft í för með sér aukinn vígbúnað í heiminum al- mennt; aukna hergagnaframleiðslu og þar af leiðandi aukna ófriðar- hættu. Þá sagði Svavar í þriðja lagi að menn veltu því fyrir sér hvort það væri í samræmi við þær breyt- ingar sem hefðu átt sér stað í heim- inum að verja öllum þessum fjár- munum, sem áður var getið um, í vígbúnað. Sagði Svavar að síðustu í ræðu sinni að það væri ljóst að þingmenn Alþýðubandalags og óháðra myndu ekki greiða atkvæði með þessari þingsályktunartillögu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðu- bandalags og óháðra, talaði á svip- uðum nótum og Svavar og kvaðst þeirrar skoðunar að ekki verið að leysa öryggismál í Evrópu með stækkun NATO. „Ég held hún sé ógæfuleg upp á framtíðina vegna þess að í staðinn fyrir að efla og byggja upp lýðræðislega öryggis- gæslustofnun, svæðisstofnun í Evr- ópu, sem heyrði undir Sameinuðu þjóðirnar hafa menn ákveðið að framlengja lífdaga gamals hernaðar- bandalags," sagði hann. Hjörleifur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, tók í sama streng og flokksbræður sínir og sagði að annaðhvort myndu þingmenn Alþýðubandalags og óháðra greiða atkvæði gegn tillög- unni eða sitja hjá. Óskir frjálsra ríkja Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði það fagnað- arefni að stækkun Atlantshafs- bandalagsins í austurátt væri nú að verða að veruleika. „Ég er ekki sam- mála því að þessu máli fylgi aukin ófriðarhætta. Þvert á móti er verið að treysta nýtt öryggisfyrirkomulag í Evrópu og þjóðir Mið- og Austur- Evrópu vilja auðvitað taka þátt í því verkefni, til þess að efla enn frekar þá lýðræðisþróun sem átt hefur sér stað í þessum löndum," sagði hún og bætti þvi við og lagði áherslu á að þetta væru óskir frá frjálsum ríkj- um. Þeir Arni R. Arnason og Kristján Pálsson, þingmenn Sjálfstæðis- flokks tóku einnig til máls og fögn- uðu tillögunni. Það sama gerði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknai’flokks. Taldi hún að löndin þrjú hefðu bæði af menningarlegum og efnahagslegum ástæðum rétt á að fá fulla aðilda að pólitísku og efnahagssamstarfi ríkja í Vestur- Eyrópu. I máli Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns þingflokks jafnaðar- manna, kom fram að bæði hann og þingflokkur hans stæðu heilshugar að baki tillögunni. Sagði hann að um- rædd tillaga væri staðfesting á því að það væri verið að skapa nýtt ör- yggisumhverfi í Evrópu. Rannveig Guðmundsdóttfr, þingflokki jafnað- armanna, tók í sama streng og Öss- ur. I andsvörum utanríkisráðheira við gagnrýni alþýðubandalagsmanna fullyrti hann m.a. að þessi stækkun NATO myndi draga mjög mikið úr spennu í Evrópu. Hann benti enn- fremur á að yfir 80% íbúa ríkjanna hefðu samþykkt aðild að Atlants- hafsbandalaginu og að sú staðreynd hlyti að skipta meginmáli. Ráðherra hélt því einnig fram að stækkun bandalagsins myndi ekki auka víg- búnaðarkapphlaupið. „Það er alveg ljóst að ef þessar þjóðir hefðu komið að lokuðum dyrum hjá Atlantshafs- bandalaginu hefðu þær gripið til allt annaiTa úrræða í sambandi við sín mál og að sjálfsögðu hefðu þær keypt nútíma vopn og endurskipu- lagt sínar varnir með allt öðrum hætti.“ Hann tók einnig fram að það væri náið samstarf milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins einmitt til þess að koma í veg fyrir að víg- búnaðarkapphlaupið hæfist að nýju. Um þá ákvörðun alþýðubanda- lagsmanna að greiða atkvæði gegn tillögunni eða sitja hjá sagði utanrík- isráðherra m.a. eftirfarandi: „Ég skil það þannig að háttvirtfr þingmenn Alþýðubandalagsins ætli að vera andvígir því að þessar þrjár þjóðir sem þurftu að þola kúgun Sovét- manna áratugum saman fái að koma inn í Atlantshafsbandalagið á lýð- ræðislegum grundvelli. Það skipti engu máli þó að 80% þeirra sem tóku þátt í þessum kosningum hafi þann vilja.“ Kvaðst ráðhen-a harma mjög þessa afstöðu alþýðubandalags- manna og sagðist vona að þeir sætu að minnsta kosti hjá. Þingsályktunartil- laga um að hvalveið- ar hefjist að nýju LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að hvalveiðar skuli leyfðar frá og með árinu 1998 á þeim tegundum og inn- an þefrra marka sem Hafrannsókna- stofnun hefur lagt til. Skal sjávarút- vegsráðherra falin framkvæmd veiði- stjómar á grundvelli gildandi laga. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, en meðflutnings- menn eru Einar K. Guðfinnsson, Guðmundur Hallvarðsson, Ami M. Mathiesen og Ámi Johnsen, þing- menn Sjálfstæðisflokks, og Stefán Guðmundsson, Siv Friðleifsdóttir og Ólafur Örn Haraldsson, þingmenn Framsóknarflokks. I greinargerð tillögunnar segir m.a. að hér á landi hafí ætíð verið vilji til þess að hefja hvalveiðar að nýju. Þetta hafi komið fram í fjöl- mörgum skoðanakönnunum þar sem að jafnaði 80-90% landsmanna hafi lýst yfir stuðningi við að hefja hval- veiðar að nýju. Hagsmunasamtök hafi auk þess langflest lýst yfir af- dráttarlausum stuðningi við hvalveið- ar. ,Á Alþingi hefur líka komið fram greinilegur vilji þingmanna til þess að hvalveiðar megi hefjast að nýju. í umræðum sem efnt hefur verið til hafa fjölmargir þeirra hvatt til þess að veiðar hefjist. Má af þessu ráða að hugmyndin um hvalveiðar nýtur víð- tæks stuðnings á meðal þjóðarinnar, hagsmunasamtaka og á Alþingi,“ segir m.a. Stjórnarandstæðmgar ekki sáttir við störf þingsins STJÓRNARANDSTÆÐINGAR kvöddu sér hljóðs í upphafi þing- fundar í gær og sögðu að eins og staðan væri í þinghaldinu núna væri engin sátt um störf þingsins. Þeir sögðu m.a. að eftir að samstaða hefði náðst milli stjórnar og stjórnarand- stöðu um að stefna að því að ljúka þingi 22. apríl nk. í staðinn fyrir 8. maí nk., eins og upphafleg starfsá- ætlun gerði ráð fyrir, hefði fjöldi stjómarfrumvarpa verið lagður fram á Alþingi. Bent var á að ríkisstjómin hefði lagt fram 28 þingmál frá 3. mars sl., en fyrir væra um 80 til 100 þingmál til umfjöllunar í fastanefnd- um Alþingis, sem vonir stæðu til að yrðu að lögum í vor. Guðmundur Árni Stefánsson, þingflokki jafnaðarmanna, kvaðst neita að trúa því að formenn nefnda og stjórnarliðar á þingi ætluðu að láta ríkisstjórnina nota sig sem sjálfsafgreiðslustofnun og afgreiða mál sem hæglega gætu beðið hausts- ins. Svavar Gestsson, þingmaðui- Al- þýðubandalags og óháðra, sagði það algjörlega á hreinu að það yrði að taka nokkur þeirra stóru mála sem nú lægju fyrir Alþingi út af dagskrá vorþingsins ef takast ætti að ljúka þingi 22. apríl nk. Ætti hins vegar að afgreiða öll málin á þessu þingi þyrfti það að standa fram í júní. „Við þurfum að velta því fyrir okkur hvort við höfum gengið of langt í því að gera Alþingi að ópólitískri tækni- stofnun í staðinn fyrir að hún sé vett- vangur eðlilegrar pólitíski-ar um- ræðu,“ sagði hann m.a. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra vai’ð fyrir svöram og sagði m.a. að hvorki þessi ríkisstjóm né aðrar litu á Alþingi sem einhverja sjálfsafgreiðslustofnun. Það væri hins vegar ljóst að ríkisstjórnir þyi-ftu að leggja fram þingmál á ýmsum tímum, þó auðvitað væri æskilegt að þau kæmu fram sem allra fyrst. „Það er nú einu sinni svo að stjómsýsla landsins er fremur smá að vöxtum og það gengur frem- ur illa að ljúka málum á tilsettum tíma,“ sagði hann. Utanríkisráðherra sagði ennfrem- ur að það væri fullur vilji af hálfu ríkisstjórnarinnar að vinna að því að ljúka þingstörfum 22. apríl nk. en jafnframt að það væri ásetningur ríkisstjórnai-innar að ljúka þeim mál- um sem hún teldi nauðsynlegt að ljúka fyrir vorið. Þau þingmál væru allmörg. Þar á meðal væri húsnæðis- frumvarpið og skattamál sem ekki væru mjög flókin, að því er fram kom í máli ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.