Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 13 FRETTIR Stjórn Dagvistar barna Almennt átak í menntamálum starfsmanna á leikskólum TILLAGA fulltrúa Sjálfstæðis- ílokksins í stjórn Dagvistar barna um að menntun ófaglærðra starfs- manna verði efld á leikskólum borgarinnar, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, er viðauka- tillaga við tillögu stjórnarinnar um átak í menntamálum, samkvæmt upplýsingum Arna Þórs Sigurðs- sonar, formanns stjórnarinnar. Samkvæmt tillögum stjórnarinnar nær átak í menntamálum einnig til faglærðra starfsmanna. I tillögu stjómarinnar, sem er í átta liðum, er gert ráð fvi'ir að skipulögð verði námskeið í starfs- mannastjóm fyrir leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra. Að skipulögð verði námskeið í stjórn- un fýrir leikskólakennara og aðra starfsmenn er vinna sem deildar- stjórar. Að skipulögð verði nám- skeið fyrir Sóknarstarfsmenn, sem lokið hafa 100 stunda nám- skeiði, og að þessu viðbótarnámi verði lokið með formlegu mati, sem hægt verði að meta til ein- inga. Sérhæfninámskeið Lagt er til að fleiri starfsmönn- um, sem þess óska, verði gefinn kostur á að sækja 100 stunda sér- hæfninámskeið, og að skipulagt verði viðbótarnám fyrir þá starfs- menn gæsluleikvalla, sem lokið hafa 100 stunda sérhæfninám- skeiði. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að tryggt verði að allir nýútskrifaðir leikskólakennarar, sem hefja störf hjá Dagvist barna 1998, fái reglu- bundna handleiðslu í starfí, að minnsta kosti fyrsta árið. Styrkir til náms- og kynnisferða Lagt er til að styrkjum til náms- og kynnisferða verði fjölgað og slíkar ferðir verði skipulagðar fyrir leikskólastjóra og aðra stjórnendur hjá Dagvist barna á árinu í þeim tilgangi að kynnast því sem aðrar þjóðir eru að gera markvert í þjónustu við böm á leikskólaaldri. Loks er gert ráð fyrir aukinni áherslu á þróunar- og nýbreytnistarf, meðal annars með því að auka framlög í þróun- arsjóð leikskóla, sem nemur allt að 50%. Stjórnarformaður Landssfmans hf. um kaup í Skímu/Miðheimum Sala allra hluthafa forsenda kaupanna ÞÓRARINN V. Þórarinsson, stjórn- arformaður Landssímans hf, segir að hluthafar í Skímu/Miðheimum fái bréf þess efnis að forsenda fyrir kaupum Landssímans á hlutafélag- inu hafi verið að samningurinn gilti fyrir öll hlutabréf í fyrirtækinu og að öll hlutabréf í fyrirtækinu væru til sölu. „Síminn hefur markað þá stefnu að byggja upp og efla intemetþjón- ustu Landssímans. Við höfum þá trú að Netið muni á komandi árum taka við miklu stærri hluta af heildarum- ferð í fjarskiptakerfinu og það sé beinlínis skylda stjórnenda fyrirtæk- isins að halda því í fremstu röð með því að fylgja tækniþróuninni og þjóna okkar viðskiptavinum með þeim hætti,“ sagði Þórarinn. Þreifingar í nokkrar vikur, við- ræður stóðu stutt yfír Þórarinn sagði að þreifíngar um kaup Landssímans á Skímu/Mið- heimum hafi staðið í nokkrar vikui’ en viðræður hafi hins vegai' staðið stutt yfir og komist á það stig á þriðjudaginn að vilji Landssímans til að kaupa alla hluti í Skímu fyrir til- tekið verð hafi verið staðfestur. Núna sé málið í höndum Skímu/Miðheima og það velti alfarið á því fyrirtæki hvert framhald málsins verður. Þór- arinn segir að meðan á þreifingunum stóð hafi Landssíminn vitað að hlut- hafamir voru í viðræðum við aðra að- ila. „Það eru fullkomlega eðlileg við- skipti að þeir sem eru að selja fyrir- tæki leiti fyrir sér með þeim hætti,“ sagði Þórarinn. Morgunblaðið fékk staðfest í gær að það sé afstaða tveggja hluthafa í Skímu/Miðheima, þeirra Amþórs Jónssonar og Inga Þórs Bjömsson- ar, sem stofnuðu Miðheima og eiga samtals 8% í Skímu/Miðheimum, að þeir muni leita til dómstóla eftir við- kenningu á því að þeir eigi forkaups- rétt á 92% hlutafjár í fyrirtækinu. Ekki náðist tal af þeim í gær, en heimildarmaður sem þekkir málatil- búnað þeirra fullyrti í samtali við blaðamann að enginn fyrirvari um kaup á 100% hlut hafi fylgt þeim ski'iflega kaupsamningi sem kynntur var stjóm Landssímans á þriðjudag og á því hygðust þeir byggja kröfu sína í samræmi við samþykktir Skímu/Miðheima. Á hinn bóginn herma heimildir Morgunblaðsins að eigendur Islandia Intemet hafi frá því í fyrradag haft samband við þingmenn og leiðtoga í flestum eða öllum stjómmálaflokkum í því skyni að hafa áhrif á stjóm Landssímans til að koma í veg fyrir kaup Landssímans á fyrirtækinu. Samþykktum breytt? Þá hefur Morgunblaðið upplýsing- ar um að vegna þess að skilyrði Landssímans um kaup á 100% hlut í Skímu/Miðheimum gangi ekki eftir vegna afstöðu eigenda 8% muni hlut- hafafundur verða haldinn í Skímu/Miðheimum á næstunni og þar verði samþykktum félagsins breytt. Forkaupsréttur hluthafa á fólum hlutum í félaginu verði afnum- inn. Tvímenningamir eru sagðir telja slíkar fyrirætlanir ólöglegar, enda hafi forkaupsrétturinn orðið til þegar kaupsamningur án fyrirvara um 100% sölu var undirritaður, sem þeir segjast hafa upplýsingar um að gert hafi verið. Forkaupsrétturinn verði því ekki tekinn úr sambandi eftir á með breytingum á samþykkt- um félagsins. Ráðstefna um krabbameins- rannsóknir á Islandi Virtir vísindamenn ræða um rannsóknir RAÐSTEFNA um krabbameins- rannsóknir á Islandi verður sett í dag í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð, þar sem meðal ann- ars þrír víðkunnir vísindamenn á þessu sviði greina frá rannsóknum sínum. Ráðstefnan hefst klukkan 9.30 í dag og verður henni fram haldið á morgun, laugardag. Samtök um krabbameinsrann- sóknir á Islandi, sem stofnuð voru fyrir þremur árum og hafa um eitt hundrað félaga innan sinna vé- banda, standa að ráðstefnunni ásamt Rannsóknastofu Krabba- meinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffræði. Ráðstefnan er haldin í tilefni af tíu ára afmæli rannsókn- arstofunnar. I hópi fremstu manna Á ráðstefnunni verða kynnt rannsóknarefni frá þrjátíu og tveimur innlendum vísindamönnum eða rannsóknarhópum. Að auki flytja fyrir hádegi í dag þrír vís- indamenn erlendis frá fyrirlestra, þeir dr. Curtis C. Harris, dr. Shoukat Dedhar og dr. Snom Þor- geirsson, en allir starfa þeir í Bandaríkjunum og Kanada og þykja á meðal fremstu manna í sinni grein. Snorri fæst við grundvallarrann- sóknir á tilurð krabbameina, meðal annars í tilraunadýrum, við banda- rísku krabbameinsstofnunina, National Cancer Institute. Harris er í forsvari fyrir sam- eindarerfðafræðii'annsóknir á krabbameinum í mönnum við sömu stofnun, auk þess að vera prófessor við læknadeild Georgstown-háskól- ans í Bandaríkjunum og ritstýra ýmsum kunnum vísindaritum. Dedhar er prófessor við lífefna- fræði- og sameindaerfðafræðideild við Háskólann í British Columbia í Vancouver í Kanada þar sem hann rannsakar samskipti eðlilegi'a og illkynja fruma við nánasta umhverfi sitt. Ráðstefnan er opin öllum áhuga- mönnum um krabbameinsrann- sóknir. Staða prófessors í tauga- sjúkdómafræði við HÍ Kæru hafnað í háskólaráði MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ framsendi stjórnsýslukæru dr. Martins Grabowski, læknis við há- skólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð, til Háskóla Islands. Háskólaráð fjallaði nýlega um hana og hafnaði kærunni en hún er tilkomin vegna þess að dómnefnd læknadeildar HÍ taldi Martin óhæfan til að gegna prófessorsstarfi í taugasjúkdóma- fræði við Háskóla Islands og gaf deildarfundi þ.a.l. ekki færi á að velja hann í embættið. Martin vildi sýna fram á í kærunni að hann hefði mesta rann- sóknarreynslu af umsækjendum, sem voru fimm, og að rannsóknirnar hefðu hátt vísindagildi. Hann kærði líka á þeim forsendum að jafnræðis- regla með umsækjendum hefði verið brotin og benti á gögn sem áttu að sýna að einn umsækjenda hefði öðl- ast ákveðna vitneskju, hjá dóm- nefndinni, sem gefði hefði honum forskot á aðra umsækjendur til að keppa að starfinu. Háskólaráð taldi framlögð gögn ekki duga til að ógilda ákvörðun deildarfundar læknadeildar sem lagði til að Elías Ólafsson yrði próf- sessor og þarf ráðherra að sam- þykkja hana. Martin Grabowski sendi mennta- málaráðherra stjórnsýslukæruna eft- ir að hafa áður sent honum kvörtun- arbréf vegna málsins. Ráðherra ft'amsendi kvörtunarbréfið til há- skólaráðs sem fjallaði um það 29. jan- úar sl. og komst að þeirri niðurstöðu þá að dómnefndin hafi ekki vikið frá þeiiri skyldu sinni að gæta jafnræðis gagnvart umsækjendum og ekki brotið gegn ákvæðúm reglna um veitingu starfa háskólakennara við mat á hæfni umsækjenda. Háskólaráð fékk stjómsýslu- kærana svo til umfjöllunar og sendi ráðherra niðurstöðu sína. Ráðherra er samkvæmt 11. gr. laga nr. 131/1990 bundinn af tillögu deildar- fundar þannig að hann getur ein- ungis hafnað tOlögunni ef hann fellst ekki á hana, og verður staðan þá auglýst að nýju, eða samþykkt hana. Hann getur ekki gert athugasemdir við málsmeðferð eða fjallað um stjórnsýslukærur vegna mála. Nú er ákvörðunar hans beðið. Morgunblaðið/Golli Dúfna- veislan MISJAFNLEGA þröngt er í búi smáfugla eftir veðri og vindum og má búast við að heldur lítið æti hafi verið undanfarnar vik- ur. Fuglavinir muna þó ætíð eft- ir vængjuðum gestum þegar harðnar í ári og gera sér far um að tryggja þeim viðurværi við hæfí. Við Tjörnina í Reykjavík hefur fuglaskari nær fasta bú- setu og þegar Ijósmyndari Morg- unblaðsins átti þar leið hjá á dögunum rakst hann á einn áð- urnefndra fuglavina sem sá ekki eftir brauðbitanum í dúfurnar. Fuglarnir létu sér veisluföngin vel líka. ------------ Vísindasjóð- ur úthlutar styrkjum VÍSINDASJÓÐUR úthlutaði ný- lega árlegum styrkjum til vísinda- rannsókna. Alls úthlutaði sjóðurinn 165 milljónum króna til rannsókna en umsóknir bárust upp á rúmlega 687 milljónir króna að þessu sinni. Heildarúthlutunarhlutfall sjóðsins er því 25% en var 27% á síðasta ári og 45% árið 1990. I fréttatilkynningu segir að ráð- stöfunarfé Vísindasjóðs hafi nánast staðið í stað síðan 1992 en sjóðurinn hlýtur framlag úr ríkissjóði og frá Seðlabanka íslands. Hæstan styrk að þessu sinni hlaut Vilmundur Guðnason fyrir nýtt verkefni á sviði heilbrigðis- og lífvísinda sem tengist rannsóknum á erfðaþáttum í blóði Islendinga. Á sviði hug- og félagsvísinda hlaut Steinunn Kristjánsdóttir fomleifafi-æðingur 1,5 milljóna króna framhaldsstyrk fyrir verk- efnið „Mörk heiðni og kristni" og Valur Ingimundarson sagnfræðing- ur hlaut 1,1 milljón í nýtt verkefni um samskipti Islands og Banda- ríkjanna 1961-1968. Á sviði heilbrigðis- og lífvísinda hlaut Sigurður Ingvarsson hæstan styrk til framhaldsverkefnis sem felst í kortlagningu á breytingum í erfðamengi brjóstakrabbameins. Hæstan styrk á sviði náttúruvís- inda og umhverfisrannsókna hlutu Hilmar J. Malmquist og Stefán Arnórsson til framhaldsverkefna, alls 1,5 milljónir hvor. Verkefni Hilmars er yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna en Stefán hyggst kanna jarðefnafræði vatns í Skaga- firði. Á sama sviði hlaut Bryndís Brandsdóttir 1,2 milljóna króna styrk til nýs verkefnis sem lýtur að kortlagningu kvikuhólfa undir Vatnajökli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.