Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 31 Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson MAGNUS Theodór Magnússon, Teddi, við opnun sýningar sinnar í Kiinslerhaus í Cuxhaven. Teddi sýnir í Cuxhaven Hannover. Morgunblaðið. NÝLEGA var opnuð í Cuxhaven sýning á verkum Magnúsar Theo- dórs Magnússonar „Tedda“. Verk- in á sýningunni eru öll unnin í tré en efniviðnum hefur Teddi safnað á ferðum sínum sem sjómaður um heimsins höf. A sýningunni eru listaverk unnin úr tekki frá Rotter- dam, birtó og reyni frá Cuxhaven, greni frá íslandi, harðvið úr skóg- um Afríku, rekavið úr Norður-Atl- antshafinu, hluta úr gömlum eikar- bát sem hann hirti í fjörunni í Grindavík og gamlan bryggju- stólpa sem Teddi kallar „Marshall- aðstoðina" enda kom sá viðarbútur hingað til lands árið 1947 frá Ohio í Bandaríkjunum. Biyggjustólpi þessi mun hafa verið neðansjávar í höfninni í Reykjavík þar til nýlega að bryggjan var rifin. Teddi sagðist hafa gaman af að vinna í „lifandi efni þar sem saga viðarins talar til mín. Eg reyni að láta einkenni hvers búts tala sínu máli“. Þannig hefur Teddi til dæmis látið nagla- för og smit út frá þeim njóta sín auk þess sem stöku kuðungur eða sjávargróður gerir vart við sig. Teddi hefur dvalið í Cuxhaven í þrjá mánuði í boði Listafélagsins þar (Kunstverein). Verkin vann hann öll á staðnum en dvölinni lýk- ur með sýningunni sem nú stendur yfir í húsakynnum Listafélagsins. Flökkueðli virðist Tedda í blóð borið því þó hann sé lærður offset- prentari sótti hann sjóinn til margra ára þar sem hann þræddi meðal annars strendur Nýfundna- lands, Grænlands og íslands. Hann söðlaði um og gerðist liðsmaður í Slökkviliði Reykjavíkur í tvo ára- tugi áður en hann ákvað að segja skilið við brunarústirnar og helga sig listinni einvörðungu; tréverkinu og matseldinni því af og til leggur hann keðjusögina á hilluna og stíg- ur ölduna sem bryti í fiskiskipa- flota Islendinga. Verk Tedda vekja hvarvetna at- hygli en fjölmörg íslensk fyi-irtæki, eins og Eimskip, Flugfélagið Atl- anta, Landsbanki fslands, Visa ís- land auk Reykjavíkurborgar hafa eignast verk eftir hann. Þá hefur fyri-\'erandi forseti Þýskalands, Richard von Weizsácker einnig fest kaup á verki eftir Tedda. Framundan er þátttaka í sam- sýningu á Kanarí-eyjum (Ceramen Internacional de Escultura „Ciu- dad de Arucas") en í ágúst verða verk Tedda til sýnis í Perlunni. Ut í vorið í Reykholtskirkju SÖNGKVARTETTINN Út í vorið heldur tónleika í Reykholtskirkju laugardaginn 21. mars kl. 14. Kvar- tettinn skipa Einar Clausen, Hall- dór Torfason, Þoi-valdur Friðriks- son og Asgeir Böðvarsson. Undir- leikari er Bjarni Þór Jónatansson. Efnisski'á kvartettsins er mjög í stíl gömlu karlakvartettanna, eink- um M.A. kvartettsins og Leik- bræðra. Þar er að finna bæði göm- ul og sígild kvartettlög ásamt nýrri útsetningum á þekktum lögum. Undirleikari kvartettsins og aðal- þjálfari er Bjarni Þór Jónatansson en hann starfar sem píanóleikari og organisti í Reykjavík. Einnig hafa söngfélagarnir notið radd- þjálfunar hjá Signýju Sæmunds- dóttur óperusöngkonu. LISTIR Vélstj óra- og vélfræðingatal Þorsteinn Franz Jónsson Gíslason BÆKUR Stéttartal VÉLSTJÓRA- OG VÉLFRÆÐINGATAL III.-V. BINDI Ritstjóri ættfræðilegs efnis: Þor- steinn Jónsson. Ritstjóri náms og starfsferils: Franz Gíslason. Þjóðsaga ehf. 1997, bls. 867-2314. ÁRIÐ 1996 komu út fyrstu tvö bindin af Vélstjóra- og vélfræð- ingatali. Á síðasta ári, réttu ári síð- ar, komu svo út þrjú bindi til við- bótar og lauk þar með útgáfu þessa mikla stéttartals. Má segja að rösklega hafi verið að verki staðið. Þeir sem vélstjóranámi af ein- hverju tagi hafa lokið munu nú nálgast átta þúsund og er líklegt að milli 80 og 90% þeirra séu í þessu tali. I umsögn um fyrstu bindin tvö (1996) lét ég þess getið að ég sakn- aði ritgerðar um menntun vélstjóra og breytingar sem gerðar hafa ver- ið á henni. Var þetta sagt vegna þess að í upphafi ritsins voru rit- gerðir um nokkur önnur efni. Þá var mér ekki kunnugt um að árið 1990 hafði komið út bókin Vél- stjóramenntun á Islandi 1915-1990 eftir Franz Gíslason. Sú bók var gefin út vegna 75 ára afmælis Vél- skóla Islands. Þar sem sú bók er vafalaust í höndum flestra þeirra sem þessi mál láta sig varða var vissulega ekki ástæða til sérstakr- ar ritgerðar. Mér þykir leitt að hafa ekki vitað þetta. Vélstjóra- menntun á íslandi er hin prýðileg- asta bók. Á rúmlega 200 blaðsíðum eru menntunarmálin rækilega reif- uð. Bókin er í þremur hlutum. Sá fyrsti nefnist Upphaf vél- væðingar. Er það glöggt og gagnort sögulegt yfirlit (hval- veiðarnar; koma vél- bátanna; upphaf tog- araútgerðar; vél- fræðideild Stýri- mannaskólans). I tveimur köfium er svo formlegri mennt- un gerð skil: Vél- stjórnarfræðslan 1915-1966 og Vélskóli Islands. Ástæðan til þess að þessi háttur var hafður var að fram til 1966 var vélstjóramenntun tvískipt, en eftir það var öll vél- stjóramenntun felld undir Vélskóla Islands. Öllu þessu, sögunni, kennslufyrirkomulagi og þeirri þróun sem orðið hefur, eru gerð hin ágætustu skil í bókinni. Víkjum nú að Vélstjóra- og vél- fræðingatali. Þriðja bindið hefst á stafliðnum H og eru æviskrárnar að sjálfsögðu með sama hætti og í eldri bindum og því varla annað fyrir hendi en endurtaka lítt breytt það sem segir í fyrri umsögn. Þar sem allar upplýsingar hafa fengist er nafn vélstjórans skráð, fæðing- ardagur hans og ár, fæðingarstað- ur, menntun, starfsheiti og búseta, maki, giftingardagur (sambúðar- upphaf), fd. og ár maka. Börn, fd. og ár, starfsheiti, búseta og makar ef það á við. Foreldrar vélstjórans svo og maka hans eni tilgreindir, fd., ár, starf og búseta. Þá eru og einnig föður- og móðurforeldrar vélstjórans tilgreindir ásamt starfi og búsetu. í flestum tfivikum eni myndir af vélstjóranum. Allt er þetta prýðilega gert og skipulega. Vélstjóramir og fjöl- skyldur þeirra era hér vel ættfærð- ir og mun ættfræðingum a.m.k. þykja það hagræði. Að loknum æviskránum er Eftir- máli eftir Björgvin Þór Jóhanns- son. Hann hefst á orðunum: Mikið stói’virki hefur séð dagsins ljós . Er það orð að sönnu og mega þeir sem að verkinu standa vera stoltir af. I eftirmálanum vísar höf- undur til framangreindrar bókar Franz Gíslasonar og rekur nokkra merkisatburði í sögu Vélskóla Is- lands og færir þeim þakkir sem að verkinu hafa unnið. Alllöng Tabula gratulatoria er í bókarlok. Ritverk þetta er prentað á góðan pappír,- svo að myndir njóta sín vel. Það er glæsilegt álitum og einkar vandað að öllum frágangi. Sigurjón Björnsson Listkynningar í Listasafni Islands LISTASAFN íslands mun á næst- unni gangast fyrir fræðslufundum um listasögu í tilefni sýningarinn- ar á erlendum verkum í eigu safns- ins, sem nú stendur yfir. Eftirfar- andi fræðslufundir hafa verið ákveðnir: Díonýsos í listasögunni Næstkomandi sunnudag kl. 16 heldur Ólafur Gíslason fyrirlestur og í spjalli sínu mun hann ganga út frá myndinni um Bakkus og Aríöðnu, sem rakin er til flæmska barokkmálarans Hendriks von Ba- len, og rekja síðan dæmi um hvern- ig goðsagan um Díonýsos hefur verið túlkuð í listasögunni á ólíkum tímum, með sérstakri áherslu á ítalska málarann Tizian. Norræn myndlist og íslenskir frumherjar Sunnudaginn 5. apríl kl. 16 verður kynning á verkum nor- rænna listamanna frá 19. öld og byrjun þessarar aldar, sem nú eru á sýningu á erlendum verkum í eigu safnsins. Kynningin hefst á stuttum myndafyrirlestri Júlíönu Gottskálksdóttur um norræna myndlist á ofanverðri 19. öld, þar sem sjónum verður beint að tengslum frumherja íslenskrar myndlistar, þeirra Þórarins B. Þorlákssonar, Einars Jónssonar og Ásgríms Jónssonar, við strauma í norrænni myndlist um aldamótin síðustu. Að fyrirlestrin- um loknum verður leiðsögn um salinn þar sem norræna aldamóta- listin er nú til sýnis. Tónleik- ar í Varm- árskóla SKÓLAHLJÓMSVEIT Mos- fellsbæjar heldur tvenna tón- leika í Varmárskóla sunnu- daginn 22. mars kl. 15 og kl. 17. Islensk og erlend lög á efnisskrá Það era nemendur í yngri og eldri deild skólahljómsveit- arinnar sem leika íslensk og erlend lög. Stjórnendur og kennarar skólahljómsveitar- innar eru Birgir D. Sveinsson, Láras Sveinsson, Sveinn Birg- isson, Knútur Birgisson, Þor- kell Jóelsson og Karen Jó- hannsdóttir. Morðingi bregður á leik KVIKMYJVPIR Bíóhöllin, Bíóborgin ÖRVÆNTINGARRÁÐ „DESPERATE MEASURES11 irk Leikstjóri: Barbet Schroeder. Handrit: David Klass. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Andy Garcia, Brian Cox. 1997. í BANDARÍSKU spennu- myndinni „Desperate Measures“ leikur Michael Keaton lífstíðar- fanga, tvöfaldan morðingja og sannkallað úrhrak samfélagsins, sem vill svo til að er eini maður- inn í veröldinni er getur bjargað lífi sonar lögreglumannsins Andy Garcia. Sonurinn er með hvít- blæði og þarf beinmerg úr morð- ingjanum, sem ekki virkar mjög samvinnuþýður. Nú get ég framið enn eitt morðið og það eina sem ég þarf að gera er að sitja rólegur í fangelsinu, segir hann hróðugur við Garcia. Samt lætur hann til- leiðast en svosem eins og við var að búast hjálpar hann ekki drengnum og föður hans heldur notar tækifærið og leggur á flótta. Spurningin sem myndin veltir fyrir sér og yfirmaður Garcia í lögreglunni orðar svo vel þegar Keaton er sloppinn og fjöldi manns liggur í valnum, er þessi: Hversu margir þurfa að deyja til þess að drengurinn megi lifa? Þetta er heimspekileg spurning sem menn hafa löngum velt fyrir sér og leikstjórinn Barbet Schroeder (Barfluga, „Reversal of Fortune", „Single White Female“) kemur fyrir í æði formúlukenndri hasarmynd sinni. Er það réttlæt- anlegt að tíu eða tuttugu manns deyi fyrir einn? Einhverntímann hefði Schroeder gert spurningu sem þessa að aðalatriði en því miður gerir Schroeder ekkert meira með hana, upptekinn af því að sjóða saman hasaratriði, elting- arleiki, skotbardaga, sprengjur og limlestingar. Hann gerir það alltsaman þokkalega, hvorki betur né verr en gengur og gerist, enda er þessi leikstjóri Barflugunnar ekki formúlumyndaleikstjóri fyrst og fremst heldur listamaður þótt fari ekki mikið fyrir því í „Desperate Measures“. Keaton hefur áður leikið óþokk- ann á sínum ferli („Pacific Heights“) og hefur ákveðna til- hneigingu til þess að ofleika hann. Persóna hans í þessari mynd er sálarlaust kvikindi sem er tilbúið að láta drenginn deyja og bjarga sjálfu sér. En svo er hann sífellt að svíkja lit með því að gefa eftir, svo á endanum veit maður ekki hvað maður á eiginlega að halda um hann. Hlutverk Andy Garcia er að halda Keaton á lífi og vera syni sínum umhyggjusamur faðir og leysir hann hvort tveggja ágætlega af hendi með sínum ein- beitta áhyggjusvip. Schroeder býr til talsverð læti úr hasarnum en ekki mikla spennu og í lokaatriðinu, sem kannski var búið til eftir prafu- sýningar, verður myndin fáránleg og var hún ósennileg fyrir. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.