Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 35 AÐSENDAR GREINAR Enn á ný gengur Röskva á bak orða sinna ÞANN 19. febrúar s.l. gengu stúdentar að kjörborðinu og völdu sér fulltrúa í Stúdenta- og Háskólaráð. Úrslitin urðu þau að Röskva og Vaka fengu sinn fulltrú- ann hvor í Háskólaráð. I Stúdentaráð fékk Vaka fjóra fulltrúa en Röskva fimm og hélt þannig meirihluta sínum í ráð- inu. I stjóm Stúdenta- ráðs sitja sex fulltrúar. Þessi úrslit segja okkur líka að eðlilega ætti Vaka að fá tvo fulltrúa í stjóminni. En hvað ger- ist? Enn á ný sýnir Röskva einræðistilburði og kemur í veg fyrir að Vaka fái sína réttkjörnu menn í stjóm, með þvi að hleypa aðeins einum fulltrúa að. Er Röskva heiðarlegt félag? Það er kaldhæðnislegt að lesa fyr- irsagnir frá fulltrúum Röskvu um hversu heiðarlegt félagið er. Þessir fulltrúar virðast varla skilja hvað orðið heiðarlegt stendur fyrir. Það þýðir hvorki að maður eigi að lofa kjósendum þessu og hinu, sem svo er ekki staðið við né heldur að gefa út yfirlýsingar til samstarfsaðila sem síðan eru sviknar. Það hefur verið sátt um það meðal fylkinganna í nokkum tíma, eins og yfirlýsingar fyrrverandi formanna Stúdentaráðs, þeirra Vilhjálms H. Vilhjálmssonar og Guðmundar Steingrímssonar bera með sér, að stjóm SHÍ eigi að endur- spegla valdahlutfóllin í Stúdentaráði. Þegar hins vegar Vaka vinnur á, eins og gerðist í síðustu kosningum, er komið annað hljóð í strokkinn. Samstarf fylkinganna Síðustu ár hefur samstarf fylking- anna verið mjög gott. Þær hafa í sam- einingu unnið gott starf í hagsmuna- baráttu stúdenta. Með því að ganga á bak orða sinna með þessum hætti hefur Röskva því ekki aðeins brugðist okkar fólki heldur líka sínum eigin kjósendum. Kosningar til Stúdenta- og Háskólaráðs eru lýðræðislegar kosningar. í síðustu kosningum lagði stór hluti stúdenta traust sitt á Vöku. Okkur þykir miður að Röskva standi í vegi fyrir því að Vaka fái sina réttkjömu menn í stjóm og komi þannig í veg fyirr að Vaka fái rými til að starfa á þessum vett- ^ vangi og geti sinnt kalli þeirra fjölmörgu stúd- enta sem kusu okkur. Framkvæmdarvaldið Þau rök Röskvu að stjórnin verði að vera skipuð fimm röskvu- mönnum gegn einum vökumanni, svo að fram- kvæmdarvaldið sé tryggt, em út í hött. Eg vil minna á það að Röskva hefur launaða starfs- menn sem sjá um að reka Stúdenta- Það er kominn tími til, segir Kristín Péturs- dóttir, að lýðræðið nái líka inn á borð meiri- hlutans í Stúdentaráði og þeir dagar séu taldir þar sem lýðræðið er lát- ið þoka fyir einræðinu. ráð, auk þess sem fjórir fulltúar Röskvu í stjórn gegn tveimur mönn- um Vöku ættu að tryggja Röskvu áframhaldandi meirihluta í stjórn. Einræðisvaldið Röskva Allt eftir því hvað er hentugast í hvert skipti. Þau veigra sér ekki við að hygla sínum eigin mönnum, enda undantekning ef það em ekki harðir röskvumenn sem ráðnir eru í allar stöður eða fá öll verkefni. Við búum í lýðfrjálsu þjóðfélagi, þar sem farið er eftir viija meirihlutans. Höfundur er laganemi og oddviti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta. Kristín Pétursdóttir (í\>nió oelhomm ! GRÍSAFIÐRILDI Duxel, meö Dijon-sósu og gljáöu graenmeti ÁÐEINSKR. 1490- , Marineruð KJUKUNGABRINGA meö rjómalagaðri paprikusósu. aððnskr.1490.- | íhádeginuvirkadaga:| HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst val: Súpa, salatbar og heitur matur, margartegundir. kr.790- Grillaður LAMBAVÖÐVI með bakaöri kqrtöflu og Bemaisesosu. AÐEINSKR. 1490.- Ristaðar GELLUR meö Julian-grænmeti og hvítlauksrjóma AÖBNSKR. 1.490.- RASTA aö hætti kokksins, boriö fram með hvitlauksbrauði. AE€1NSKR. 1.280.- Grillaðar Laxakótilettur í Basilsósu. MfflNSKR. 1.490.- Tilboð öll kvöld og um helgar. Bamamatseðill fyrir smáfólkið! . //cd ölluin /lessunij/ónistetw réttum ^jijlyii' súfni, brauuSban, salatbar■ otj isfiar. POTTURINN OG cVviHSlijhlmr atf aótSu! BRfiUTflRHOLTI 22 SlMI 551-1690 Bæta þarf réttarstöðu sjónskertra barna BRÝNT er orðið að bæta aðstöðu sjón- skertra barna í þjóðfé- laginu. Sjónskert böm hafa um langan tíma búið við það að fá miklu minni aðstoð frá samfé- laginu en heymarskert- ir. Heyrnarskert böm á skólaskyldualdri eiga rétt á nauðsynlegum heyrnartækjum sér að kostnaðarlausu, sem er auðvitað alveg sjálfsagt og eðlilegt. Aftur á móti er ekki greitt fyrir gleraugna- kaup sjónskertra barna, nema í undantekningar- tilvikum. Vandamál tengd sjón og heym eru þó jafnmik- ilvæg í læknisfræðilegum skilningi. Öll heilsuskerðing sem þeim tengist er samkvæmt upplýsingum Augn- læknafélags íslands jafnlíkleg til þess að valda þeim einstaklingum sem í hlut eiga erfiðleikum, óþæg- indum og kostnaði. Fyrir Aiþingi liggur nú frumvarp sem undirrituð hefiu' flutt ásamt Astu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Guðmundi Áma Stefánssyni, sem bæta á réttarstöðu sjónskertra barna og jafna aðstöðu þeirra á við heyrnarskerta. 15% barna yngri en 18 ára eru sjónskert 12 þúsund böm af 80 þúsund, eða um 15%, þurfa á gleraugum að halda. Þessi böm njóta ekki nauð- synlegrar aðstoðar hjá samfélaginu og því hættara en öðrum að verða fyrir erfiðleikum í námi. Upplýst er af Augnlæknafélagi Islands að sjón bama breytist mjög ört og þurfa þau því oft að skipta um gleraugu ólíkt því sem gildir um fullorðna. Það getur því vegið þungt i fram- færslu heimilanna, ekki síst hjá lág- launafjölskyldum, þegar jafnvel fleiri en eitt barn í sömu fjölskyldu þarf á gleraugum að halda. Sjónlag er ættarfylgja og því algengt að systkini noti t.d. bæði eða öll gler- augu. Samkvæmt upplýsingum Augnlæknafélags íslands koma for- eldrar sjaldnar en ella með böm sín í augn- skoðun, vegna þess hversu dýrt er að kaupa gleraugu fyrir börnin og hve oft þau þurfa að skipta um gleraugu. Sjón ungra Islend- inga hefur hrakað mjög undanfarin ár. Nærsýn- um hefur fjölgað um- talsvert, sérstaklega í grann- og framhalds- skólum. Mikilvægt er að bregðast við þessum breytingum og gera börnum yngri en 18 ára kleift að eignast gler- augu, óháð eftiahag, þannig að þau geti stundað nám sitt á eðlilegan hátt eins og aðrir. Skref til jöfnunar Á Norðurlöndum era börn undir 15 ára aldri hlutfallslega flest hér á landi. Af heildinni eru börn hér á landi 24,5%, af heildinni en á hinum Norðurlöndunum á bilinu 17-19%. Útgjöld á íbúa til barna og fjöl- skyldna þeirra er engu að síður lang lægst hér á landi, eða 42 þúsund krónur á hvem íbúa, en frá 72 þús. upp í 87 þús. á íbúa á hinum Norð- urlöndum. Bætt réttarstaða sjón- skertra bama í samfélaginu, eins og hér er lagt til, er í samræmi við op- 12 þúsund börn af 80 þúsund, eða um 15%, eru sjónskert, segir Jd- hanna Sigurðardóttir. Þessi börn njóta ekki nauðsynlegrar aðstoðar hjá samfélaginu. inbera fjölskyldustefnu sem sam- þykkt var á Álþingi á sl. ári. Sam- kvæmt frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að ríkið taki þátt í greiðslu sjón- glerja að tveimur þriðju hlutum að lágmarki hjá sérhverjum þeim sem er yngri en 18 ára og þarf á gler- augum að halda. Meginreglan er sú að börn fái ný gleraugu á tveggja ára fresti nema í undantekningartil- vikum. Hér er einungis stigið fyrsta skrefið til jöfnunar á aðstöðu sjón- skertra og heyrnarskertra barna. Heymarskertir 18 ára og eldri eiga rétt á því að ríkið greiði 60% af kostnaði þeirra við nauðsynleg heyrnartæki, en sjónskertir 18 ára og eldri fá ekki sambærilega aðstoð. Hér er á ferðinni brýnt réttlætis- mál til að bæta réttarstöðu bama í samfélaginu sem vonandi fær fram- gang á Alþingi fyrr en seinna. Höfundur er alþingismaður. Jóhanna Sigurðardóttir Bjóðum nú á ótrúlegu tilboði m.a. Vönduð Spice-Girls arbandsúr á......kr. 998, áður 3.330 Spice-Girls vekjaraklukka á.........kr. 898, áður 2.400 Spice-Girls dagatal ................kr. 398, áður 898 Kerti hvít 20 cm. 8 stk. í kassa, 2 fyrir einn .......................kr. 198, áður 396 Drykkjarkönnur með myndum 4 stk.....kr. 198, áður 396 Gúmmívettlingar þunnir, stærð smali-medium 2 stk............kr Gúmmívettlintar þykkir 2 stk........kr Bogasög ............................kr Traktor með kerru ..................kr 198, áður 396 198, áður 396 198, áður 298 298, áður 498 Otmlega bwin EITT VERÐ Á ÖLLUM VÖRUM KRINGLUNNI - LAUGAVEGI - KEFLAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.