Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ JHttrgtmHfifrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STÆKKUN NATO FYRRI umræða um þingsályktunartillögu um stækkun Atlantshafsbandalagsins fór fram á Alþingi í gær, en á leiðtogafundi bandalagsins í Madríd á síðasta ári, var samþykkt að bjóða þremur nýjum ríkjum, Póllandi, Tékk- landi og Ungverjalandi aðild að því. Aðildarviðræðum lauk í desember á síðasta ári. Stækkun Atlantshafsbandalags hefur verið fagnað í flestum aðildarríkjum og ríkir víðast hvar almenn sam- staða um mikilvægi þess að veita nýjum ríkjum aðild. Það á einnig við hér á landi og voru það einungis þingmenn Alþýðubandalagsins er höfðu efasemdir um stækkunina í umræðunum í gær. Aðildarríkjum hefur áður verið fjölgað og ávallt hefur það orðið til að styrkja NATO-samstarfið. Nú gefst í fyrsta skipti tækifæri til að veita ríkjum í austurhluta Evrópu aðild að þessu samstarfí, sem að flestu leyti er einstakt í sögunni. Aðild Ungverja, Tékka og Pólverja mun treysta lýðræðið í þessum ríkjum og þar með stöð- ugleika í Evrópu. Það er helst í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem heyrst hafa gagnrýnisraddir vegna stækkunarinnar, þótt flest bendi til að hún verði samþykkt þar með miklum meirihluta. Efasemdamenn um stækkun hafa bent á að hættulegt geti verið að einangra Rússa og jafnframt hef- ur á síðustu misserum heyrst gagnrýni á hugsanlegan kostnað vegna stækkunar. Rússar hafa hins vegar sætt sig við stækkunina í raun og eru ýmis ummæli rússneskra ráðamanna að undanförnu til marks um það. Samstarfs- samningur Rússa og NATO, er undirritaður var í maí á síðasta ári, ætti jafnframt að tryggja að samráð verði haft við Rússland í mikilvægum málum. Þá hafa kostnaðará- ætlanir bent til að kostnaðurinn við stækkun verði veru- lega minni en í upphafí var talið. Flest bendir því til að stækkunin verði samþykkt átakalítið. Það liggur hins vegar jafnframt fyrir, ekki síst í Ijósi umræðna í bandarísku öldungadeildinni, að hart verður tekist á um næstu lotu stækkunar. BANKAR í BREYTTU UMHVERFI BANKAR, bæði hér og erlendis, standa frammi fyrir gjörbreyttum aðstæðum. Tæknibyltingin hefur leitt til þess, að bankaviðskipti fara í vaxandi mæli fram með rafrænum hætti. Sá viðskiptamáti á eftir að breiðast út á næstu árum. Áhrifin verða þau, að færra fólk kemur í bankaútibúin til að stunda viðskipti. Það má sjá nú þegar í bankaútibúum hér fyrir utan örfáa daga í hverjum mán- uði. Þetta þýðir aftur að bankarnir þurfa ekki á jafn mörgum starfsmönnum að halda og áður. Þessi gjörbreytta staða var til umræðu á ársfundi Sam- bands bankamanna í Borgarnesi í fyrradag. Það sýnir raunsæi bankamanna sjálfra að taka þessi málefni til um- ræðu enda mikið í húfí fyrir stai-fsfólk bankanna að gera sér grein fyrir þeim breytingum, sem framundan eru og snúa beint að hagsmunum þeirra og starfsöryggi. í ís- landsbanka einum voru sjálfsafgreiðslur árið 1990 5% af færslum, en nú er hlutfallið 56% og spá segir 80% árið 2000. Með þessu minnkar þörfin fyrir mörg útibú, en fækkun bankaútibúa hérlendis á þessum áratug er aðeins 1% á meðan hún er mun meiri á hinum Norðurlöndunum, t.d. 30% í Finnlandi. Bankastjórarnir, sem töluðu á ársfundi bankamanna telja nauðsynlegt að bylta bankakerfínu. „Við lifum á tím- um örra breytinga og okkur er nauðsynlegt að taka þátt í þessum breytingum. Ef við gerum það ekki þá verðum við að steingervingum og missum þennan veigamikla þátt sem fjármálaþjónustan er til annarra aðila“, sagði Guð- mundur Hauksson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Það virðist nokkuð almenn samstaða um þá skoðun að sameina beri banka og að þeim hljóti að fækka. Nauðsyn- legt er að hagræða og spara í bankakerfinu. En í þessu sambandi er þó vert að hafa í huga að bezti vinur við- skiptamannsins í bankakerfinu er samkeppni. Samkeppn- in, sem kemur frá öðrum fjármálaíyrirtækjum en bönk- unum virðist vera að breyta þeim og hugsunarhætti þeirra, en hún er einnig nauðsynleg þeirra í milli. Það má aldrei gleymast. Utvegsmenn felldu miðlunartillögur íslands. „Ég veit sannast sagna ekki hver næstu skref verða en mér þyk- ir trúlegt að við munum reyna að ná sambandi við sjávarútvegsráðherra og heyra ofan í hann hvað verður um þessi frumvörp ef deilan verður löng,“ sagði Helgi einnig og kvað það nýmæli ef ekki einsdæmi að vinnuveitendur felldu miðlunartil- lögu. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir ástæðu þess að þeir fella tillög- una en ég held að þyngst vegi þessi frumvörp þríhöfðanefndarinnar, sennilega fyrst og fremst kvótaþing- ið. Það segir okkur það kannski að þeir hafa engan áhuga á því að hætta kvótabraskinu, það er kannski kjarninn í þessu og að minnsta kosti rökrétt ályktun að mínu mati.“ Verður að byrja upp á nýtt Helgi sagði ekkert annað að gera nú en setjast niður og halda áfram viðræðum, deilan væri enn hjá sáttasemjara og hann hlyti að kalla menn saman fljótlega og hún færi ekkert frá mönnum. „Það er ekki um annað að ræða en setjast niður og byrja upp á nýtt.“ En hvaða erindi telur hann vél- stjóra eiga við sjávarútvegsráð- heiTa? „Hann setti það sem skilyrði til þess að frumvörpin færu inn á þing að verkfalli yrði aflýst. Við er- um búnir að gera það sem í okkar valdi stendur til þess, búnir að fara fram með miðlunartillöguna og fá SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjc hana samþykkta með 85% meiri- hluta en verkfallið stendur ennþá og enginn kjarasamningur kominnn á. Þá er spurningin sú hvort ráðherra líti svo á að við séum búnir að upp- fylla þau skilyrði sem hann setti okkur með þessu. Það sem skiptir máli er að fá að vita hver afstaða hans er til málsins," sagði Helgi Laxdal að lokum. Niðurstaðan afgerandi „Þessi niðurstaða er nokkuð í samræmi við það sem ég hafði skynjað meðal félaga okkar og ég er mjög þakklátur fyrir hvað menn lögðu mikla áherslu á þetta með því að sýna svo mikla þátttöku," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, en nærri 90% þeirra greiddu atkvæði um miðlunartillög- umar. „Niðurstaðan er mjög afger- andi og menn eru ósáttir við tillög- una og ósáttir við að ekki skuli hafa náð inn í hana miðlun á þeim ágrein- ingi sem uppi er um áhrif þess þeg- ar fækkar í áhöfn, að útgerð þurfí ekki að greiða þeim sem eftir eru meira en hinum sem fóru,“ og segir Kristján þetta einn aðal ásteyting- UTVEGSMENN felldu miðlunartillögur sátta- semjara en samtök sjó- manna samþykktu þær en talningu eftir atkvæðagi-eiðslu lauk hjá sáttasemjara laust fyrir klukkan 19 í gær. Verkfall stendur því áfram og kvaðst ríkissáttasemjari mundu verða í sambandi við deiluaðila til að meta hvort boðað yrði til nýs samn- ingafundar einhvern næstu daga. Niðurstöður atkvæðagreiðslunn- ar eru sem hér segir: Utvegsmenn felldu tillöguna gagnvart Vélstjóra- félagi Islands og Vélstjórafélagi ís- firðinga en 72% voru andvigir henni, 27% meðmæltir og 1% seðla var autt. Þátttaka var 89,3%. Gagnvart öðrum samtökum sjómanna, þ.e. Sjómannasambandi Islands, Far- manna- og fiskimannasambandi ís- lands, Alþýðusambandi Vestfjarða og Skipstjóra- og stýrimannafélag- inu Bylgjunni, fór atkvæðagreiðslan þannig að 72% útvegsmanna voru henni andvígir, 25% meðmæltir og 3% þeirra skiluðu auðu. Þátttakan var hin sama, 89,3%. Hjá vélstjórum var miðlunartil- lagan samþykkt. Já sögðu 288 eða 85%, nei sögðu 49 sem eru 14% og tveir seðlar eða 1% voru auðir. A kjörskrá voru 1.226 en 349 greiddu atkvæði. Talið var sameiginlega hjá öðrum samtökum sjómanna sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 1.195 tillöguna eða 71,5%, 466 eða 27,9% höfnuðu henni en 10 eða 0,6% skiluðu auðu. Þátttaka var samtals 43,9% hjá þessum samtökum sjó- manna. Eru á sama reit og fyrr „Þetta sýnir í hversu hörðum hnút deilan er,“ sagði Þórir Einars- son ríkissáttasemjari í samtali við Morgunblaðið í gær þegar niður- stöðurnar lágu fyrir. „Ég mun verða í sambandi við menn, mun ekki boða til fundar á morgun en sjá til hvort grundvöllur verður fyrir fundi fljót- lega,“ sagði ríkissáttasemjari enn- fremur. Sáttasemjari kvaðst gera ráð fyr- ir að deiluaðilar vildu nú hugsa ráð sitt og sagði menn nú í sömu spor- um og fyrr: „Við erum á sama reit og við vorum eftir að lagafrumvörp- in komu fram. Það er ennþá verkfall og frumvörpin eru til, en gagnvart mér er verkefnið óleyst" sagði Þórir Einarsson. „Verkfall heldur áfram, málið er ekki flóknara en það,“ sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags FULLTRÚAR sjómanna og vararíkissáttasemjari rýna í i Verkfall áfram og- engir fund- ir í bili Pátttaka sjómanna í atkvæðagreiðslu um miðlunartillögurnar var mun minni en út- vegsmanna. Sáttasemjari segir niðurstöð- una sýna í hversu hörðum hnút deilan sé. Hjálmar Jónsson og Jóhannes Tómasson hleruðu sjónarmið deiluaðila þegar niður- stöðurnar lágu fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.