Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Umsjón Arnór G. R a g n a r s s o n Bræðumir unnu afmælismótið öðru sinni Bræðurnir Hermann og Ólafur Lárussynir sigruðu í afmælismóti Lárusar Hermannssonar sem fram fór um sl. helgi en þetta er annað árið í röð, sem þeir bræður vinna þetta mót. Lokastaða efstu para varð þessi: Hermann og Olafur Lárussynir 102 Hjálmar Pálsson - Gísli Steingrímsson 75 Þröstur Ingimarsson - Páll Valdimarsson 65 Jóhann Magnússon - Kristinn Karlsson 43 Unnar Guðmundss. - Þorleifur Þórarinss. 42 Leifur Aðalsteinss. - Þórhallur Tryggvason 40 Alls tóku 28 pör þátt í mótinu sem verður haldið á Hótel Örk að ári. Bridsdeild Félags eldri borgara í Kópavogi Þrjátíu pör mættu í spilamennsk- una 13. mars sl. og var spilaður 13 umferða Mitchell-tvimenningur. Hæsta skor í N/S: Páll Hannesson - Kári Siguijónsson 374 Dóra Friðleifsd. - Guðjón Ottósson 364 Lárus Amórsson - Hannes Ingibergsson 352 Ernst Bachman - Jón Andrésson 345 Hæsta skor í A/V: Oliver Kristóferss. - Rafn Kristjánsson 407 Þorleifur Þórarinss. - Þórarinn Amason 399 Auðunn Guðmundss. - Albert Þorsteinsson 359 Kristjana Halldórsd. - Eggert Kristinsson 349 Meðalskor 312. Sl. þriðjudag spiluðu 24 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Magnús Halldórsson - Sæmundur Bjömss. 264 Þorleifur Þórarinss. - Þórarinn Arnason 242 Helgi Vilhjálmss. - Guðm. Guðmundss. 238 Hæsta skor í A/V: Eysteinn Einarsson - Einar Markússon 260 Sigriður Pálsdóttir - Eyvindur Valdimarss. 253 Alfreð Kristjánss. - Anton Sigurðsson 240 Meðalskor 216. Aðalfundur deildarinnar var haldinn 17. mars og var Garðar Sig- urðsson endurkjörinn formaður. Bridsfélag Hveragerðis heldur hið árlega Edenmót laugardaginn 28. mars í Eden og hefst mótið kl. 10 stundvíslega. Þátttaka er miðuð við 32 pör og verður spilaður barometer. Keppnisgjald er 5.000 krónur á parið og stendur skráning sem hæst á eftirtöldum stöðum: Bridssam- bandinu, sími 587 9360, Þórði í síma 483 4151, fax 483 4151 eða í heima- síma 483 4191, hjá Halldóri í síma 483 4518 eða Össuri í síma 483 4785. Skráningarfrestur er til 26. mars. Peningaverðlaun eru í mótinu og veitingar á tilboðsverði á meðan mótið stendur yfir. Edenmótið í Hveragerði um aðra helgi ÍfolffjtíllwSmmmm Vinningaskrá 43. útdráttur 19. mars 1998. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000__________Kr. 4.000.000 (tvöfaidur) 27423 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaidur) 29584 36929 42594 55023 Ferðavinningur Kr. 50.000 3541 6547 27492 29061 32460 35905 5498 19366 28744 29395 34484 38701 Kr. 10.000 Húsbúnaðarvinningur 558 8935 18886 31195 41476 50048 61073 67798 873 9264 19522 34122 41678 50254 61161 69984 1879 11335 20131 35263 42248 52675 61329 70809 1914 12039 20310 35296 42258 53659 62168 71651 2165 12085 20793 36259 42339 54055 62312 71816 3497 13398 24584 36566 45497 54676 63021 75300 3762 13601 25233 37271 46070 55497 63216 76432 4359 14151 28474 37846 46684 55718 63554 78830 4523 14156 29219 38026 47299 55996 63886 79076 5593 14825 29621 38092 48746 56852 64383 5841 16895 30162 40526 49229 58029 64580 7767 17026 30465 40563 49240 58152 65619 7953 17948 30901 40612 49736 60852 67461 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 188 13760 22448 30948 39767 50630 64047 71695 798 13944 22789 31094 40157 51000 64386 71904 1145 14030 23025 31117 40197 51152 64524 71967 2368 14166 23364 31697 40357 51547 65156 72244 2603 14297 24370 31878 40372 52000 65362 72436 2616 15003 24492 31881 40777 52469 65386 72481 3111 15707 24576 31967 40844 52865 65460 72796 4585 15726 24642 32267 41089 53804 65483 73216 4802 15767 25883 32415 41452 54134 65530 73254 5742 16457 26105 32679 41473 54230 65865 73698 5895 16818 26187 32887 42231 54407 66002 73758 6484 17525 26724 33317 42852 55436 66098 74478 6867 17646 27077 33401 43388 55903 66892 74588 7244 18219 27098 34060 43858 56712 67198 74690 7814 18558 27805 34209 44979 56967 67655 74704 8050 18565 28029 34305 45206 57387 68119 74890 8563 18770 28333 34723 45695 57549 68184 76071 9376 18784 28405 34915 45902 57708 68373 77000 9663 19749 28448 34962 45955 57930 68425 77010 10000 19773 28629 35058 46465 58748 68437 77243 10099 20065 29366 35464 46602 59228 68464 77504 10101 20178 29487 35572 47025 59490 68657 77525 10697 20436 29501 36339 47558 59842 68709 77974 11588 20593 29533 36808 47786 60100 68731 78186 11702 20595 29556 36959 48644 60520 69005 78981 12274 21117 29608 37252 48750 61989 69429 79030 12454 21268 29711 37303 48781 62207 70207 12478 21659 29806 37887 49276 62393 70537 12532 21684 29855 38100 49820 62978 71004 12851 21950 29966 38737 50086 62991 71032 13244 22273 30680 39105 50342 63250 71334 13540 22300 30853 39201 50380 64038 71596 Næsti útdráttur fer fram 26. man 1998 Heimasíða á Interneti: Http://www.itn.is/das/ í DAG VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lúpínan okkar MIKIÐ heillaspor var stig- ið árið 1946 þegar Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, flutti til landsins lúpínufræ frá Alaska. Eftir það hefur lúpínan verið að breiðast út um byggðir og óbyggðir þessa lands, bæði með hjálp mannsins og síð- ar hafa fræ hennar borist út með veðri og vindum. Þetta er harðgerð planta sem getur þrifist á foksöndum láglendisins, en einnig hátt til fjalla, svo sem við Veiðivötn á afrétti Holta- og Landmanna. Lúpínan með sinn draumabláa lit fellur vel inní íslenzka náttúru. Þeir sem efast um það ættu að fara inn í Skorradal snemmsumars og virða fyrir sér lúpínubreiðurnar undir berghömrum dalsins. Greinarhöfundur hefur gert sér að venju á hverju vori að leitast við að stuðla að útbreiðslu lúpínunnar. Hann tekur þá með sér í bíl sinn skóflu og vatnsheldan bala, tekur síðan upp nokkrar lúpínuplöntur sem vaxið hafa meðfram vegum og setur í balann. I fram- haldi af því heldur hann inn á öræfi hálendisins eða á aðra gróðurlitla staði og plantar þar lúpínunni. Næsta ár er svo gaman að koma og sjá hvemig plönt- urnar hafa spjarað sig. Greinarhöftindur hvetur landgræðsluáhugafólk til að gera slíkt hið sama. Eyjólfur Guðmundsson. Hver kannast við vísuna? LEIFUR hafði samband við Velvakanda og vildi hann fá að vita hvort ein- hver kannaðist við eftii'far- andi vísubúta: Sem gestur ég kom og sem gestur burt ég fer umgullinhöfmégflý. Og: Eg helst ei kyrr og að baki allar brýr ég brýt og verð að kveðja þig. Þeir sem kannast við þetta hafi samband við Leif í síma 553 5194. Bifreiðagjöld miðuð við eldsneytiseyðslu VELVAKANDA barst eft- irfarandi athugasemd: „Það eru allir að kvarta undan þvi að bifreiða- gjöldin sem við borgum árlega séu of há. En hvernig væri að tengja bifreiðagjöldin við elds- neytiseyðslu pr. 100 km. Þannig að þeir bílar sem eyða litlu borgi minnst, bæði í aðflutningsgjöldum og bifreiðagjöldum. Þetta væri mjög sniðugt í sam- bandi við mengunarmál, því fólk myndi þá frekar kaupa sér eyðslugranna bíla og þetta myndi vissu- lega vekja athygli." Jón Páll Garðarsson. Athugasemd við „Gettu betur“ í ÞÆTTINUM „Gettu betur“ gætir nokkurrar ónákvæmni. Sl. fostudag var talað um að uli hefði verið þæfð, en það var vað- mál sem var unnið úr ull, sem var þæft hér áður, ekki uliin sjálf. Síðan var spurning 20. febrúar um hvarfakúta í bílum og sagt að þeir drægju úr koltví- sýringsútblæstri sem er missögn, þeir draga úr kol- sýringi. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Tapað/fundið Sólhlíf af gler- augum týndist SÓLHLÍF af gleraugum týndist mánudaginn 2. mars við Engihjalla - við verslunarmiðstöðina, eða við íþróttahúsið í Smáran- um í Kópavogi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 6100 milli kl. 8- 14. Mongoose- fjallahjól týndist MONGOOSE-fjallahjól týndist við Kringluna sl. laugardagskvöld. Hjólið er með þykkum málmi, grátt á lit. Finnandi er beðinn um að hringja í Gunnar í síma 562 0336. Gleraugu týndust GLERAUGU týndust 10. mars, líklega fyrir utan Sjúkrahús Reykjavíkur. Umgjörðin er brúnrauð með gylltu. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 551 5587. og átti leik, en Svíinn Ti- ger Hillarp- Persson (2.410) var með svart. 36. Rxd6! - Dxd6 37. Hxg7+! og svartur gafst upp, því hann tapar drottning- unni eftir 37. - Kxg7 38. Rxf5 + . HVÍTUR leikur og vinnur Með þessum sigri komst Gausel upp í 11.-20. sæti á mótinu með 5Ví vinning. Norðmenn voru sigursælir á síðasta Reykjavíkur- skákmóti árið 1996, en nú gekk þeim fátt í haginn. Simen Agdestein var jafn Gausel, en Rune Djurhuus náði aðeins 50% vinnings- hlutfalli, eða 4!4. SKÁK llnisjón IVlargeir Pétursson STAÐAN kom upp í síð- ustu umferð Reykjavíkur- skákmótsins sem lauk á miðvikudaginn. Einar Gausel (2.555), Noregi, hafði hvítt HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... KUNNINGJA Víkverja brá heldur betur í brún á iaugar- dagsmorguninn þegar hann ók eft- ir Breiðholtsbraut og mætti stór- um vörubíl á fulh-i ferð. Bílstjórinn var nefnilega að lesa dagblað á meðan á akstrinum stóð! Hann var með blaðið á stýrinu og var að fletta því hinn rólegasti. Þetta er auðvitað stórhættulegt athæfi og furðulegt að nokkrum manni skuli detta svona nokkuð í hug. Sérstak- lega þegar haft er í huga að mjög alvarleg slys hafa orðið í umferð- inni að undanfórnu og halda hefði mátt að vegna þeirra drægi úr glannatilburðum í akstri. XXX YFIRVÖLD lögreglumála hafa tekið umferðarmálin föstum tökum að undanförnu og er það af hinu góða. Nýtt punktakerfi veitir ökumönnum raunverulegt aðhald því ef menn láta sér ekki segjast bíður þeirra ekkert annað en öku- leyfissvipting. Nýja punktakerfið er ekki algott en væntanlega munu vankantarnir verða af því sniðnir þegar reynsla er komin á það. Víkverji lenti reyndar í því á dögunum að vera gómaður fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekkuna. Þar kom að því, varð Víkverja að orði, því hann hafði síðast verið tekinn fyrir of hraðan akstur snemma árs 1968, þegar enn var vinstri umferð í landinu! Víkverji var eitthvað annars hugar þennan dag, var að hugsa um hluti sem voru akstrin- um alveg óviðkomandi, og áður en hann vissi var lögreglubifreið með blikkandi ljósum komin í kjölfarið. Ökuhraðinn hafði mælst 97 kíló- metrar og ekki datt Víkverja í hug að mótmæla þeim tveimur kurteisu lögreglumönnum sem höfðu staðið hann að verki. Væntanlega berst gíróseðill með sektargreiðslu í póstinum innan skamms og punkt- unum fækkar í ökuferilsskrá Vík- verja. xxx SÍÐAN þetta gerðist hefur Vík- verji gætt þess vandlega að halda sig í námunda við löglegan hraða. Það getur verið erfitt, því umferðin er oft svo hröð. Sérstak- lega á það við á götum þar sem hraðatakmörk eru óeðlilega lág. Það á vissulega við á Vesturlands- vegi þar sem Víkverji var gripinn. Hámarkshraðinn þar er 60 kfló- metrar en aðstæður allar bjóða upp á hraðari akstur eins og öllum ætti að vera ljóst. Að mati Vík- verja þarf að endurskoða há- markshraðann á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu án þess að hann ætli að tengja það því að hann var tekinn fyrir of hraðan akstur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.