Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 42
,42 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUN BLAÐIÐ
Umhverfis-
stefna á
Húsavík
ÁRIÐ 1992 var sam-
þykkt á ráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna um
umhverfismál og þróun
í Rio de Janeiro ítarleg
- * framkvæmdaráætlun í
umhverfis- og þróunar-
málum fyrir heims-
byggðina, sem hlaut
nafið „Agenda 21“ eða
Dagskrá 21. Tuttugu
og eitt markmið er sett
fram í dagskránni, sem
á að marka stefnu í um-
hverfismálum fram á
21. öldina, bæði í eigin
landi svo og á heims-
vísu.
Ráðstefnan markaði
tímamót í alþjóðlegri samvinnu og
viðhorfum til umhverfismála. Má
líta á Río yfirlýsinguna sem eins
konar stjómarskrá ríkja heims í
' umhverfismálum á komandi árum.
Stefnan er þar mörkuð, markmiðin
sett og nýmæli mótuð. An efa mun
þetta hafa áhrif á löggjöf og fram-
kvæmd ríkja í umhverfismálum um
árabil. Yfirlýsingin er þó ekki laga-
lega bindandi fyrir ríkin. í Dagskrá
21 eru sett fram stefnumið og leiðir
Unnið hefur verið að
stöðumati, segir Mar-
^ grét María Sigurðar-
dóttir, á ástandi um-
hverfísmála á Húsavík.
að sjálfbærri þróun, þ.e. aðgerðir til
að stuðla að og viðhalda umhverfis-
gæðum um leið og stefnt er að því
að uppræta fátækt og vanþekkingu
í heiminum.
Dagskrá 21 skiptist í fjóra megin
hluta og fjallar bæði um umhverfis-
mál og efnahags- og félagslega þró-
un.
1) Efnahags- og félagslegir þætt-
ir: I þessu felst m.a. breyting á
neyslumunstri fólks, baráttu gegn
fátækt og vemdun og betri heilsu
‘fólks.
2) Umhverfis- og auðlindastjórn-
un, með tilliti til sjálfbærrar þróun-
ar. Petta er gert m.a. með það fyrir
augum að viðhalda líffræðilegum
fjölbreytileika, verndun gæða og að-
gangi að neysluvatni. Viðnám gegn
eyðingu gróðurs og jarðvegs og
jafnfram á að tryggja viðunandi
meðhöndlun á geislavirkum úr-
gangi.
3) Hlutverk óopinberra hópa í
sjálfbærri þróun. Ahersla er lögð á
að tryggja áhrif og þátttöku ein-
stakra samfélagshópa að Dagskrá
21, s.s. frumbyggjar, börn, ungling-
ar, konur, áhugasamtök, sveitafélög
.vg fl-
4) Forsendur fyrir framkvæmd
áætlunarinnar. Hér er fjallað aðal-
lega um fjárhagslegu hliðina.
I Dagskrá 21 hvílir rík skylda á
ríkisstjómum að koma á sjálfbærri
þróun af hálfu ríkisins. Einnig eru
öll sveitarfélög heims hvött til að
vinna að eigin fram-
kvæmdaráætlun eða
Staðardagski'á 21
(lokal agenda), sem
leið að sjálfbærri þró-
un og umhverfisvernd
á nýrri öld. Reynt skal
að efla samvinnu allra
aðila í sveitarfélaginu.
En til þess að sjálfbær
þróun náist verður
einnig að breyta heim-
ilunum, lífsstíl, fyrir-
tækjum, opinberum
stofnunum og fleiru.
Við mörg þessara
verkefna eru hlutverk,
skyldur og frumkvæði
sveitarfélaganna lang-
mikilvægust. Sveitarfélögin eru
einnig það stjórnvald sem stendur
íbúunum næst og skoðanaskipti
auðveld, sem felur þá í sér að sam-
starf og samráð er aðgengilegra en
ella.
Með fjárhagsáætun 1998 ákvað
Húsavíkurkaupstaður að standa
fyrir því að framkvæmd yrði „Lokal
Agenda 21“ eða Staðardagskrá 21.
Húsvíkingar hafa einnig um árabil
verið mjög meðvitaðir um umhverfi
sitt. Nefnd hefur verið sett á lagg-
irnar vegna þessa og hefur hún ráð-
ið undirritaða sem starfsmann
nefndarinnar. Til þessa hefur starf-
ið verið í því fólgið að gera stöðumat
á ástandi umhverfismála hjá Húsa-
víkurkaupstað i víðasta skilningi.
Næsti áfangi verður að setja Húsa-
víkubæ stefnumörkun á þessum
sviðum. Lykilatriði varðandi Stað-
ardagskrá 21 eru:
1) Þar eiga að vera skammtíma
og langtímasjónarmið og markmið
til að stuðla að sjálfbæru samfélagi.
2) Dagskráin á að tryggja öllum
mönnum viðunandi lífsskilyrði og
raunhæf áhrif í samfélaginu. Hún á
að fjalla um félagslegar og hagræn-
ar afleiðingar þess að koma á sjálf-
bærri þróun og hvernig er hægt að
samræma slíkt bættum lífsgæðum
íbúa.
3) Leggja ber áherslu á að allir
íbúar sveitarfélagsins taki þátt við
undirbúning og framkvæmd Staðar-
dagskrár 21.
4) Mikilvægt er að sveitarfélög
setji sér mælanleg markmið til þess
að fylgjast með árangrinum.
Umhverfisráðuneytið ásamt
Sambandi íslenskra sveitarfélaga
undirbýr nú útgáfu handbókarinn-
ar „Aætlun í umhverfismálum
sveitarfélaga". Handbókinni verð-
ur dreift til allra sveitarfélaganna.
í henni eru leiðbeiningar um
hvernig staðið skuli að Staðardag-
skrá 21. Egilsstaðabær er eina
sveitarfélagið (mér vitanlega) sem
lokið hefur Staðardagskrá 21.
Nokkur önnur sveitarfélög munu
vera með slíkt í vinnslu. Undirrituð
vill því skora á sveitarfélög um allt
land að :áta ekki sitt eftir liggja og
hefja þegar í stað vinnu í átt að
sjálfbærri þróun og betri lífsskil-
yrðum á Islandi.
Höfundur er lögfrædingur.
Margrét María
Sigurðardóttir
Hvað er á seyði - er
furða að spurt sé?
ÞEGAR þetta er skrif-
að er um ár þar til Glímu-
félagið Armann verður
110 ára. Félagið er eitt af
fáum félögum í landinu
sem hafa náð svo háum
virkum aldri. Armann er
elsta íþróttafélag lands-
ins og hefur innan sinna
vébanda flestai- gi-einar
íþrótta með virkum þátt-
takendum. Hér er á þetta
minnst vegna þess sem
er í geijun og fer ekki
hátt, raunar heldur leynt.
Almennt er lítið vitað um
það brölt sem virðist
stefna í að leggja að velli
þetta gamla trausta
íþróttafélag.
Þess vegna er spurt: Hvað er á
seyði? Þetta mál er margslungið og
snýst ekki aðeins um afdrif Glímufé-
lagsins Armanns. Hér er á ferðinni
veigamikil breyting á félagslegu
skipulagi, breyting á einum þætti
borgarskipulags og fjárhagsleg
ringulreið sem torvelt er að ræða op-
inberlega. Við öllu þessu þarf að
hreyfa til að upplýsa almenning
vegna þess að málið hefur almenna
þýðingu. Það er svo viðamikið að ekki
verður um það fjallað í einni grein
sem yrði þá úr hófi umfangsmikil.
Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi
iþróttafulltrúi ríkisins í áratugi, birti
skelegga og greinargóða ritsmíð í
Morgunblaðinu hinn 12. okt. sl. Sú
grein ýtti alvarlega við mér og af-
hjúpaði sannleiksgildi fullyrðinganna
hér að framan. I ársbyrjun 1949 var
með veglegu, síðbúnu hófi haldið
uppá 60 ára afmæli Glímufélagsins
Armanns. Virðingargestir voru þar
borgarstjóri Reykjavíkur, Gunnar
Thoroddsen, og f'rú hans, Vala
Thoroddsen. Við þetta tækifæri færði
borgarstjórinn félaginu afmælisgjöf,
- íþróttasvæði við Sigtún. Samkvæmt
bókun í borgarráði 29. jan. 1949 sam-
þykkti borgarráð að svæðið skyldi af-
markað af Sigtúni, Laugamesvegi og
Miðtúni. Svæði þetta mun vera nærri
3,9 ha. samkvæmt uppdrætti dags. 6.
okt. 1952, undirrituðum af Þóri Sand-
holt og samþ. af bæjarverkfræðingi 8.
okt. 1952, þannig er það nú skráð hjá
Fasteignamati ríkisins sem eignarlóð
39.000 ferm. Síðan hefur heimili Ár-
manns verið þar þó að á ýmsu hafi
gengið um að fullkomna nýtingu
svæðisins m.t.t. þeirrai' fjölþættu
starfsemi sem félagið leggur rækt
við. Hefst nú sá þáttur sem Þorsteinn
Einarsson vakti athygli á, þ.e. samn-
ingur Reykjavíkm-borgar og Knatt-
spymufélagsins Þróttar.
í samningnum felst
að Þróttur lætm- borg-
inni eftir aðstöðu sína
við Sæviðarsund, vallar-
hús, félagsheimih og
vallarsvæði. Þróttur
fellur frá fýrri samningi
við borgina um bygg-
ingu íþróttahúss og skil-
ar aftur þeim fjármun-
um sem greiddir hafa
verið vegna þeirrar
byggingar. Á móti
þessu segir í 2. gr.
samningsins: „Reykja-
víkurborg lætur Þrótti í
té aðstöðu í Laugardal,
sem fullnægja á starf-
semi félagsins til fram-
búðar og gerir ráð fyrir
aukningu hennai' og eðlilegum breytr
ingum.“ í næstu greinum samnings-
ins em upptalin réttindi og skyldur
Þróttar. I 6. gr. segir í upphafi:
„Verði óhjákvæmilegt að mati aðila
samnings þessa, að breyta ákvæðum
hans vegna breyttra aðstæðna í fram-
tíðinni, skal þess gætt að breytingar
leiði ekki til lakari aðstöðu fyrir
Þrótt.“ Samningur þessi veitir Þróttí
viðamikil réttindi í Laugardalnum og
umráðarétt yfir völlum og væntanleg-
um mannvh'kjum og forgang að öðr-
um. Um þetta fjallaði m.a. grein Þor-
steins Einai'ssonar þar sem hann rök-
studdi hvílíka kollsteypu þarna er um
að ræða og alvarlega stefnubreytingu
fi'á fyrri ákvörðunum um eðli og nýt>
ingu Laugardalssvæðisins. Þetta
verður ekki endurtekið hér en vísað
tii greinai' Þorsteins í Morgunblaðinu
12. okt. 1997.
Þessu er nú hreyft vegna þess að í
burðarliðnum er samningur við ráða-
menn í Glímufélaginu Ái'manni. Lest-
ui' á þeim samningsdi'ögum leiðir í
Allt stefnir í, segir
Skúli H. Norðdahl, að
félagsheildin Glímufé-
lagið Armann verði
leyst upp.
ljós hvert stefnir í þá átt sem fullyrt
er hér að framan og styrkist af sam-
anburði við Þróttarsamninginn sem
drepið er á. Hér verður að skjóta inn
upplýsingum um að áður en farið var
að ræða samning við Glímufélagið Ár-
mann um breytingar á stöðu félagsins
var búið að leggja fram í skipulags-
nefnd tillögu um breytta nýtingu á
íþróttasvæði félagsins. Tillagan er
unnin fyrh' hönd byggingai'aðila af
einstaklingi og á sá sæti í skipulags-
nefnd. Að þessu vei'ður komið síðar.
I 1. gr. saminings við Armann seg-
ir:
„Borgarstjóm Reykjavíkur hefur
ákveðið að styrkja Glímufélagið Ár-
mann til framkvæmda við íþrótta-
mannvirki á vegum félagsins. Fram-
kvæmdin er nánar tiltekið lagfæring
á fimleikahúsi Ármanns við Sigtún og
kaup Ármanns á húsnæði fyrir júdó-,
glímu- og lyftingadeildh- félagsins,
kaup borgarsjóðs á húsnæði við
Sigtún sbr. fsk. og vegna fram-
kvæmda á svæðinu við Sóltún. Sam-
kvæmt 4. gr. nemur styrkurinn
120.000.000.- á árunum 1998-2001, og
er fullnaðai'styi'kur. Skv. 9. gr. hafnar
Armann úthlutun svæðis í Borgar-
hverfi og afsalai- sér meginhluta
íþróttasvæðisins við Sigtún, nú
Sóltún, og „mun ekki krefja borgaryf-
irvöld um frekari greiðslur vegna
þess“. Þetta er ekki skilyrðislaust.
Glímufélagið Ái-mann á að semja við
Knattspyrnufélagið Þrótt um aðstöðu
og samnot í húsi því í Laugardal sem
áður er getið í samningi Þróttar sem
„mun annast rekstur húsnæðisins“ og
fara þar með húsbóndavald eftir nán-
ai'a samkomulagi. Ármann á að
kaupa húsnæði úti í bæ fyrir vissai'
deildir félagsins. Sumt af starfsem-
inni fær að haldast í fimleikahúsinu.
Þær íþróttagreinar sem félagið fær
að halda samkvæmt samningsdrög-
unum við borg og Þrótt verða í eða á
íþróttamannvirkjum sem Þróttur á að
fara með óskert húsbóndavald yfir.
Sjá það sem áðui' er vitnað í, í samn-
ingi Þróttar. Ármann skal láta af
hendi eða ganga í samstarf um rekst-
ur ákveðinna greina. En það er fleira.
í drögum að samningi við Ármann
eru öll ákvæði skilyrt með orðum eins
og - stefnt er að og ef o.s.frv. Niður-
staðan er því að allt stefnh' þetta í að
leysa upp félagsheildina Glímufélagið
Armann vegna þess að félagið er
svipt heimilisfestu sinni sem eitt fé-
lag. Það er auðvelt að varðveita þá fé-
lagsheild þegar grannt er skoðað
hvað snerth' nýtingu tæplega 4 ha.
íþróttasvæðis við Sigtún og í Ijósi
þeirra fjármuna sem borgaryfirvöld
eru reiðubúin að láta af hendi til að
greiða fyrir breytingunum. Það sem
að framan er sagt vekur efasemdir
um hvaða hagsmunum samningurinn
þjónai'. Það gefur einnig tilefni til að
huga að félagslegum og skipulagsleg-
um bakgrunni aðgerðanna og spyrj-
ast fyrir um fjárhagslegar forsendur
samningsins. (Framh.)
Höfundur er nrkitekt.
Skúli H.
Norðdahl
ENN þijóskast
hobbýrollukarlar í
Grindavík við áskorun
og vilja Reykjanesbúa
og reyndar allra lands-
manna við að hefta
lausagöngu kinda sinna
og hafa þær innan girð-
ingar. Fyrir utan
Grindavík hafa öll önnur
sveitarfélög á Suður-
nesjum sauðfé sitt í beit-
arhólfum til að vernda
þetta mjög svo illa farna
landsvæði. Með tillits-
lausu, siðlausu og sauð-
þrjósku háttarlagi, koma
þessir fáu aðilar í veg
fyrir að Reykjanesskag-
inn sé friðaður fyiir beit
til að hægt verði í alvöru að rækta
upp á þessum fallega skaga, Reykja-
nesinu.
Á Suðumesjum býr fjöldi manns
sem áreiðanlega tæki með ánægju
þátt í að klæða landið blómgróðri og
skógi sér til lífsfyllingar og ánægju af
að sjá umhverfi sitt
breytast úr vindsamri
auðn í skjólsæl og gróin
útivistarsvæði. Skilyrði
fyrir þessari framtíðar-
sýn er algjör friðun fyr-
ir beit.
Tómstundabændur í
Grindavík eru með fletri
kindur en eru samtals í
Reykjavík og Kópavogi,
þar með talinn Hús-
dýragarðurinn og
Vatnsendi. Grindavík er
eina þéttbýlissvæðið þar
sem tómstundabændum
hefur fjölgað síðustu ár.
Árið 1996 vom þar hátt
í 700 kindur á vetrar-
fóðmm. Að meðtöldum
lömbum má næstum þrefalda þennan
fjölda sem gerir hátt á annað þúsund
fjái’ í sumai'högum á þessu veika
svæði sem ekki þolir beit. Eg bendi á
Krísuvíkursvæðið en þar nagar sauð-
fé Grindvikinga upp nýgræðinginn
sem er aírakstur sáningar Land-
Grindavík er eina þétt-
býlissvæðið, segir
Herdís Þorvaldsdóttir,
þar sem tómstunda-
bændum hefur fjölgað
síðustu ár.
græðslu ríkisins í sárin þar í landi á
kostnað skattborgai'a landsins. Það
er sorglegt og óviðunandi að sjá þann
veika gróðm- í urðinni, tmðinn og bit-
inn af rollum hobbýkarla í Grindavík.
Ái'atugum saman hefui', án árangurs,
verið reynt að semja við þessa aðila
og höfða til samvisku þeirra og tiliits
til annaira landsþegna. Þó er þessi
iðja þeirra ekki stunduð til að sjá sér
farborða heidur aðeins tóm-
stundagaman. Enginn amast við tóm-
stundagamni manna á meðan það
veldur öðrum ekki ergelsi og skaða
eins og í þessu tilfelli.
Kæru hobbýkarlar, líður ykkur vel
með þetta á samviskunni? Hvernig
væri að endurskoða málið og líta á
það fi'á hlið landsmanna ykkar og af-
komenda okkar og ykkar og hlusta á
neyðaróp landsins um frið eftir rúm-
lega 1100 ára rányrkju?
Höfundur er leikai-i.
Hneykslið
í Grindavík
Herdís
Þorvaldsdóttir