Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 43 Heimsmethafí í útlegð vegna aðstöðuleysis á Islandi VALA Flosadóttir hefír vakið heimsathygli á undanförnum vikum með frábærum árangri og íþróttamannslegri framkomu sinni í alla staði. Tvö heimsmet hennar hafa sett punkt- inn yfír i-ið. Það hefur líka vakið heimsathygli að Vala býr í Svíþjóð vegna þess að hún hefur enga aðstöðu til æfinga á íslandi. Mesta afreks- kona íslands í íþróttum fyrr og síðar er i útlegð vegna aðstöðuleysis fyrir íþrótt hennar. Þetta er nöturleg staðreynd sem nánar verður fjallað um hér að neðan. Óbreytt innanhússaðstaða í Reykjavík í 35 ár Eftir að verulegar endurbætur voru gerðar á utanhússaðstöðu frjálsíþróttamanna á Laugardals- velli hafa frjálsíþróttamenn þrýst á um bætta aðstöðu til æfinga og keppni innanhúss fyrir sínar grein- ar og ekki að ástæðulausu. Þörfin fyrir hús í Reykjavík sem hýst gæti löglegan frjálsíþróttavöli með 200 m hringbraut og alla aðra aðstöðu til mótahalds á öllum stigum og æfinga fyrir alla aldurshópa er gríðarleg. Eina sérhæfða innanhússaðstaðan fyrir frjálsíþróttir er undir stúku Laugardalsvallar þar sem aðeins er hægt að æfa og keppa í þriðjungi þeirra greina sem keppt er í á al- þjóðlegum mótum. Þessa aðstöðu hafa frjálsíþróttamenn þurft að búa við sl. 35 ár. Fyrir þrjátíu og fimm árum var ekkert hús með löglegan handboltavöll á landinu. Hvað skyldu þau vera mörg í dag? Tugir íþróttahúsa hafa bæst við í borginni fyr- ir handbolta, körfuknattleik og blak á sama tíma og ekkert hefur gerst í innan- hússaðstöðumálum fyr- ir frjálsíþróttir. Þetta hefur leitt til þess að flest af besta frjálsí- þróttafólki landsins dvelur erlendis megnið af sínum ferli og vegna aðstöðuleysis fer íþróttin sem slík mjög halloka í samkeppninni við aðrar íþróttir um hylli iðkenda yfir vetrarmánuðina. Ekki fleiri kynslóðir afreksmanna í útlegð Vala Flosadóttir, eini heimsmet- hafi Islendinga fyrr og síðar, segist ekki flytjast til íslands í bráð þar sem hún hafi enga aðstöðu til að æfa við hér heima. Þórey Edda Elísdóttir, fjórða besta stangar- stökkskona Norðurlanda, æfir við bágar aðstæður hér og þjálfari Völu fullyrðir að framfarir Þóreyjar verði ekki miklar vegna aðstöðu- leysisins sem hún býr við. Jón Arn- ar Magnússon bronsverðlaunahafi í sjöþraut innanhúss getur ekki keppt hér heima innanhúss að neinu gagni. Hann dvelur langdvölum er- lendis til að ná að æfa þær greinar sem annars væru æfðar innanhúss að vetri til, væri hér til almennilegt hús til æfinga og keppni. Guðrún Arnardóttir dvelur langdvölum er- lendis til að geta æft við góðar að- stæður. Heil kynslóð afreksmanna sem komu á undan Jóni, Völu og Guðrúnu dvaldi langdvölum erlend- is, keppti þar og æfði nær allan sinn feril fyrst og fremst vegna aðstöðu- leysis heima fyrir. Nú er að koma upp ný kynslóð, fjölmennur hópur ungra afreksmanna í frjálsíþróttum sem við íslendingar munum þurfa að fylgjast með úr fjarlægð verði ekki eitthvað gert í aðstöðumálum fyrir innanhússfrjálsíþróttir. Frjálsíþróttir eru fjórða út- breiddasta íþrótt á íslandi og eiga mestu afreksmenn landsins í íþrótt- um fyrr og nú. Það er réttlætismál fyrir frjálsíþróttirnar að þeim sé búin aðstaða sem sæmir útbreiðsl- unni og árangrinum. Innanhússmót í heimsklassa við bráðbirgðaaðstæður Islendingar hafa fengið nasaþef- inn af því sem koma skal í móta- haldi innanhúss í frjálsíþróttum. IR-ingar hafa sýnt fram á með framkvæmd þriggja stórglæsilegra alþjóðlegi-a innanhússmóta á und- anförnu ári að Islendingar eru færir um að halda glæsileg frjálsíþrótta- mót. Með ærnum tilkostnaði og fyr- irhöfn var Laugardalshöllinni breytt í frjálsíþróttaaðstöðu fyrir nokkrar greinar frjálsíþrótta. Á öll- um mótunum sýndu íslenskir af- reksmenn hvers þeir eru megnugir í keppni við heimsmeistara, ólymp- íumeistara og Evrópumeistara. Evrópumet og Norðurlandamet féllu, reynt var við heimsmet og gríðarleg stemmning var í höllinni í Frj álsíþr óttamenn hvetja borgaryfírvöld, segir Þráinn Hafsteins- son, til að byggja fjöl- nota íþrótta- og sýning- arhús og kalla það því nafni einnig. öll skiptin. Tilgangur mótahalds ÍR- inga hefur m.a. verið að sýna fram á þörfina fyrir bætta aðstöðu til keppni og æfinga fyrir frjálsíþrótta- menn og sanna að við erum menn til að skipuleggja og halda slík mót með sóma. Fyrirheit um betri tíð frá borgarstjóm Nú virðist hilla undir betri tíð í aðstöðumálum fyrir innanhúss- frjálsíþróttir því forseti borgar- stjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, Al- freð Þorsteinsson borgarfulltrúi og Steinunn Valdís Oskarsdóttir for- maður ÍTR hafa öll lýst því yfir að stórt fjölnota íþrótta- og sýningar- hús verði byggt í Reykjavík á næstu árum. Þeim hefur sumum að vísu orðið það á að kalla þetta knatt- spyrnuhús en það hlýtur að vera einhver misskilningur sem verður leiðréttur hið fyrsta. Frjálsíþrótta- menn hvetja borgaryfirvöld til að byggja fjölnota íþrótta- og sýning- arhús og kalla það því nafni einnig. í frjálsíþróttahreyfingunni eru bundnar miklar vonir við byggingu þessa húss, sem ef að líkum lætur inniheldur fyrsta löglega alþjóðlega keppnisvöll landsins fyrir frjálsí- þróttir innanhúss. Áðstaða til keppni og æfinga mun taka stökk- breytingum. Slíkt hús myndi jafna aðstöðu okkar íþróttamanna til æf- inga og keppni miðað við það sem gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Það myndi einnig vera stórt skref í átt að jöfnun á aðstöðu milli íþrótta- greina á Islandi, en nú stendur að- staða frjálsíþróttamanna innanhúss langt að baki aðstöðu iðkenda all- flestra annarra íþróttagreina sem stundaðar eru á Islandi. Síðast en ekki síst myndi slíkt hús skapa nýj- ar og betri aðstæður fyrir almenn- ingsíþróttir. Frumkvæði borgaryflrvalda fagnaðarefni Frjálsíþróttaáhugamenn fagna framkomnum hugmyndum um byggingu fjölnota íþrótta- og sýn- ingarhúss í Reykjavík og hvetja jafnframt borgaryfirvöld til að hafa gott samstarf við þá aðila sem málið snýr að, s.s. frjálsíþróttahreyfing- una. Megi bygging þessa húss verða til þess að fjölga verulega iðkendum í umræddum íþróttum og skapa jafnframt aðstæður fyrir keppnis- og afreksfólk á öllum stigum til að æfa og keppa hér heima. Vala Flosadóttir, við viljum þig og þjálfara þinn heim í nýtt og glæsilegt hús til að æfa og keppa í á næstu árum. Við þurfum að hafa fyrirmyndir unga fólksins heima, ekki í fjarlægum löndum vegna þess að ekki sé til boð- leg aðstaða í okkar ríka samfélagi. Höfundur er íþróttafræðingur og formaður nefndar á vegum FRÍum stefnumótun í innanhússaðstöðu- málum. 4T* 1.6 lítra 100 hestafla vél ABS hemlar 2 líknarbelgir Rafdrifnar rúður framan og aftan Samlæsing 14“ álfelgur Opið laugardag 12-16 sunnudag 13-16 Verð frá: 1.448.000 W. BRIMB0RG FAXAFENI 8 • 515 7010 Brimborg-Þórshamar • Tryggvabraut 5 Akureyri • simi 462 2700 Bílasala Keflavíkur • Hafnargötu 90 Reykjanesbæ • simi 421 4444 M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.