Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 48
4£, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS GUÐMUNDSSON + Jónas Guðmunds- son fæddist í Vestmannaeyjum 21. desember 1928. Hann lést á heimili sínu 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Böðvars- son frá Þorleifsstöð- um og Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Stokkseyri. Bróðir hans er Sigurður Ár- mann Guðmundsson. Hinn 25. nóvember 1950 giftist Jónas Ursulu Margréti Guð- mundsson Quade, f. 17. jan. 1931. í Stettin í Þýskalandi. Foreldrar hennar voru Richard Quade og Helena Quade. Börn þeirra eru 1) Sigurbjörg Helena, f. 10. mars 1951, er hún gift Halldóri Almarssyni og eiga þau tvær dætur, Soiyu Margréti, f. 17. jan. 1970, og er hún í sambúð með Sverri Birni Björnssyni, þau eiga einn son, Halldór Erik Jan Sverr- isson, og Önnu Lenu Halldórs- dóttur f. 7. des. 1976. Ómar Ómarsson, f. 19. júní 1953, og er hann giftur Kristínu Björgvins- -ulóttur, eiga þau þijú börn, Guð- mar Ómarsson, f. 1972, Karen Ómarsdóttur, f. 1974, og er hún gift Davíð Má Sigurðssyni og eiga þau tvær dætur saman, Alexöndru Eir Davíðsdóttur og óskírða. Ómar Ómarsson, f. 1976, unnusta hans er Elsa Huld Helgadóttir. 2) Richard Guðmundur, f. 7. jan. 1956, er sam- býliskona hans Guð- rún Egilsdóttir og á hann tvær fósturdæt- ur og þijú afabörn. 3) Jónas Ewald, f. 2. okt. 1962, d. 1. mars 1987. Eftirlifandi eigin- kona hans er Guðrún Jóhanns- dóttir og eiga þau eina dóttur, Úrsúlu Lindu, f. 27. júní 1982, þá átti hann eina fósturdóttur Ing- unni Hallgrímsdóttur, f. 16. feb. 1980. Jónas var byggingameistari og bjó hann í Vestmannaeyjum til 1973, þar sem hann rak eigið tré- smíðaverkstæði. Árið 1973, eftir eldgos, fluttust hann og fjöl- skylda hans til Reykjavíkur þar sem hann vann hjá Viðlagasjóði og Iðnaðarbanka (síðar Islands- banka), þar sem honum var sagt upji störfúm 1991. Útför Jónasar fer fram hjá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá eiginkonu Ég hugsa til þín hrygg í iund þú hjartans vinur kær. Við áttum marga ögurstund því er þín minning tær. Margir vilja spyija og spá og spreytt hafa sig nóg, nú ert þú vinur fallinn frá a* fengið hefur ró. Þú varst svo hlýr og vildir gott ogvæn og góð þín lund, birta og ylur bar þess vott og ber hann alla stund. Eilífðin er ölium trú þar allir hitta sína og samúð mína sendi nú er syrgi brottfór þína. þá gátum við alltaf spjallað um allt milli himins og jarðar. Þú varst ekki bara pabbi minn heldur líka góður vinur minn. Fyrir utan allt þetta varstu einstakur maður með stórt hjarta sem ekkert aumt mátti sjá. Eg elska þig og ég mun aldrei gleyma þér. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum og stjama hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mín- um. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera minn - í söng og tárum. Elsku pabbi minn, það er rúmt ár síðan þú greindist með krabbamein og ekki hefði mig grunað að þetta tæki svona stuttan tíma. Ég á mjög erfítt með að sætta mig við það, að þú komir ekki á laugardagsmorgn- um í kaffi og spjall. Eins og þú veist Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kaldri sál er kveðja mín, ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði sem ég á. þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. + Okkar ástkæra ANNA JÓHANNSDÓTTIR, sem lést föstudaginn 13. mars sl., verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugardag- inn 21. mars kl. 14.00. Þökkum innilega þeim sem önnuðust hana í veikindum hennar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björn Gígja, Klara Þorsteinsdóttir, Árni Þorsteinsson, t Þorsteinn Þorsteinsson, Daníel Þorsteinsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR DAGRÚN FRIÐFINNSDÓTTIR frá Kjaranstöðum í Dýrafirði, til heimilis á Suðurgötu 15, Keflavík, 1ést á Sólvangi að morgni fimmtudagsins 19. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Hörður Karlsson, Anna Sigurðardóttir, Þórdís Karlsdóttir, Kristinn Ásmundsson, Hanna María Karlsdóttir, Sigurborg Daðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og leggðu svo á höfin blá og breið, þó blási kalt og dagar verði að árum, þá veit ég að þú villist rétta leið og verður minn - í bæn, í söng og tárum. (Davíð Stefánsson) Þín dóttir, Sigurbjörg Helena. I dag kveðjum við þig elsku pabbi og tengdapabbi, sem skyndilega varst kallaður burt eftir erfiðan sjúkdóm, sem þú barst hljóður til hinstu stundar. Við vitum að allan þann tíma treystir þú Guði, eins og þú gerðir allt þitt líf, og nú ert þú kominn í ríki hans. Þegar rifja á upp minningar á stundu sem þess- ari, er svo ótal margt sem kemur upp í hugann. Allt eru það fallegar minningar sem við geymum 1 hjört- um okkar. Félagsstörf voru ofarlega í huga þínum, t.d. K.F.U.M., Rauði kross- inn að ógleymdri pólitíkinni sem við ræddum endrum og sinnum. I frí- tíma þínum varstu jafn atorkusam- ur og í vinnu, eins og sjá má á glæsilegu heimili og garði sem þið mamma byggðuð upp. Þú varst sannur vinur vina þinna, en besti vinur þinn á lífsleiðinni var móðir okkar, sem nú á um sárt að binda. Megi góður Guð styrkja hana í sorgum sínum. Elsku pabbi og tengdapabbi, við minnumst þín með hlýhug og þakklæti. Guð geymi þig. Hér kveð ég þig vinur - því komin er nóttin með kyrrð eftir strangan dag, hún breiðir út faðminn í blíðu og mildi og boðar þér nýjan hag. Leiðir þig fijálsan til ljóssins sala svo langt frá angri og sorg, og ferðalúnum finnur þér hæli í friðarins helgu borg. (Kristján Hjartarson.) Omar og Kristín, Richard og Guðrún. Elsku afí. Það er vart að við trú- um því að þú sért farinn frá okkur fyrir fullt og allt. Við munum alltaf eiga okkar minningar um þig, bæði í hjarta okkar og huga. Manstu eftir garðveislunum sem amma og þú hélduð fjrrir fjölskylduna þegar Ur- súla átti afmæli og hvað það voru alltaf allir að dást að garðinum hjá ykkur ömmu, hve æðislegur hann var og hve vel skreyttur og hirtur hann var? Manstu þegar við fórum vanalega á hverjum sunnudegi í Blómaval að skoða, og hve við hlökkuðum alltaf til að fara heim í sunnudagssteikina hjá ömmu? Manstu öll þau skipti þegar þú hef- ur dottað fyrir framan sjónvarpið með opin munninn og amma sagði alltaf hlæjandi að þú værir að veiða flugur og þú kipptist við og sagðir „ha ég?“ og lokaðir munninum? Og öll skiptin sem við spiluðum saman marías, sem amma kenndi okkur, og það var vanalega alltaf amma sem vann mig (Úrsúlu) en við skipt- umst alltaf á að vinna? Og öll þau skipti sem þú komst heim til okkar með fullan bíl af kökum, og alltaf leyndist eitthvað gott í vasanum? Elsku afí okkar, þá er komið að því að við kveðjum þig í síðasta sinn. Við getum alltaf heimsótt þig í huganum þegar við leggjum höfuðið á koddann og látum hugann reika. Við vitum að nú ertu kominn í betri heim og að þér líður betur þar sem þú ert og vonum við að þú og pabbi séu loksins ánægðir saman. Það er svo gott til þess að vita að höndin sem við leiddum leiddi líka pabba þegar hann var lítill eins og við. Við munum ávallt elska þig. tírsúla Linda og Ingunn. Elsku afí deidei minn, mamma sagði mér að þegar að ég var aðeins 10 daga gamall þá hefðir þú ekki þorað að halda á mér af því að þér fannst ég svo lítill og viðkvæmur. En mamma setti mig bara í fangið á þér og eftir það slepptum við hvor- ugur takinu. Þegar að ég fór að babbla þá sagði ég alltaf deidei við þig og ömmu. I staðinn fyrir að kalla ykkur langafa og langömmu þá nota ég alltaf afi og amma deidei. Svo þegar ég fór að stækka aðeins þá passaðir þú og amma deidei mig í smá tíma áður en ég fór á leikskól- ann. Þú sóttir mig til dagmömmunn- ar í hádeginu og við fórum heim á bflnum þínum og mínum til ömmu deidei og borðuðum. Afi deidei, þú hlóst alltaf af því hvað ég borðaði mikið hjá þér og ömmu deidei. Amma deidei á bara alltaf eitthvað heimabakað og ég get bara ekkert gert að því hvað ég er sólginn í allt sem er heimabakað. Svo þegar við vorum búnir að borða þá fórum við í göngutúr eða út í garð að tína ruslið (laufblöðin) og skoða fuglana. Yfirleitt fórum við út í bfl- skúr að smíða og það var upphalds- staðurinn okkar enda áttum við margar góðar stundir þar saman, bara þú og ég. Þar sátum við og smíðuðum og þó að þú afi minn, sért þaulvanur og klár smiður þá gat ég alltaf gefið þér góð ráð. Svo áttum við leyndarmál sem bara ég og þú vitum um. Manstu, þá sat ég á sveppnum og þú á stólnum. Afí deidei, þú varst líka alltaf svo góður við mig því að þú nenntir alltaf að leika við mig. Ef ég bað þig um að leika hund þá gerðirðu það og þú sast hjá mér á gólfinu og kubbaðir með mér eða horfðir með mér á teiknimynd. Stundum þegar ég átti að fara í leikskólann minn þá sagði ég við mömmu að ég ætlaði að fá frí á leikskólanum í dag og fara til ömmu og afa deidei. Yfirleitt hringdi ég sjálfur og spurði hvort ég mætti koma og að sjálfsögðu var ég alltaf velkominn. Alltaf þegar þú komst til mín í heimsókn þá komstu alltaf með pakka handa mér, sokka, nammi eða lítinn bíl í bflasafnið mitt. Ef ég bað þig um að smíða eitthvað handa mér þá varstu ekki lengi að framkvæma það. Ég kom með hug- mynd og þú smíðaðir. Afi deidei, manstu þegar að þú smíðaðir bfl- skúrinn handa mér og gafst mér hann í jólagjöf. Ég var svo glaður og manst hvað þið hlóguð mikið að mér um jólin þegar að ég fékk hann. Svo lét ég mig aldrei vanta í Holtsbúðina þegar taka átti út dvergana eða setja þá inn fyrir veturinn. Ég mætti þá í regngallanum og í stíg- vélunum og tilbúinn að skrúbba dvergana og öll dýrin sem eiga heima í garðinum þínum og hennar ömmu deidei. En afi deidei, núna er ég búinn að vera að leita að þér og finn þig hvergi. Mamma mín sagði mér að þú værir dáinn og farinn upp til Guðs. Hún sagði líka að Guð ætti heima á himninum og að þú ætlaðir að eiga heima þar líka. Én ég skil ekki af hverju þú vilt eiga heima þama uppi í staðinn fyrir að eiga heima.hérna niðri hjá okkur. Eg spurði mömmu þá hvort þú kæmist ekki í afmælið mitt í ágúst og hún sagði nei, hann afi deidei kemst ekki í afmælið þitt af því að hann er uppi hjá Guði. Ég sagði þá að Guð gæti bara hent þér niður og Batman grip- ið þig, þá kemstu í afmælið mitt. Þinn (deii), Halldór Erik Jahn. Elsku afí, þau em svo fá orðin sem koma upp í huga okkar nú á þessari kveðjustundu. Okkur setti hljóðan þegar við fréttum hversu al- varlega þessi hræðilegi sjúkdómur hafði leikið þig. Við trúðum því ekki að nokkur hlutur gæti stöðvað jafn duglegan og glaðværan mann sem þig. Þegar við hittum þig þá varst þú ávallt vinnandi af fullum krafti, hvort sem það var þegar við feðgarnir komum inn á verkstæði til þín eða þegar þú varst heima í bíl- skúrnum eða í garðinum, sem þið amma önnuðust eins og hann væri ykkar fimmta barn. Við vitum að nú ert þú kominn í ríki Guðs til ástkærs sonar þíns og við vitum að þér mun líða vel þar. Megi Guð styrkja og varðveita ömmu í sorgum sínum. Guð geymi og blessi minningu þína. Vort hjarta er svo rikt af hreinni ást að hugir í gegnum dauóann sjást - vér hverfum og höldum víðar en hittumst þó aftur síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Guðmar, Karen og Ómar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Með þessum orðum vil ég kveðja vin minn og „afa“, Jónas Guðmunds- son, og þakka fýrir allar skemmti- legu samverustundirnar í gegnum árin. Það er sárt til þess að hugsa að fá aldrei að tala við þig aftur, fá aldrei að heyra sögurnar frá því í Vestmannaeyjum í gamla daga. En minningarnar eru nokkuð sem eng- inn getur tekið frá okkur og við ylj- um okkur við þær. Elsku Jónas „afi“, minning þín er ljós í lífí mínu. Þín, + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GÍSLÍNA SIGURÐARDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis á Dalbraut 27, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 20. mars, kl. 15.00. Eygló Olsen, Guðmundur Sigurjónsson, Agnes O. Steffensen, Björn B. Steffensen, Óli P. Olsen. Jarþrúður Rafnsdóttir, barnabörn og langömmubörn. + Hjartans þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS EIRÍKSSONAR tæknifræðingur. Sölvi Ólafsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Sigurður Ingólfsson, Ingveldur Ólafsdóttir, Elsa María Ólafsdóttir, Páll Kristinn Pálsson, Rakel Rós Ólafsdóttir og barnabörn. Þóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.