Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 57
FRETTIR FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 ] MORGUNBLAÐIÐ 57*” J J fl i 3 I 3 fl J 3 3 ! I ] 3 3 ] 3 fl I j Erindi á vegum Sólstöðuhópsins í Norræna húsinu Þarf maður að vera giftur... „ÞARF maður að vera giftur til að...“, er umfjöllunarefni þriggja fyrirlestra á vegum Sólstöðuhópsins í Norræna húsinu kl. 14 nk. laugardag 21. mars. Fyrirlesarar eru þær Hjördís Hjartardóttir félags- málastjóri, Hlín Agnarsdóttir leikari og Jóhanna Kristjóns- dóttir, blaðamaður og rithöf- undur. „Ég hugsa að ég velti fyrir mér stöðu kvenna almennt," sagði Jóhanna í samtali við blaðið. „Þarna er gefið til kynna að það sé mjög hagstætt að vera ógiftur og að það sé ekki frumskilyrði fyrir lífsham- ingjunni að vera í hjónabandi. Ég hugsa að það séu ýmsar hliðar á því og geri ráð fyrir að hlutskipti kvenna, bæði í hjóna- bandi og þeirra sem eru ein- hleypar eftir að hafa reynt allt litrófið, það sé svona upp og niður. Það er einnig hægt að velta fyrir sér að samkvæmt ein- hverri könnun sem hefur ver- ið gerð, skilst mér að ham- ingjusamasta fólkið sé kvænt- ir miðaldra karlar og ein- hleypar konur. Mér finnst mjög skemmtileg þversögn í þessu. Þetta er í raun fullkom- ið rugl. Ég held að það gæti verið gaman að velta því upp hvernig standi á því að karl- arnir eru svona hamingjusam- ir. Það kemur hvergi fram að konurnar þeirra séu ham- ingjusamar og af hverju er það. Þetta býður upp á vangavelt- ur í gríni og alvöru, spekings- legar og af léttúð alit eftir því hvernig liggur á manni þegar hugsað er um þetta efni.“ Pallborðsumræður verða að loknum fyrirlestri og að vanda verður tónlist á boðstólum og sjá þeir Krislján Kristjánsson og Guðmundur Pétursson um hana. Hollvinafélag heimspekideildar Háskóla íslands Stofnfundur og fyrir- lestraröð fyrir almenning STOFNFUNDUR Hollvinafélags heimspekideildar Háskóla Islands verður haldinn laugardaginn 21. mars. Félagið er ellefta hollvinafé- lagið sem er stofnað innan Háskóla Islands og saman mynda þau Holl- vinasamtök Háskólans. Tengsl skólans við almenning styrkt Guðrún Nordal, sem hefur unnið að undirbúningi að stofnun félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að markmið félagsins væri tvíþætt, annars vegar að styðja við bakið á deildinni með því að kynna þau fræði sem þar væri lögð stund á og hins vegar að efla tengsl milli heimspeki- deildar og áhugamanna utan skól- ans. „Hollvinafélagið reynir að opna leið á milli háskólans og almennings, svo fólk fái betri skilning á því starfi og rannsóknum sem unnið er að í deildinni," sagði Guðrún. Páll Skúlason háskólarektor sagði að stofnun og starfsemi holl- vinafélaga væri mikilvæg fyrir há- skólann. „Hollvinasamtök af þessu tagi sýna að þjóðfélagið stendur vörð um hagsmuni háskólans og lætur sig varða málefni hans. St- arfið er bæði hvetjandi fyrir skól- ann auk þess sem mikill stuðningur er í þeirri skipulögðu starfsemi sem félögin standa fyrir,“ sagði Páll. Dagski-á stofnfundarins hefst með ávarpi Páls Skúlasonar rektors og að lokinni kynningu á stofnskrá og kosningu stjórnar heldur Krist- ján Arnason prófessor í málfræði fyrirlestur sem hann kallar, „Að setja brag á sérhvern dag. Brag- eyrað og hrynjandi málsins." NÝ sérvöruverslun með sportvörur hefur verið opnuð í Aðalstræti 27 á Isafirði. Versluninni, sem er í eigu þeiiTa Hermanns Hákonarsonar og Halldórs Sveinbjörnssonar, hefur verið gefið nafnið Vestursport og mun hún vera með á boðstólum öll helstu merkin í íþróttavörum. Má þar nefna vörur frá Nike og Framboð H-list- ans í Garðinum Garði. Morgunblaðið. FRAMBOÐSLISTI H-listans, listi sjálfstæðismanna og annarra frjálslyndra kjósenda, var sam- þykktur á almennum fundi í sam- komuhúsinu sl. þriðjudag. Margt ungt fólk skipar listann og verður röð frambjóðendanna þessi: 1. Finnbogi Björnsson fram- kvæmdastjóri, 2. María Anna Ei- ríksdóttir sjúki-aliði, 3. Ámi Árna- Fyrirlestraröð framundan Erindið er hið fyrsta úr röð fyrir- lestra sem fluttir verða í mars og apríl í tilefni stofnunar félagsins. Þorsteinn Gylfason fiytur fyiárlest- ur í tilefni af greinaflokki Kristjáns Kristjánssonar um póstmódernisma þann 28. mars og 18. apríl mun Gunnar Karlsson flytja fyrirlestur- inn „íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öldum“. 23. apríl flytur Vésteinn Ólason tyrirlestur um Halldór Laxness og fomíslenska sagnahefð sem verður í tengslum við dagskrá um Halldór, í samráði við aðra sem vilja heiðra minningu skáldsins á aftnælisdegi hans. Anna Agnarsdóttir heldur síð- an fyrirlestur þann 25. apiál sem nefnist „Byltingin 1809?“. Samkomur þessar verða á laugardögum klukkan 14 i húsakynnum Háskólans. Félagar í hollvinafélögunum eru Adidas auk fjölmargra vöruteg- unda frá Skátabúðinni í Reykjavík. Fyrst um sinn verður verslunin op- in alla virka daga frá kl. 9-18 og á laugardögum kl. 10-12. Fjölmenni var við opnun versl- unarinnar og var almenn ánægja meðal viðskiptavina með vörufram- boð sem og húsnæðið. son nemi, 4. Magnús Torfason verkamaður, 5. Hrafnhildur Sigurð- ardóttir afgi'eiðslustjórí, 6. Gyða Kolbrún Unnarsdóttir húsmóðir, 7. Karl Njálsson forstjóri, 8. Þorsteinn Eyjólfsson rafvirki, 9. Sigtryggur Hafsteinsson fiskverkandi, 10. Guð- mundur Einarsson afgi’eiðslumað- ur, 11. Guðmundur Sigurðsson húsasmiður, 12. Ingvar Jón Gissur- arson bifvélavirki, 13. Dagmar Ái’nadóttir húsmóðir og 14. Þor- valdur Halldórsson útgerðarmaður. Einn frambjóðendanna, María Anna Eiríksdóttir, situr í núver- andi hreppsnefnd fyrir H-listann. jafnframt félagsmenn í Hollvina- samtökum HÍ og njóta sem slíkir margvíslegra fríðinda. Auk einstak- linga geta fyrirtæki og stofnanir gerst félagar. Stofnfundurinn hefst klukkan 14 á laugardag, í hátíðarsal Aðalbygg- ingar Háskóla íslands. Öllum er heimill aðgangur og listar munu liggja frammi þar sem mönnum gefst kostur á að gerast stofnfélag- ar í Hollvinafélaginu. Einnig er hægt að gerast stofnfélagi með því að hafa samband við skrifstofu Holl- vinasamtakanna í Stúdentaheimil- inu fyrir 30. apríl nk. í undirbúningsnefnd Hollvinafé- lags heimspekideildar hafa starfað Auður Hauksdóttir, Einar Laxness, Guðjón Friðriksson, Guðrún Nor- dal, Matthías Johannessen, Pétur Gunnarsson, Sigríður Anna Þórðar- dóttir, Þorleifur Hauksson og Þor- steinn Hilmarsson. Ráðsfundur hjá ITC konum á Húsavík RÁÐSFUNDUR II ráðs ITC verð- ur haldinn á Hótel Húsavík um helgina, 21. og 22. mars. Á dagskrá eru félagsmál, ræðukeppni og fjöl- breyttir fræðslufyi'irlestrar. Fund- urinn er öllum opinn og því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast starfsemi ITC að mæta. Á íslandi starfa nú 12 deildir inn- an þessara alþjóðlegu samtaka, International training in commun- ication en markmið þeirra er að vinna að þjálfun í forystu og mál- vöndun í þeirri von að með betri tjá- skiptum takist að efla skilning manna á meðal um veröld alla. Tvær þessara 12 deild eru á Norðurlandi, ITC Fluga í Suður- Þingeyjarsýlsu og ITC Hnota á Þórshöfn og nágrenni og bjóða þessar deildir til ráðsfundar sam- takanna á Húsavík. ■ NÁMSTEFNA um íslenskar matarhefðir og ferðaþjónustu verður haldin í Hótel- og matvæla- skólanuni í Kópavogi laugardaginn 21. mars kl. 13.15-17.15. Mat- reiðslufólk hvaðanæva af landinu segir frá því hvað það er að fást við á þessu sviði. ■ N ÁTTÚRULÆKNIN G AFÉL AG Reykjavíkur heldur aðalfund sinn laugardaginn 21. mars kl. 14 í Þórs- höll, Brautarholti 20, 2. hæð. Gunn- laugur K. Jónsson, forseti NLFI, mun flytja framsöguerindi um fram- tíð og stefnu NLFÍ og aðildarfélaga þess. Boðið verður upp á veitingar. ■ FÉLAG Borgfirðinga eystri heldur góugleði föstudagskvöldið 20. mars kl. 21 í félagsheimili Gusts, Álalind 3, Kópavogi. Nágranna- sveitungar velkomnir. Fjarðarlistinn stofnaður RÚMLEGA eitthundrað manns sótti stofnfund Fjarðarlistans sem haldinn var 1 Valhöll Eskifirði 17. mars. Að fundinum stóðu Alþýðu- bandalagsfélögin á Eskifirði, Reyð- arfirði og í Neskaupstað, Alþýðu- flokksfélag Eskifjarðar auk óflokks- bundinna félagshyggju- og jafnað- armanna. Sjö manna undirbúningshópur, skipaður af félögunum, hefur frá því í janúar undirbúið stofnun Fjarðar- listans. Á fundinum var kosin fimm manna stjórn auk fimm manna kjörnefndar sem gera á tillögu um skipan framboðslista Fjarðarlistans við sveitarstjórnarkosningarnar 23. maí nk. Stjórn Fjarðarlistans skipa: Gísli Gíslason formaður, Guðný Björg Hauksdóttir varaformaður, aðrir í stjórn eru Aðalsteinn Valdimarsson, Óttar Guðmundsson og Steinunn Aðalsteinsdóttir. Popptónleikar í Snæfellsbæ POPPTÓNLEIKAR verða haldnir í Gistiheimili Ólafsvíkur sunnudaginn 22. mars kl. 21. Þar mun Sigurður Höskuldsson, sjómaður og tónlist- armaður þar í bæ, flytja frumsamið efni við undirleik hljómsveitar. Öll lögin á tónleikunum verða gefin út á geisladiski í lok maí. Texta við lög Sigurðar á tónleik- unum hefur Jón Bjarnason frá Sel- fossi samið en hann verður jafn- framt kynnir á tónleikunum. Segja má að yrkisefni, hvort tveggja laga og texta, sæki höfundarnir í um- hverfi Sigurðar í Ólafsvík; sjó- mennskuna, mannlífið og síðast en ekki síst ægifagurt umhverfi við sjávarsíðuna undir Jökli. Sigurður Höskuldsson hefur um áratuga skeið leikið á gítar og sung- ið með hljómsveitum í Ólafsvík s.s. Falkon, Lúkas, Sveinsstaðasextett- inum, Þúfnabörnum og síðustu 16 árin í Klakabandinu, aðallega á dansleikjum en einnig á skemmtun- um við margvísleg tækifæri. Allt frá þvi í haust hefur Sigurð- ur, sem er kokkur á mb. Ólafi Bjarnasyni frá Ólafsvík, eytt flest- um frístundum sínum frá sjó- mennskunni við upptökur á geisla- diski sínum en fyrir á Sigurður út- gefið lag á safndiskinum Lagasafni 5. Upptökustjóri og útsetjari Sig- urðar er Jón E. Hafsteinsson, gít- arleikari, sem m.a. lék með Stjórn- inni. Undirleikarar á tónleikunum á Klifi eru dætur Sigurðar, þær Sigríður og Guðlaug, meðlimir Klakabandsins, bræðurnir Sigurð- ur og Sveinn Þór Elínbergssynir, Jón E. Baldursson og Þórir Bald- ursson. -r „Háskdlar mín- ir“ eftir Gorkí í biösal MÍR 130 ÁR voru liðin mánudaginn 16. mars sl. frá fæðingu hins fræga rússneska rithöfundar Maxíms Gor- kís. í tilefni afmælisins verður kvik- myndin Háskólar mínir, byggð á þriðja og síðasta bindi sjálfsævisögu Gorkís sem komið hefur út í ís- lenski’i þýðingu Kjartans Ólafsson- ar, sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 22. mars kl. 15. Kvikmynd þessi er nær 60 ára gömul, gerð 1939. Leikstjórinn var Mark Donskoj, einn af fremstu kvikmyndagerðarmönnum Sovét- ríkjanna um langt árabil. í kvik- mynd þessari, eins og hinum fyrri í þríflokknum, þykir leikstjóranum hafa tekist að lýsa betur en flestum öðrum lífi alþýðu manna til sveita í Rússlandi á síðari helmingi nítjándu aldar, stöðnuninni sem þar ríkti og óvæginni lífsbaráttu fólksins. Myndin er með skýringum á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Leiðrétt Huðna en ekki hafur í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um geitur í útrýmingarhættu var rangur myndartexti. Þar kom fram að Guðný J. Buch væri þar á mynd- inni með geithafrinum Blöndal en hið rétta er að á myndinni með henni er huðna en ekki hafur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ótrúlega ódýrt Á BLAÐSÍÐU 48 í Morgunblaðinu í gær er grein eftir Hermann Svein- björnsson, framkvæmdastjóra Holl- • ustuvemdar ríkisins, með yfirskrift- inni „Eftirlitsiðnaður“. í kynningu á greininni [útdrætti] féll niður staf- ur, sem breytti merkingu, þar sem átti að standa ódýrt stóð dýrt! Setn- ingin rétt var svona: „Oft er eftirlit í raun ótrúlega ódýrt fyiár borgaK ana, miðað við hvað er í húfi.“ Vel-^ virðingar er beðist á þessum mis-A tökum. HALLDÓR Sveinbjörnsson og Herniann Hákonarson í nýju versluninni. Ný sérvöruverslun með sportvörur á fsafírði Vestursport við Silfurtorg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.