Morgunblaðið - 20.03.1998, Page 57

Morgunblaðið - 20.03.1998, Page 57
FRETTIR FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 ] MORGUNBLAÐIÐ 57*” J J fl i 3 I 3 fl J 3 3 ! I ] 3 3 ] 3 fl I j Erindi á vegum Sólstöðuhópsins í Norræna húsinu Þarf maður að vera giftur... „ÞARF maður að vera giftur til að...“, er umfjöllunarefni þriggja fyrirlestra á vegum Sólstöðuhópsins í Norræna húsinu kl. 14 nk. laugardag 21. mars. Fyrirlesarar eru þær Hjördís Hjartardóttir félags- málastjóri, Hlín Agnarsdóttir leikari og Jóhanna Kristjóns- dóttir, blaðamaður og rithöf- undur. „Ég hugsa að ég velti fyrir mér stöðu kvenna almennt," sagði Jóhanna í samtali við blaðið. „Þarna er gefið til kynna að það sé mjög hagstætt að vera ógiftur og að það sé ekki frumskilyrði fyrir lífsham- ingjunni að vera í hjónabandi. Ég hugsa að það séu ýmsar hliðar á því og geri ráð fyrir að hlutskipti kvenna, bæði í hjóna- bandi og þeirra sem eru ein- hleypar eftir að hafa reynt allt litrófið, það sé svona upp og niður. Það er einnig hægt að velta fyrir sér að samkvæmt ein- hverri könnun sem hefur ver- ið gerð, skilst mér að ham- ingjusamasta fólkið sé kvænt- ir miðaldra karlar og ein- hleypar konur. Mér finnst mjög skemmtileg þversögn í þessu. Þetta er í raun fullkom- ið rugl. Ég held að það gæti verið gaman að velta því upp hvernig standi á því að karl- arnir eru svona hamingjusam- ir. Það kemur hvergi fram að konurnar þeirra séu ham- ingjusamar og af hverju er það. Þetta býður upp á vangavelt- ur í gríni og alvöru, spekings- legar og af léttúð alit eftir því hvernig liggur á manni þegar hugsað er um þetta efni.“ Pallborðsumræður verða að loknum fyrirlestri og að vanda verður tónlist á boðstólum og sjá þeir Krislján Kristjánsson og Guðmundur Pétursson um hana. Hollvinafélag heimspekideildar Háskóla íslands Stofnfundur og fyrir- lestraröð fyrir almenning STOFNFUNDUR Hollvinafélags heimspekideildar Háskóla Islands verður haldinn laugardaginn 21. mars. Félagið er ellefta hollvinafé- lagið sem er stofnað innan Háskóla Islands og saman mynda þau Holl- vinasamtök Háskólans. Tengsl skólans við almenning styrkt Guðrún Nordal, sem hefur unnið að undirbúningi að stofnun félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að markmið félagsins væri tvíþætt, annars vegar að styðja við bakið á deildinni með því að kynna þau fræði sem þar væri lögð stund á og hins vegar að efla tengsl milli heimspeki- deildar og áhugamanna utan skól- ans. „Hollvinafélagið reynir að opna leið á milli háskólans og almennings, svo fólk fái betri skilning á því starfi og rannsóknum sem unnið er að í deildinni," sagði Guðrún. Páll Skúlason háskólarektor sagði að stofnun og starfsemi holl- vinafélaga væri mikilvæg fyrir há- skólann. „Hollvinasamtök af þessu tagi sýna að þjóðfélagið stendur vörð um hagsmuni háskólans og lætur sig varða málefni hans. St- arfið er bæði hvetjandi fyrir skól- ann auk þess sem mikill stuðningur er í þeirri skipulögðu starfsemi sem félögin standa fyrir,“ sagði Páll. Dagski-á stofnfundarins hefst með ávarpi Páls Skúlasonar rektors og að lokinni kynningu á stofnskrá og kosningu stjórnar heldur Krist- ján Arnason prófessor í málfræði fyrirlestur sem hann kallar, „Að setja brag á sérhvern dag. Brag- eyrað og hrynjandi málsins." NÝ sérvöruverslun með sportvörur hefur verið opnuð í Aðalstræti 27 á Isafirði. Versluninni, sem er í eigu þeiiTa Hermanns Hákonarsonar og Halldórs Sveinbjörnssonar, hefur verið gefið nafnið Vestursport og mun hún vera með á boðstólum öll helstu merkin í íþróttavörum. Má þar nefna vörur frá Nike og Framboð H-list- ans í Garðinum Garði. Morgunblaðið. FRAMBOÐSLISTI H-listans, listi sjálfstæðismanna og annarra frjálslyndra kjósenda, var sam- þykktur á almennum fundi í sam- komuhúsinu sl. þriðjudag. Margt ungt fólk skipar listann og verður röð frambjóðendanna þessi: 1. Finnbogi Björnsson fram- kvæmdastjóri, 2. María Anna Ei- ríksdóttir sjúki-aliði, 3. Ámi Árna- Fyrirlestraröð framundan Erindið er hið fyrsta úr röð fyrir- lestra sem fluttir verða í mars og apríl í tilefni stofnunar félagsins. Þorsteinn Gylfason fiytur fyiárlest- ur í tilefni af greinaflokki Kristjáns Kristjánssonar um póstmódernisma þann 28. mars og 18. apríl mun Gunnar Karlsson flytja fyrirlestur- inn „íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öldum“. 23. apríl flytur Vésteinn Ólason tyrirlestur um Halldór Laxness og fomíslenska sagnahefð sem verður í tengslum við dagskrá um Halldór, í samráði við aðra sem vilja heiðra minningu skáldsins á aftnælisdegi hans. Anna Agnarsdóttir heldur síð- an fyrirlestur þann 25. apiál sem nefnist „Byltingin 1809?“. Samkomur þessar verða á laugardögum klukkan 14 i húsakynnum Háskólans. Félagar í hollvinafélögunum eru Adidas auk fjölmargra vöruteg- unda frá Skátabúðinni í Reykjavík. Fyrst um sinn verður verslunin op- in alla virka daga frá kl. 9-18 og á laugardögum kl. 10-12. Fjölmenni var við opnun versl- unarinnar og var almenn ánægja meðal viðskiptavina með vörufram- boð sem og húsnæðið. son nemi, 4. Magnús Torfason verkamaður, 5. Hrafnhildur Sigurð- ardóttir afgi'eiðslustjórí, 6. Gyða Kolbrún Unnarsdóttir húsmóðir, 7. Karl Njálsson forstjóri, 8. Þorsteinn Eyjólfsson rafvirki, 9. Sigtryggur Hafsteinsson fiskverkandi, 10. Guð- mundur Einarsson afgi’eiðslumað- ur, 11. Guðmundur Sigurðsson húsasmiður, 12. Ingvar Jón Gissur- arson bifvélavirki, 13. Dagmar Ái’nadóttir húsmóðir og 14. Þor- valdur Halldórsson útgerðarmaður. Einn frambjóðendanna, María Anna Eiríksdóttir, situr í núver- andi hreppsnefnd fyrir H-listann. jafnframt félagsmenn í Hollvina- samtökum HÍ og njóta sem slíkir margvíslegra fríðinda. Auk einstak- linga geta fyrirtæki og stofnanir gerst félagar. Stofnfundurinn hefst klukkan 14 á laugardag, í hátíðarsal Aðalbygg- ingar Háskóla íslands. Öllum er heimill aðgangur og listar munu liggja frammi þar sem mönnum gefst kostur á að gerast stofnfélag- ar í Hollvinafélaginu. Einnig er hægt að gerast stofnfélagi með því að hafa samband við skrifstofu Holl- vinasamtakanna í Stúdentaheimil- inu fyrir 30. apríl nk. í undirbúningsnefnd Hollvinafé- lags heimspekideildar hafa starfað Auður Hauksdóttir, Einar Laxness, Guðjón Friðriksson, Guðrún Nor- dal, Matthías Johannessen, Pétur Gunnarsson, Sigríður Anna Þórðar- dóttir, Þorleifur Hauksson og Þor- steinn Hilmarsson. Ráðsfundur hjá ITC konum á Húsavík RÁÐSFUNDUR II ráðs ITC verð- ur haldinn á Hótel Húsavík um helgina, 21. og 22. mars. Á dagskrá eru félagsmál, ræðukeppni og fjöl- breyttir fræðslufyi'irlestrar. Fund- urinn er öllum opinn og því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast starfsemi ITC að mæta. Á íslandi starfa nú 12 deildir inn- an þessara alþjóðlegu samtaka, International training in commun- ication en markmið þeirra er að vinna að þjálfun í forystu og mál- vöndun í þeirri von að með betri tjá- skiptum takist að efla skilning manna á meðal um veröld alla. Tvær þessara 12 deild eru á Norðurlandi, ITC Fluga í Suður- Þingeyjarsýlsu og ITC Hnota á Þórshöfn og nágrenni og bjóða þessar deildir til ráðsfundar sam- takanna á Húsavík. ■ NÁMSTEFNA um íslenskar matarhefðir og ferðaþjónustu verður haldin í Hótel- og matvæla- skólanuni í Kópavogi laugardaginn 21. mars kl. 13.15-17.15. Mat- reiðslufólk hvaðanæva af landinu segir frá því hvað það er að fást við á þessu sviði. ■ N ÁTTÚRULÆKNIN G AFÉL AG Reykjavíkur heldur aðalfund sinn laugardaginn 21. mars kl. 14 í Þórs- höll, Brautarholti 20, 2. hæð. Gunn- laugur K. Jónsson, forseti NLFI, mun flytja framsöguerindi um fram- tíð og stefnu NLFÍ og aðildarfélaga þess. Boðið verður upp á veitingar. ■ FÉLAG Borgfirðinga eystri heldur góugleði föstudagskvöldið 20. mars kl. 21 í félagsheimili Gusts, Álalind 3, Kópavogi. Nágranna- sveitungar velkomnir. Fjarðarlistinn stofnaður RÚMLEGA eitthundrað manns sótti stofnfund Fjarðarlistans sem haldinn var 1 Valhöll Eskifirði 17. mars. Að fundinum stóðu Alþýðu- bandalagsfélögin á Eskifirði, Reyð- arfirði og í Neskaupstað, Alþýðu- flokksfélag Eskifjarðar auk óflokks- bundinna félagshyggju- og jafnað- armanna. Sjö manna undirbúningshópur, skipaður af félögunum, hefur frá því í janúar undirbúið stofnun Fjarðar- listans. Á fundinum var kosin fimm manna stjórn auk fimm manna kjörnefndar sem gera á tillögu um skipan framboðslista Fjarðarlistans við sveitarstjórnarkosningarnar 23. maí nk. Stjórn Fjarðarlistans skipa: Gísli Gíslason formaður, Guðný Björg Hauksdóttir varaformaður, aðrir í stjórn eru Aðalsteinn Valdimarsson, Óttar Guðmundsson og Steinunn Aðalsteinsdóttir. Popptónleikar í Snæfellsbæ POPPTÓNLEIKAR verða haldnir í Gistiheimili Ólafsvíkur sunnudaginn 22. mars kl. 21. Þar mun Sigurður Höskuldsson, sjómaður og tónlist- armaður þar í bæ, flytja frumsamið efni við undirleik hljómsveitar. Öll lögin á tónleikunum verða gefin út á geisladiski í lok maí. Texta við lög Sigurðar á tónleik- unum hefur Jón Bjarnason frá Sel- fossi samið en hann verður jafn- framt kynnir á tónleikunum. Segja má að yrkisefni, hvort tveggja laga og texta, sæki höfundarnir í um- hverfi Sigurðar í Ólafsvík; sjó- mennskuna, mannlífið og síðast en ekki síst ægifagurt umhverfi við sjávarsíðuna undir Jökli. Sigurður Höskuldsson hefur um áratuga skeið leikið á gítar og sung- ið með hljómsveitum í Ólafsvík s.s. Falkon, Lúkas, Sveinsstaðasextett- inum, Þúfnabörnum og síðustu 16 árin í Klakabandinu, aðallega á dansleikjum en einnig á skemmtun- um við margvísleg tækifæri. Allt frá þvi í haust hefur Sigurð- ur, sem er kokkur á mb. Ólafi Bjarnasyni frá Ólafsvík, eytt flest- um frístundum sínum frá sjó- mennskunni við upptökur á geisla- diski sínum en fyrir á Sigurður út- gefið lag á safndiskinum Lagasafni 5. Upptökustjóri og útsetjari Sig- urðar er Jón E. Hafsteinsson, gít- arleikari, sem m.a. lék með Stjórn- inni. Undirleikarar á tónleikunum á Klifi eru dætur Sigurðar, þær Sigríður og Guðlaug, meðlimir Klakabandsins, bræðurnir Sigurð- ur og Sveinn Þór Elínbergssynir, Jón E. Baldursson og Þórir Bald- ursson. -r „Háskdlar mín- ir“ eftir Gorkí í biösal MÍR 130 ÁR voru liðin mánudaginn 16. mars sl. frá fæðingu hins fræga rússneska rithöfundar Maxíms Gor- kís. í tilefni afmælisins verður kvik- myndin Háskólar mínir, byggð á þriðja og síðasta bindi sjálfsævisögu Gorkís sem komið hefur út í ís- lenski’i þýðingu Kjartans Ólafsson- ar, sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 22. mars kl. 15. Kvikmynd þessi er nær 60 ára gömul, gerð 1939. Leikstjórinn var Mark Donskoj, einn af fremstu kvikmyndagerðarmönnum Sovét- ríkjanna um langt árabil. í kvik- mynd þessari, eins og hinum fyrri í þríflokknum, þykir leikstjóranum hafa tekist að lýsa betur en flestum öðrum lífi alþýðu manna til sveita í Rússlandi á síðari helmingi nítjándu aldar, stöðnuninni sem þar ríkti og óvæginni lífsbaráttu fólksins. Myndin er með skýringum á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Leiðrétt Huðna en ekki hafur í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um geitur í útrýmingarhættu var rangur myndartexti. Þar kom fram að Guðný J. Buch væri þar á mynd- inni með geithafrinum Blöndal en hið rétta er að á myndinni með henni er huðna en ekki hafur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ótrúlega ódýrt Á BLAÐSÍÐU 48 í Morgunblaðinu í gær er grein eftir Hermann Svein- björnsson, framkvæmdastjóra Holl- • ustuvemdar ríkisins, með yfirskrift- inni „Eftirlitsiðnaður“. í kynningu á greininni [útdrætti] féll niður staf- ur, sem breytti merkingu, þar sem átti að standa ódýrt stóð dýrt! Setn- ingin rétt var svona: „Oft er eftirlit í raun ótrúlega ódýrt fyiár borgaK ana, miðað við hvað er í húfi.“ Vel-^ virðingar er beðist á þessum mis-A tökum. HALLDÓR Sveinbjörnsson og Herniann Hákonarson í nýju versluninni. Ný sérvöruverslun með sportvörur á fsafírði Vestursport við Silfurtorg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.