Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lífíðn lækkar vexti af sjóðfélagalánum um 0,5-1,2 prósentustig
5,5% vextir og- reglur um
hámarkslán afnumdar
LÍFEYRISSJÓÐURINN Lífiðn
hefur ákveðið að lækka vexti á sjóð-
félagalánum í 5,5% um næstu mán-
aðamót og afnema jafnframt reglur
um hámarkslán úr sjóðnum, en það
hefur til þessa almennt verið 1,5
milljónir. Með þessu er sjóðurinn að
bregðast við lækkandi vöxtum á
peningamarkaði og minnkandi eftir-
spum eftir sjóðfélagalánum.
Vaxtalækunin tekur bæði til
nýrra og eldri lána úr sjóðnum, sem
hafa borið 6% til 6,7% vexti eftir
lánstíma sem hefur verið 15, 20 og
25 ár. Vaxtalækkunin er þannig á
bilinu 0,5-1,2 prósentustig og er
mest á lengstu lánunum. Jafnframt
verður öllum sjóðfélögum boðið að
lengja núverandi lán sín þannig að
þau séu til allt að 25 ára. I frétt frá
sjóðnum kemur auk þess fram að
sjóðsstjómin hefur til skoðunar að
Æðarkóngur
á Víkinni í
Eyjum
Veslmannaeyjum. Morgunblaðið.
ÞAÐ styttist óðum í vorið og
hópur æðarfugla sem lónaði um
á Víkinni í Vestmannaeyjum
fyrir skömmu, þegar Sigurgeir
ljósmyndari átti þar leið um, er
ef til vill eitt af mörgum merkj-
um um vorkomuna.
Fuglarnir stungu saman nefj-
um og létu vel hver að öðrum
eins og vera ber þegar vel viðr-
ar. En í miðjum hópnum var
æðarkóngur, heimskautateg-
und æðarfugls sem er flæking-
ur hér á landi. Æðarkóngurinn
skar sig úr vel úr hópnum sök-
um litarháttar síns og sérkenni-
legs nefs.
lengja lánstímann enn frekar og
verði sú ákvörðun tekin verði öllum
sjóðfélögum boðið að lengja lán sín í
samræmi við það. „Markmiðið með
áðurgreindri vaxtalækkun og hug-
myndum um frekari lengingu láns-
tíma er að koma sérstakiega til
móts við þarfir ungra sjóðfélaga og
ekki síst þá sem eru að koma sér
upp eigin húsnæði," segir í fréttinni.
Lífiðn er annar lífeyrissjóðurinn
til að lækka vexti á sjóðfélagalánum
niður fyrir 6%, en flestir sjóðir hafa
verið með þá vexti á sjóðfélagalán-
um sínum síðustu fjögur árin. Líf-
eyrissjóður verslunarmanna lækk-
aði vexti á sjóðfélagalánum sínum í
5,87% um miðjan þennan mánuð og
tengdi jafnframt vextina ávöxtunar-
kröfu húsbréfa á markaði að við-
bættu 0,75 prósentustiga álagi. Þá
hafa fleiri lífeyrissjóðir látið í veðri
vaka að þeir væru að íhuga vaxta-
lækkanir í ljósi lækkunar markaðs-
vaxta á skuldabréfum til langs tíma.
11% af eignum í
sjóðfélagalánum
Þorsteinn Húnbogason, fram-
kvæmdastjóri Lífiðnar, sagði að-
spurður að lánveitingar til sjóðfé-
laga yrðu metnar á grundvelli veð-
hæfni eigna og eðlilegra þarfa sjóð-
félaga. Þannig gætu menn fjár-
magnað fasteignakaup með lánum
úr sjóðnum og hann sæi alveg fyrir
sér að sjóðfélagalán gætu verið val-
kostur á móti húsbréfalánum sem
bera nú 5,1% vexti.
Hann sagði að eftirspum eftir
sjóðfélagalánum hefði minnkað
mjög mikið og nefndi að í eina tíð
hefðu 23% af eignum Lífeyrissjóðs
rafiðnaðarmanna verið bundnar í
sjóðfélagalánum, en um síðustu ára-
mót hefðu rétt rúmlega 11% af
eignum Lífiðnar verið í sjóðfélaga-
lánum. „Það hefur alltaf verið litið á
það hér sem skyldu sjóðsins að
koma til móts við þarfir sjóðfélaga
með lán,“ sagði Þorsteinn.
Hann sagði að vextirnir yi'ðu end-
urskoðaðir eins og tilefni væri til,
bæði ef vextir lækkuðu hér á landi
enn frekar eða hækkuðu aftur.
Eignir Lífiðnar námu um 10
milljörðum króna um síðustu ára-
mót og er sjóðurinn sennilega ní-
undi stærsti lífeyrissjóður landsins.
Hann varð til við sameiningu Líf-
eyrissjóðs rafiðnaðarmanna, Lífeyr-
issjóðs matreiðslumanna og Lífeyr-
issjóðs framreiðslumanna. Á næst-
unni munu kjötiðnaðarmenn og
bakarar einnig bætast við þá sem
eru í sjóðnum.
Safnahús Reykjavfkur
Aætlaður
kostnaður
hækkar um
60 millj.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
endurskoðaða kostnaðaráætlun
fyrir Safnahús Reykjavíkur við
Tryggvagötu 15. Samkvæmt henni
hækkar kostnaðaráætlunin miðað
við fyrri áætlun um 60 milljónir.
Áætlaður kostnaður er 460 milljón-
ir miðað við verðlag í febniar 1998.
í erindi borgarverkfræðings til
borgarráðs kemur fram að heildar
flatarmál hússins er 5.640 fer-
metrar og er áætlað að koma
Borgarbókasafni, Borgarskjala-
safni og Ljósmyndasafni Reykja-
víkur fyrir í húsinu. Miðað við for-
sendur er fyrirsjáanlegt að gera
verður ráð fyrir langtímavistun
skjala í öðru húsnæði. Borgarráð
samþykkti kostnaðaráætlunina
með þremur atkvæðum fulltrúa
Reykjavíkurlista en fulltrúar
Sjálfstæðisflokks sátu hjá.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Greiðfært fyrir Horn en
varasamt við Straumnes
EFTIR ískönnunarflug Landhelgis-
gæslunnar á TF-SÝN í gær kom í
ljós að siglingaleiðin fyrir Hom er
greiðfær en að sjófarendur verði að
fara með varúð frá Rit að Straum-
nesi því þar séu ísspangir og hrafl á
mikilli hreyfingu.
I ískönnunarfluginu var ísinn úti
fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi
kannaður. Ekki var hægt að sjá aðal-
ísbrúnina en fylgt var ísspöngum
norðaustur með Vestfjörðum og
norður fyrir land og má sjá legu ís-
brúnarinnar á meðfylgjandi korti.
Var hún þar að mestu 5-6/10.
ísspangir voru upp að landi frá
Arnarfirði og norður undir Straum-
nes. Þéttleikinn var 2-3/10 sunnan til
en 3-4/10 er norðar dró. ísspangir
lágu inn á ísafjarðardjúp að Jökul-
fjörðum og var talsverð hreyfing á
þeim. Búist er áfram við suðvestan-
átt sem þýðir að ísinn helst að líkind-
um eitthvað áfram við landið.
Enginn ís á Djúpinu
ísafirði. Morgunblaðið.
Síðasta sólarhring hefur mikil haf-
ísbreiða verið á reki úti fyrir strönd-
um Vestfjarða og var hún í gærdag
komin fyrir Hom og stefndi inn á
Húnaflóa. Flutningaskip hafa beðið
átekta með siglingar fyrir Vestfirði
en eftir ískönnunarflug Landhelgis-
gæslunnar var leiðin talin greiðfær.
Olíuskipinu Stapafelli, sem halda átti
til Vestfjarða í gær, var beint austur
fyrir land vegna þessa.
Grímsey .
Hafísspangir vid Vestfirði t
og norður af landinu þann 19. mars 1998
og hafísbrúnin norður og austur af Koíbeinsey
<
Grænlartd
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
óttast menn vestra ekki olíu- eða
bensínskort, jafnvel þótt siglinga-
leiðin fyrir Isafjarðardjúp lokist, þar
sem birgðastöð er á Þingeyri, sem og
að yfirleitt má aka vöm landleiðina.
Allur togarafloti við Djúp er í höfn
vegna verkfalls og mun vera næg ol-
ía á þeim til að halda til veiða.
Djúpbáturinn Fagranes tilkynnti í
fyrrakvöld um jakahrafl við Vigur í
Isafjarðardjúpi og töldu skipverjar
það hættulegt skipum. Flestir inn-
fjarðarækjubátar við Djúp vora að
veiðum í gær og var engan ís að sjá
þar.,
„Eg er að veiðum inn við Ogur-
hólma og hér er ekki nokkum ís að
sjá, ekki einu sinni einn moli út í
viskíglasið. Ég hef gran um að að-
vöranin sem kom frá Fagranesinu sé
til komin vegna íshrafls sem rekið
hefur út úr fjörðunum. Það er það
eina sem okkur rækjusjómönnum
kemur til hugar þar sem engan ís er
að sjá hér í Djúpinu," sagði Gísli Jón
Kristjánsson, skipstjóri á Öldunni
ÍS, í samtali við blaðið.
18 mánaða fang-
elsi fyrir árás
með dúkahníf
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 19
ára gamlan pilt í 18 mánaða fangelsi
fyrir að hafa stungið tvítugan pilt
með skrúfjárni og dúkahníf í Kefla-
vík síðastliðna nýársnótt.
Piltamir vora báðir í samkvæmi í
heimahúsi í Keflavík að morgni ný-
ársdags. Þeir lentu í átökum þar sem
Hæstiréttur segir að sá, er síðar
beitti vopnunum, hafi lent undir og
verið beittur niðurlægjandi tökum.
Hann fór svo heim til sín, sótti skrúf-
jám og dúkahníf og sneri aftur. Kom
enn til átaka og þótt árásarmaðurinn
lenti undir að nýju veitti hann hinum
mikla áverka á handlegg og fót.
Ákæravaldið höfðaði mál gegn
báðum piltunum, hvorum vegna
árásar á hinn. Sá sem stunginn var
áfrýjaði hins vegar ekki héraðsdómi
um að hanngreiddi sinn hluta sakar-
kostnaðar. I héraði var sá vopnaði
dæmdur í 2 ára fangelsi en Hæsti-
réttur mildaði þann dóm í 18 mánaða
fangelsi í gær.
Pilturinn var ákærður fyrir tilraun
til manndráps en Hæstiréttur taldi
ósannað að hann hefði búið yfir
ásetningi til að svipta andstæðing
sinn lífi þótt hann hefði haft slíkt á
orði áður en átökin hófust. Tilviljun
hefði ráðið mestu um þá áverka sem
af hlutust. Þar sem pilturinn er ung-
ur að áram og hefur ekki áður gerst
brotlegur við almenn refsilög var
refsing hans lækkuð enda hafi
verknaðurinn verið framinn í átökum
og mikilli reiði og geðæsingu sem
árásarþolinn hafi vakið.
Borgarstjórn
Kona fyrst
í ræðustól
fyrir 90 árum
NÍUTÍU ár eru liðin frá því
kona steig fyrst í ræðustól á
borgarstjómarfundi í Reykja-
vík. Konan sem það gerði var
Bríet Bjarnhéðinsdóttir og
setti hún fram tillögu þess efnis
að stúlkur skyldu njóta sund-
kennslu rétt eins og drengir og
var hún samþykkt.
Bríet var ein fjögurra
kvenna sem kosnar vora af sér-
stökum kvennalista til borgar-
stjórnar árið 1908. Þetta kom
fram í máli Guðrúnar Ágústs-
dóttur, forseta borgarstjórnar,
við setningu borgarstjórnar-
fundar í gærkvöld.