Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 58 OLAFUR HELGASON börn þeirra eru fimm og barnabörn átta. 2) Ingibjörg f. 27. júní 1940, búsett í Danmörku, gift Anders Nielsen, þau eiga þrjú börn. 3) Martha Aðalsteins- dóttir f. 5. október 1935, gift Pétri Jónssyni. Þau eiga þrjá syni, sex barnabörn og tvö barnabarnabörn. Hildigunnur f. 25. janúar 1945, gift Hilmari Sigurðs- + Ólafur Helgason fæddist í Kvein- grjóti í Saurbæ 14. febrúar 1903. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Helga- son bóndi og Ingi- björg Friðriksdóttir húsfreyja. Ólafur átti sex systkini og eru tvö þeirra á lífi, Helgi búsettur á Blönduósi og Mar- grét á Selfossi. Ólafur ólst upp á Kveingrjóti og síðar í Gautsdal í Geiradal. Árið 1935 kvæntist Ólafur Ólöfu Ingimundardóttur frá Bæ í Króksfirði f. 13. janúar 1909 d. 19. febrúar 1987. Þau eignuðust þrjár dætur og eina fósturdóttur. 1) Sigríður f. 12. maí 1936, hennar maður var Valur Arnþórsson er lést 1990, Kær bróðii' og mágur, Ólafur Helgason, er látinn. Ljúflings- drengur en mikill atorkumaður fram eftir aldri. Hann var búfræðingur frá Hvanneyi'i og vann að búskap með fóður sínum í Gautsdal þar til hann fór að heiman. Hann kom því til leiðar að byggð voru þar útihús og íbúðarhús og síðar rafstöð 1931. Föður hans fannst þetta viðamikið en Ólafur hafði sitt fram. Þetta var á kreppuárunum svo að ýtrustu gætni þurfti við. Eftir að Ólafur kvæntist Ólöfu Ingimundardóttur frá Bæ í Króks- firði fluttust þau burt. Hann vann mjög lengi við Tollstjóraembættið í Reykjavík og ekki var hann hættur framkvæmdum þvi að hann byggði þrisvar yfir fjölskylduna í Reykja- vík, fyrst í Einholti, síðan í Tómasarhaga og loks í Garðabæ. Alls staðar skildi hann eftir sig fal- lega garða. Ræktun var líf hans og yndi. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur og bættu fósturdóttur við hópinnn. Elsta dóttirin og fósturdóttirin voru jafngamlar og fermdust saman. Mikill gestagangur var ætíð hjá þeim, skyldfólk, sveitungar og vinir. Móðir Ólafs var hjá þeim til æviloka og var hjúkrað heima alla tíð. Ólöf lést 1987 og var hún heima síðustu vikumar. Tvær af dætrum þeirra eru hjúkt-unai'konur en allar voru þær hjá henni þegar hún lést. Ólafur seldi hús sitt í Garðabæ eftir lát konu sinnar og keypti hús í Hafnarfirði með Hildigunni dóttur þeirra. Þar bjó hann uns hann flutt- ist á Sólvang til dvalar síðustu ár sín. Á 95 ára afmælinu, 14. febrúar sl., fékk Hildigunnur að hafa hann heima hluta úr degi. Fjölskyldan og vinir hans komu þar saman til að fagna með honum. Dæturnar, Sigiíður og Hildi- gunnur, höfðu Ólaf til skiptis með- an hann gat ferðast á mjlli. Mikið voru þau hjón og síðar Ólafur hjá Sigríði og Val Arnþórssyni kaupfé- lagsstjóra meðan þau voru á Akur- eyri. Ingibjörg dóttir þeirra er bú- sett í Danmörku en Marta fóstur- dóttir þeirra austur í Breiðdal. Okkur langar að leiðarlokum að þakka fyrir heimboð sem ætíð voru þegin með gleði. Einnig vill Helgi þakka fyrh' dvöl hjá þeim hjónum í Einholti þegar hann var ungur. í huga okkar er Ólafur ævinlega elskulegur og brosandi og þannig leið hann inn í eilífðina, brosandi. Guð blessi þau hjón sem nú eru aftur saman. Að endingu: Góðar og glaðar stundir geymast í huga og sál, vina, sem oma sér enn þá við æskunnar tryggðamál. Þær stundir leiftrandi lifa, sem ljúfsárt minningaflóð syni, þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. Olafur stundaði búfræðinám í Bændaskólanum á Hvann- eyri. En lífsstarf hans var hjá Tollstjóraembættinu í Reykja- vík. títför Ólafs fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. og okkur til æviloka yljar sú forna glóð. Allt er í heimi hverfult, hratt flýgur stund, lán er valt. Góðar og glaðar stundir þú geyma við hjarta skalt og magna eld sem endist þó annað flest reynist hjóm. Hann logar fegri og fegri þó fólni hin skærstu blóm.“ (Ómar Þ. Ragnarsson) í Guðs friði, Helga og Helgi, Blönduósi. Það er snemma morguns, sólin skín inn um gluggana á Lindarflöt- inni og vermii' bláa teppið í forstof- unni. Úti er allt í blóma, bærinn sefur. Eg skríð út úr rúminu og læðist fram í eldhús þar sem afi er að laga te og rista brauð fyrir okk- ur tvo. Mér finnst við afí vera þeir einu sem eru komnir á ról og mér líkar það vel því þá fáum við næði til að spjalla saman, afi og ég. Það er fátt eins skemmtilegt og morgn- arnir með afa. Við tölum um sveit- ina, skepnurnar, trén, Tollinn og kartöflm-nar uppi við Rauðavatn og afi segir mér frá því sem skiptir máli í lífinu: Að vera sáttur við Guð og menn. Dagurinn líður og kvöldið kemur, jafn bjart og morgunninn. Ég fer í rúmið í næsta herbergi við afa og ömmu en læt sem ég geti ekki sofnað svo ég fái að skríða upp í „afa lúll“. Þar sofna ég. Elsku Óli afi. Þau eru fátækleg þakkarorðin til þín fyrir allt sem þú hefur svo ríku- lega gefið í lífinu. Þú vaggaðir mér í svefn fyrir meira en þrjátíu árum. Þú hélst á mér þegar ég þreyttist á göngunni milli Hafnai’fjarðar og Garðabæjar fáum árum seinna. Þú réttir mér hjálparhönd þegar ég lenti í vandræðum. Minningamar um þig eru fullar af góðmennsku og hjartahlýju, kærleika og brosi. Og það er sama hvort ég leita meðal manna, dýra eða plantna; slæmar minningar um þig er hvergi að finna. Þú sýndir öllu sem lifandi var umburðarlyndi og kenndir mér að lítilmagninn þyrfti skjól. Óskh’ og þarfir annarra settir þú framar þín- um eigin. Með einstakri nægjusemi og hógværð vildir þú alltaf að aðrir fengju sitt áður en kom að þér. „Nei takk, ekki núna. Kannski seinna,“ sagðir þú oftar en ekki með bros á vör þegar eitthvað góm- sætt var á boðstólum. Og við ki'akkarnir, sem aldrei gátum góðu neitað, áttum oft erfitt með að skilja hvað þér gekk til með þessu. Kannski var það þessi umhyggja og eiginleiki til að gleðjast með öðrum, sem var svo mikil. Létta lundin þín og jákvæðnin eru mannkostir sem margur gæfi mikið fyrir, en hvort tveggja gafstu með gleði. Það fann ég oft núna síðustu árin þín á Sól- vangi. Nú ertu farinn, sáttur við Guð og menn. Farinn til Ólu ömmu og allra þeirra sem hafa beðið þín. Vonandi fáum við barnabörnin þín að rækta með okkur eitthvað af svo mörgum góðum kostum þínum, elsku afi. Vonandi finnum við einfaldleikann og tærleikann sem gerir þig að þeirri stóru sál sem þú ert í hugum okkar allra. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Fyrir mína hönd og systkina minna, Ólafs Gauta, Daggar og Lindar, langar mig að þakka fyrir þá ómetaniegu gjöf að eiga afa sem þig og njóta samvistanna við þig og handleiðslu þinnar öll árin sem við áttum saman. Þinn Dagur Hilmarsson. Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend, á himni ljómar dagsins gullna rönd; sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd. Mér komu í hug þessar ljóðlínur Jóns Helgasonar þar sem ég sat við rúmið hans pabba nú fyrir nokkrum dögum. Hann var þrotinn að ki'öftum en brosti mót þeirri von, að senn yrði hann vinnufær á ný á vettvangi nýiTa lendna. Ljóst var, að kveikurinn á lífstýrunni hans var að brenna upp. Loginn slokknaði það sama kvöld; sá yndis- legi logi, sem hafði kviknað í lítilli baðstofu vestur í Saurbæ fyrii- 95 árum. íslenski heimaunni kveikur- inn var vel gerður, til að halda í log- ann og varðveita hann í misjöfnum veðrum langrar ævi. Einn þráður- inn í vafningnum var úr gulli - skíra gulli - sem hafði þá náttúru að frá Ijósinu stafaði birtu slíki-i og svo miklum yl, að þeir sem nutu ná- lægðarinnar búa að fjársjóði sem ekki glatast. Réttlætiskennd, elja og jákvætt hugarfar var hans merki. Bókalestur var hans „tóm“stundaiðja. Trjárækt og garð- yrkja voru hans hjartans mál. Á meðan hann gat naut hann þess sérstaklega að fara með Dögginni sinni til Himnaríkis, en svo nefndi hann gróðurreit sem hann átti við Rauðavatn. Nú gengur hann von- andi óstuddur í alvöru himnaríkinu. Þar sjá blessuð litlu bömin hans „afa kallinn“, eins og hann nefndi sjálfan sig, fyrir sér við hlið Ólu ömmu. Hann unni öllum börnum, og sat oft flötum beinum á gólfinu með þeim fram undir það síðasta við leik eða föndur. Aldrei sýndi hann merki þreytu eða ama við mis-stórkostlega leiki og brek þeirra, en liðsinnti um leið og hann var þeirra fræðari, hugarfarslega og hvað handverk snerti. I dag búa „stóru“ börnin hans þakklát að því. Vorkoman var hans tilhlökkunar- efni hvert ár. Hann elskaði moldina og möguleikana sem hún gefur. Ég get hugsað mér hann sjálfan taka sér orð Jóns Helgasonar í munn og segja: Lát streymast úr brunnum hjarta míns, ljóðsins lind, í léttstígum kliði sem falli við þíðunnar söng! Þú aflþrota kvistur sem áður lást krepptur í þröng, rís upp til að seilast í bláhvolfsins ljós og vind! Og reika þú, vordís, um hugar míns hallargöng! Ég heyri þitt skóhljóð og sé þína ijúfu mynd. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar þakka af alhug þá einstöku umönn- un sem faðir minn naut á Sólvangi. Þar var gott að koma og skynja hve öllum var annt um að hann héldi reisn sinni og umvöfðu hann hlýju. Vorið nálgast - verkin bíða þín. Mót votum sverði blessuð sólin skín. Tak plóg og erja pabbi nýja fold og planta trjám og rósum í þá mold. Hildigunnur Olafsdóttir. Afi okkar og vinur, Ólafur Helga- son, er látinn. Með honum er geng- inn sá sem við teljum einn bestan manna. Við sjáum hann fyrir okkur beinan í baki í setustofunni á Sól- vangi, vel til fara og ilmandi eins og alltaf, horfandi gegnum vetr- armugguna inn í vorið og gróand- ann sem var líf hans og yndi. Af honum lýsir innri og ytri fegurð þess sem hefur lifað í níutíu og fimm ár vammlausu og gefandi lífi sjálfum sér og hverjum degi til sóma og öðrum til góðs. Ólafur afi fæddist að Kveingi-jóti í Saurbæ 14. febrúar 1903. Hann var af þeirri kynslóð sem eygði von- arglampa nýrra tíma í vinnusemi og bættum vinnuaðferðum. Afi ólst upp við alla venjulega vinnu til sveita en snemma kom í ijós sá ræktunaráhugi og vísindalegi hugs- unarháttur sem einkenndi öll hans störf. Afi virkjaði t.d. bæjai'lækinn og veitti Ijósi og yl í hýbýlin og vann hörðum höndum að endurbót- um á landinu. Rafstöðin í Gautsdal, þar sem fjölskylda hans bjó þá, var ein fyrsta rafstöðin í sveitum lands- ins, - en afi var nánast unglingur þegar hann braust í byggingu hennar. Afi stundaði einnig barna- kennslu í sinni sveit. Afi var einn þeirra manna sem fékk mikla greind og góðar gáfur í vöggugjöf. Hann langaði til að fara í langskóla- nám og nema vísindi og þá helst á sviði jarðræktar. Efnin leyfðu þó ekki slíkt en hann stundaði nám í tvo vetur fyrir sjötíu og fimm árum við Búnaðarskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófi með miklum ágætum. Afi var blanda af styrk og fín- leika, gáfum og göfugmennsku. Hann var verkmaður sem vann hörðum höndum og naut sín best hlúandi að umhverfi sínu, - hvort sem það var að setja niður kartöfl- ur eða strauja slaufurnar fyrir stelpurnar sínar. Og þrátt fyrir oft molduga fingur bar yfirbragð hans alltaf vott reisnar „sjentilmanns- ins“ og samræmis hugar og hátt- ernis. Öll hugsun afa og æði var svo tært. Hann tók því orðlaust sem þurfti að gera, hann borðaði aldrei af græðgi, hann hnjóðaði aldrei í aðra, hann drakk ekki áfengi og ekki reykti hann, en gat þó veitt öðrum. Hann talaði lítið um sjálfan sig nema sem aukaper- sónu í atburðarás. Hann las reið- innar býsn en ekki til að hreykja sér í samræðum. Afi virtist lítið upptekinn af tilvera sinni sjálfs sín vegna. Allt hans líf einkenndist af hjálpsemi, ósérplægni, látleysi og hógværð. Ölafur afi kvæntist 1935 ömmu okkar, Ólöfu Ingimundardóttur, frá Bæ í Króksfirði. Jarðnæði var ekki að hafa fyrir ungu hjónin svo um annað var ekki að ræða en að flytja á mölina. Þar hóf afi störf sem tollvörður og gegndi því starfi eftir það, síðast á Tollpóststofunni. Afi og amma voru að mörgu leyti ólík; hún opnari, ærslafull, hag- mælt, - eiginlega bóhem, - en þó djúpt hugsandi og með ríka ábyrgðartilfinningu; afi rólegri en þó alltaf glaður. Sameiginleg var þeim hjálpsemin, vinnusemin og höfðingslundin. I lítilli íbúð í verka- mannabústöðum í Einholtinu sköp- uðu þau heimili sem stóð öllum op- ið þrátt fyrir lítil efni. Dæturnar urðu fjórar, langamma flutti inn og varla leið sá dagur að ekki væru gestir til lengri eða skemmri tíma. Með nýtni, vinnusemi og sjálfsaf- neitun gátu þau veitt dætrunum og öðrum mikið miðað við efni. Á ljós- myndum birtast systurnar klædd- ar í nýjasta móð, heimasaumaðan. Það er gott merki um atlæti þeirra hjóna að eftir að þau höfðu efni á betra húsnæði og byggðu á Tómasarhaga efri hæð og ris og gátu leigt út herbergi urðu leigj- endurnir ævivinir. I upphafi sjöunda áratugarins byggðu afi og faðir okkar, Valur Árnþórsson, hvor sitt einbýlishúsið í Garðabæ hlið við hlið. Þar og alls staðar sem afi bjó töfraðist fram á ótrúlega stuttum tíma fegursti trjá- garður. Afi gekk þó aldrei heill til skógar þar sem hann hafði m.a. fengið berkla á unga aldri en þess sáust þó ekki merki í þreki eða hreyfingum svo lengi sem hann gat staðið í fæturna. Líkamlegri ar- mæðu var eytt með einstakri bjart- sýni, góðu lunderni og þessu sér- staka jafnvægi hugans sem afi átti til að bera í ríkara mæli en flestir aðrir. Þrátt fyrir jafnvægið og róna var afi kíminn alveg fram til hins síðasta. Við minnumst hans þar sem hann ásamt öðrum öldruðum horfði á sjónvarp í setustofunni á Sólvangi síðastliðið haust. Tvær starfsstúlkur voru að hjálpa vist- konu á fætur með nokkrum erfiðis- munum. Afi leit upp, brosti og sagði: „Nú tekur hún Sigrún mín ílugið." Ólafur afi hafi þann ein- staka hæfileika að gera umhverfi sitt betra. Þótt afi yrði níutíu og fimm ára höfðum við ekki á tilfinn- ingunni að hann væri saddur líf- daga. Hann langaði alltaf til að sjá næsta vor og lesa eitthvað meira í öllum bókunum og tímaritunum sem ávallt lágu á náttborðinu og hitta sitt fólk. Einhvern tímann fékk amma afa til að fara á miðils- fund. Þar komu fram Bleikur, hest- urinn hans, sem enginn gat nálgast nema afi, og hundurinn hans með svarta hringinn um augað. Hvað afi hugsaði um næsta tilverustig skal ósagt látið en við álítum að hann hafi talið að þessir vinir myndu taka á móti honum. Þegar afi kvaddi dó hann á sama æðrulausa og friðsama hátt og einkennt hafði allt hans líf. Hafðu þokk fyrir allt. Brynja, Ólafur, Arna, Ólöf Sig- ríður, Arnbjörg og fjölskyldur. t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS KRISTJÁNSSON vélstjóri, fyrrv. verkstjóri Hitaveitu Reykjavíkur, Álftamýri 2, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00. Ingibjörg Guðmundsdóttir, María Kristín Jónasdóttir, Trausti Hólm Jónasson, Örn Ármann Jónasson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem auðsýndu mér og fjölskyldu minni samúð og vinarþel við andlát hjartkærs eiginmanns míns, EINARS M. ALBERTSSONAR, Siglufirði. Þórunn Guðmundsdóttir Siglufirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.