Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA KRISTÍN FRIÐBJARNARDÓTTIR + Anna Kristín Friðbjarnardótt- ir fæddist í Laxárdal í Bæjarhreppi í Strandasýslu 26. / ágiíst 1906. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 15. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Guðmunds- dóttir, f. 1879 í Borg- um í Strandasýslu, d. 1933, og Friðbjöm Guðmundsson, f. í Laxárdal 1868, d. 1907. Anna íluttist til Reykjavíkur um tvítugt og vann þar við sauma og var meistari í kjólasaum. Hún giftist 2. júní 1945 Ingva Samú- elssyni, f. í Sauðeyjum á Breiða- firði 17. júlf 1914. Þau bjuggu í Reykjavík og eignuðust tvö böra: Þau eru: 1) Halldóra Áradís, f. 1945. Fyrri maður hennar var Pétur Steingríms- son, f. 1943, og dóttir þeirra er Anna Kristín, f. 1969, gift Hirti Þór Grjetars- syni, f. 1968, og barn þeirra er Halldóra Kristín, f. 1994. Seinni maður Hall- dóru er Ólafur Odds- son, f. 1943 og eru dætur þeirra Guðrún Pálína, f. 1977, og Helga Guðrún, f. 1979. 2) Samúel Ingvason, f. 1951, kvæntur Sabfnu Jónsdótt- ur, f. 1954, og sonur þeirra er Hlynur Ingvi, f 1985. Utför Ónnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Síðastliðinn sunnudag barst mér sú fregn, að Anna Kristín Frið- bjamardóttir, tengdamóðir mín, væri látin. Andlát hennar bar skjótt að, og tilveran er nú öll mun fátæklegri að henni horfinni. Öll akkar kynni voru ánægjuleg og ljúf, og mig langar til þess að minn- ast hennar hér í fáeinum orðum. Leiðir okkar Önnu lágu saman um miðjan áttunda áratuginn, er ég kynntist Dóru, dóttur hennar. Anna var hæversk og háttvis i hví- vetna og návist hennar einkar þægileg. Kurteisi hennar var sönn og einlæg, og hún var laus við allt skrum og yfirborðmennsku. Mér kemur hér í hug það sem Bjami Thorarensen orti um Rannveigu Filippusdóttur: Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri, af öðrum sem lærist. Ung að ámm hafði Anna numið þá iðn að sauma kjóla og kápur, og hún var meistari í þeirri iðngrein. Hún starfaði allengi við þá grein og hafði síðar sjálf mikið gagn af henni. Árið 1945 gekk Anna að eiga Ingva Samúelsson vélvirkja, og varð það þeim báðum til mikillar gæfu. Þau eignuðust tvö böm. Hið eldra er Dóra framkvæmdastjóri, sem'átti fyrst Pétur Steingrímsson framkvæmdastjóra og síðar þann er þetta ritar. Yngra bam Önnu og Ingva er Samúel vélvirki, sem á Sabínu Jónsdóttur. Bamabömin eru fjögur, og auk þess eitt bama- bamabam. Anna var afar barngóð. Þess nutu mjög böm hennar og síðar aðrir afkomendur. Það var sem sönn gleði og ánægja færðist yfir andlit hennar, þegar böm vom annars vegar. Hún auðsýndi dætr- um mínum einstaka ást og góðvild, og ég veit, að það auðgaði mjög líf þeirra. Þau Anna og Ingvi áttu lengst af heima í Alfheimum 42 í Reykjavík. Þangað hefur á liðnum árum verið mjög ánægjulegt að koma, og mað- ur fór þaðan jafrian ríkari og glað- ari í anda en þegar maður kom. Einkar góðar minningar eru og tengdar við dvöl með þeim Önnu og Ingva í ýmsum orlofsbúðum. Þegar kólnar nú um stund hið ytra, er gott að ylja sér við þær minningar. Þau Anna og Ingvi vom mjög samrýnd og þau sýndu hvort öðra jafnan gagnkvæma ást og um- hyggju. Stundum á góðviðrisdög- um á sumrin mátti sjá þau ganga úti sér til heilsubótar, og var ánægjulegt að sjá þau saman á ferð. Mér virtist sem yfir þeim væri sérstök heiðríkja og traust, og þeim leið greinilega vel saman. Mér er og mjög minnisstætt, er þau áttu hálfrar aldar brúðkaups- afmæli vorið 1995 og héldu upp á það með sínum hógværa, en um leið innilega hætti. Af þeim mátti i^argt læra, ekki síst um þau verð- mæti, sem í raun gefa lífinu gildi. Anna missti Ingva, mann sinn, 31. október sl. Fráfall hans varð henni mikið áfall, en hún bar sig samt ótrúlega vel. Anna varð veik laust fyrir síðustu áramót og dvaldist á Landspítalanum næstu vikumar. Skömmu eftir miðjan febrúar fór hún til dvalar á Hrafn- istu, en sú dvöl varð styttri en ráð var fyrir gert. Anna var þakklát þeim sem önnuðust hana og hjálp- uðu henni, bæði á Landspítalanum og eins á Hrafnistu síðustu vik- umar, og eru þeim hér færðar þakkir. Anna hélt reisn sinni og skyn- semi allt til hinsta dags þrátt fyrir háan aldur. Er ég ræddi við hana í síðasta sinn, kvaðst hún hafa áhyggjur af því að verða öðrum byrði og geta ekki unnið eitthvað gagnlegt. Hún kvaðst hafa lifað langa ævi, og hún væri sjálf reiðu- búin að kveðja, en þessu réðum við mennimir ekki. Hún talaði sjálf um það, hve gott væri, að maður henn- ar þurfti ekki að þjást lengi að lok- um. Það er að minni hyggju Guðs þakkar vert, að Anna tengdamóðir mín þurfti ekki að heyja langt og erfitt stríð að lokum. Og í hugann koma hér orð Matthíasar Jochums- sonar um þessi efni: Dæm svo mildan dauða, drottinn, þínu bami, - eins og léttu laufi lyfti blær £rá hjami, - eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Er ég nú kveð Önnu tengdamóður mína með trega og þakklæti huga, skal að lokum vitnað til kveðjuorða Valdimars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ólafur Oddsson. Ýmsar góðar minningar skjóta upp kollinum þegar ég minnist elsku ömmu minnar, Önnu Kristín- ar Friðbjamardóttur. Alltaf þegar ég kom í Alfheim- ana til hennar og afa míns, Ingva heitins Samúelssonar, var vel tekið á móti mér. Áður fyrr var oft spilað og síðan spjölluðum við saman um ýmis mál. Þegar ég lít nú til baka minnist ég þess að áhugaverðast þótti þeim að tala um okkur syst- umar, það er hvað við hefðum fyrir stafni í tómstundum, svo og hvem- ig gengi í skólanum. Þau tóku oft þátt í því sem við voram að gera með því að fylgjast með okkur og þau studdu okkur eins og þau gátu, enda fann maður að þeim þótti mjög vænt um okkur. I Álfheimunum var manni alltaf boðið upp á góðar veitingar og þótt Anna amma talaði alltaf um að þær væra ekki nógu góðar, tók ég samt eftir því í hvert skipti að hún og afi sáu alltaf til þess að til væri það sem þau vissu að okkur bamaböm- unum þætti gott. Þannig vora þau amma og afi. Þau hugsuðu alltaf fyrst og fremst um það að öllum, sem í kringum þau vora, liði vel en ekki um sig sjáif. Eftir fráfall afa, síðastliðið haust, var ég hjá ömmu flesta morgna. Amma hélt að það væri allt of tíma- frekt fyrir mig en svo var ekki. Ég nýtti tímann vel meðan amma var ennþá sofandi til að læra og síðan borðuðum við saman morgunverð. Mér gafst nú meiri tími en áður til að vera hjá henni og leið þar vel enda stafaði alltaf mikil hlýja fi-á ömmu minni og sérstök og góð ró og friður var í íbúðinni í Álf- heimunum. Enda þótt leitt sé að kveðja Önnu ömmu mína og mér finnist sárt að hún og afi hafi fallið frá með svo skömmu millibili veit ég að amma saknaði afa sárt enda vora þau mjög samrýnd og amma þráði orðið hvfldina. Ég bið að lok- um góðan guð að varðveita sál hennar. Blessuð sé minning ömmu minnar, Önnu Kristínar Friðbjam- ardóttur. Guðrún Pálína Ólafsdóttir. Þegar ég minnist ömmu minnar, Önnu Kristínar, er það hugulsemi hennar sem kemur fyrst upp í huga mér. Ósjaldan kom ég í heimsókn í Alfheimana og var hún þá ekki lengi að taka fram kökur, kex og kók. Henni fannst hún aldrei hafa nóg fram að bjóða en fyrir mér var þetta alveg feikinóg. Hún hafði rnikinn áhuga á því að vita hvað ég hefði fyrir stafni og hvemig gengi í skólanum. Afi heitinn og hún vora í mínum augum sem óaðskiljanleg heild og ég vissi að eina ósk hennar, eftir að afi kvaddi okkur, var að hún fengi líka að fara. Ég kveð hana elskulegu ömmu mína með þökk í huga. Helga Guðrún Ólafsdóttir. í huga mínum tengjast margar mínar bestu bemskuminningar ömmu og afa í Álfheimunum. Amma var einstök kona sem bar velferð nöfnu sinnar og dótturdótt- ur ávallt fyrir bijósti sem og ann- arra bamabarna sinna. í uppvexti mínum var hún mjög óspör á tíma sinn mér til handa, hvort sem mig vantaði aðstoð við eitthvað eða bara til fróðleiks eða spjalls. Ýmis- legt leyfðist mér hjá henni sem ekki var leyft annars staðar, stofustólamir urðu strætisvagn og eldhúskollarnir dúkkurúm sem helst ekki mátti snerta svo við lá að ekki væri hægt að sitja við eldhús- borðið. Þó svo amma leyfði margt vora alltaf takmörk fyrir því sem leyfilegt var. Notaði hún þá sína aðferð til að tala um fyrir nöfnu sinni því skoðun ömmu var sú að tala ætti við böm eins og fullorðið fólk og að besta leiðin til að fá börn tfl að hlýða væri að koma þeim í skilning um hlutina en ekki skamma þau með hávaða og látum enda minnist ég þess ekki að amma hafi nokkum tíma skipt skapi, sama hverju ég tók upp á. Þó svo margt breyttist með áran- um var alltaf jafngott að koma til ömmu og afa og á heimili þeirra ríkti alveg sérstök ró og friður sem einkenndi það alla tíð eins og mað- urinn minn og dóttir okkar kynnt- ust líka. Alltaf er erfitt að sjá á eftir þeim sem manni þykir vænt um. Stutt er síðan við kvöddum afa, og nú aðeins fjóram og hálfum mánuði seinna kveðjum við ömmu. En það er þó huggun til þess að vita að nú hafi þau aftur fundið hvort annað eftir stuttan viðskilnað eða eins og dóttir okkar segir, að nú séu langafi og langamma aftur saman hjá Guði. Minningin um ömmu og afa mun lifa í hjörtum okkar um aldur og ævi. Blessuð sé minning þeirra. Anna Kristín. + Gíslína Sigurðar- dóttir fæddist í Reykjavík 7. septem- ber 1908. Hún lést á Hjúkrunarheiniilinu Eir 13. mars sfðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Sveinbjörnsson og Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Systk- ini hennar voru Stef- án, sem er látinn, og Sigríður Hrefna. Gfslfna giftist Otto S. Ólsen 23. nóvem- ber 1935. Hann lést 1965. Böra þeirra eru: Eygló, gift Guðmundi Sigurjónssyni, Örfá orð í minningu tengdamóður minnar sem mér þótti svo vænt um. Lína, eins og hún var alltaf kölluð, og svo seinna, þegar bömin okkar komu til sögunnar, amma Lína. Hún var frá okkar fyrstu kynnum ein- staklega Ijúf og góð kona. Hún var ekki eins og tengdamæðumar í sög- unum sem öllu rilja ráða og stjóma, heldur þvert á móti. Ef einhver mál komu upp á heimilinu gætti hún þess að hafa enga skoðun á þeim. Minningamar eru margar sem koma upp í hugann að leiðarlokum. Sérstaklega frá fjölmörgum ferða- lögum sem við fórum í saman um byggðir og óbyggðir, þar var amma Lína einstaklega Ijúfur og skemmti- legur ferðafélagi og sporlétt var hún í gönguferðum. Hún var nátt- úrabam og kunni vel að meta ís- lenska náttúru. Elsku Lína mín, ég þakka þér fyrir samfylgdina, þú gleymist ekki. Björa B. Steffensen. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar ömmu minnar sem er látin á nítugasta aldursári. Hún amma Lína eins og hún var kölluð hjá okkur bamabörnunum var Ijúf og góð kona. Það var alltaf þægilegt að vera í návist hennar og gott lund- arfar fékk hún í vöggugjöf. Það var annars ekki mikið sem hún amma mín fékk upp í hendurnar, en hún átti erfiða æsku og þurfti snemma að læra að bjarga sér upp á eigin spýtur. Ég man ennþá kvöldið sem amma sagði mér frá æsku sinni og hversu sárt ég grét þegar ég sat hljóð og hlustaði. En flestar minn- ingar mínar um hana ömmu era ekki tengdar táram, þvert á móti gleði og fjöri. Ég var svo heppin að amma bjó í mörg ár í sama húsi og ég og var því gott að stinga sér i heimsókn í kjall- arann til ömmu þegar færi gafst. Það var iðulega tekið á móti manni með nýbökuðum kleinum eða öðra góðgæti og var alltaf gott að sækja hana ömmu heim. Hún kom mjög oft með okkur í útilegur þegar ég var lítil og gaf hún aldrei þeim yngri neitt eftir í fjallaklifri eða hverju því sem við gerðum okkur til dundurs í útileg- unum okkar. Hún var frá á fæti og hafði gaman af að koma með okkur í ferðalög. Ekki síður nutum við þess, krakkamir, því margt gátum við brallað með ömmu í þá daga. Það var fastur liður að amma bakaði kleinur fyrir útilegumar og ilmaði þá allur stigagangurinn svo það fór ekki framhjá neinum þegar við sýndum á okkur fararsnið! Ég man sérstaklega eftir einu at- viki úr útilegunum og það var þegar amma fann hundraðkall í plastpoka undir steini! Hún var fundvís og maður gat átt von á hverju sem var í gönguferðunum með henni Margs er að minnast en nú er komið að kveðjustund. Hafðu þökk fyrir allt, amma mín, og blessuð sé minning þín. Berglind. Elsku amma Lína. Frá fæðingu höfum við notið þinnar einstaklega Ijúfu lundar og mjúkra handa. Með Agnes gift Birai B. Steffensen, og Óli Pétur kvæntur Önn- ur Maríu Georgs- dóttur sem nú er lát- in. Gislína ól upp dótturdóttur sína Jarþrúði Rafnsdótt- ur sem er gift Birni Stefáni Hallssyni. Þau eru búsett í Bandaríkjunum. Gíslína dvaldi síð- astliðin þrjú ár á Hjúkrunarheimilinu Eir. Hún verður jarðsungin í dag frá Bústaðakirkju og hefst athöfnin klukkan 15. þér lærðum við að ganga, tala og syngja. Þú varst okkar einlægi vin- ur og stoð. Það var einstakt að eiga þig, elsku amma Lína. Algóður Guð geymi þig og varðveiti. Björa Agnar, Hallur Andri og Eiríkur Róbert. Elsku kæra Lína, það er lán hverjum manni að kynnast og tengjast góðu fólki á lífsleiðinni. Það er einstakt að kynnast mann- eskju sem maður skynjar, í hverju sem á reynir, að er heil að persónu- gervi í gegn. Þannig persónu hafðir þú að geyma. Það vora mér sérstök forréttindi að kynnast þér og vera náinn samferðamaður þinn. Ég þakka af alhug þá gæfu. Góður Guð varðveiti þig. Björn Stefán Hallsson. Okkur langar að minnast ömmu okkar, Gíslínu Sigurðardóttur, með nokkrum orðum. Á svona stundu er dýrmætt að eiga góðar minningar og af þeim eigum við nóg, tengdar ömmu. Amma var yndisleg kona sem vildi allt fyrir alla gera og það gerði hún svo sannarlega fyrir okkur. Hún var dugnaðarforkur sem sýndi sig best í því þegar hún arkaði af stað með hvíta stafinn í göngutúra þó að sjón- lítil væri orðin. Hún fór það sem hún ætlaði sér, hún amma. Við minnumst þeirra stunda á sumrin þegar við vorum lítil og vor- um mikið hjá ömmu, þá vora ófá skiptin sem íbúðin ilmaði af bökun- arlykt þegar við komum inn eftir að hafa verið úti að hugsa um garðinn okkar í skólagörðunum eða húsið okkar á smíðavellinum. Þá var amma búin að baka kleinur, pönnu- kökur eða ömmuvínarbrauð með kaffinu handa okkur. Við minnumst kvöldanna sem við sátum og spiluðum svartapétur. Strætóferðanna sem famar voru bara til að fara í strætó, þá var far- inn einn hringur niður í bæ og heim aftur. Aðfangadagskvöld er okkur líka ofarlega í huga því fram eftir aldri vorum við alltaf hjá ömmu í góðu yfirlæti. Og nú þegar amma gengur á vit nýrra drauma og hittir afa á ný, kveðjum við elsku ömmu okkar með þakklæti í hjarta fyrir allar góðu samverustundimar. Drottinn vakir, Drottinn vakir dagaognæturyfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson.) Guð geymi ömmu okkar. Jenný og Gísli. GÍSLÍNA SIG URÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.