Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Líkamsþj álfun bætir jafnvægi Ingibjörg Þórhildur Valgeirsdóttir Ólafsdóttir ELLIKERLING er ekki alltaf aðalorsök lé- legs líkamsástands aldr- aðra. Oft er um afleið- ingar kyirsetu og hreyf- ingarleysis að ræða. Kyrrseta veldur meðal annars þrekleysi, mæði og stirðleika, ekki bara hjá öldruðum heldur öll- um aldurshópum. En aldraðh- hafa mestu að tapa þegar hreyfingar- leysi er annars vegar. Með auknum aldri verða vissar breytingar á lík- amanum; t.d. minnkar vöðvamassi, teygjanleiki vöðva og sina verður minni og viðbrögð taugakerfis- ins verða hægari. Ef áhrif kyrrsetu bætast við þessar aldurstengdu breytingar hrakar líkamsástandi hratt. Lélegu líkamsástandi aldraðra fylgh- m.a. lélegt jafnvægi en það eykur hættu á byltum. Byltur geta haft alvarlegar líkamlegar afleiðing- ar eins og beinbrot. Fólk sem er með lélegt jafnvægi óttast byltur og hreyfir sig því gjarnan minna. Hreyf- ingarleysið eykui- svo hættuna á að jafnvægi skerðist enn frekar. Margir aldraðir fara inn í þennan vítahring kyrrsetu og lélegs jafnvægis. Sýnt hefur verið fram á að regluleg alhliða hreyfing bætir jafnvægi eldra fólks. öll alhliða hreyfing sem viðheldur vöðvastyrk, liðleika og virkri starf- semi taugakerfis er af hinu góða. Má þar nefna göngur, styrktarþjálfun, hjólreiðar, leikfimi og sund. Dansiðk- un er dæmi um aðferð til að auka þol, styrk og lipurð. Greinarhöfundar gerðu rannsókn á því hvort dansiðkun aldraðra hafi áhrif á jafnvægi þeirra. Myndaðir voru tveir jafn fjölmennir hópar fólks á aldrinum 71-85 ára. í öðrum hópn- um var fólk sem stundaði dans reglu- lega, þrisvar eða oftar í viku. í hinum hópnum var fólk sem ekki stundaði dans. I báðum hópunum var lögð áhersla á að einstaklingarnir væru við góða heilsu. Rannsóknin fór í meginatriðum þannig fram að við Kyrrseta veldur m.a. þrekleysi, mæði og stirðleika, segja Ingi- björg Valgeirsdóttir, og Þórhildur Olafs- dóttir. Ekki bara hjá öldruðum, heldur öllum aldurshópum. jafnvægismælingar var notuð tölvu- tengd plata sem mældi líkamsstöðu- sveiflur. Kom þai- mjög skýrt fram jafnvægisfærni hvers einstaklings. Niðurstöður jafnvægismælinganna voru síðan bomar saman. Kom þá í ljós að sá hópur sem stundaði dans reglulega var með betra jafnvægi en þeir sem stunduðu ekki dans. Niður- stöður þessarar rannsóknar sem var lokaverkefni í sjúkraþjálfun við Há- skóla íslands eru í samræmi við nið- urstöður fjölda rannsókna sem sýna fram á mikilvægi þess að aldraðir leggi stund á reglulega, alhliða hreyf- ingu. í rannsókninni kom fram að dansiðkun eldra fólks er heppileg að- ferð sem þjálfun til að viðhalda hreyfigetu og jafnvægisfæmi. Það er skoðun greinarhöfunda að aldrei sé of seint að hefja líkamsþjálf- un. Það á við um dansiðkun og alla aðra hreyfingu. Þjálfun kemur ekki í veg fyrir öldrunarferlið en aldraðir sem hreyfa sig reglulega geta bætt úthald, vöðvastyrk, liðleika og and- lega líðan og þannig aukið lífsgæði sín. Höfundar eru sjúkraþjálfarar. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 45^ d Jl Sl á rjL JLJLjLS * 2 Mami Aðalfundur Marel hf. Aðalfundur Marel hf. verður haldinn föstudaginn 27. mars nk. kl. 15:00 í húsnæði félagsins að Höfðabakka 9, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 4.04 grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum í félaginu. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis, viku fýriraðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Marel hf. rjH Í0r~*‘iimim i-J(i= ~í TAKTU i MYNDIR Með hverri Ixus myndavél fylgir Ijósmyndanámskeið. Frábært nýtt kerfi sem getur meira 3 myndform: 10x25cm, 10xl7cm og 10x15cm. Yfirlitsmynd fylgir framköllun. Filman smellur - engin þræðing. Alsjálfvirk vél. FERMINGARTILBOÐ ÁCANON MYNDAVÉLUM IHamPetemen Þ V f ENGIR Ð A G A R ERU EIN S-*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.