Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR og uppalin á Akureyri og stundaði píanónám frá átta ára aldri, fyi’st á Isafirði, en síðan á Akureyri, Reykjavík og Texas í Bandaríkjun- um. Sólveig Anna starfar við tón- listarkennslu og píanóleik í Reykjavík og Garðabæ og hefur m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur og ýmsum smæm kammermúsík- hópum. Agóði af tónleikunum rennur til kaupa á búnaði í húsnæði tónlistar- skólans sem áætlað er að taka í notkun í ágúst 1999. Að lokum gefst tónleikagestum kostur á að skoða fullnaðarteikningar af nýja skólanum. ------------------- í Islensku óperunni LÚÐRASVEIT Seltjarnarness heldur tónleika í Islensku óperunni laugardaginn 21. mars kl. 14. A efnisskránni eru lög og verk eftir ýmsa höfunda, s.s. kafli úr Ar- stíðunum, Bolero eftir Ravel, for- leikurinn að fyrstu óperu Kabalev- sky, Colas Breugnon. Einnig mun Skólalúðrasveit Tón- listarskóla Seltjarnamess koma fram á tónleikunum og leika nokk- ur lög. Einleikari eru Ella Björt Daníelsdóttir. Kynnir er Ólafur H. Óskarsson og stjórnandi Kári H. Einarsson. ÖFLUG ÞJÓNUSTA ÖSSURAR HF. í N Örl vaxandi umsvif Össurar hf. hafa leitt til þess að fyrirtækið hefur flust í nýtt húsnæði á Grjóthálsi 5 í Reykjavík. í þessu rösklega 4.000 m2 framtíðaraðsetri sameinar fyrirtækið alla starfsemi sína hérlendis undir einu þaki: Stoðtœkjaverkstœði, Hjálpartœkjabankann, þróunardeild, framleiðsludeild og skrifstofur fyrirtœkisins. Ljóst er að verulegt hagræði hlýst af því þegar öll þjónustu-, markaðs-, iðnaðar- og útflutningsstarfsemi fyrirtækisins er komin í nábýli með þessum hætti. Þægindi viðskiptavina í öndvegi Á Grjóthálsi 5 verður allt kapp lagt á góða aðstöðu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Nýja húsnæðið er m.a. hannað með þarfir fatlaðra og sjúkra í huga og hefur þá sérstöðu að öll þjónusta við þessa hópa verður á einum stað. Lúðrasveit Lóa Guðjónsdóttir sýnir í Eden LÓA Guðjónsdóttir myndlistarkona opnar afmælissýningu í Eden í Hvera- gerði laugardaginn 21. mars. Sýningunni lýkur mónudaginn 6. apríl. Leikfélag ML Djöflaeyjan í Tjarnar- bíói AUKASÝNING og jafnframt loka- sýning á Djöflaeyjunni eftir Einar Kárason, sem Leikfélag Mennta- skólans að Laugarvatni hefur sýnt að undanförnu, verður í Tjarnar- bíói, Reykjavík, næstkomandi sunnudag kl. 20. Leikendur eru Gestur Gunnars- son, Jóhanna Friðrikka Sæmunds- dóttir, Hermann Örn Kristjánsson, Anna Vilborg Rúnarsdóttir, Einar Rúnar Magnússon og Sverrir Hjálmarsson. Leikstjóri er Þórar- inn Eyfjörð. Ljósamaður Elfar Bjamason. Hljómsveitarstjóri er Hreiðar Ingi Þorsteinsson. -----♦-♦-♦--- Fimm mánaða bokamarkaður VERSLANIR Bókabúðakeðjunnar hafa sett á laggimar fimm mánaða bókamarkað. Bókamarkaðnum verður skipt í fimm flokka bók- mennta og í mars er lögð áhersla á bamabækur. Dagur bókarinnar er í apríl og er af því tilefni lögð áhersla á íslenskar skáldsögur. í maí verður áherslan á ferðabækur, í júní verður áherslan lögð á matreiðslubækur, í júlí verðm- síðasti mánuður bóka- markaðar og verður áherslan lögð á ástar- og spennubækur. Með þessu fyrirkomulagi er lögð áhersla á aukna þjónustu við viðskiptavini bókabúðanna. Verslanir í Bókabúðakeðjunni eru Bókaverslunin Andrés Níels- son, Akranesi; Bókhlaðan, ísafirði; Bókaverslun Þórarins Stefánsson- ar, Húsavík; Bókabúð Keflavíkur, Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði; Bókabúðin Hlemmi, Reykjavík; Bókabúðin Mjódd, Reykjavík, og Bókval, Akureyri. Borgarkórinn flytur Rey kj a víkurlög BORGARKÓRINN heldur tón- leika í Fella- og Hólakirkju sunnu- daginn 22. mars kl. 20.30. A efnisskrá era lög sem samin hafa verið um Reykjavík, m.a. eftir Tómas Guðmundsson. Með kómum koma fram Borgarbræður, sem era félagar innan kórsins, og syngja nokkra „rakarastofusöngva". Ein- söngvarar með kómum era Inga Backman og Bryndís Hákonardótt- ir. Stjórnandi kórsins er Sigvaldi Snær Kaldalóns. Undirleikari er Gunnar Guðmundsson og Anna Margrét Kaldalóns hefur séð um raddþjálfun. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. -------♦-♦-•----- Tónleikar í Kirkjuhvoli, Garðabæ FIMMTU tónleikamii’ í tónleika- röð kennara Tónlistarskóla Garða- bæjar verða haldnir í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju laugardaginn 21. mars kl. 17. Hildigunnur Halldórs- dóttir fiðluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari flytja verk íyrir fiðlu og píanó eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og Johan S. Svendsen. Hildigunnur Halldórsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík haustið 1987. Hún stundaði nám við Eastman tónlist- arskólann í Rochester í Bandaríkj- unum og lauk þaðan Meistara- gráðu árið 1992. Hildigunnur var ráðin uppfærslumaður í II. fiðlu- deild Sinfóníuhljómsveitar Islands haustið 1992 og starfar einnig með Caput hópnum og Camerartica. Hún hlaut styrk úr menningarsjóði Garðabæjar 1995. Sólveig Anna Jónsdóttir er fædd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.