Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 50
-^O FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HARALDUR BJARNI
BJARNASON
+ Haraldur Bjarni
Bjarnason fædd-
ist á Stokkseyri 27.
janúar 1909. Hann
lést í Reykjavík 11.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Bjarni Grímsson, út-
vegsbóndi á Stokks-
eyri, síðar fiskmats-
maður f Reykjavík, f.
4.12. 1870 á Oseyrar-
nesi í Stokkseyrar-
hreppi, Arness., d.
29.8. 1944 í Reykja-
vík, og kona hans Jó-
hanna Hróbjartsdótt-
ir, f. 20.11. 1879 á Grafarbakka í
Hrunamannahreppi, Árness., d.
9.6. 1969 í Reykjavík.
Sambýliskona Haraldar til
nokkurra ára var Helga Arn-
grímsdóttir, f. 7. aprfl 1926, d. 30.
maí 1988. Systkini Haraldar eru:
Grímur, f. 23.6. 1902, d. 22.10.
1971, maki Helga Ólafsdóttir;
Ástríður, f. 14.2. 1905, d. 19.1.
1906; Dagbjartur, f. 24.10. 1907,
d. 20.5. 1974, maki Aðalheiður
Tryggvadóttir; Hróbjartur, f. 1.1.
1913, d. 5.6. 1975,
maki Evelín Hobbs;
Sigríður, f. 3.10.
1915, maki Erlendur
Arens; Elín Svafa, f.
18.5. 1921, maki
Eyjólfur Thoroddsen.
Haraldur lærði
múraraiðn og lauk
sveinsprófi í Reykja-
vík árið 1933. Meist-
ari hans var Ólafur
Jónsson, Reynisvatni.
Haraldur starfaði síð-
an við múrverk, hlaut
meistararéttindi í
greininni 1938 og
byggði fjölda stórhýsa f Reykja-
vík. Hann var framkvæmdastjóri
og stjórnarformaður Byggingar-
félagsins Goða og fyrirtækisins
Malar og sands hf. Auk þess var
hann formaður Pípugerðar
Stokkseyrar og Steinagerðar
Stokkseyrar. Hann var formaður
Stokkseyringafélagsins í Reykja-
vík í fjöldamörg ár.
Utför Haraldar fer fram frá
Fríkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Nú þegar komið er að kveðjustund
vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar
minnast Haraldar nokkrum orðum.
Við kveðjum þig í hinsta sinn með
söknuði en samgleðjumst þér einnig
því nú ert þú frjáls eins og þér hefur
alltaf fundist best að vera. Þetta er
búið að vera langt líf, það er búið að
vera viðburðaríkt og eflaust segðir
þú að það hafi verið gott líf. Við er-
um orðin mörg þessir samferðamenn
þínir á langri ævi þinni og það er
sama hvert okkar er, þú hefur haft
mikil áhrif á okkur öll. Þú varst alltaf
®Tíl staðar og alltaf nálægur okkur
þegar eitthvað á bjátaði eða þegar
tilefni var til að gleðjast. Öllum sem
til þín leituðu tókst þú opnum örm-
um og þú lagðir þig fram um að
greiða úr vanda sérhvers manns.
skyldu þinnar mjög fyrir brjósti. Þú
átt stóran þátt í því að hafa skapað
þá sterku samheldni sem ríkir meðal
frændfólks þíns.
Kæri Haraldur, við vitum að það
var ekki bara trú þín á sjálfan þig
sem styrkti þig heldur einnig trú þín
á Guð. Þú varst einlægur í trúnni og
viss um að Guð væri hjá þér. Nú ert
þú kominn til hans eins og svo margt
annað samferðafólk þitt sem hefur
verið þér kært í gegnum tíðina. Ef-
laust hafa margir þeirra verið farnir
að bíða þín í óþreyju og vafalítið
verða fagnaðarfundir þegar Halli
Bjarna er loksins kominn. Við kveðj-
um þig og lútum höfði. Far þú í Guðs
friði.
Jóhann Thoroddsen.
Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer
skal sókn í huga hafin og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi í óska farveg leitt
og vaxið hveijum vanda sé vilja beitt.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Þessar ljóðlínur minna okkur á
margt um þig, Haraldur. Ódrepandi
vilji og áræði einkenndu þig hvað
sem á dundi. Þú sást alltaf ljós
hversu dimmt sem myrkrið gat orð-
Þú kaust ekki það hlutskipti í líf-
inu að fara hljótt yfir grundir eða
sitja út í homi og bíða þess að eitt-
hvað gerðist. Þú varst athafnamaður
af lífi og sál. Allt sem þú tókst þér
fyrir hendur gerðir þú af miklum
eldmóði og einlægni, af því að þú
trúðir á það. Það var sama hvort um
var að ræða að reisa stórbyggingar
eða taka þátt í félagsstörfum. Allt
þetta gerðir þú af brennandi áhuga.
Þú valdir að standa í fylkingarbrjósti
þar sem atið var hvað mest og þar
sem menn verða að standa og falla
með sjálfum sér. Það krafðist
óbilandi trúar þinnar á sjálfan þig og
þau verkefni sem þú tókst þér fyrir
hendur. Þú gerðir miklar kröfur til
^sjálfs þín og annarra í kringum þig.
'Sumir stóðust ekki kröfurnar og
hmkku undan en þeir sem stóðust
þær nutu góðs af þeirri reynslu. Þeg-
ar maður velur sér þennan farveg í
lífinu er erfitt að gera öllum til hæfis
og eflaust hefur sumum fundist þú
vera einþykkur og þrjóskur.
Það er margt sem við eigum þér
að þakka og minningamar er marg-
ar og góðar. Það er okkur afar dýr-
mætt að hafa fengið að njóta
gáskans og gleðinnar, hlýjunnar og
einlægninnar sem einkenndu þig. Þú
varst maður gleðinnar og stemmn-
^yjigarinnar og hafðir einstakt lag á
því að gera hversdagslega atburði að
sögulegum stundum. Þú minntir
okkur oft á það hve mikilvægt er að
njóta hverrar stundar og varðveita
minningu þeirra þannig að einnig sé
hægt að njóta þeirra seinna meir. Þá
lagðir þú áherslu á það við okkur að
maður á að hlúa að uppruna sínum
rækta frændsemina. Frændrækni
T»n var mikil og þú barst hag fjöl-
Þá fórum við yfir fljótið. Hann
ætlaði að sýna mér varirnar, upp-
sátrin, sjóvarnargarðinn sem Grím-
ur afi hans lét reisa, þ.e.a.s. bernsku-
slóðirnar. Hann vildi fara brúna sem
kennd er við Óseyrarnes, fæðingar-
stað föður hans. Eg hafði lesið í blöð-
um að hún var ekki opin til umferð-
ar. Hann lét það sem vind um eyru
þjóta. Þrjóskublikið sagði mér líka
að mótbárur væru tilgangslausar.
Ekki vorum við komin langt út á
brúna þegar alls kyns hindranir
tálmuðu fór. „Þetta dugar ekki, þú
verður að finna einhvern,“ sagði
hann. Ég vatt mér út, fann þreytu-
legan önnum kafinn mann, verk-
stjórann, sem svaraði stuttlega þeg-
ar ég hafði borið upp erindið: „Hér
fer enginn yfir fyrr en ráðherra hef-
ur opnað brúna formlega." „Þetta er
sonarsonur Elínar og Gríms í Óseyr-
arnesi," upplýsti ég. „Það getur ekki
verið, þeir eru allir dauðir,“ svaraði
maðurinn um hæl. „Ekki hann Har-
aldur,“ sagði ég hreykin. Leiddi
kappana saman og brátt voru þeir í
hrókasamræðum um vinnu Stokks-
eyringa í Reykjavík hjá Haraldi,
skyldleika og ættir og þreytusvipur
mannsins hvarf fyrir hýrusvip sem
ég hafði oft séð á andliti fólks sem
ræddi við hann. Jafnframt gaf verk-
stjórinn einhverjar bendingar
þannig að allar hindranir voru úr
sögunni og þeir kvöddust með virkt-
um áður en við brunuðum yfir brúna.
Þannig hófst þessi ferð sem Harald-
ur sagði seinna að hefði verið sú allra
skemmtilegasta semn við nokkru
sinni fórum.
Foreldrar Haraldar voru Bjarni
Grímsson frá Óseyrarnesi og frú Jó-
hanna Hróbjartsdóttir, dóttir sæmd-
arhjónanna Hróbjarts Hannessonar
á Grafarbakka og Ástríðar Jónsdótt-
ur í Hrunamannahreppi.
Það stóðu að honum sterkir stofn-
ar bænda og útvegsmanna. Hann
ólst upp í skjóli efna og myndarskap-
ar, þau Bjami og Jóhanna vom alltaf
veitandi. Fyrir daga skipulagðrar
samhjálpar vom raunar heimili eins
og þeirra stofnanir sem deildu út
mat og hjálp fyrir nauðstadda.
Ein af allra bestu ljósmyndum
Haraldar Blöndals, ljósmyndara á
Eyrarbakka, er alþekkt mynd af
Bjarna Grímssyni við sjóbúð sína í
Þorlákshöfn. Það sem athygli vekur
(auk þess hvað þetta er listræn
mynd), em frumstæð híbýlin og
ungur aldur yngstu hásetanna.
Þetta em strákkettlingar 12-13 ára
gamlir.
Þetta varð leiðin hans eins og
bræðranna á undan honum á sjóinn
á árabát. Þeir vom tveir liðlétting-
arnir á sömu árinni og sá sem reri á
móti Haraldi var Friðbjörn Björns-
son. Vináttuböndin sem bundust
þeirra á milli voru svo traust að
dauðinn einn leysti þau.
Hvernig ævi hans við kynngi-
magnaða brimströndina hefði orðið,
veit enginn því hjónin fluttu til
Reykjavíkur með bömin sín sex
(Ástríður dó barn að aldri), þegar
Haraldur var nýfermdur. Þau leigðu
húsnæði hjá Markúsi Ivarssyni,
járnsmið og listunnanda á Sólvalla-
götu 6. Jafnan var litið á daginn sem
þau fluttu, 29. desember, sem
happadag og dvölin varð upphaf á
órofa vináttu við allt hans fólk.
Haraldur fór í múraranám 1927
og lauk því 1931. Hann vann hörðum
höndum við allar stórbyggingar
borgarinnar. Til er skemmtileg
mynd af honum að flísaleggja sund-
laug Sundhallarinnar, sú vinna
dugði nokkra áratugi.
Síðar stofnaði hann byggingarfé-
lagið Goða og hörpunarstöð á Álfta-
nesi. Hann varð ötull og eftirsóttur
verktaki, þar til að ellin sem hallar
öllum leik, sýndi klærnar. Hann var
kjamakarl, heill og óskiptur í öllu
sem hann fékkst við. Ég man eftir
honum í hádeginu, síminn byrjaði að
hringja sjö mínútur yfir tólf, hann
að reyna að fá sér bita, tuttugu sím-
töl, kvolaðar teikningar sem vinnu-
hendur höfðu umfjallað, fundir á
kvöldin. Aldrei var kvartað. „Maður
verður að standa í sínar lappir sjálf-
ur.“
Hann taldi sig jafnan gæfumann.
Traust uppeldi, samheldni fjölskyld-
unnar ásamt farsælli skapgerð, voru
ívafið í heillaríku lífshlaupi hans.
Systkinin vom ræktunarfólk lands
og lýðs í þess orðs fyllstu merkingu.
Þau ræktuðu gróður, vináttu, fjöl-
skyldu, vom veitul og gestrisin.
Sagt hefur verið um móður hans að
hún hafi eytt lífi sinu til þess að
gleðja aðra. Það sama má segja um
hann og systkinin. Alltaf var gleðin í
fyi-irrúmi, létta öðmm lífið. Á efri
árum varð hann „moldríkur eins og
Grímur afi“. Tildrög þess vora þau
að fyrir mörgum áratugum varð
hann stofnfélagi hlutafélags og
menn stóðu upp einn af öðrum að
nefna framlög. Allan tímann var
Haraldur að hugsa til Gríms í Os-
eyrarnesi sem reisti 1890-92 sjó-
varnargarð 120 fet við Stokkseyri.
Hann sótti um styrk úr Landssjóði
sem sá sé ekki fært að leggja fé í
þetta þjóðþrifaverk. Þegar kom að
Haraldi nefndi hann tvöfalt hærri
upphæð en nokkur hinna. Svo ára-
tugum seinna þegar loks var greidd-
ur arður, kom það sér vel „að vera af
góðu fólki“. Aldrei varð hann af aur-
um api. Stokkseyri naut gjafmildi
hans og hann hafði einnig Hrana-
mannahrepp, fæðingarstað móður
sinnar í huga.
Hann var maður moldar og sjáv-
ar, fyrra nafnið úr hreppnum, það
síðara frá ströndinni. Lífshlaup hans
spannaði næstum öldina sem breytti
íslandssögunni mest. Traust gildin
sem hann ólst upp við högguðu
aldrei lífsskoðun hans. Auðvitað
varð hann fyrir áfóllum í brimi og
boðaföllum lífsins svo sem aðrir, en
stóð þau af sér og vann sig út úr erf-
iðleikum með æðruleysi.
Hann aðlagaði sig ótrúlega vel
breyttum lífsháttum þegar athafna-
maðurinn varð að leggja árar í bát og
fara sér hægar. Það var reisn og stíll
yfir iöllu sem hann gerði og fram á
elliár hélt hann áfram að bjóða fjölda
manns til sín og veita vel.
Alla þá góðvild og ástúð sem hann
sýndi öðram fékk hann endurgoldna
þegar dagarnir koma, þessir sem þú
segir um: „mér líka þeir ekki“, þeg-
ar ellin dregur mátt úr líkamanum.
Ég hitti hann síðasta föstudaginn
sem hann lifði, hressan og kátan,
sjálfum sér líkan. Það var aðdáunar-
vert hvað fjölskylda hans hugsaði
vel um hann og ég vona að ég halli
ekki á neinn að nefna: Sigríði systur
hans og Erlend, Elínu og Eyjólf og
Telmu bróðurdóttur hans. Hann var
þeim afar þakklátur.
Nú fer hann einn yfir fjótið sem
aðskilur lifendur og dauða. Hvort
okkar fer betri för er öllum hulið
nema guðunum einum. Hann hélt
alla tíð barnatrú sinni að handan
móðunnar miklu biðu ástvinir. Nú
hafa ósýnilegar hendur ratt öllum
hindranum úr vegi og hann öðlast
langþráða endurfundi.
Óllum ástvinum hans sendi ég al-
úðarþakkir fyrir áratugavináttu sem
aldrei hefur fallið skuggi á og ég alls
óverðug hef fengið að njóta. Svo
kveð ég hann með kvæðinu sem hún
Þuríður Guðmundsdóttir orti um
móðurbróður sinn og lýsir söknuði
okkar svo vel.
Héla
á lyngi og mosa
horfinn er klettur
úr gamalkunnu landslagi
sögur herma
að þangað komi fólk
til að gíeðjast
hryggjast, æja
og eiga sér þar skjól
áður en lengra yrði haldið
héla
á lyngi og mosa
horfinn er klettur
en lágvær kliður
berst frá orkulindinni
sem átti sér upptok
við rætur hans
(Þuríður Guðmundsdóttir.)
Megi þreyttum anda þægt að
blunda og móðir jörð taka mildilega
við vini mínum.
Erna Arngrímsdóttir.
Nýlátinn er aldraður maður, sem
ég kynntist fyrir meira en hálfri öld,
er ég var við nám hér í bæ og stefndi
að því að verða kennari. Á þeim ár-
um urðu flestir að vinna fyrir námi
sínu, og þá gleymi ég ekki honum
Haraldi Bjarna Bjarnasyni múrara-
meistara sem veitti mér vel borgaða
vinnu við byggingar þær, sem hann
stóð fýrir að reisa.
Haraldur var fæddur á Stokks-
eyri og ólst þar upp. Bar hann ætíð
hlýjan hug til æskustöðva sinna. Var
formaður Stokkseyringafélagsins
um langt árabil. Eitt sinn bað hann
mig að yrkja ljóð um þessa byggð
við suðurströndina í tilefni Stokks-
eyringamóts í höfuðstað landsins.
Finnst mér fara vel á, að það birtist
hér við leiðarlok Haraldar, vinar
míns, sem eins og fyrr sagði, var
mér hjálplegur um útvegun vinnu og
veitti mér auk þess aðstoð í fjár-
hagserfiðleikum. Þar sýndi hann
best, hvaða mann hann hafði að
geyma. Og gerðum greiða má ekki
gleyma. Æviatriði Haraldar rek ég
ekki hér, enda er þau annars staðar
að finna.
Stokkseyri
Hún Stokkseyri er öllum okkur kær,
sem unum hér og dveljum henni fjær.
Sú byggð mun ætíð búa í okkar hug.
Að baki fjöll, við fætur víður sær.
Þó flyttum við af feðra og mæðra slóð,
ei fölskvast lét neitt vináttunnar glóð.
Við eigum saman okkar heimareit,
og ávallt metum hann sem dýran sjóð.
Við komum saman, kætumst sveinn og snjót;
við komum enn á Stokkseyringamót,
því ennþá hópinn allvel höldum við,
þó æði tímans hrönn og lífsins rót.
Heiðursmaður er kvaddur. Eftir-
lifandi aðstandendum votta ég sam-
úð við fráfall hans.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Kveðja frá Stokkseyringafélag-
inu í Reykjavík og nágrenni
Á áranum milli 1920 og 1940 vora
miklir fólksflutningar frá lands-
byggðinni til Reykjavíkursvæðisins.
Þá voru mörg átthagafélög stofnuð.
Eitt þeirra félaga var Stokkseyr-
ingafélagið í Reykjavík og nágrenni.
Stokkseyringafélagið var stofnað
21. nóvember 1943. Það er því 55 ára
á þessu ári. Það hefur haldið velli
allan þennan tíma og enn í dag er
starfsemi þess í viðunandi ástandi.
Þar hafa margh- vel að unnið. Þó
held ég að fullyrða megi, án þess að
gera neinum rangt til, að sá maður
sem í dag verður lagður til hinstu
hvíldar, heiðursmaðurinn Haraldur
B. Bjarnason, eigi mikinn og e.t.v.
stærstan þáttinn í því að þetta félag
lifir og starfar enn.
Hann var tvívegis kjörinn formað-
ur félagsins. Fytra tímabil for-
mennsku haps var frá 1946 til 1959
eða í 13 ár. Árið 1980 varð Haraldur
svo aftur formaður og var það til
1990 eða í 10 ár. Samtals var hann
því formaður í 23 ár.
Öllum stærstu afrekum félagsins,
sem unnin hafa verið, átti Haraldur
meiri og minni þátt í þótt margir
fleiri hafi þar vel að unnið. Hér skal
t.d. nefna útgáfu bókanna Bólstaðir
og búendur í Stokkseyrarhreppi og
Stokkseyringasaga I og II, skráðar
af Guðna Jónssyni prófessor. Þetta
eru merkar bækur sem nú era illfá-
anlegar og eftirsóttar. Þá skal
einnig getið sumarbústaðar Páls Is-
ólfssonar og sjóbúðar Þuríðar for-
manns. Slysavarnafélaginu á
Stokkseyri gaf hann stórgjöf og á
mörgum sviðum sýndi hann Stokks-
eyringum velvild og tryggð.
Síðastliðin 15 ár hefur félagið
ávallt haldið árshátíð og farið í
ferðalag á hverju sumri. Þrátt fyrir
háan aldur og hnignandi heilsu
reyndi Haraldur að vera með, þegar
hann mögulega treysti sér.
Margar þessar ferðii- eru eftir-
minnilegar. Við fráfall Haraldar
koma upp í hugann ýmis atvik írá
þessum ferðum. Oftar en einu sinni
var öllu ferðafólki boðið í sumarbú-
stað hans við Grafarbakka í Hrana-
mannahreppi þar sem Haraldur,
systur hans og fjölskyldur þeÚTa
veittu fólki af mikilli rausn. Þá var oft
glatt á hjalla og sungið hressilega.
Ég minnist einnar ferðar þegar
farið var um uppsveitir Árnessýslu.
Veður var mjög gott og góð fjalla-
sýn. Fagur sumardagur. Á heimleið
spurði ég einn ferðafélagann um það
hvort hann væri ekki ánægður með
vel heppnaðan dag. Jú, var svarið,
það var svo indælt að koma í sumar-
bústaðinn hans Halla Bjarna. Þetta
svar segir sína sögu.
Nokkra fyrir síðustu áramót fór-
um við þrjú, úr stjórn Stokkseyr-
ingafélagsins, til Haraldar. Hann
hafði þá ekki getað verið með okkur
á fundum eða í ferðum nokkurn
tíma.
Við sögðum honum að við hefðum
hug á að halda upp á 55 ára afmæli
félagsins með dagsferð til Stokks-
eyrar á sumri komanda. Félagið
hygðist gefa útsýnisskífu yfir ör-
nefni í Stokkseyrarfjöra, t.d. nöfnin
á sundunum og öðram kennileitum.
Ætlunin væri að eiga góðan dag á
æskustöðvum, hlýða á messu í
Stokkseyrarkirkju og bjóða upp á
veitingar. Við sögðumst vona að
hann gæti verið með okkur þennan
dag sem okkar heiðursgestur. Har-
aldur lifnaði allur og fagnaði þessu
mjög.
Vonandi verður af þessari áætlun
okkar, þó að sá sem allri tilveranni
stjórnar hafi nú kallað heiðursgest-
inn okkar á sinn fund.
I Ijúfu kvæði eftir skáldið Örn
Arnarson eru þessar hendingar:
„Það tekur tryggðinni í skóvarp,
sem tröllum er ekki vætt.“ Ung-
lingspiltur flutti Haraldur með fjöl-
skyldu sinni frá Stokkseyri. For-
eldrar hans voru virt og vinsæl hjá
Stokkseyringum. Tryggð hans við
æskustöðvar sínar hefur verið ein-
stök og einlæg. Við sem nú störfum
fyrir félagið heiðrum minningu hans
best með því að reyna að halda
áfram tengslum við upprana okkar
og æskustöðvar.
Stokkseyringafélagið í Reykjavík
og nágrenni kveður Harald með
virðingu og mikilli þökk. Systram
hans, þeim Sigríði og Elínu, fjöl-
skyldum þeirra svo og öðrum ætt-
ingjum hans, sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Haraldar
Bjarna Bjarnasonar.
Einar Jósteinsson.