Morgunblaðið - 09.04.1998, Side 2

Morgunblaðið - 09.04.1998, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Heilbrigðisráðherra vill að haustþingið afgreiði gagnagrunnsfrumvarpið Unnið verði við frumvarpið í sumar INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segist telja rétt að unnið verði að málum í tengslum við I J T 1 £ Morgunblaðið/Baldur Sveinsson FARÞEGAÞOTA Air Canada á Keflavíkurflugvelli. Lent í Keflavík vegna veikinda FARÞEGAÞOTA frá kanadfska flugfélaginu Air Canada lenti á Keflavíkurflugvelli í gær vegna veikinda Kanadamanns um borð. Maðurinn var fluttur á Heilsustofn- un Suðurnesja en hann var kominn aftur um borð í vélina að klukku- stund liðinni og hélt hún áfram ferð sinni. Vélin var á Ieið frá London til Vancouver í Kanada. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins í Keflavík eru farnir um eitt hund- rað sjúkraflutningar á ári um al- þjóðlega flugvöllinn í Keflavík. gagnagrunn á heilbrigðissviði í sum- ar þannig að málið geti hlotið af- greiðslu á haustþingi. „Ég tel mikilvægt að þetta flókna og mikilvæga frumvarp fái góða um- fjöllun og fagna þeirri miklu umræðu sem er þegar hafin um frumvarpið. Ég hef ekki mælt fyrir því í þinginu en fæ tækifæri til þess eftir páska. Þá fer málið til meðferðar í heil- brigðis- og trygginganefnd og ég tel að við eigum að nota sumarið til að ljúka umræðu um þetta mál og taka það strax upp aftur á haustþingi og ljúka því þá.“ Ráðherra sagði rétt sem haft var eftir Davíð Oddssyni forsætisráð- herra í blaðinu í gær að enn væri hægt að afgreiða frumvarpið á þessu þingi. „En ég ítreka að ég tel mikil- vægt að fá vandaða umfjöllun um málið og meðferð þess taki sem skemmstan tíma. Með því að vinna að því í sumar getum við afgreitt það á haustþingi. Nú er hins vegar lítið eftir af þinginu og mörg stórmál sem liggur fyrir að afgreiða,“ sagði ráð- herra. Ingibjörg játti því að hún teldi að heilbrigðis- og trygginganefnd ætti að vinna að málinu í þinghléi í sum- ar, afla umsagna og búa málið þannig út að þingið gæti tekið til við afgreiðslu þess þegar þing kæmi saman í haust. Morgunblaðið/Þorkell Rauðmagi á borðin EINN af vorboðunum er rauð- maginn. Allt er gert upp á gaml- an máta, trillukarlarnir sækja sinn feng og selja hann milliliða- laust og spriklandi ferskan. Við Strandgötuna í Hafnarfirði hafði einn þessara heiðursmanna lagt niður sín söluborð og bauð þar til sölu nýjan rauðmaga. Víst er að margir hafa fengið vatn í munn- inn við það eitt að sjá kræsing- arnar. Enginn hrossaút- flutningur fyrr en í maí HITASÓTT í hrossum er nú á und- anhaldi á höfuðborgarsvæðinu en breiðist út í Rangárvallasýslu og í Borgarfirði sunnan Skarðsheiðar. I frétt frá yfirdýralækni segir að Ijóst sé að ekki verði um útflutning á hestum að ræða til landa Evrópu- sambandsins fyrr en í fyrsta lagi í maí. í frétt frá Halldóri Runólfssyni yfirdýralækni segir að vegna fjölda fyrirspurna sem borist hafi vegna hugsanlegs útflutnings hrossa frá ósýktum svæðum hafi málið verið lagt fyrir fund dýralæknanefndar Evrópusambandsins í fyrradag. Þar hafi verið ákveðið að óska eftir því við íslensk yfirvöld að leyfa ekki útflutning hesta fram til næsta fundar nefndarinnar í byrjun næsta mánaðar í þeirri von að þá væn staða málsins varðandi orsök veik- innar orðin skýrari. Var tekið fram að yfirdýralækni yrði boðin seta á þeim fundi en honum hafði ekki verið heimilað að sitja fundinn í fyrradag eins og óskað hafði verið eftir. I næstu viku verður bandarískum yfirvöldum einnig gerð grein fyrir stöðu mála hérlendis og hugsanleg- ur útflutningur til Bandaríkjanna ræddur. Þá kemur einnig sænskur sérfræðingur til landsins til ráðgjaf- ar íslenskum dýralæknum. Sérblöð í dag JBorjjontilsWb VEDSKDPnAIVINNULÍF Mikill ihagt i hiuUbréf- urn ÍJim- blcndinu ... Intersport verslunar- keðjan kemur til íslands mm Si to' Peninvabréf , jtfm »i fruff irixtuu t , ' FSS!3Bar—- sssBi, JHoreunblobiti ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ; - AfitoMMUXtSNG* ! FUkifneóing vanUr í IfialUdal Framkvamdasljóri leilar itarfamanns I : Hafnarbúðir Ul höIu Aukinn áhugi hjá BSRB »iU «1- r>iu lliiuu. krrifyrir fyrirtækjum pgjgs S5K&S "f'~-.-ÍTzz^rz Mmí ifelf! — fúrBázMrl pgpSSg Páskar Þar sem Guðsmóðir birtist Einar Falur Ingólfsson slóst í för með pflagrímum/DI í heljargreipum Kára og Ægis Sveinn Guðjónsson rifjar upp eitt mann- skæðasta páskahret í manna minnum/D4 Spánskt fyrir sjónir Asgeir Sverrisson bregður upp myndum úr mannlífínu á Suður-Spáni/D8 Þrotlaus vinna - Þúsund draumar Ragna Sara Jónsdóttir fræddist um hvað þarf að leggja í góðan ballettdans/D10 Bætist í bræðslupottinn Urður Gunnarsdóttir ræddi við fulltrúa nokkurra þeirra hópa sem byggja Bandaríkin/D16 Raddir frá Slóvakíu Lárus Már Björnsson segir frá sumardvöl í Slóvakíu/B19 Á hraðbraut lífsins Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Gísla Sigurðsson, sem sumir nefndu Gísla Grímseying/D20 Dumars bæði og Dalai Lama Arnaldur Indriðason fjallar um páska- myndir kvikmyndahúsanna/D24 Sáttfúsir fornmenn Jakob F. Ásgeirsson segir frá Byock og kenningum hans/D26 Dagar ósýrðu brauðanna Sigrún Birna Birnisdóttir kynnti sér páskahald gyðinga í Ísrael/D28 Kristin saga uppeldis Gunnar Hersveinn ræddi við Loft Guttormsson sagnfræðing/D30 Ofbeldi í sjónvarpi Hávar Sigurjónsson kynnti sér áhrif ofbeldis í sjónvarpi/40 Þegar Halidór Kiljan Laxness og Ólafur Thors voru sama sinnis Pétur Pétursson rifjar upp hvernig skáldið og stjórnmálamaðurinn áttu samleið/F10 Stjórnleysi hjá Stoke/C1 Masters/C2 Hver er hann, þessi Lippi?/C4 Úrslit að hefjast í handbolta og körfubolta/C8 Baðst afsökunar við gröf föður síns þegar hann tók við Juventus Krossgáta/D32 Matur og matgerð/D34 Minnisblað lesenda/D38 Fermingar/D39 Messur/D42 Fylgstu með nýjustu fréttum á Fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.