Morgunblaðið - 09.04.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 09.04.1998, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ekkja manns sem var ráðinn bani í Heiðmörk í októbermánuði Fengi um helm- ing dæmdra skaðabóta Búast má við að ekkja manns sem var ráð- inn bani í Heiðmörk í október sl. fái aðeins um helming þeirrar upphæðar sem henni voru dæmdar í skaðabætur vegna missis framfæranda, verði henni greitt sam- kvæmt gildandi lögum um greiðslur ríkis- sjóðs á bótum til þolenda afbrota. Morgunblaðið/Ásdís Mastrið risið LOKIÐ er við að reisa sendi- og móttökumastur Tals við Síðu- múla 28. Mastrið er 30 metra hátt og var það sett upp í heilu lagi og gekk verkið vel. Því er ætlað að þjóna stórum hluta af dreifíngarsvæði félagsins á mið- svæði Reykjavíkur. Þegar búið verður að tengja sendi- og mót- tökubúnað mastursins heíjast prófanir á búnaðinum en áætlað er að opna dreifíkerfí Tals í byrj- un næsta mánaðar. ------------ Hættur vegna bráðnunar SLYSAVARNAFÉLAG íslands vill vekja athygli almennings á hættu þeirri er fylgir bráðnun á ísilögðum vötnum og pollum. Eftir harðan frostkafla fyrr í vetur og veðurblíðu undanfarna daga vill Slysavarnafé- lagið minna á að bráðnun gerist mjög skjótt. ísilögð vötn, pollar og önnur svæði þar sem snjóa leysir og vatn safnast saman geta verið slysagildrur og ver- ið sérstaklega hættuleg börnum. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að lítill pollur úti í mýri eða í næsta nágrenni geti breyst í slysagildru á svipstundu. Umferð utan höfuðborgarsvæðis- ins verður án efa mjög mikil nú um páskahelgina og skilaboð Slysavarna- félags íslands til ferðafólks eru þau að „ferðafólk njóti ferðarinnar með því að sýna varkárni í hvívetna og komi heilt heim!“. Lægri kostn- aður við snjó- mokstur KOSTNAÐUR Vegagerðarinnar við snjómokstur frá sl. áramótum var 227 milljónir. í samanburði við árið í fyrra er kostnaðurinn öllu lægri, en frá áramótum 1997 og fram á vor greiddi Vegagerðin 284 milljónir króna í snjómokstur. Kostnaður við snjómokstur fyrir allt árið 1997 var 730 milljónir en 530 milljónir fyrir árið 1996. Björn Ólafs- son forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar segir að kostnaður við snjómokstur milli ára sé mjög breytilegur enda væru veturnir hér á landi mis snjóþungir. Liðinn vetur hefði verið einstaklega snjóléttur og því væri kostnaður ekki hærri en þetta. MIÐAÐ við núgildandi lög er óvíst að ekkja manns sem ráðinn var bani í Heiðmörk í byrjun október síðastliðins fái greidd nema um 50% af þeim bótum sem henni voru dæmdar í Hæstarétti á fimmtudag. Ekki er talið að menn- irnir sem báru ábyrgð á dauða hans séu borgunarmenn fyrir bót- unum. Hins vegar er líklegra að þrír synir ekkjunnar fái skaðabæt- ur sem þeim voru dæmdar fyrir föður sinn greiddar að fullu. Báru óskipta bótaábyrgð Banamenn mannsins voru dæmdir í Hæstarétti á fimmtudag til að greiða konunni samtals 5.125.232 krónur auk vaxta og þremur ófjárráða sonum hennar og hins látna samtals 3.255.182 krónur auk vaxta. Konan og syn- irnir þrír gerðu kröfur um skaða- bætur vegna andláts hans, fyrir missi framfæranda og útfarar- kostnaði. Voru hinir ákærðu taldir bera óskipta bótaábyrgð á grundvelli þess að þeir áttu sök á dauða hins látna. Hann var 36 ára þegar hann lést, og mat Hæstiréttur það svo að dæma bæri konunni 30% af þeim bótum sem ætla mætti að hann hefði átt rétt á fyrir 100% öroku, samtals 4.705.312 krónur auk vaxta, auk bóta fyrir útfarar- kostnaði og kostnaðar vegna lög- manna, samtals rúmlega 5,1 millj- ón króna eins og áður er getið. Bætur til sona hins látna miðuðust við að þær væru jafnháar heildar- fjárhæð barnalífeyris eftir lögum um almannatryggingar, sem hver þeirra um sig ætti rétt á frá and- láti föðurins til átján ára aldurs. Samtals voru bæturnar til drengj- anna því ríflega 3,2 milljónir eins og áður er getið, lægstar tæpar 140 þúsund krónur. Stefán Eiríksson, lögfræðingur AUTOMOBILE, eitt af stærstu og útbreiddustu bflatímaritum í Bandaríkjunum, ver fimm blaðsíð- um í aprflhefti blaðsins undir um- ijöllun um íslenska jeppatorfæru. I greininni segir frá síðustu keppninni 1997 sem fram fór á Hellu og er frásögnin skreytt með teikningum úr keppninni og af keppendum og áhorfendum. Greinilegt er að blaðamanni Automobile, Stan Mott, hefur þótt mikið til um þessa grein akstursí- þrótta og vakti furðu hans að áhorfendafjöldinn á Hellu var yfír 1% af íbúaflölda landsins. Hann segir að keppnin hafí verið hin mesta skemmtun, „Iíklega til- þrifamesta og mest spennandi akstursíþróttakeppni í heimin- um“. Hann vonast til þess að keppni af þessu tagi verði haldin í hjá dómsmálaráðuneytinu, sem hefur umsjón með bótagreiðslum þeim sem bótanefnd ákveður, seg- ir að ekkjan og synir hennar eigi kost á að sækja um bætur til nefndarinnar, í samræmi við lög um bætur til þolenda afbrota sem tóku gildi 1. júlí 1996. í lögunum segir m.a. að ríkissjóður greiði bætur vegna tjóns sem leiði af broti á almennum hegningarlög- um, í samræmi við ákvæði lag- anna, og að því tilskildu að brotið hafí verið framið innan íslenska ríkisins. Aðspurður segir Stefán að við fyrstu athugun virðist sér ekkjan og synir hennar eiga bótarétt, enda um að ræða brot á almennum hegningarlögum, og það eina sem takmarki bótarétt þeirra sé há- marksfjárhæðir. Jeppator- færan í útbreiddu bílablaði Bandaríkjunum og kveðst vera orðinn sanntrúaður áhugamaður um íslenska jeppatorfæru. Blaðamaðurinn hitti að má]i Harald Pétursson, sem varð ís- landsmeistari í jeppatorfæru 1995-1996, og skoðaði bíl hans, 2,5 milljónir að hámarki „Fjárhæðir fyrir missi framfær- anda eru ekki hærri en 2,5 milljón- ir króna, en það þyrfti að kanna betur hvort sú upphæð sé bundin fjölskyldunni í heild eða hverjum og einum sem á rétt á bótum vegna missis framfæranda, sem í þessu tilviki eru fjórir. í lögunum segir að þegar bóta- kröfu hefur verið ráðið til lykta með dómi skuli greiða bætur með þeirri fjárhæð sem ákveðin var í dóminum, en þó samanber ákvæði um hámarksfjárhæð bóta. I sér- stökum tilvikum er nefndinni þó heimilt að víkja frá ákvæði um há- marksfjárhæð, ef talið er með réttu að tjón tjónþola hafi ekki verið að fullu ljóst við meðferð málsins fyrir dómi. I flestum tilvikum er að Kókómjólkina. Hann lýsir bflnum sem er með 454 kúbiktomma, V-8 Chevrolet vél. Hann lýsir því sem hann kallar „súrrealísku landslag- inu“ við Hellu og átökum véla og manna við brattar sandbrekkur og ár. Blaðamaðurinn ræddi einnig við Ólaf Guðmundsson, formann Landssambands íslenskra akst- ursíþróttafélaga, sem fræddi hann um að keppni í íslenskri jeppatorfæru hefði byrjað árið 1970 en fyrsta íslandsmótið hefði verið haldið 1979. Á miðjum átt- unda áratugnum hefði hinn upp- finningasami ökumaður og bfla- hönnuður, Árni Kópsson, smiðað fyrsta breytta torfærubílinn. Flestir þeirra bfla sem nú væri keppt á væru byggðir á hugmynd- um Árna. minnsta kosti ljóst að ekkjan gæti ekki fengið hærri upphæð en 2,5 milljónir samkvæmt lögunum og þyrfti að sækja bætumar að öðru leyti til þeirra sem voru dæmdir til að greiða bætumar. Hins vegar held ég að nefndin hafí ekki fengið nákvæmlega svona mál til skoðunar og því varhuga- vert að fullyrða um afgreiðslu hennar fyrirfram," segir Stefán. Um leið og ríkissjóður hefur greitt þolanda afbrota bætur öðlast hann endurkröfurétt á hendur tjónvaldi og er hann eða þeir krafð- ir um greiðslu. Ríkisféhirðir annast innheimtuna samkvæmt þeim leið- um sem honum eru færar, en sjaldnast hefst meira upp úr því en árangurslausr fjárnám eða gjald- þrotaskipti. „Ráðuneytið fylgist í raun ekki með innheimtunni en það virðist ekki þjóna miklum tilgangi að setja hina dæmdu í þessu tilviki í gjaldþrotameðferð, í ljósi þess að þeir eiga væntanlega engar eign- ir,“ segir Stefán. Sambærilegt við Norðurlönd Stefán sat nýlega ásamt öðrum fulltráa dómsmálaráðuneytisins samnorræna ráðstefnu í Svíþjóð um bætur til þolenda afbrota og segir hann þar hafa komið ágæt- lega fram að staða þessara mála hérlendis sé sambærileg við ástandið á öðrum Norðurlöndum. „Við erum með yngstu löggjöfina varðandi þessi mál, meðan elstu lög á Norðurlöndunum um bætur til afbrotaþola voru sett á áttunda áratugnum, en þurfum hins vegar ekki að skammast okkur fyrir stöðu þessara mála hérlendis. Þó svo að menn hafi ekki verið á eitt sáttir um þessi lög er það sameig- inlegt mat allra Norðurlanda að tryggja þolendum brota þennan rétt, en hann þekkist ekki annars staðar í Evrópu.“ Dæmd til að bæta tjón á verð- launapen- ingum FYRRVERANDI sambýlis- kona fyrrverandi afreks- manns í íþróttum hefur verið dæmd í héraðsdómi Reykja- víkur til að greiða skaðabætur fyrir tjón sem hún olli á verð- launapeningasafni hans. Atvikið átti sér stað í heimahúsi við sambúðarslit í lok júní 1996. Að íþróttamann- inum fjarstöddum dró konan saman í haug m.a. tæplega 200 verðlaunapeninga frá íþróttamótum heima og er- lendis, heiðursmerki félags hans og íþróttasamtakanna og minjagripi frá erlendum stór- mótum og íþróttaviðburðum. Kom eldur upp í hrúgunni. Iþróttamaðurinn höfðaði einkamál á hendur konunni og krafðist fyrir dómi m.a. greiðslu skaðabóta vegna tjóns á verðlaunapeningasafni hans frá löngum og farsælum íþróttaferli. Hugsanlega hægt að gera við hluta af verð- launasafninu Var sú krafa tekin til greina og sambýliskonan fyrrverandi dæmd í fyrradag til að greiða manninum skaðabætur vegna tjónsins. Eyðilagðist safnið meira og minna, en hugsan- lega er hægt að gera við hluta þess. FYRRI opnan úr Automobile þar sem fjallað er um íslensku jeppatorfæruna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.