Morgunblaðið - 09.04.1998, Side 29

Morgunblaðið - 09.04.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 2 7 ERLENT Forsetaslagurinn að hefjast í Finnlandi Uosukainen Rehn Ahtisaari. Finnsku forsetakosn- ingarnar árið 2000 munu reyna á lýðræðið, skrifar Lars Lundsten, fréttaritari Morgun- blaðsins í Finnlandi, en kosningabaráttan er að hefjast. FORSETAEMBÆTTI Finna er ótvírætt valdamesta emb- ætti þjóðarinnar. Martti Aht- isaari forseti á eftii- tæp tvö ár af fyrsta sex ára kjörtímabili sínu. Lík- lega reynir hann að ná kjöri aftur í ársbyrjun árið 2000 en að minnsta kosti tvær sterkar konur eru taldar líklegar til að velgja honum undir uggum. Ef treysta má skoðanakönnunum yrðu þær Elisabeth Rehn og Riitta Uosukainen jafnvinsælar og Ahtisa- ari, færi önnur þeirra fram gegn honum í lokaumferð kosninganna. Rehn tapaði naumlega fyrir Ahtisa- ari árið 1994 en Riitta Uosukainen þingforseti hefur notið vaxandi fylg- is undanfarin ár. I nýlegri skoðana- könnun sem gerð var á vegum einkasjónvarpstöðvarinnar MTV3 hefði Rehn sigrað Ahtisaari með 51 prósenti gegn 49. Hins vegar hefði Uosukainen tapað fyrir Ahtisaari með sama atkvæðamun. Þykir það sæta tíðindum að starf- andi forseti njóti ekki meiri vin- sælda. Ekkert þessara þriggja hefur enn gefið endanlega tilkynningu um framboð. Ahtisaari er þó önnum kaf- inn við að ferðast um heiminn og heimsækja „venjulegt fólk heima í héraði". Rehn starfar sem fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Bosníu. Riitta Uosukainen þingfor- seti er formlega önnur á tignarskrá lýðveldisins en starf hennar er ekki jafnmikið í fréttum og ferðir Ahtisa- aris og íriðarstarf Rehn. Ahtisaari fyrstur til að verða þjóðkjörinn forseti Þegar Martti Ahtisaari var kjör- inn tíundi forseti Finna 1994 þóttu það mikil tíðindi af ýmsum ástæðum. Hann var óreyndur í pólitík og lítt þekktur meðal landsmanna þegar forsetaslagurinn hófst fyrir alvöru. Hann var einnig fyrsti forsetinn sem þjóðin gat kosið beinni kosningu. Hlutverk Finnlandsforseta hefur tekið stakkaskiptum í forsetatíð Ahtisaaris. Annars vegar stafar það af því að alþjóðleg staða Finna hefur breyst með aðildinni að ESB árið 1995. Hins vegar hefur Ahtisaari tekið sér alþýðlegra hlutverk en íyrri forsetar. Innan ESB hefur for- sætisráðherrann og aðrir ráðherrar fengið umboð til að sjá um mörg málefni sem áður flokkuðust undir utanríkismál. Ahtisaari hefur engu að síður tekið þá stefnu að mæta á leiðtogafundum ESB til að gefa þátttöku Finna meiri þyngd. Af þjóðhöfðingjum ESB-ríkja sækja aðeins Frakklandsforseti og Finn- landsforseti þessa fundi. Heima fyrir reynir Ahtisaari að sýna fram á að hann sé forseti þjóð- arinnar en ekki fulltníi yfirstéttar- innar einvörðungu. Fyrirrennari Ahtisaaris, Mauno Koivisto, var þekktur fyrir að draga sig í hlé og hugsa málin einn síns liðs. Ahtisaari spjallar við venjulegt fólk heima í héraði enda ferðast hann um landið í hverjum mánuði. Frá lýðveldisstofnun 1919 til for- setatíðar Maunos Koivistos, sem lauk 1994, voru forsetar kjömir af sérstökum þjóðkjörnum kjörmönn- um sem venjulega fundu gamal- reyndan stjómmálamann til að setja í forsetastól. Þannig voru allir for- setar eftirstríðsáranna fyrrverandi forsætisráðherrar þar til Ahtisaari kom til sögunnar. Ahtisaari var stjómarerindreki, fyrrverandi fulltrúi SÞ í Namibíu og loks ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins. I kosningabaráttunni lagði hann hins vegar mikla áherslu á innanríkismál. Einkum þá málefni þeirra sem minna máttu sín. Þetta reyndist vel þegar veiða þurfti at- kvæði, því mikil óánægja var vegna þeirrar efnahagskreppu sem þá ríkti. En þegar Ahtisaari tók við sem forseti kom í Ijós að hann skorti jafnt þekkingu og embættismenn til þess að stjóma innanríkismálum. Smám saman hættu menn að tala um atvinnustefnu forsetans. Hann einbeitti sér hins vegar að utanríkis- málum sem hefur verið sérsvið Finnlandsforseta til þessa. Kvenforseti gæti ýtt undir afnám forsetavalds Sumir stjórnmálaskýrendur telja að verði kona kjörin forseti muni það flýta fyrir þróun stjómkerfisins í lýðræðisátt. I forsetatíð Koivistos vom tekin nokkur mikilvæg skref í átt að auknu þingræði. Koivisto lét ríkisstjómina að mestu leyti af- skiptalausa á meðan hún átti meiri- hluta á þinginu. I drögum að nýrri stjórnarskrá sem vom til umræðu í þó nokkur ár var reynt að minnka afskipti forseta af daglegu stjórnmálavafstri. Ahtisa- ari hefur reynst tregur til að sam- þykkja þess konar nýjungar. Skilaði stjómarskrámefndin að lokum áliti sem lagði minni áherslu á völd þings- ins en margir höfðu vonað. Forsetavaldið í Finnlandi er líkast því sem tíðkast í Frakklandi. For- setinn er sá sem tekur endanlega af- stöðu í flestum málum en forsætis- ráðherra sér um daglegan rekstur. Finniandsforseti hefur víðtækt vald til að útnefna menn í æðstu emb- ætti, þar á meðal biskupa og pró- fessora. Hann er einnig yfirmaður heraflans og hefur samkvæmt gild- andi lögum beint samband við æðstu herforingja án milligöngu ríkis- stjórnar og varnarmálaráðuneytis- ins. Það hefur löngum þótt erfitt fyrir konu að verða forseti vegna þess að konur gegndu ekki herskyldu. Elisa- bet Rehn tók hins vegar að sér emb- ætti vamarmálaráðherra og þótti herskárri en flestir karlmenn er gegnt höfðu embættinu. Væntan- lega hefur þetta styrkt stöðu hennar í forsetakosningunum 1994. Áhrif stjórnmálaflokka fara minnkandi Forsetaefnin væntanlegu em dæmi um það hversu mikið hefur dregið úr áhrifum stjómmálaflokka. Ahtisaari varð á sínum tíma forseta- frambjóðandi jafnaðarmanna gegn vilja flokksforystunnar. Sigur hans í prófkjöri flokksmanna varð þess valdandi að forystan hætti við að bjóða fram Kalevi Sorsa seðla- bankastjóra og fyrrverandi forsæt- isráðherra. Samt var Sorsa talinn reyndasti stjómmálamaðurinn úr röðum jafnaðarmanna. Árangur Elisabetar Rehn kom ekki síður á óvart. Hún var að vísu varnarmálaráðherra en flokkur hennar, sænski þjóðarflokkurinn, hefur ekki nema um 6% fylgi á land- inu öllu. Tókst Rehn að gerast kost- ur þeirra sem vildu binda enda á valdatíð karlmanna og jafnaðar- manna. Riitta Uosukainen er þingmaður Hægriflokksins en varð fræg sem menntamálaráðherra. Enginn úr röðum hægri manna þorir að leggja til annan frambjóðanda. Vandamálið er hins vegar að fylgi flokksins er ekki nægjanlegt tO að hún geti vænst þess að komast sjálfkrafa í síðari umferð kosninganna þar sem kosið er á milli tveggja efstu. Starf Elisabetar Rehn á vegum Samein- uðu þjóðanna í Bosníu getur skorið úr um hennar framtíð í finnskum stjómmálum. Hún hefur nýlega lýst því yfir að núverandi ástand þar syðra sé svo slæmt að henni hafi ekki gefist tækifæri til að íhuga framboð. Martti Ahtisaari á við líkamlega erfiðleika að etja sem geta haft áhrif á framboð hans. Vegna offitu eru hnjáliðir forsetans að gefa sig og þyrfti hann að komast í aðgerð vegna þessa. Margir Finnar skammast sín er þeir sjá forsetann í opinberum er- indagjörðum, einkum í útlöndum. Þær Rehn og Uosukainen þykja hins vegar báðar glæsilegar í framkomu. London. Reutcrs og Daily Telegraph. FJÖLMIÐLARISINN Rupert Murdoch gagnrýndi harðlega í fyrradag þá miklu vernd í breska sljórnkerfinu sem breska ríkis- sjónvarpið BBC nyti. Hann sagði „vini og vandamenn" stofnunar- innar í breskum stjórnmálum og bresku sijórnkerfi hygla BBC á kostnað einkastöðva. Murdoch, sem er aðaleigandi Fox-kvikmyndasamsteypunnar og á íjölda breskra dagblaða og sjón- varpsstöðva, sagði jafnframt að andstæðingar sínir sæju ofsjónum Murdoch gagnrýnir BBC yfir áhrifum News Corporntion, fyrirtækis Murdochs. I þessu efni réðst Murdoch sérstaklega að BBC og taldi réttara að segja að einok- un ríkti hjá ríkisreknu stöðvunum. „Það er stundum erfitt að heyra hugsanir sínar fyrir hávaðanum í þeim keppinautum okkar sem heimta markaðsvernd og sérstaka aðstoð í nafni almannalieilla.“ Við þetta tækifæri ítrekaði Murdoch samt sem áður stuðning sinn við breska forsætisráðherr- ann, Tony Blair, en samband þeirra var nýlega gagnrýnt á op- inberum vettvangi. Blair er sak- aður um að hafa veitt Murdoch óeðlilega mikla aðstoð við að meta hversu fýsilegur kostur það væri fyrir Murdoch að færa sig inn á ítalskan fjölmiðlamarkað. EYKJAVIK MENNINGARBORG EVRÓPU ÁRIÐ 2000 Avignon Bergen Bologna Brussel Krakow Helsinki Reykjavík Santiago de Compostela loft Reykjavík var tilnefnd á fundi Menningar- málaráðherraráðs Evrópusambandsins árið 1995 sem ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Hafinn er undirbúningur að verkefnum og viðburðum ársins í hverri borg. Stofnuð hafa verið samtök borganna níu, AECC, .Association of European Cities of Culture in the Year 2000" og er skrifstofa þeirra í Brussel. Fjöldamörg verkefni verða unnin sameiginlega af borgunum, en einnig verður lögð áhersla á fjölbreytta dagskrá I hverju landi fyrir sig, sem byggir á framlagi og þátttöku einstaklinga, stofnana og félagasamtaka. „Náttúra og menning" er yfirskrift „Reykjavíkur- menningarborgar Evrópu árið 2000" og verða náttúruöflin fjögur „eldur, vatn, jörð og loft" tákn dagskrárinnar, sem nú er í mótun. Skrifstofa „Reykjavíkur - menningar- borgar Evrópu árið 2000" auglýsir hér með eftir hugmyndum að verkefnum og viðburðum fyrir árið 2000. Lokafrestur er 1. júlí, en erindum verður svarað fyrir 1. október 1998. Allir geta lagt inn erindi hvar á landinu sem þeir bua og nær verkefnið bæði til Reykjavikur og landsbyggðarinnar. Öll verkefni og viðburðir sem valin verða inn á dagskrána fá mikla kynningu hérlendis og erlendis undir hinu alþjóðlega merki menningarborganna níu. Valin verða sérstök verkefni menningarborgar- innar og veittur fjárhagsstuðningur eða annar stuðningur til þeirra. Sérstaklega er óskað eftir samstarfi við ýmsa þá aðila sem halda upp á stórafmæli á árinu 2000. Vakin er athylgi á því að verkefnin eiga að vera fjölbreytt og ná til sem flestra þátta menningar, lista, visinda, íþrótta, félagslífs, fræðslu, útivistar, umhverfís - og atvinnumála. Erindi óskast send Reykjavik - menningarborg Evrópu árið 2000. Pósthólf 1430, 121 Reykjavik Sími 575 2000. Simbréf 575 2099. Skrifstofan er nú I Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4. Síðar I vor mun skrifstofan flytja ( Aðalstæti 6, þar sem hún verður til húsa með Kristnihátíðarnefnd og Landafundanefnd á sameiginlegri skrifstofu undir heitinu „ísiand 2000", sama pósthólf og símanúmer og að ofan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.