Morgunblaðið - 09.04.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.04.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 37 Leikfélag Akureyrar frumsýnir Markusarguðspjall á Renniverkstæðinu Þetta er mikið átak Og þá varð ekki aftur snúið LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir Markúsarguðspjall á Renni- verkstæðinu við Strandgötu á föstudaginn langa, 10. apríl, kl. 16. Sýningin er einleikur Aðalsteins Bergdal og í tilefni af 30 ára leikaf- mæli hans verður sérstök hátíðar- sýning á verkinu kl. 20.30 að kvöldi annars páskadags. Sérstök forsýn- ing verður á verkinu á miðvikudag- kvöld, 8. apríl. Sýning Leikfélags Akureyrar er frumsýning Markúsarguðspjalls hér á landi, en á undanfömum ár- um hafa nokkrir erlendir leikarar spreytt sig á því að flytja fagnað- arerindi Markúsar á leiksviði. Er þar skemmst að minnast leiks Sveins Tindberg í Det Norske Teatret í Osló, en sýning hans á Markúsarguðspjalli fór sigurför um allan Noreg og var framlag Norðmanna á norrænum leiklist- ardögum í Kaupmannahöfn árið 1996. Talið er að Markúsarguðspjall sé skrásett nærri árinu 70 eftir Krist eða nær 40 árum eftir að þeir at- burðir gerðust sem skýrt er frá í guðspjallinu. Fram til þess tíma höfðu frásagnir af Jesú frá Nasaret einkum varðveist í munnlegri geymd meðal frumkristinna safn- aða. Markúsarguðspjall er elst samstofna guðspjallanna þriggja, Markúsarguðspjalls, Mattheusar- guðspjalls og Lúkasarguðspjalls og fullvíst talið að guðspjallamennim- ir Mattheus og Lúkas hafí stuðst við frásögn Markúsar þegar þeir skráðu guðspjöll sín. Trausti Olafsson leikhússtjóri sem annast leikstjóm verksins sá sýningu Sveins Tindberg í Osló og hreifst mjög af. Hann sagðist hafa fengið hugmyndina um uppsetn- ingu verksins eftir þá sýningu. Morgunblaðið/Kristinn „ÞETTA er sennilega frægasta frásögn á Vesturlöndum og sú áhrifamesta í iífi okk- ar flestra," segir Trausti Ólafsson ieik- stjóri. Á myndinni er Aðalsteinn Bergdal í hlutverki sínu. Leikferilinn hóf Aðal- steinn í uppfærslu Ágúst- ar Kvaran á Sláturhúsinu hraðar hendur, sem sýnt var í Sjallanum á Akur- eyri fyiár um þremur ára- tugum. Hann hafði þá sungið með hljómsveitum um nokkurt skeið og var nýgenginn til liðs við Karlakór Akureyrar og það vantaði í leikritið unga menn sem gátu sungið. Næst lá leiðin til Leikfélags Akureyrar þar sem hann lék Skarphéðin strokufanga í Rjúkandi ráði. „Var plataður 1 það og þá varð ekki aftur snú- ið, maður hafði fengið vírasinn,“ segir Aðal- steinn sem leikið hefur í yfir 90 leikverkum á sviði, talsvert á annað hundrað hlutverk auk þess að leika í bíó- og sjónvarpsmynd- um og tala inn á ófáar teiknimyndimar. Árið 1979 hélt hann að áeggjan Gísla Halldórs- sonar suður til Reykjavík- ur þar sem hann var á samningi hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en sagði honum upp 1986 og fór þá á samning í Þjóðleikhús- inu. Einnig lék hann þá í Alþýðuleikhúsinu og AÐALSTEINN segir textann í verkinu býsna erfíðan viðfangs og gríðarlega erfítt að læra hann. „Mér fannst strax að það gæti ver- ið gaman að spreyta sig á þessu verki, en okkar sýning er þó að flestu leyti ólík norsku sýningunni. Það sem er sameiginlegt er að við flytjum sama guðspjallið og það er einn leikari í sýningunni, en að öðra leyti er okkar sýning frá- brugðin þeirri norsku,“ sagði Trausti. Hann hefur þétt frásögn- ina nokkuð, feUt út kafla, einstök vers og setningar þar sem örlar á endurtekningu en þess er þó gætt að halda meginefni frásagnarinnar til haga. Trú og leiklist tengd „Þetta er sennilega frægasta frásögn á Vesturlöndum og sú áhrifamesta í lífí okkar flestra. Mér finnst stundum, í heimi sem hrokkinn er í sundur í litla bita, sem menn séu að leita að heilli sögu. Vera má að það sé ein ástæða þess að flutningur Markús- arguðspjalls á leiksviði hefur notið jafnmikilla vinsælda sem raun ber vitni,“ sagði Trausti. Flutningur á textum heilagrar ritningar hefur einkum verið bundin við kirkjuleg- ar athafnir en fjöldi leiksýninga byggður á efni Biblíunnar hefur þó verið settur á svið í aldanna rás. „Trú og leiklist hafa tengst frá örófi alda og sumir vilja meina að þetta tvennt spretti af sömu rót,“ sagði Trausti. Sýning Leikfélags Akureyrar á Mattheusarguðspjalli er að óvera- legu leyti byggð á ytri tækni leik- hússins, allur þunginn hvílir á leik- aranum, rödd hans og hreyfingum og ekki síst nálægð hans. „Ég hef eiginlega ekki séð það svartara," sagði Aðalsteinn þar sem hann dreypti á kaffinu sínu á kaffistofu Renniverkstæðisins, „í léttu kvíðakasti", eins og leikstjórinn orðaði það. Aðalsteinn sagði textann býsna erfiðan viðfangs og gríðarlega erfitt að læra hann. Garðaleikhúsinu svo eitthvað sé nefnt. „í Þjóðleikhúsinu gerðist eitt- hvað, ég fékk stóra leiðann og spurði mig á öllum 70 sýningunum á Vesalingunum; Hvað er ég að gera hér? Þannig að ég afþakkaði áframhaldandi samning og ákvað að hvíla mig í bili,“ sagði Aðal- steinn sem næstu árin sinnti farar- stjóm hjá Samvinnuferðum-Land- sýn, vann í bamatíma sjónvarpsins og las inn á teiknimyndir. Árið 1991 setti Leikfélag Akur- eyrar upp söngleikinn Tjútt og trega eftir Valgeir Skagfjörð. „Val- geir hringdi í mig og vildi endilega hafa mig með. Ég sló til og það stóð aldrei neitt annað til en að taka þátt í þessari einu sýningu,“ sagði Aðalsteinn. „En Signý Páls- dóttir, þáverandi leikhússtjóri, hafði vit iyrir mér, bauð mér samn- ing og ég lét tilleiðast. Og hér er ég enn. Ég vona að ekki sannist á mér það sem Kristur sagði forðum, að hvergi sé spámaður minna metinn en í sínu landi með frændum og heimamönnum." Merkileg reynsla Aðalsteinn sagði aðpurður um eftirminnileg hlutverk að Tom í Glerdýrunum væri sér minnisstæð- ur. „Mér hefur alltaf þótt vænt um Tom,“ sagði hann, en Gísli Hall- dórsson leikstýrði verkinu hjá LA á sínum tíma. Aðalsteinn sagðist hafa upplifað merkilega reynslu við æfingar á því verki. Þeir vora tveir einir í Samkomuhúsinu, að æfa ein- ræður Toms. „Ég hafði alltaf verið kvíðinn fyrir sýningar og stundum líka á æfingum. Þarna erum við að æfa, ég stend í ljóspolli, skelf eins og hrísla og þá finnst mér allt í einu sem hönd sé strokið alveg frá enni og niður eftir mér öllum. Ég hætti að skjálfa og síðan hef ég varla fundið fyrir kvíða,“ sagði hann. Þó neitar hann því ekki að hann hafi fundið fyrir honum að nýju gagnvart Markúsi. „Ég er búinn að fara rækilega í gegnum þennan texta, en þetta er mikið átak,“ sagði Aðalsteinn. þú að þessi bill kosti ? irþér til 18. apríl en þó frumsýnum > Weekend • • Istraktor 203 SMiÐSBUÐ 2 g GARDABÆ • /1 SÍMI: S6S 6580
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.