Morgunblaðið - 09.04.1998, Page 50
YDDA/SÍA
50 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Qpið á iaugardag kl.10-16
Armstóll
TM - HUSGOGN
¥
■ 1 1 J 'vmk HésM
f 1 ' Ci i | 1
Skemmtiferð um Skotland
Fjölbreytt og skemmtileg
ferð um Skotland. Dvalið
er í 7 nætur á Inversnaid
hótelinu sem stendur við
Loch Lomond, eitt frægasta
stöðuvatn Skotiands.
Daglegar ferðir um
8.- í 5. júlí fyrir aðeins
67.000 krónur!
(Ath. Þetta er ekki Skotabrandari!)
innirauo i veroi:
Rug með flugvallar-
skatti. Gisting með
morgunverði
og þríréttuðum
kvöldverði.
Skoðunarferðir og
verslunarferðir.
skoskar sveitir og borgir,
farið í siglingar, verslunar-
ferðir o.fl. undir leiðsögn
Ólafar H. Guðmundsdóttur
fararstjóra.
FERÐASKRIFSTOm
ÍSLANDS
%
ICELAND TOURIST
BUREAU
Sími 562 3300
Bragi Þorfinns-
son efstur í
áskorendaflokki
SKÁK
Reykjavík
SKÁKÞING ÍSLANDS
4.-11. aprfl 1998
BRAGI Þorfinnsson heldur enn
forystunni í áskorendaflokki á
Skákþingi Islands eftir sigur á Arn-
ari Gunnarssyni í sjöttu umferð.
Bragi er með 5í4 vinning og hefur
hálfs vinnings forskot á Hrannar
Baldursson, sem er í öðru sæti.
Helstu úrslit sjöttu umferðar
urðu þessi:
Arnar Gunnarss. - Bragi Þorfinnss. 0:1
Hrannar Baldurss. - Einar H. Jenss. 1:0
Þorvarður Ólafss. - Bjöm Þorfinnss. 1:0
Stefán Kristjánss. - Sigurbj. Bjömss. 1:0
Sævar Bjarnas. - Einar K. Einarss. 1:0
Staða efstu manna að loknum sex
umferðum:
1. Bragi Þorfinnsson hVz v.
2. Hrannar Baldursson 5 v.
3. -4. Stefán Kristjánsson, Þorvarður F.
Ólafsson m v.
5.-9. Sævar Bjarnason, Amar Gunnars-
son, Einar Hjalti Jensson, Björn
Þorfinnsson, Jón Árni Halldórsson 4 v.
o.s.frv.
Þrjátíu keppendur taka þátt í
áskorendaflokki. í opnum flokki er
staða efstu manna þessi eftir sex
umferðir:
1. Sveinn þór Wilhelmsson 6 v.
2. Lárus H. Bjamason 5 v.
3. -5. Hilmar Þorsteinsson, Dagur Am-
grímsson, Gústaf Smári Björnsson 4‘/2 v.
o.s.frv.
Keppendur í opna flokknum eru
37. Skákstjórar eru þeir Gunnar
Björnsson og Ólafur Ásgrímsson.
Skák í hreinu lofti
Tóbaksvarnaráð og Skákskóli ís-
lands bjóða 300 krökkum til þátt-
töku í glæsilegu skákmóti, sem
haldið verður í Hellisheimilinu,
Þönglabakka 1, 18. apríl klukkan
12:45.
Verðlaun í mótinu eru afar glæsi-
leg, þar á meðal munu fjórir þátt-
takendur vinna ferð til Disneylands
í París og keppa á heimsmeistara-
móti þar í nóvember.
Keppt verður í sex verðlauna-
flokkum:
a. Drengir fæddir 1986-8
b. Stúlkur fæddar 1986-8
c. Drengir fæddir 1984-5
d. Stúlkur fæddar 1984-5
e. Drengir fæddir 1982-4
f. Stúlkur fæddar 1982-4
Sigurvegarar úr flokkum a-d
fara til Disneylands í París, en
fyrstu verðlaun í flokkum e og f eru
farseðlar á skákmót erlendis (á
leiðum Flugleiða). í aukverðlaun
verða bækur frá Vöku-Helgafelli og
bíómiðar frá Sambíóunum.
Skráning á mótið fer fram alla
virka daga klukkan 10-13 og 15-17
hjá Skákskóla Islands í síma
568-0410. Einnig er hægt að skrá
sig með tölvupósti á siksÉitn.is.
Síðasti skráningardagur er fimmtu-
dagurinn 16. apríl
Hannes Hlífar sigrar
á fyrirtækjamóti Hellis
Hannes Hlífar Stefánsson stór-
meistari sigraði í úrslitum á fyrir-
tækjamóti Hellis, sem lauk nýlega.
Hannes hafði mikla yfírburði á
mótinu og vann allar skákir sínar,
14 að tölu. Hannes tefldi fyrir
Námsflokka Reykjavíkur. í 2.-3.
sæti urðu þeir Davíð Kjartansson,
sem tefldi fyrir Blómabúðina Fjól-
una, og Stefán Kristjánsson, sem
tefldi fyrir Hoffell. Þeir hlutu báðir
9Vz vinning.
1. Námsflokkar Rvk.
Hannes H. Stefánss. 14 v.
2. Blómabúðin Fjólan
Davíð Kjartanss. 9V2 v.
3. Hoffell Stefán Kristjánss. 9*/2 v.
4. Sætoppur Gunnar Björnss. 9 v.
5. Kaupf. Skagfirðinga
Jón G. Viðarss. 8V2 v.
6. íslakk Halldór G. Einarss. 8V2 v.
7. Veitingah. Katalína
Jóhann Ragnarsson 8/2 v.
8. Reynir bakari Guðjón Valgarðss. 8 v.
9. Fræðslumiðstöð Rvk.
Ólafur Kjartanss. 8 v.
10. Verkfr.st. Afl Bragi Þorfinnss. 8 v.
11. Fiðlarinn Vertinn Benedikt Egilss.
8 v.
Fyrirtækjakeppnin fór þannig
fram að fyrst voru tefldir fjórir
undanrásarriðlar og síðan komust
efstu fyrirtækin í úrslitakeppnina.
Sérstök verðlaun voru veitt fyrir
bestan samanlagðan árangur á
þremur mótum. Efstir í þeirri
keppni urðu:
1. Jón Garðar Viðarsson 36V2V.
2.-3. Askell Öm Kárason
og Stefán Kristjánsson 30 v.
4.-5. Guðni Stefán Pétursson og
Vigfús Óðinn Vigfússon26'/2 v.
6. Jón Úlfljótsson 25 v.
7. Guðjón Heiðar Valgarðsson 23 v.
8. Valtýr Njáll Birgisson 21 v.
9. Gústaf Smári Björnsson 20!4 v.
10. Eiríkur Garðar Einarsson 19!4 v.
11. Gunnar Bjömsson 19 v.
Veitt voru þrenn unglingaverð-
laun og þau hlutu: Guðni Stefán
Pétursson, Guðjón Heiðar Val-
garðsson og Valtýr Njáll Birgisson.
Keppnin var haldin í Hellisheim-
ilinu, Þönglabakka 1.
Opna Kaupmanna-
hafnarmótið
Opna Kaupmannahafnarmótið er
eitt vinsælasta erlenda skákmótið
meðal íslenskra skákmanna. Þetta
á bæði við um okkar sterkustu
meistara og eins yngri skákmenn-
ina, sem eru að taka þátt í sínum
fyrstu alþjóðlegu mótum.
Opna Kaupmannahafnarmótið,
eða „Politiken Cup“ eins og það er
einnig kallað fer fram í 20. skipti í
sumar. Mótið, sem er öllum opið,
verður haldið 4.-15. júlí á Egmont
Kollegiet í Kaupmannahöfn. Tefld-
SUÐURHLÍÐAR, KÓPAVOGS.
Opið hús í dag frá kl. 13 -15
BLIKAHJALLI 3-7-11, Kóp.
Glæsileg raðhús á tveimur hæðum m/innb. bflskúr. Stærð ca 200 fm.
Húsin verða seld í núverandi ástandi, klædd og einangruð að utan,
en rúmlega fokheld að innan. Frábær staðsetning. Útsýni.
Verð frá 10,9 m. Áhv. húsbréf. Byggingaraðili: K.S. verktakar
Kristján verður á staðnum frá kl. 13 - 15 í dag
og veitir allar nánari upplýsingar.