Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 8
ARGUS & ÖRKIN sia is SI147 8 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skoðanakönnun Fé- HOPPAÐU upp á merina, ég skal skutla þér til Hólmavíkur Árni minn. Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 7. maíkl. 20:00 Hljómsveitarstjóri: Einleikari: Páll P. Pálsson Petri Sakari Guöný Guómundsdóttir f tilefni af 70 ára afmæli Páls verður frumfluttur fi&lukonsert eftir hann Richard Wagner: Lohengrin, forleikur Páll P. Pálsson: Fiðlukonsert Alexander von Zemlinsky: Hafmeyjan Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói vi& Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Nánari upplýsingar á sinfóníu- vefnum: www.sinfonia.is Mi&asala á skrifstofu hljómsveitarinnar og vib innganginn Stærsti hnykill í heimi PARKINSONFÉLAG í Rochester í Bandaríkjunum varpaði fram þeirri hugmynd til Parkinsonsam- takanna á íslandi að taka þátt í að gera stærsta hnykil í heimi og komast þannig með Parkinson- samtök í Heimsmetabók Guinnes. Parkinsonsamtökin á Islandi sendu strax ofið band frá Hamp- iðjunni í íslensku fánalitunum og voru fyrstir Evrópuþjóða til að senda inn garn. I september 1997 vó hnykillinn 25 kg og var rúmir 15.500 metrar að lengd. Þá höfðu tólf lönd sent inn garn og 34 fylki í Bandaríkjunum. Hnykillinn var til sýnis í Central Park í New York í sept- ember á síðasta ári og var mynd- in tekin við það tilefni. Hann er á góðri leið með að verða stærsti hnykill í heimi, en garni verður safnað í hann þangað til hann verður svo stór að erfitt verði að slá hann út á næstunni. -------------- Forsetahjónin í Vestur-Skafta- fellssýslu FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og kona hans, frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, heimsækja Vestur-Skaftafellssýslu næstkomandi föstudag og laugar- dag. Héraðsnefnd sýslunnar tekur á móti forsetahjónunum við sýslu- mörkin á Sólheimasandi kl. 10.30 á föstudag. Eftir það verður haldið að Kirkjubæjarklaustri þar sem for- setahjónin skoða Kirkjubæjarskóla, tónlistarskólann og héraðsbóka- safnið, dvalarheimili aldraðra, minningarkapellu Jóns Steingríms- sonar og Kirkjubæjarstofu. Um kvöldið verður hátíðardagskrá í fé- lagsheimilinu Kirkjuhvoli. Á laugardag hefst dagskrá klukk- an 9.30 þegar tekið verður á móti forsetahjónunum við hreppamörk á Mýrdalssandi. Afrekskonur í íþróttum U nglingsstúlkur vantar jákvæðar fyrirmyndir Jafnréttisnefnd Reykj avíkurborgar, menntamálaráðu- neytið og íþrótta- og Ólympíusamband íslands gangast sameiginlega fyr- ir verkefni um afrekskon- ur í íþróttum í samvinnu við íþróttadeild RÚV. Verkefnið er fjármagnað með styrk frá jafnréttis- nefnd Reykjavíkurborg- ar, menntamálaráðuneyt- inu, ISI og íþróttadeOd Sjónvarpsins. Fram- kvæmdin er í höndum samráðshóps með fulltrú- um þeirra sem standa að verkefninu. I nefndinni eiga sæti Helga Jónsdótt- ir starfandi jafnréttisfull- trúi Reykjavíkurborgar, Hanna Katrín Friðriksen blaðamaður fyrir hönd menntamálaráðuneytis, Ingveldur Bragadóttir íþrótta- kennari fyrir hönd ISI og Magn- ús Orri Schram fyrir hönd RUV. Verkefnisstjóri er Vanda Sigur- geirsdótth' og er áætlað að verk- efnið muni kosta um 1,3 milljónir króna. - Hvers konar verkefni er þetta? „Þetta verkefni er tvíþætt. í fyrsta lagi völdum við átta af- rekskonur í íþróttum og létum gera sjónvarpsþætti um hverja og eina til þess að sýna vikulega í Sjónvarpinu á átta vikum. Þegar er búið að sýna þrjá þætti en íþróttakonurnar eru Herdís Sig- urbergsdóttir handknattleiks- kona, Vala Flosadóttir stangar- stökkvari, Elva Rut Jónsdóttir fimleikakona, Kristín Rós Hákon- ardóttir sundkona, Erla Reynis- dóttir körfuknattleikskona, Ást- hildur Helgadóttir knattspyrnu- kona, Guðrún Arnardóttir grindahlaupari og Theodóra Mathiesen skíðakona. I þáttunum eru sýndar sterkar, baráttuglaðar og kjarkaðar kon- ur sem náð hafa frábærum ár- angri í sinni grein og verður veggspjöldum með myndum af íþróttakonunum og samskonar boðskap líka dreift um landið. í öðru lagi er búið að kynna verkefnið fyrir öllum íþróttafé- lögum í landinu þar sem þeim er boðið að fá afrekskonurnar í heimsókn og hið sama verður gert í skólunum í haust. Við verð- um líka í samstarfi við Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur og skóla- nefndirnar. Með þessu móti má hvetja ungar stúlkur í grunnskól- um og innan íþróttahreyfmgar- innar til þess að stunda íþróttir og setja markið hátt.“ - Hver er ástæðan fyrir því að þetta er talið nauðsynlegt? „Fyrirmyndir hefur vantað íyr- ir ungar íþróttakonur, meðal ann- ars vegna þess að umfjöllun fjöl- miðla er mun minni um konur á þessu sviði en karla. Fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar og þessu átaki er ætlað að vega upp á móti þessari vöntun. Brottfall unglingsstúlkna hefur einnig ver- ið mikið úr íþróttum og við erum jafn- framt að reyna að stemma stigu við því. Könnun frá árinu 1996 sýnir að umfjöll- Vanda Sigurgeirsdóttir ► Vanda Sigurgeirsdóttir fæddist á Sauðárkróki árið 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1985 og stundaði að því búnu nám í eitt ár á íþrótta- braut í lýðháskóla í Noregi og lauk prófi í tómstundafræði frá háskólanum í Gautaborg árið 1989. Vanda starfaði í félags- miðstöðinni Árseli 1989-1997, fyrst sem aðstoðarforstöðu- maður og síðan sem forstöðu- maður. Hún hefur verið þjálf- ari í ein tíu ár, meðal annars hjá Breiðabliki og sem lands- Iiðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu frá 1996. Hún hefur leikið knattspyrnu með IA og Breiðabliki og spilað 37 Iands- leiki fyrir ísland í fótbolta og 10 Iandsleiki í körfubolta. Vanda hefur margoft orðið Is- lands- og bikarmeistari í körfu- bolta og fótbolta. Sambýlismað- ur hennar er Jakob Frímann Þorsteinsson fræðslusljóri hjá Iþrótta- og tómstundaráði. un dagblaða um íþróttir kvenna sé 11%. Eldri könnun sýndi að ís- lenskir karlmenn væru í fyrsta sæti í íþróttaumfjöllun dagblaða og konur í öðru sæti en þegar samskonar könnun var gerð árið 1996 vora konurnar komnar enn neðar á listann því erlendar karla- íþróttir voru famir að hafa meira vægi en þær, næst á eftir íslensku íþróttakörlunum.“ - Oft heyrast þær röksemdir að unglingsstúlkur missi áhugann á íþróttum á gelgjuskeiðinu og að það borgi sig einfaldlega ekki fyr- ir félögin að verja peningum í kvcnnaíþróttir. Hvað segir þú um þetta? „Mér finnst það bara afsökun. Þetta er í raun bara siðferðileg spuming. Stelpur og strákar eiga að hafa rétt á því sama og mér finnst að íþróttafélögin eigi að velta því fyrir sér hvort markmið- ið sé virkilega að hafa einungis starf fyrir helminginn af börnun- um í hverfinu. Rannsóknir sýna að stelpur sem stunda íþróttir fái meira sjálfstraust, jákvæðari sjálfsmynd, meiri sjálfsvirðingu, líði betur í skóla og gangi námið betur. Þær fá líka sterkari bein sem fyrirbyggir beinþynningu á efri árum og svo mætti lengi telja. Reykingar hjá íslenskum ung- lingsstúlkum hafa aukist og ís- lenskar konur eru í þriðja sæti ---------- hvað varðar reyking- Stúlkur hvattar ar meðal þjóða í Evr- til þess að setja ÓPU- Ný könnun markið hátt Rannsóknarstofnunar ______________________ uppeldis- og mennta- rnála sýnir fram á gildi íþrótta sem foi’vamarstarfs því unglingar sem þær stunda neyta langminnst af áfengi, tóbaki og fíkniefnum. Þetta er einfalt reikningsdæmi og þegar lagt er saman kemur berlega í ljós hvaða gildi það hefur að hvetja stúlkur til dáða í íþróttum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.