Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sljórnvöld í Indónesíu hækka bensín um 75% í samræmi við kröfur IMF Vara við auknum átökum Efnahagur Asíu sagður á uppleið Jakarta. Canberra. Singapore. Reuters. ÓTTAST er að aukin átök brjótist út milli stúdenta og óeirðalögreglu í Indónesíu eftir að stjómvöld þar til- kynntu í gær mikla verðhækkun á eldsneyti og fargjöldum almenn- ingssamgangna. Jafnframt munu rafmagnsreikningar íbúa í Indónesíu hækka umtalsvert. Að- gerðimar eru í samræmi við skil- mála samnings við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn (IMF) en IMF fór fram á að verulega yrði dregið úr niður- greiðslum ríkisins í skiptum fyrir 40 milljarða dollara efnahagsaðstoð. í gær lýstu áströlsk stjórnvöld áhyggjum sínum vegna ásakana um að leiðtogar stúdenta í Indónesíu hefðu sætt ofsóknum og pyntingum. Á síðustu vikum hafa 15 helstu leið- togar þeirra horfið sporlaust og Unabomber Fjórfaldur lífstíðar- dómur Sacramento. Reuters. THEODORE Kaczynski, sem fundinn var sekur um morð á þrem mönnum og að særa rúmlega 20 aðra, var í gær dæmdur í fjórfalt h'fstíðarfangelsi án möguleika á náðun. Persónuleg hefnd Kaczynski hlaut viðumefnið Unabomber og í 17 ár sendi hann banvænar sprengjur í pósti víðs vegar um Bandaríkin í baráttu sinni gegn því sem hann nefndi of- urvald tækninnar. Áður en til rétt- arhalda í máli hans kom náðist dómssátt um að hann játaði sig sekan. Saksóknari birti í fyrri viku brot úr dagbókum Kaczynskis þar sem m.a. kom fram að ástæða þess að hann hafí myrt fólk hafi verið „per- sónuleg hefnd“. telja sum mannréttindasamtök indónesíska herinn ábyrgan. Stúd- entar hafa síðan í febrúar krafíst af- sagnar Suhartos forseta vegna efnahagsöngþveitisins og hefur skorist í odda með stúdentum og óeirðalögreglu á síðustu vikum. Wiranto hershöfðingi, vamarmála- ráðherra Indónesíu, sendi í gær frá sér viðvörun þess efnis að mótmæl- endur gætu átt von á harðari að- gerðum óeirðalögreglunnar. Stjómmálaskýrendur töldu hins vegar vaxandi óeirðir óhjákvæmi- legar í kjölfar verðhækkana. „Nú er aðeins hægt að telja dagana þar til lokauppgjör milli kyrrstöðustjómar og úrbótaaflanna rennur upp,“ sagði Hermawan Sulistyo, starfs- maður Vísindarannsóknastofnunar Indónesíu. Tiltölulega rólegt var þó í gær, enda margir stúdentar í próf- um. Efnahagsvandi Asíu í rénun Michel Camdessus, fram- kvæmdastjóri IMF, sagði á fundi í Singapore í gær að hann myndi leggja til við stjóm sjóðsins að lán til Indónesíu yrðu afgreidd sem fyrst, enda virtust indónesísk stjómvöld ætla að halda sinn hluta samningsins. Camdessus sagði að efnahagsvandræðum Asíuríkjanna væri alls ekki lokið en að þau væm í rénun. „Við höfum ekki leyst vand- ann en við erum að ná tökum á hon- um.“ Camdessus taldi að þegar hefði náðst umfangsmikill árangur í Tælandi og Kóreu og að önnur ríki Asíu myndu fylgja í kjölfarið, enda hefðu allir aðilar lagst á eitt um að takast á við vandann. Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, hvatti Japani í gær til að grípa til úrbóta í efnahagsmálum til að blása nýju lífi í efnahag sinn. Hann sagði efnahagsvanda Asíu „ekki hafa svo slæm áhrif á bandarískan efnahag einmitt núna“ en að Bandaríkin þyrftu samt nauðsynlega að styðja IMF og efnahagsúrræði sjóðsins í Asíu því hagvöxtur í Bandaríkjun- um væri t.a.m. háður útflutningi til Asíuríkja. Reuters GÍFURLEGAR biðraðir mynduðust við bensínafgreiðslur í gærdag í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, eftir að stjórnvöld tilkynntu að frá og með miðnætti myndi eldsneyti hækka um 71%. Nýtt krabbameinslyf virkar vel á mýs í RANNSÓKNUM á nýju krabba- meinslyfí, sem reynt hefur verið á músum, hefur tekist að útrýma krabbameinsæxlum svo til alveg og jafnframt kemur fram í frétt Associated Press að lyfið, sem er blanda próteina, hægir mjög ó þróun krabbans. Enn er óvíst hvort lyfið virkar á menn og vöruðu sérfræðingar í gær við of miklum væntingum í þá veru. Judah Folkman, prófessor við Harvard-háskóla, taldi niður- stöður rannsóknarinnar hins vegar lofa góðu og fjármálamarkaðurinn virtist sama sinnis því hlutabréf í lyfjafyrirtækinu, sem stendur fyr- ir rannsóknunum, hækkuðu í verði um 588%. 75% Dana andvíg Scheng’en Kaupmannahöfn. Reuters. TVEIR af hverjum þremur Dönum eru andvígir því að landamæraeftir- liti verði aflétt samkvæmt Schengen- samkomulagi Evrópusambandsins (ESB), að því er fram kemur í skoð- anakönnun sem vikuritið Ugebrevet Mandag morgen lét gera. Sagði helmingur þeirra sem enn hafa ekki gert upp hug sinn gagnvart Amster- dam-sáttmálanum sem verður bor- inn undir atkvæði í lok mánaðarins, að andstaðan við Schengen gæti orð- ið til þess að þeir myndu greiða at- kvæði gegn honum. Samkvæmt könnuninni eru 20% algerlega fylgjandi afnámi landamæraeftirlits, og 10% eru fylgj- andi því að hluta. Hins vegar eru 51% algerlega andvíg. Danir eru ein EVROPA^ þeirra þjóða sem hafa undirritað Schengen-samkomulagið en það hef- m- hins vegar ekki tekið gildi að fullu. Meirihluti þeirra sem er fylgjandi Amsterdam-samkomulaginu er and- vígur Sehengen og sagði í grein með skoðanakönnuninni að andstaðan við afnám landamæraeftirlitsins kynni að hafa úrslitaáhrif á þjóðarat- kvæðagreiðsluna um Amsterdam- sáttmálann. Hann opnar Evrópu- sambandinu leið til að stækka í aust- ur, auk þess sem hann kveður m.a. á um sameiginlega stefnu í málefnum flóttamanna. Enn sem komið er virðist þó meirihluti Dana vera fylgjandi Am- sterdam-sáttmálanum þótt teikn séu á lofti um að önnur atriði, t.d. all- herjarverkfallið í Danmörku, kunni að draga úr fylginu við hann. Hvalveiðar hafn- ar með leynd Ósl<S. Morgunblaðið. HVALVEIÐIVERTIÐIN er hafin í Noregi og ríkir mikil Ieynd yfir veiðunum. Talin er svo mikil hætta á því að andstæðingar hvalveiða muni láta til skarar skríða gegn sjómönnunum að engar upplýsingar eru gefnar um hvar verið er að veiðum. Veiða má 671 hrefnu. Fiskistofan norska hefur ákveðið að nær allt er lýtur að hvalveiðunum sé leynilegar upp- lýsingar, þar á meðal hveijir stundi þær. Þá fæst ekki upplýst hvar hrefnurnar hafa veiðst, hvar og hvenær þeim er landað og hverjir kaupi kjöt og hvalspik, að því er segir í Aftenposten. Ákvörðun um leyndina var tekin að fengnum ráðleggingum rannsóknarlögreglunnar í Osló en Interpol hefur einnig fylgst með. Norges Ráfisklag hefur hönd í bagga með veiðunum og dreifir hvalkjötinu til kaupenda. Af 671 hrefnu má veiða 178 í Norðursjó og afganginn undan ströndum Noregs og við Bjarnar- ey og Jan Mayen. 35 hvalveiði- skip hafa leyfí til að skjóta hrefnu og í síðustu viku voru skytturnar sendar á námskeið í Lofoten. Þá verður eftirlitsmað- ur, með próf í dýralækningum, um borð í hveijum bát til að fylgjast með því að dýrin séu af- lífuð hratt og sársaukalaust. 22 aðilar hafa leyfi til að kaupa hvalkjöt og spik. Veiðist vel er gert ráð fyrir að um 900 tonn af kjöti og 250 tonn af hvalspiki fá- ist. Lágmarksverð á kjöti verður sem svarar til 270 ísl. kr. en 30 kr. ísl. fyrir spik. í fyrra fékkst aðeins ein króna fyrir hvert kíló af hvalspiki. Stríðssvæðatryggingar Hvalveiðimenn, strandgæsla og lögregla eru sammáia um leyndina sem hvílir yfir veiðun- um enda vilja þeir ekki að lætin sem orðið hafa undanfarin ár endurtaki sig. Árið 1992 var reynt að sökkva hvalveiðiskipi í höfn, árið 1994 gripu Green- peace-samtökin til aðgerða gegn skipum er voru við hvalveiðar og önnur tilraun var gerð til að sökkva skipi í höfn. Sama ár sigldi Paul Watson, formaður Sea Sheperd-samtakanna, skipi sínu inn í Vesturfjörð, sigldi á hvalveiðiskip og stakk af. Watson var dæmdur fyrir áreksturinn fyrir norskum dómstól og náðist í Holiandi þar sem hann sat dóm- inn af sér. Þetta hefur orðið til þess að hvalveiðiskipin eru tryggð eins og þau væru á stríðssvæði og komið hefur verið fyrir viðvörun- arkerfi í þeim flestum. Þá ræðast hvalveiðimennimir við á lokuð- um rásum svo ekki komist upp hvar þeir em á veiðum. Þjóðar- fylking missti sætið ÞJÓÐARFYLKINGIN í Frakklandi, stjómmálasam- tök hægriöfgamanna, misstu um helgina sitt eina sæti á franska þing- inu. Hafði flokkurinn fengið mann kjörinn fyrir Toulon en í aukakosning- um á sunnu- dag var fram- bjóðandi Sósí- alistaflokks- ins kjörinn með aðeins 33 at- kvæða mun. I þingkosningun- um í júní í fyrra náði Jean- Marie Le Chevallier, borgar- stjóri í Toulon, kjöri fyrir Þjóðarfylkinguna en síðar var hann sviptur þingsætinu og bannað að bjóða sig fram í eitt ár vegna þess, að hann hafði eytt meira fé í kosninga- baráttuna í fyrra en leyfilegt er. Var þá efnt til aukakosn- inga og sóttist" kona hans, Cendrine, eftir þingsætinu. Cendrine fékk flest atkvæði í fyrri umferðinni og í þeirri síðari stóð slagurinn á milli hennar og Odette Casanova, frambjóðanda sósíalista. Fékk Odette 50,07% atkvæða og Cendrine 49.93%. 60 manns drukknuðu MEIRA en 60 manns drukkn- uðu í Tanzaníu á sunnudag er fólksflutningabifreið fór út í fljót. Var bílstjórinn að reyna að komast yfir brú, sem var hálf á kafi vegna flóða, þegar straumurinn hreif bflinn með sér. 10 manns komust lífs af. Eldur í óper- unni í Genúa ÓPERAN í Genúa var lokuð í gær en á sunnudag varð nokkur eldur laus í kjallara hússins. Batt hann enda á sýningu á „Macbeth“ eftir Verdi og urðu 2.000 manns að forða sér út. Eldinum olli skammhlaup í ljósaborði en búist er við, að allt verði kom- ið í samt lag eftir nokkra daga. Jarðskjálfti í Japan MJÖG öflugur jarðskjálfti varð í fyrrinótt á sjávarbotni undan Ökinawa, syðstu eyju Japans. Olli hann engum skemmdum og ótti við hættu- legar flóðbylgjur reyndist að mestu ástæðulaus þegar til kom. Upptök jarðskjálftans voru í Kyrrahafi, um 260 km suðaustur af Ishigakijima, sem er syðsta eyjan í Ok- inawa-eyjaklasanum. Varð skjálftans vart mjög víða, til dæmis á Tævan, en ekki urðu neinar skemmdir þar fremur en annars staðar. I Japan var fólk í sumum strandhéruðum varað við hættu á flóðöldu, allt að tveggja metra hárri, en hún reyndist ekki nema 10 sentimetra há þegar til kom. Cendrine Le Chevallier
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.