Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 29 AMLIMA, hópur Iistamanna frá Afríkuríkinu Tógó, sem fram kemur á Listahátfð í Reykjavík, hefur nýlokið velheppnaðri fór á alþjóðlega (lans- og leiklistarhátíð til Bogotá í Suður-Ameríku. Undir taktfóstum dansin- um er leikið á hefðbundin ásláttarhljóðfæri Tógó þar sem hver trumba tilheyrir ákveðinni dansathöfn; allt frá kveðju gamla höfðingjans til lofgjörðar um ástina eða rigninguna. Amlima frumflytur breytta dagskrá í Reykjavík Myndlist- artvíæring- ur barna í Japan ALÞJÓÐLEGUR myndlistartvíær- ingur barna í borginni Kanagawa í Japan verður haldinn í 10. sinn í marsmánuði á næsta ári. Verk á sýn- inguna þurfa að berast á tímabilinu 1. júlí til 30. september á þessu ári. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 4 til 15 ára. Fyrir síðasta tvíæring sem fram fór í marsmánuði á síðasta ári bárust um 57.000 verk frá 130 löndum til sýningarinnar. Hátíðin hefur það að markmiði að vekja athygli- á mynd- sköpun barna hvaðanæva að úr heiminum. Af innsendum verkum verða 600 valin til sýningarinnar og veitt eru verðiaun fyrir 3 bestu verk- in að mati dómnefndar og eru verð- launahafar boðnir ásamt einum að- standenda til hátíðarinnar. Borgar- stjóri Kanagawa veitir sín verðlaun auk þess sem 38 þátttakendur fá sér- stakar viðurkenningar. Verk sem send eru til sýningar- innar verða að vera tvívíð og ekki stærri en 55x55 cm. Að öðru leyti eru ekki sett skilyrði um efni eða að- ferðir sem beitt er við gerð þeirra. Á bakhlið verkanna þurfa að koma fram upplýsingar um nafn þátttak- anda, fæðingardag og ár, kyn, skóla- stig viðkomandi ásamt nafni og heimilisfangi skóla, titli verks og dagsetning auk heimilisfangs þátt- takanda. Heimilisfang myndlistai’tvíærings- ins er: Secretariat The lOth Kanagawa Biennial World Children’s Arts Exhibition cjo International Division, Foreign Affairs Department Kanagawa Prefectural Government 1, Nihon-odori, Naka-ku, Yokohama City, Kanagawa Prefect- ure 231-8588 Japan ----------------- Kvennakórinn Ymur syngur í Vinaminni KVENNAKÓRINN Ymur á Akra- nesi heldur vortónleika í safnaðar- heimilinu Vinaminni á Akranesi mið- vikudaginn 6. maí kl. 20.30. A efnisskránni eru innlend og er- lend lög útsett fyrir kvennakór. Stjórnandi kórsins er Dóra Líndal Hjartardóttir og undirleikari Bryn- dís Bragadóttir. Laugardaginn 9. maí mun svo kór- inn syngja ásamt Kvennakór Hafn- arfjarðar og Freyjukórnum úr Borg- arfirði í Fella- og Hólakirkju. -------•-♦-♦----- Vortónleikar barnakóra í Há- teigskirkju VORTÓNLEIKAR barnakóra Há- teigskirkju og Landakotsskóla verða haldnir í Háteigskirkju í kvöld þriðjudaginn 5. maí kl. 20. Þar munu kórarnir syngja saman og hvor í sínu lagi. Báðir þessir kórar eru ungir og eru nú að ljúka öðru starfsári sínu. Þarna koma fram 100 börn á aldrin- um 6-11 ára. Stjórnendur eru Birna Björnsdóttir og Margrét J. Pálma- dóttir. Undirleikari verður Pavel Manásek. Miðaverð er 500 kr. en frítt fyrir 14 ára og yngri. ----------------- Vortónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík ÁRLEGIR vortónleikar Tónlistai’- skólans í Reykjavík verða haldnir miðvikudaginn 6. maí kl. 20.30 í Grensáskirkju. Fjölbreytt efnisskj’á. Aðgangur er ókeypis. DANSHÓPURINN Amlima sem kemur fram á Listahátið í Reykja- vík síðar í mánuðinum hlaut lof- samlega dóma á Alþjóðlegu leik- listarhátíðinni í Bogotá í Suður- Ameríku, þeirri stærstu í heimi á þessu ári, þar sem hópurinn kom fram nýverið. I kjölfari hátíðar- innar var Amlima boðið til æfinga undir stjórn virts leikstjóra, Beatriz Camargo. Þar setti hóp- urinn saman dagskrá sem verður frumflutt í Reykjavík. Listamennirnir eru úr þjóðar- balletti Afríkuríkisins Tógó. Meðlimir hópsins eru 13, bæði karlar og konur, sem dansa, syngja og fremja fimleika og stultulistir. Tógóríki liggur að Gíneuflóa í Vestur-Afríku, milli ríkjanna Benin og Ghana. Am- lima þýðir galdur á máli inn- fæddra og dansar þeirra og tón- list byggjast á hefðbundnum helgiathöfnum Tógóbúa sem rekja má til töfratrúarinnar vúdú. Á hátíðinni í Bogotá komu fram 110 dans- og leikhópar hvaðanæva að úr heiminum. Dag- skrá Amlima hópsins hefur vakið mikla athygli á listahátíðum víða um heim á síðustu árum og var hátíðin í Bogotá engin undantekn- ing þar á. Fullyrtu gagnrýnendur að þar færu dansarar í hópi þeirra bestu í heiminum í dag. Amlima Iauk heimsókn sinni til Suður-Ameríku með dvöl í æf- ingabúðum leikstjórans Beatriz Camargo sem hafði heillast af framkomu hópsins á hátíðinni. Gera má ráð fyrir að hefðbundin dagskrá afrísku listamannanna sé nú einnig lituð suðuramerískum áhrifum sem gestum Listahátíðar í Reykjavík gefst fyrstum kostur á að upplifa. Amlima skenimtir við Reykja- víkurhöfn á opnunarhátíð Lista- hátíðar 16. maí n.k. auk þess sem boðið verður upp á tvær sýningar flokksins í Borgarleikhúsinu, að kvöldi þess 16. og 17. maí. Baldur Oskarsson á þýskum geisladiski ORPLID & Co., menningar- stofnun sem starfað hefur um sjö ára skeið í Berlín, hefur sent frá sér geisladisk, tvær síður, með upplestri 26 höfunda af ýmsu þjóð- erni, svo og nokkurra þýð- enda. Meðal boðs- gesta Orplid vora íslensku skáldin Linda Vilhjálmsdótt- h’, Matthías Johannessen og Baldur Óskarsson sem lásu þar upp haustið 1992 ásamt þýskum þýðendum, en höfund- ar sem til voru kvaddir á sjö ára starfstíma urðu hátt á ann- að hundrað. Á disknum er ljóð eftir Bald- ur Óskarsson, Þrettándi dagur jóla (úr Ijóðabók hans, Steina- ríki) sem Johann P. Tammen þýddi. Dadaisti á krana Orplid & Co. naut opinberra styrkja tO starfsemi sinnar sem nú hefur verið hætt. Að sögn Baldurs stóðu að fyrirtækinu hjón, Brigitte og Adolf Endler, sem illa fór um í Austur-Þýska- landi á sínum tíma. „Þau vom kannski ekki andófsmenn, en maðurinn hafði verið dadaisti í skáldskap sínum sem ekki var vel séð. Hann var þá settur á byggingakrana og leiddist lífið, en eftir fall múrsins fór sólin að skína og þau hjón stofnuðu fyrrnefnt fyrirtæki“, sagði Baldur.Dagskrárnar með ljóða- upplestrinum fóru fram í veit- ingahúsinu Café Clara í Aust- ur-Berlín. Núerréttitíminn til að kaupa útsæðið Við seljum allar tegundir af útsæðiskartöflum í hentugum umbúðum. Verið velkomin til okkar! Vagnhöfða 13-15 112 Reykjavík. Sími 577 4747 Baldur Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.