Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 29
AMLIMA, hópur Iistamanna frá Afríkuríkinu Tógó, sem fram kemur á Listahátfð í Reykjavík, hefur nýlokið
velheppnaðri fór á alþjóðlega (lans- og leiklistarhátíð til Bogotá í Suður-Ameríku. Undir taktfóstum dansin-
um er leikið á hefðbundin ásláttarhljóðfæri Tógó þar sem hver trumba tilheyrir ákveðinni dansathöfn; allt
frá kveðju gamla höfðingjans til lofgjörðar um ástina eða rigninguna.
Amlima frumflytur breytta
dagskrá í Reykjavík
Myndlist-
artvíæring-
ur barna í
Japan
ALÞJÓÐLEGUR myndlistartvíær-
ingur barna í borginni Kanagawa í
Japan verður haldinn í 10. sinn í
marsmánuði á næsta ári. Verk á sýn-
inguna þurfa að berast á tímabilinu
1. júlí til 30. september á þessu ári.
Þátttakendur skulu vera á aldrinum
4 til 15 ára.
Fyrir síðasta tvíæring sem fram
fór í marsmánuði á síðasta ári bárust
um 57.000 verk frá 130 löndum til
sýningarinnar. Hátíðin hefur það að
markmiði að vekja athygli- á mynd-
sköpun barna hvaðanæva að úr
heiminum. Af innsendum verkum
verða 600 valin til sýningarinnar og
veitt eru verðiaun fyrir 3 bestu verk-
in að mati dómnefndar og eru verð-
launahafar boðnir ásamt einum að-
standenda til hátíðarinnar. Borgar-
stjóri Kanagawa veitir sín verðlaun
auk þess sem 38 þátttakendur fá sér-
stakar viðurkenningar.
Verk sem send eru til sýningar-
innar verða að vera tvívíð og ekki
stærri en 55x55 cm. Að öðru leyti
eru ekki sett skilyrði um efni eða að-
ferðir sem beitt er við gerð þeirra. Á
bakhlið verkanna þurfa að koma
fram upplýsingar um nafn þátttak-
anda, fæðingardag og ár, kyn, skóla-
stig viðkomandi ásamt nafni og
heimilisfangi skóla, titli verks og
dagsetning auk heimilisfangs þátt-
takanda.
Heimilisfang myndlistai’tvíærings-
ins er:
Secretariat
The lOth Kanagawa Biennial World
Children’s Arts Exhibition
cjo International Division, Foreign
Affairs Department
Kanagawa Prefectural Government
1, Nihon-odori, Naka-ku,
Yokohama City, Kanagawa Prefect-
ure 231-8588
Japan
-----------------
Kvennakórinn
Ymur syngur
í Vinaminni
KVENNAKÓRINN Ymur á Akra-
nesi heldur vortónleika í safnaðar-
heimilinu Vinaminni á Akranesi mið-
vikudaginn 6. maí kl. 20.30.
A efnisskránni eru innlend og er-
lend lög útsett fyrir kvennakór.
Stjórnandi kórsins er Dóra Líndal
Hjartardóttir og undirleikari Bryn-
dís Bragadóttir.
Laugardaginn 9. maí mun svo kór-
inn syngja ásamt Kvennakór Hafn-
arfjarðar og Freyjukórnum úr Borg-
arfirði í Fella- og Hólakirkju.
-------•-♦-♦-----
Vortónleikar
barnakóra í Há-
teigskirkju
VORTÓNLEIKAR barnakóra Há-
teigskirkju og Landakotsskóla verða
haldnir í Háteigskirkju í kvöld
þriðjudaginn 5. maí kl. 20. Þar munu
kórarnir syngja saman og hvor í sínu
lagi.
Báðir þessir kórar eru ungir og
eru nú að ljúka öðru starfsári sínu.
Þarna koma fram 100 börn á aldrin-
um 6-11 ára. Stjórnendur eru Birna
Björnsdóttir og Margrét J. Pálma-
dóttir. Undirleikari verður Pavel
Manásek.
Miðaverð er 500 kr. en frítt fyrir
14 ára og yngri.
-----------------
Vortónleikar
Tónlistarskólans
í Reykjavík
ÁRLEGIR vortónleikar Tónlistai’-
skólans í Reykjavík verða haldnir
miðvikudaginn 6. maí kl. 20.30 í
Grensáskirkju. Fjölbreytt efnisskj’á.
Aðgangur er ókeypis.
DANSHÓPURINN Amlima sem
kemur fram á Listahátið í Reykja-
vík síðar í mánuðinum hlaut lof-
samlega dóma á Alþjóðlegu leik-
listarhátíðinni í Bogotá í Suður-
Ameríku, þeirri stærstu í heimi á
þessu ári, þar sem hópurinn kom
fram nýverið. I kjölfari hátíðar-
innar var Amlima boðið til æfinga
undir stjórn virts leikstjóra,
Beatriz Camargo. Þar setti hóp-
urinn saman dagskrá sem verður
frumflutt í Reykjavík.
Listamennirnir eru úr þjóðar-
balletti Afríkuríkisins Tógó.
Meðlimir hópsins eru 13, bæði
karlar og konur, sem dansa,
syngja og fremja fimleika og
stultulistir. Tógóríki liggur að
Gíneuflóa í Vestur-Afríku, milli
ríkjanna Benin og Ghana. Am-
lima þýðir galdur á máli inn-
fæddra og dansar þeirra og tón-
list byggjast á hefðbundnum
helgiathöfnum Tógóbúa sem
rekja má til töfratrúarinnar
vúdú.
Á hátíðinni í Bogotá komu fram
110 dans- og leikhópar
hvaðanæva að úr heiminum. Dag-
skrá Amlima hópsins hefur vakið
mikla athygli á listahátíðum víða
um heim á síðustu árum og var
hátíðin í Bogotá engin undantekn-
ing þar á. Fullyrtu gagnrýnendur
að þar færu dansarar í hópi
þeirra bestu í heiminum í dag.
Amlima Iauk heimsókn sinni til
Suður-Ameríku með dvöl í æf-
ingabúðum leikstjórans Beatriz
Camargo sem hafði heillast af
framkomu hópsins á hátíðinni.
Gera má ráð fyrir að hefðbundin
dagskrá afrísku listamannanna sé
nú einnig lituð suðuramerískum
áhrifum sem gestum Listahátíðar
í Reykjavík gefst fyrstum kostur
á að upplifa.
Amlima skenimtir við Reykja-
víkurhöfn á opnunarhátíð Lista-
hátíðar 16. maí n.k. auk þess sem
boðið verður upp á tvær sýningar
flokksins í Borgarleikhúsinu, að
kvöldi þess 16. og 17. maí.
Baldur
Oskarsson
á þýskum
geisladiski
ORPLID & Co., menningar-
stofnun sem starfað hefur um
sjö ára skeið í Berlín, hefur
sent frá sér geisladisk, tvær
síður, með upplestri 26 höfunda
af ýmsu þjóð-
erni, svo og
nokkurra þýð-
enda.
Meðal boðs-
gesta Orplid
vora íslensku
skáldin Linda
Vilhjálmsdótt-
h’, Matthías
Johannessen
og Baldur Óskarsson sem lásu
þar upp haustið 1992 ásamt
þýskum þýðendum, en höfund-
ar sem til voru kvaddir á sjö
ára starfstíma urðu hátt á ann-
að hundrað.
Á disknum er ljóð eftir Bald-
ur Óskarsson, Þrettándi dagur
jóla (úr Ijóðabók hans, Steina-
ríki) sem Johann P. Tammen
þýddi.
Dadaisti á krana
Orplid & Co. naut opinberra
styrkja tO starfsemi sinnar sem
nú hefur verið hætt. Að sögn
Baldurs stóðu að fyrirtækinu
hjón, Brigitte og Adolf Endler,
sem illa fór um í Austur-Þýska-
landi á sínum tíma. „Þau vom
kannski ekki andófsmenn, en
maðurinn hafði verið dadaisti í
skáldskap sínum sem ekki var
vel séð. Hann var þá settur á
byggingakrana og leiddist lífið,
en eftir fall múrsins fór sólin að
skína og þau hjón stofnuðu
fyrrnefnt fyrirtæki“, sagði
Baldur.Dagskrárnar með ljóða-
upplestrinum fóru fram í veit-
ingahúsinu Café Clara í Aust-
ur-Berlín.
Núerréttitíminn
til að kaupa útsæðið
Við seljum allar tegundir af
útsæðiskartöflum í hentugum
umbúðum.
Verið velkomin til okkar!
Vagnhöfða 13-15
112 Reykjavík. Sími 577 4747
Baldur
Óskarsson