Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 53
Góð þrenna.... Væri ekki stundum notalegt að hafa stærri skjá? Nú getur þú fengið 200 MHz MORE tölvu með 17" ViewSonic Optiquest skjá á góðu verði. f vélinni er líka mótald með ókeypis internettengingu í 4 mánuði, 32 bita hljóðkort og 34 hraða UDMA geisladrif svo fátt eitt sé talið. Kíktu í Mörkina, það gæti borgað sig. MORE SP97 200 MMX ASUS SP97 SuperTX móðurborð 32 bita, 64ra radda hljóðkort 200 MHz, MMX örgjörvi 512K flýtiminni 32MB vinnsluminni 2100MB harður diskur UDMA 34X UDMA geisladrif 17" 109 Hz ViewSonic Optiquest skjár Windows 95 lyklaborð Microsoft samhæfð mús Windows 95 á geisladiski Ymis annar skemmtilegur hugbúnaður Aðeins kr. 114.900 Takmarkað magn! Kr. 129.900 Diplomat fistölvan frá Featron - Phillips Diplomat fistölvan frá Featron dótturfyrirtæki Phillips, býður upp á marga möguleika. Við eigum einnig gott úrval fylgihiuta. Mótöld, netkort, tengihafnir, minnisstækkanir og margt fleira. ISDN tilboð SUSOSM Hraði, þægindi, öryggi Við bjóðum fyrsta flokks búnað frá ASUSCOM. Og ekki skemmir verðið. Við bjóðum ISDN kort á aðeins kr. 4.900 ViewSonic® PC og MAC BOÐEIND TÖLVUVERSLUN ■ ÞJÓNUSTA Mörkin 6 -108 Reykjavík - Sími 588 2061 - www.bodeind.is TÖLVUBÚNAÐUR MORGUNBLAÐIÐ Góð hross á þokka- legri sýningu . ^ Oðruvfsi ar HESTAR Rciðliöllin í Vfðidal FJÖLBREYTT SÝNING HESTA OG MANNA Fáksmenn og sunnlenskir hestamenn buðu upp á þrjár sýningar, þá fyrstu fimmtudag og síðustu á laugardagskvöldið. 4-' LANGÞRÁÐIR hestadagar í Reiðhöllinni í Víðidal voru loksins haldnir um helgina. Óvenjulegt fyr- ir hestamenn að hafa ekki fengið sýningu í höllinni fyrr á árinu en þar veldur að sjálfsögðu hin marg- umrædda hitasótt. En þrátt fyrir það og hitt að sýningin nú hafi verið fremur hraðsoðin var þar margt sem gladdi augað. Á laugardags- kvöldið þegar síðasta sýningin var haldin voru hlutirnir farnir að ganga smurt. Ekkert í þessari sýn- ingu vakti athygli fyrir frumleika enda vart við því að búast en eins og oft áður voru það prýðisgóð hross og þaðan af betri sem báru sýning- una uppi. Góð Filma á tjaldinu Ef nefna á eitt hross sem fram kom og verðskuldar að kallast stjarna sýningarinnar þá er það óumdeilanlega Filma frá Árbæ og skyggði þar á aðra stjömu, Kringlu frá Kringlumýri, sem var eigi að síður feikigóð eins og alltaf þegar hún hefur komið fram. Nutu hún og knapinn, Sigurður Sigurðarson, sín vel í sólósýningu í myrkvuðum saln- um með eltiljósi. En ekki var síður skemmtilegt þegar Filma og knapi hennar, Gylfi Gunnarsson, bættust í hópinn ásamt Siggu Brúnku frá Ás- mundarstöðum og Sigurbirni Vikt- orssyni. Siggu Brúnka hefur verið í folaldseignum en var nú geld og kom lítið þjálfuð til leiks og vakti at- hygli fyrir myndarskap þótt ekki stæðist hún fyrrnefndum valkyrjum snúning. En það er Filma sem er hin nýja stjama, hágeng, framtaksmikil og sköraleg í framgöngu. Verður fróð- legt að sjá hvemig henni gengur í keppni sumarsins, hvaða vettvangi sem henni verður nú teflt fram á. Vitað er að Kringla mun koma fram á einhverjum mótum sumarsins og virðist spennan snúast um það hvemig leikar fara ef þær Filma etja kappi saman. Þótt Filma hafi vinninginn eftir Reiðhallarsýning- una þá er rétt að hafa í huga að sitt er hvað að sýna góðar glefsur í Reið- höllinni eða öðlast hylli fráneygra dómara í harðri keppni. En nú fer að skapast spenna fyrir mótum sum- arsins og þá sérstaklega ef þeim hrossum, sem kvatt hafa sér hljóðs með eftirminnilegum hætti það sem af er ári, verður teflt saman. Dallandshrossin góð Þau voru mörg góð hrossin sem gat að líta í Reiðhöllinni um helgina en af hópsýningum vakti óskipta at- hygli ræktunarhópssýning Gunnars Dungal og konu hans, Þórdísar, á Dallandi í Mosfellsbæ. Verður ekki betur séð en þau séu komin á bekk með fremstu hrossaræktendum landsins. Einnig mætti geta sýning- ar hrossa Ársæls í Bakkakoti sem kom fram með þrjár hryssur og ein þeirra, bleikálótt hryssa undan Ofeigi 882 frá Flugumýri og heima- ræktaðri hryssu frá Bakkakoti, vakti sérstaka athygli. Þótt mörg þeirra hrossa sem fram komu væra tilþrifameiri þá voru taktar þessar- ar ungu hryssu sem er rétt þriggja og hálfs árs með þeim hætti að mik- ið má vera ef ekíd er þama á ferð- inni Íslandsmeistarakandídat í tölti. Þá gat í þessum hópi að líta tvær hálfsystur undan Sælu frá Bakka- koti, þá eldri undan Hrafni 802 og þá yngri undan Orra frá Þúfu. Færeyingar á uppleið Þá er að geta framlags Færey- inga til sýningarinnar er sá góði piltur Kjell Nattested frá Færeyj- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson VON frá Bakkakoti gefur góðar vonir um stóra hluti á næstu árum, tæplega fjögurra ára gömul sýnir hún frábæra takta, knapi var Hjalti Guðmundsson. um sýndi hest sinn sem heitir, ja hvað annað en Færeyingur. Þar fóm efnilegur reiðmaður og hestur. Færeyingurinn, sá ferfætti, vakti mikla athygli fyrir stórfenglegan fótaburð og má fullyrða að annað eins hafi vart sést á fjölum Reiðhall- arinnar. I framgripi hestsins mátti ætla að framfætur hans væm vart styttri en fullir tveir metrar svo langt teygði hann skanka sína. Margt ágætra stóðhesta kom ffarn þótt enginn þeirra slægi af- gerandi um sig. Ljóst má vera að eftir þau sýnishom, sem getið hefur að líta í Reiðhöllinni og víðar, þarf ekki að óttast að hestaval lands- mótsins standi ekki undir vonum manna. R-listinn ekki á feitum hesti Ekki er hægt að skilja við Reið- hallarsýninguna án þess að minnast á þátt frambjóðenda D- og R-listans sem þar öttu kappi á hestum. Nýr vettvangur stjórnmálabaráttunnar. Ágætur þulur, Júlíus Brjánsson, sagði hestana vera 100% reiðskóla- hesta en þrátt fyrir það gekk knöp- unum misjafnlega að leysa verkefn- in af höndum. Þessi baráttuaðferð virðist ekki vænleg fyrir R-lista- menn því D-listinn rótburstaði þá, kannsld ektó fyrir eigin ágæti held- ur mest fyrir afleita frammistöðu Helga Péturssonar sem lengi vel kom ektó fararskjótanum úr spor- unum. Gekk það svo illa að meira segja D-listamenn vom farnir að reyna að leiða hann eða smala hon- um út brautina en líklega hefur þetta allt verið hestinum að kenna sem hefur líklega ekki verið alveg 100%. Því má segja að R-listinn hafi ektó riðið feitum hesti frá þessari viðureign. Húsfyllir var á laugardagskvöldið og ágætis stemmning náðist þá upp. Þótt hér væri um dálítið hraðsoðna sýningu að ræða var þetta prýðileg skemmtun fyrir hestamenn, lang- þyrsta í að sjá góða hesta saman- komna á einum stað. Valdimar Kristinsson ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 53 fýfy FASTEIGNA if P MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Jón Guömundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Ólafur Stefánsson, viöskiptafr. og lögg. fasteignasali. Herrafatabúð við Laugaveg Höfum fengið í sölu vegna sérstakra aðstæðna þekkta fataverslun við Laugaveg. Verslunin hefur einkaleyfi fyrir vörumerki. Getur verið til afhendingar fljótlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.