Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kýpurviðræður árangurslausar Afganistan Havel þakk- ar læknum VACLAV Havel Tékklandsfor- seti kom í gær fram opinberlega í fyrsta sinn frá því að hann veiktist hastarlega um páskana í frn í Innspruck í Austurríki. Havel virtist við ágæta heilsu og þakkaði austurrísku læknunum fyrir að hafa bjargað lífi hans. Er forsetinn því sem næst ferða- fær og snýr aftur heim til Tékk- lands á miðvikudag. Hann verð- ur lagður inn á sjúkrahús þar og verður undir eftírliti lækna í að minnsta kosti tíu daga. Astralía Dómur verkamönn- um í vil Canberra. Reuters. ÓLÍKLEGT er talið að íhaldsstjórn- in í Astralíu boði til þingkosninga um mitt þetta ár, eins og gert hafði verið ráð fyrir, eftir að hæstiréttur lands- ins staðfesti dóm undirréttar um að 1.400 hafnarverkamenn skyldu end- urráðnir. Ríkisstjómin, undir for- sæti John Howards, á nú í vök að verjast, enda studdi hún flutninga- fyrirtækið Patrick Stevedores í að- gerðum sínum, en fyrirtækið sagði verkamönnunum upp 7. apríl og réð í staðinn 400 verkamenn sem stóðu utan stéttarfélaga. Markmið Patrick og stjómarinnar var að rjúfa alræðisvald stéttarfélags hafnarverkamanna yfir mannaráðn- ingum en aðgerðir þeirra hafa vakið mikla andúð verkafólks og telja stjórnmálaskýrendur ríkisstjómina nú þurfa að vinna sig aftur í álit og að kosningar séu ekki væntanlegar fyrr en í árslok. Howard hafði hugsað sér að gera úrbætur í hafnarverkalýðs- málum að kosningamáli sínu. Verkafólk fagnaði úrskurðinum en ekki geta þó allir snúið aftur til starfa sinna undireins því Patrick- fyrirtækið hefur þegar ákveðið að loka nokkrum útibúa sinna. Milljarðar í skógarvernd í Amazon Rio de Janeiro. The Daily Telegraph. BRASILISKA ríkisstjórnin hefur kynnt metnað- arfyllstu umhverfisvemdaráætlun sem komið hef- ur fram í tengslum við Amazon-svæðið. Verði hún að veruleika verður skóglendi á vemdarsvæði um 25 milljón hektarar. Forseti Brasilíu, Fernando Henrique Cardoso, undirritaði við þetta tækifæri tilskipun um tvö vemdarsvæði við Amazon-fljót og tvö ný svæði í frumskógunum við Atlantshafsströnd, sem em um 600.000 hektarar að flatarmáli, eða á stærð við Bretland. A Amazon-svæðinu búa um 400 indíánaættbálk- ar og þar er að finna um helming allra plöntuteg- unda í heiminum. Þá er Amazon-fljótið mikilvæg- ur hlekkur í vatnakerfi jarðarinnar þar sem um fimmtungur alls ferskvatns rennur niður fljótið. Frumskógar Brasilíu hafa verið höggnir niður miskunnarlaust undanfarna áratugi, til að rýma til fyrir jarðrækt og til timburvinnslu. Árið 1995 var eyðilegging mest, en þá hurfu um 46.000 ferkíló- metrar skóglendis. Þá eyðilagðist svæði á stærð við Belgíu í skógareldum fyrr á árinu og telja um- hverfisvemdarinnar að um ein öld líði áður en sá skaði fæst bættur. Alls hefur sem svarar til 4,3 milljörðum ísl. kr. verið heitið til verndunar frumskóganna í Brasil- íu, þar af leggur Alþjóðabankinn til um 2,5 millj- arða. Stjórnvöld og umhverfisverndarsamtök segja hins vegar að iðnríkjum heims beri að leggja fram meira fé til verksins, um 6,6 milljarða ísl. kr. Það fé sem þegar hefur verið heitið ætti að duga til að hækka hlutfall vemdaðra skóga úr 3% í 10%. Umhverfisverndarsamtök óttast hins vegar að fögur fyrirheit brasilískra stjórnvalda kunni að reynast innantóm orð eins og svo oft áður. Einn þeirra, José Goldemberg, fyrrverandi umhverfis- málaráðherra Brasilíu, segir Cardoso forstea notfæra sér málið til að slá um sig og minnir á að fyrri loforð um fjárframlög til verndar frum- skóga hafi safnað ryki á hillum tæknikratanna í Brasilíu. „Oraunhæfar“ kröfur Kýp- ur-Tyrkja Níkösía. Reuters. RICHARD Holbrooke, sendimað- ur Bandaríkjastjórnar, kenndi í gær forystumönnum Kýpur- Tyrkja um, að viðræður milli þeirra og Kýpur-Grikkja hefðu farið út um þúfur. Holbrooke, sem reyndi í þrjá daga að koma á viðræðum milli fulltrúa þjóðarbrotanna, sagði, að Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur- Tyrkja, hefði verið með „óraunhæf- ar“ kröfur um, að Kýpurstjóm við- urkenndi tyrkneskt lýðveldi á norðurhluta eyjarinnar og hætti viðræðum um aðild að Evrópusam- bandinu, ESB. Sagði Holbrooke, að þessar kröfur væru út í hött. Stjómvöld í Tyrklandi hafa hót- að að beita valdi til að koma í veg fyrir, að Kýpur-Grikkir komi sér upp rússneskum loftvamaflaugum en þær eiga þeir að fá í ágúst nk. Gríska stjómin hefur aftur bmgð- ist við þessum hótunum með því að lýsa yfir, að geri Tyrkir árás á Kýpur-Grikki, verði litið á það sem stríðsyfirlýsingu. Grikkir og Tyrkir era hvorirtveggju í Atlantshafs- bandalaginu, NATO. Engir „Dayton-samningar“ í augsýn Tyrkneskur her réðst inn í Kýp- ur 1974 og 1983 lýstu Kýpur-Tyrk- ir yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á norðurhluta eyjarinnar. Er Tyrkja- stjóm sú eina, sem hefur viður- kennt það. Denktash lítur á við- ræður Kýpur-Grikkja um ESB-að- ild sem tilraun til að auka áhrif Grikkja á eynni en Grikkir era í ESB. Tilraunir Tyrkja til að fá að- ild hafa hins vegar engan árangur borið. Holbrooke átti einna mestan þátt í að koma á Dayton-samning- unum um frið í Bosníu en fátt bendir til, að honum verði jafn vel ágengt á Kýpur. Til stóð, að hann færi þangað aftur 8. maí til nýrra viðræðna en óvíst er, að af því verði. Edmund Joensen segir af sér sem lögmaður Færeyinga Myndun borgaralegr- ar stjórnar mistókst Þórshöfn. Morgunblaöið. EDMUND Joensen, lögmaður Færeyinga, tilkynnti í gær að hann segði af sér embætti lögmanns eftir að honum mistókst að mynda borg- aralega stjórn um helgina í kjölfar kosninga til Lögþingsins í síðustu viku. Hann hafði boðið Anfinn Kalls- berg, formanni Fólkaflokksins, emb- ættið ef flokkur hans myndaði stjóm með Sambandsflokknum, sem Joensen fer fyrir, Sjálfstýriflokkn- um og Miðflokknum. Kallsberg hafnaði boðinu í gær en sagðist hins vegar ekki útiloka myndun borgara- legrar stjómar. „Við höfum átt ágætar viðræður við Edmund Joensen. Þrátt fyrir að við útilokum ekki myndun borgara- legrar stjórnar með Sambandsflokki Joensens, óskum við eftir því að for- menn allra flokkanna komi sér sam- an um hver eigi að reyna við stjórn- armyndun." Fráfarandi stjórn Joensen missti meirihluta sinn í kosningunum sl. fimmtudag en Kallsberg segir að fleiri möguleikar séu á myndun stjórnar en sá borgaralegi. Telur hann mikilvægt að látið verði reyna á nýjar reglur Lögþingsins um stjórnarmyndun en samkvæmt þeim munu formenn allra stjórnmála- flokkanna sex sem komust inn á þing hittast á fundi í dag, þriðjudag, þar sem þeir munu greiða atkvæði um hver reyni stjórnannyndun næst. Mun Jógvan Ingvard Olsen, forseti Lögþingsins, stýra fundin- um. Reuters S A barmi hung- ursneyðar SÚDÖNSK móðir heldur á vannærðu barni sínu skammt frá bækistöð Matvælahjálpar Sam- einuðu þjóðanna í bænum Aijep. Þar hafa um 28.000 Súdanir fengið mat en hungursneyð vofir nú yfír í landinu og um 700.000 manns í hættu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fagnaði í gær ákvörðun súdanskra yfir- valda að leyfa fleiri flugvélum hjálparstofnana að fljúga til suð- urhluta landsins með mat og önn- ur hjálpargögn. Reuters Friðarvið- ræður út um þúfur Kabúl. Reuters. BÚIST er við auknum átökum í Afganistan eftir að friðarviðræður milli stríðandi fylkinga fóru út um þúfur um helgina. Fulltrúar Sam- einuðu þjóðanna sögðust í gær ótt- ast að hersveitir Talebana, sem fara með stjórn í höfuðborginni Kabúl, myndu nú reyna að ná á sitt vald þeim þriðjungi lands sem lýtur yfir- ráðum stjórnarandstæðinga. Óstað- festar fregnir herma að síðustu daga hafi hart verið barist í austur- hluta Afganistans. Friðarviðræðunum, sem haldnar vora í Islamabad, höfuðborg Pakist- ans, var ætlað að koma í veg fyrir blóðug átök með vorinu. Var gert ráð fyrir ráðstefnu fræðimanna sem ræða myndu varanlegan frið en stjórnarandstæðingar vildu að á fundinum í Islamabad yrði rætt strax um varanlegt vopnahlé, afnám efnahagsrefsinga og fangaskipti. Þessi mál vildu Talebanar ekki ræða fyrr en á ráðstefnunni fyrr- nefndu og því fóra viðræðurnar út um þúfur. -------♦♦♦------ Sjö ákærö- ir fyrir morð á þingkonu Draguignan. Reuters. RETTARHÖLD hófust í gær yfir sjö mönnum sem ákærðir eru fyrir morðið á frönsku þingkonunni Yann Piat árið 1994. Málið vakti gríðar- lega athygli á sínum tíma og beið stór hópur fólks fyrir utan þinghúsið í bænum Draguignan í Suður- Frakklandi er réttur var settur. Gríðarleg öryggisgæsla er við dóms- húsið, m.a. um 200 óeirðalögreglu- menn, en búist er við að réttarhöldin standi í hálfan annan mánuð. Piat var myrt er hún var á leið heim að næturlagi eftir fáförnum vegi. Sagði bílstjóri hennar að tveir menn á bifhjóli hefðu ekið upþ að bifreiðinni og skotið þingkonuna. Pi- at hafði lýst því yfir að hún hygðist vinna að niðurlögum skipulagðrar glæpastarfsemi í kjördæmi sínu og er talið að mafían hafi fyrirskipað morðið á henni. Einn sjömenninganna hefur játað að hafa ekið bifhjólinu en aðrar játn- ingar liggja ekki fyrir. Þá er einn úr hópnum, bareigandi, ákærður fyrir að hafa fyrirskipað morðið. Margir hafa hins vegar lýst efasemdum um að svo sé. Skömmu fyrir lát sitt skrifaði Piat bréf sem opnað skyldi ef dauða hennar bæri að með voveiflegum hætti. Þar segist hún óttast um líf sitt og nefnir fimm manns sem hún telur vilja sér illt. Þeirra á meðal eru fyrrverandi ráðherra, öldungadeild- arþingmaður og mafíuleiðtogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.