Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
EINHVERJA bestu skeiðspretti sem farnir hafa verið í
skeifukeppninni á Hólum gat að líta að þessu sinni og hér
fer Lena Zielinski á hryssu sinni Perlu frá Ölvaldsstöðum.
CHRISTIANE Mainka frá Þýskalandi hafnaði í þriðja sæti
í fjórgangi á hesti sínum Sprota frá Sveinsstöðum og í
fjórða sæti í skeifukeppninni.
MARTINA Zeisig frá Þýskalandi vann sig upp úr B-
úrslitum í finunta sæti á Nál frá Syðra-Skörðugili og varð
fimmta í skeifukeppninni.
Morgunblaðsskeifan á Hólum
Skeifan féll í
skaut heimamanni
Heimamaður og einn þriggja pilta sem
stunduðu nám á hrossabraut í vetur,
Þórarinn Eymundsson, vann
Morgunblaðsskeifuna á skeifudaginn á
Hólum sem haldinn var hátíðlegur á
frídegi verkamanna, 1. maí, að þessu sinni.
Þórarinn, sem er frá Saurbæ í Skagafírði,
keppti á hestinum Varða frá Varmalæk II í
síðasta hluta æsispennandi keppninnar.
Valdimar Kristinsson hélt norður með
skeifuna eftirsóttu í farteskinu og fylgdist
með úrslitum í fjórgangi og fimmgangi
auk nokkurra skemmtiatriða sem fram
fóru í reiðskemmunni góðu á staðnum.
MorgunblaðiðValdimar Kristinsson
ÞÓRARINN Eymundsson varði heiður íslenskra karlmanna og
heimamanna Skagfirðinga er hann sigraði í keppninni um
Morgunblaðsskeifuna á Hólum. Hér situr hann hestinn Varða frá
Varmalæk en þeir höfnuðu í öðru sæti í fjórgangi eftir að hafa verið í
fyrsta sæti að lokinni forkeppni.
FORKEPPNI í fjór- og fimmgangi
var síðasti hlutinn sem reiknast inn í
>keppni nemenda Hólaskóla um
Morgunblaðsskeifuna. Sú keppni fór
fram fyrir hádegi 1. maí en eftir há-
degið var keppt til úrslita þar sem
raðað var í sæti en niðurstaða þeirra
hafði engin áhrif á keppnina um
skeifuna.
Á brattan að sækja
hjá karlpeningnum
Eins og fram kom í hestaþætti
Morgunblaðsins snemma vetrar
voru aðeins þrír piltar af tuttugu og
tveimur nemendum á hrossabraut og
að lokinni forkeppninni hafði aðeins
einn þeirra komist á blað í úrslita-
keppninni en það var Þórarinn. En
hann var efstur í fjórgangi eftir for-
keppnina og tryggði sér með þeim
árangri sigur í skeifukeppninni. Að-
alkeppinautur hans, Lena Zielinski
frá Danmörku, keppti hins vegar á
hryssu sinni Perlu frá Ölvaldsstöð-
um í fimmgangi. Hafði hún betur í
viðureign sinni við hinn keppandann
í fimmgangi, Irisi Hrund Grettis-
dóttur frá Búðardal, sem keppti á
skólahestinum Búa frá Skefilsstöð-
um þar sem hestur hennar forfallað-
ist fyrir keppnina. Ástæða er til að
geta þess að stúlkurnar tvær sýndu
góða skeiðspretti undir lok keppn-
innar á hrossum sínum, án efa þeim
bestu sem sést hafa á þessum vett-
vangi. Lena hlaut Eiðfaxabikarinn
fyrir góða hirðingu en nú eins og á
Hvanneyri urðu tveir nemendur
jafnir í keppninni um þennan grip og
dregið var um hver hlyti gripinn.
Jöfn Lenu var sænska stúlkan Elen-
or E. Ölén.
Þórarinn varð að gefa eftir efsta
sætið í úrslitum tO Bergdísar Finn-
bogadóttur frá Reykjavík sem
keppti á hesti sínum Smelli frá Úlfs-
stöðum og var sigur hennar nokkuð
öruggur. Bergdís hlaut reið-
mennskuviðurkenningu Félags
tamningamanna. Þórarinn hreppti
annað sætið en í þriðja sæti kom
Christiane Mainka frá Þýskalandi
sem keppti á hesti sínum Sprota frá
Sveinsstöðum.
Keilutölt athyglisverð
keppnisgrein
Að úrslitum loknum var dagskráin
flutt inn í reiðskemmu þar sem nem-
endur sýndu eitt og annað sem þeir
hafa verið að fást við í vetur auk
nokkurra atriða í léttum dúr. Ástæða
er til að minnast á eitt atriðanna sem
kallað var Keilutölt. Raðað er upp
keilum með gulum boltum á toppn-
um í braut sem keppendur ríða í
gegnum milli tveggja keilna. Eins og
nafnið ber með sér er riðið á tölti,
tekinn er tími sem þýðir að best er
að fara sem hraðast í gegnum braut-
ina en kapp er best með forsjá því ef
hesturinn fellir bolta af keilu eða
jafnvel keiluna sjálfa eru reiknuð
refsistig. Einnig er metinn hreinleiki
gangtegundar þannig að ef hestur-
inn fer á skeiðtölti eða lulli reiknast
einnig refsistig. Hið sama gildir ef
hesturinn fer á brokk. Þama kepptu
nemendur við starfsmenn skólans í
skemmtilegri keppni sem einnig er
gagnleg í þjálfun hests og knapa,
sérstaklega ef fylgt er vel eftir kröf-
unni um hreinan gang.
En úrslit í keppni skeifudagsins
urðu sem hér segir, einkunnii- eru úr
forkeppni:
Fjórgangur
1. Bergdis Finnbogadóttir á Smelli frá Úlfsstöð-
um, 8,42.
2. Þórarinn Eymundsson á Varða frá Varmalæk
II.
3. Christiane Mainka á Sprota frá Sveinsstöðum,
8,25.
4. Guðrún A Elvarsdóttir á Gloríu frá Mykju-
nesi, 8,25.
5. Martina Zeisig á Nál frá Syðra-Skörðugili,
8,17.
6. Dorte Poulsen á Nökkva frá Þóreyjamúpi,
8,25.
Fimmgangur
1. Lena Zielinski á Perlu frá Ölvaldsstöðum,
8,75.
2. fris H. Grettisdóttir á Búa frá Skefilsstöðum,
8,00.
Skeifukeppnin
1. Þórarinn Eymundsson, 8,71.
2. Lena Zielinski, Danmörku, 8,70
3. Dorte Poulsen, Danmörku, 8,49.
4. Christiane Mainka, Þýskalandi, 8,47.
5. Martina Zeisig, Þýskalandi, 8,37.