Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 74
74 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ég vil hreyfa við fólki I maí verða 30 ár liðin frá því að Miles Davis tók upp plötuna „In a Silent Way“ sem markaði upphaf „fusion“ tónlistarinnar eða bræðingsins, eins og fyrirbærið hefur veríð kallað á íslensku. Hildur Loftsdóttir komst að því að þessi tónlist er langt frá því að vera gleymd, þegar hún brá sér á tónleika með Hilmarí Jenssyni og félögum. HILMAR er með B.M. gráðu í djassgítarleik frá Berklee College of Music í Boston, og er án efa einn af allra bestu djasstónlistarmönnum landsins. Hann er maður spunans og frjálsa formsins. Nýlega þegar Hiimar hélt tón- leika ásamt félögum sínum á Sól- oni íslandusi spiluðu þeir lög af plötum snillingsins Miles Davis; „Bitches’ Brew“ og „Live Evil“. Það var ekki að spyrja að því, efri hæðin var troðfull og aðsóknin ein- stök í sögu djassklúbbsins Múlans. Meiri hluti áhorfenda var af yngri kynslóðinni og kunni mjög vel að meta tónlistina og var hljómsveitin UNG! SÆNSKAR GÆÐAVÖRUR Heimapermanent — sjampó — næring — hárlakk — gel —froða geispray Utsölustaðir: Apótekið Iðufelli, Apótekið Suðurströnd, Apótekið Smáratorgi, Apótekið Smiðjuvegi, Arbæjarapótek, Snyrtivöruverslunin Disella, Grafarvogsapótek, Hafnarfjarðarapótek, Hraunbergsapótek, Apótekið Hvolsvelli, Apótekið Hellu, Apótekið Selfossi. Dreifing: KROSSAHAMAR, s. 588 8808 NÝTT FRÁ SVISS! Ekta augnhára- og augnbrúnalitur. Allt í einum pakka, auðvelt í notkun og endist frábærlega. Útsölustaðir: Lyfja, Lágmúla, Líbia Mjódd, Dísella Hafnarfirði, Háaleitisapótek, Grafarvogs- apótek, Egilsstaðaapótek, Apótekið Hvolsvelli, Apótekið Hellu, Iðunnar apótek, Nana snyrtivörur Breiðholti. Dreifing: KROSSHAMAR. S. 5888808 Dráttarbeisli Eigum fyrirliggjandi á lager dráttarbeisli frá Bosal á flestar geröir bifreiða. Vönduö vara á góöu verði. náust Sími 535 9000 Morgunblaðið/Kristinn HILMAR Jensson lifír sig inn í Miles Davis tónlistina. klöppuð upp margoft. Þegar blaðamaður mætti var loftið mettað stemmingu og innlif- un jaftit hlustenda sem spilara sem eru auk Hilmars Oskar Guðjóns- sonar á saxófón, Snorri Sigurðsson á trompet, Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Guðni Finnsson á bassa og Ólafur Bjöm Ólafsson á tromm- ur. Blaðamaður sveif inn í sama heim og hinir, og rankaði ekki við sér fyrr en í hléi. Henni tókst að ná í skottið á Hilmari en það var ekki auðsótt í mannþrönginni. Áhugi á nýrri tónlist - Hvers vegna eru svona margir mættir? „Það hljóta að vera nokkrar ástæður fyrir því. Margir hafa áhuga á því sem ég, Óskar og Ey- þór emm að gera í djassinum, og aðrir fylgjast með því sem Guðni og Ólafur Bjöm em að gera, sem er allt önnur tónlist. Miles á sér náttúrulega fjölda aðdáenda og kannski sérstaklega þetta tímabil á ferli hans. Síðast en ekki síst em margir spenntir fyrir því að heyra þessa tvo ólíku heima renna sam- an; rokkið og djassinn, heyra FIH gengið og Smekkleysuliðið spila saman. Annars er alltaf að aukast að ungt fólk mæti á Múl- ann, og þá sérstaklega þegar ungt fólk er að spila og er það umhugs- unarefni útaf fyrir sig. Það er eins og áhuginn á nýrri djasstónlist sé að glæðast og þá helst hjá yngra fólkinu.“ Samruni tveggja heima - Hvað varstu að pæla þegar þú fékkst bæði djassara og poppara til liðs við þig? „Þegar Miles var að semja þessa tónlist þá var hann að reyna að bræða saman tvo heima. Sem djasstónlistarmaður fékk hann gif- urlegan áhuga á og varð fyrir áhrifum frá Jimi Hendrix, Sly and the Family Stone, James Brown og öðm sem var í gangi á þessum tíma. Það gekk svo langt að nokkrum ámm seinna fékk hann rokk- og fönkspilara til liðs við sig, en það var algjör nýlunda. Þótt ég og félagar mínir séum fyrst og fremst að vinna með tón- listina af fyrstu tveimur til þrem- ur plötunum, þá er mjög spenn- andi yfirhöfuð fá fólk úr rokkinu til þess að spila með djössumnum, og láta reyna á bræðinginn, þ.e.a.s. samrunann á þessum tveimur tónlistarstefnum. Guðni og Ólafur Bjöm sem hafa verið í hljómsveitum eins og „Funkstrasse" og „Unun“, spila öðru vísi en djassleikarar og heyra tónlistina öðra vísi fyrir sér en djassspilarar. A hinn bóginn eru þetta ekki svo ólíkar tónlistarteg- undir því góð tónlist er bara góð tónlist sama hverrar tegundar hún er. Fyrir mér var þetta aðallega spurning um að láta þessa ólíku spilara læra hvern inn á annan.“ - Er þetta ekta bræðingur? „Hvað á maður að segja? Þetta er bræðingur í þeirri merkingu að bræðingur þýðir samruni. En þessi tónlist hans Miles er ekki það sem er talað um að sé bræð- ingur í dag. Hann hefur aðeins leiðinlegra orð á sér. Þetta er oftar kallað upphaflega djass-rokkið, sem fæddist þegar Miles Davis tók upp fyrstu djass-rokk plötuna „In a Silent Way“ fyrir 30 ámm. Ári síðar tekur hann upp „Bitches’ Brew“ sem við hófum tónleikana á. Það hefur engin djassplata selst meira eða hraðar en hún, hún fór í hálfa milljón eintaka á örfáum vik- um.“ Breytti stefnu eigin tónlistar - Er Miles Davis mesti töffari djasssögunnar? „Þeir em margir töffararnir sem hafa verið að spila djass, en Miles er alveg hiklaust eini gaur- inn sem dagaði ekki uppi í ein- hverri einni stefnu og var bara töffari i tíu ár. Hann fylgdi alltaf því sem var nýtt á hverjum tíma og var alltaf fremstur í flokki. Það em engin dæmi þess í tóniistar- sögunni að einhver komi fram og breyti stefnu sinnar eigin tónlistar hvað eftir annað; hvað þá fjóram til fímm sinnum eins og Miles gerði. Maður verður töffari fyrir minni hluti en það.“ - Hvað er það sem þér líkar svo vel við tónlist Miles? „I sambandi við þetta verkefni er það frelsið sem er meira en yfir- leitt í djassi. Miles og hljómsveit vom ekki að spila yfir nein form, oft það er bara einn rytmi sem fer í gang og ein bassalína. Þeir spila yfír það og því er haldið áfram þangað til spilararnir gefast upp, og þá er byrjað á nýju lagi.“ - Hversu nákvæmir eruð þið í endurfiutningi hljómplatnanna? „Við era nokkuð nákvæmir hvað varðar alla gmnnþætti eins og hryn („groove"), bassalínur og ef einhverjar smá melódíur em í lög- unum þá leikum við þær líka. Að lengd spilum við ekki nema hluta af laginu. Öll þessi lög em hálftími eða lengri og skrifaðar nótur em kannski þrjár línur. Við eram tölu- vert samviskusamir í að ná sama hljómi, sama andrúmslofti og blæ- brigðum, og notum jafnvel sömu röð sólóa.“ Öfganna á milli - Hefur þú einhver skilaboð að færa heiminum í gegnum tónlist- ina? „Eg er nú ekki viss um það. En mér er sérlega umhugað um það að fólk hlusti á tónlistina mína með opnum huga. Það er það eina. Eg sveiflast endanna á milli í þeirri tónlist sem ég fiyt og sem. Hún er annaðhvort mjög hugljúf og falleg eða mjög ágeng og oft erfið áheyrnar. En eitthvert miðjumoð finnst mér yfirleitt ekki skemmti- legt. I öllum listformum finnst mér þeir hlutir sem fólk getur setið undir án þess að þurfa að hugsa né finna nokkum skapaðan hlut bæði merkingarlausir og óþarfir. Ég vil hreyfa við fólki hvort sem það er á þægilegan eða óþægilegan hátt. Ég vil vekja fólk af hversdagsleg- um doða.“ Lengra varð ekki spjallið því hléið var á enda, Hilmar rokinn á sviðið og hélt áfram að spila Miles Davis fyrir fullum sal af fólki sem kunni vel að meta tónlistina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.