Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 98 Á veruleikaflótta frá Reykjavík Fi'ambjóðendur D-listans í Reykjavík hafa undanfarið reynt að læða því inn hjá Reykvíkingum að haf- inn sé fólksflótti frá höfuðborginni til Kópa- vogs. Þetta er hlálegur málflutningur í ljósi - .sögunnar. Staðreyndin er auð- vitað sú að nágranna- byggðir höfuðborgar- innar hafa verið í hraðri uppbyggingu allan síðari hluta ald- arinnar, fyrst og fremst vegna nálsegð- ar við borgina. Ibúa- þróun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þannig að árið 1950 voru Reykvíkingar 86% af öllum íbúum svæðisins en 1996 aðeins 65,4%. Samkvæmt áróðri D- listans hefur því verið hraður flótti til ná- grannabyggðanna allan þennan tíma en megnið af honum hafa þeir sjálfir stjórnað í Reykjavík. Þegar nánar er að gáð kemur þó í ljós að Reykvíkingar hafa haldið sínu miðað við landið allt, og gott betur. Árið 1950 var hlutfall Reykjavíkur af íbúatölu alls landsins 38,8% en 39,1% árið 1996. Að jafnaði hefur fjölgunin því verið eðlileg allan þennan tíma og svo er enn. Flutn- ingar af landsbyggðinni hafa hins vegar fremur komið nágranna- byggðum Reykjavíkur til góða. Þetta er svipuð þróun og í fjölmörg- um borgum um allan heim. Fólk hefur tilhneigingu til leita út fyrir borgarmörkin sjálf en njóta eigi að síður nálægðar borgarinnar. Flótti sjálfstæðismanna Ef litið er á allt tímabilið frá 1950 hafa komið kippir í vöxt nágranna- byggðanna af og til, stundum í Kópavogi, stundum í Hafnarfírði, Garðabæ eða Mosfellsbæ. Lang- versta flóttaskeiðið í sögu Reykja- vík á þessum tíma, ef nota á rök- semdafærslu D-listans, voru árin 1975-78 en þá fækkaði Reykvíking- um beinlínis meðan íbúum ná- grannabyggða fjölgaði verulega. Samtals var fækkun um 1.480 íbúa á þessu tímabili. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fjölgaði Reykvíking- um um 1.159 milli áranna 1996-97 Sigrún Magnúsdóttir UNDANFARNA daga hafa yfirlýsingar Ingi- bjargar Sólrúnar um ár- angur í borgarmálum ekki farið fram hjá mér. Sumu verður maðm' bara að trúa, af því að maður þekkir það ekki -■Jhíjálfur. Eigin reynsla segir mér að í dagvistar- málum séu langir biðlist- ar og að þar sé rekin undarleg hentistefna þæ. hvaða börn séu tekin inn á leikskólana. Nýjasta reynsla mín er að vera virt að vettugi af borgarstjóra „allra Reykvíkinga“ (að henn- ar eigin sögn). Til fróð- leiks hafa tvær greinar birst hér í Morgunblaðinu þar sem borgarstjóri var spurður um svikin kosningalof- orð Reykjavikurlista, s.s. að öll böm 2 ára og eldri fengju vistun á vegum borgarinnar, á sínum tíma gekk hún jafnvel svo langt að lofa öllum börn- "DUm 1 árs og eldri vistun fyrir lok þessa kjörtímabils. Rökbrellur Ingibjörg Sólrún segir að hún hafí staðið fyi'ir mestu leikskólafram- kvæmdum fyrr og síðar í Reykjavík. Loforð um 3.500 ný dagvistarpláss eiga ekki lengur við, nú er talað um mestu leik- skólaframkvæmdh' á öldinni. Samkvæmt skýrslu sem gefin var út af Dagvist barna í maí árið 1997 kemur fram að heildarfjölgun barna á leikskóium sé rúmlega 400 á kjörtímabilinu. Og að foreldrar sem sækja um heilsdagsvistun fyr- ir barn sitt hafí forgang. Þetta er gert þrátt fyrir að niðurstöður könnun- ar sem gerð var af Dag- vist barna í samvinnu við Halldór Jónsson, stjórnmálafræðing þar sem rúm 25% foreldra vildu ekki heilsdagsvistun fyrir börn sín, af því má ráða að 70% óska eftir vistun í skemmri tíma en nemur heilsdagsvistun og tæp 5% annað. Þrátt fyrir þessar niðustöður er ver- ið að þröngva heilsdagsplássum inn á foreldra, væri ekki eðlilegra að láta vilja foreldra ráða því hve lengi börnin eru hverju sinni! Virðingarleysi Ingibjörg Sóli-ún hefur látið hafa eftir sér að hún sé borgarstjóri allra Reykvíkinga. Sagt er að konur séu konum verstar, ég ætla ekki að Eigin reynsla segir mér að í dagvistarmál- um séu langir biðlistar, segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, og að jar sé rekin undarleg hentistefna, þ.e. hvaða börn séu tekin inn á leikskólana. leggja mat á hvort það eigi við í þessu máli, þ.e. af hverju hún hefur ekki svarað spurningum mínum hvort það sé vegna þess að ég sé kona en ekki karl og hvort það sé fyrir neðan hennar virðingu að svara konu sem teiur að sér hafí verið mis- boðið sem móður. Eins og þeir sem fylgst hafa með aðsendum greinum vita hefur ekki borið á svari frá borgarstjóra. í mínum huga kemur upp orðið virðingarleysi, fyi'ir mér og öllum þeim er krefjast betra og upplýstara samfélags. Valkostir Undarlegt þykir mér að heim- greiðslur voru afnumdar og skattar hækkaðir um leið og Reykjavíkur- listi tók við borginni. Ahugavert væri að vita hvort Arni Sigfússon oddviti Sjálfstæðismanna vilji svara mér hvaða valkostir standi okkur borgar- búum til boða í dagvistarmálum! Höfundur er konditormeistari. Rökbrellur og virðingarleysi Björg Kristín Sigþórsdóttir *■ ÖRSTUTT DV-frétt, laugardaginn 25. apríl, gæti reynst R-listanum örlagarík. Fréttin er það fyrirferðarlítil að hún er nánast falin. Hún segir að í skoðanakönn- un C&L Hagvangs, sem gerð var nýlega, hafí 49,3% þeirra er könnun- un nær til, talið að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir ætli að leiða sameigin- legan lista félags- hyggjufólks í þingkosn- ingum að ári, það er sameiginlegan lista Al- þýðubandalags, Alþýðu- fíokks, Kvennalista og Þjóðvaka. Svo virðist sem hún ætli að pretta fólk til að kjósa R-listann í Reykja- _ vík en stökkva svo frá vandanum, er fengið svar við þeirri spruningu sem Guðrún Péturs- dóttir spurði Ingi- björgu Sólrúnu í sjón- varpsþættinum Dags- ljósi en hún neitaði að svara. Stærsta frétt skoð- anakönnunarinnar er þó máski sú að yfir 70% aðspurðra gátu ekki nefnt neinn af R-listan- um sem viðtakandi borgarstjóra, ef svo færi sem hér er um rætt. Hún er verðugt íhugunarefni kjósenda er þeir ganga að kjör- borði 23. maí nk. Nú skal ég gjarnan viðurkenna að Ingibjörg Sólrún hef- ur aldrei vakið sérstakt traut mitt, þótt hún næði stuðningi til borgar- stjóra árið 1994. En mér er spurn: Hvaða vægi hefur R-listinn í hugum Helmingur aðspurðra í skoðanakönnun telur að Ingibjörg Sólrún muni leiða vinstra framboð til Alþingis að ári. Karl Ormsson spyr: Hvaða R-lista- maður sest þá í stól borgarstjóra, ef sá listi heldur meirihluta? kjósenda, ef hann slysaðist til að halda meirihluta ef og eftir að Ingi- björg Sólrún hverfur af hans vett- vangi? Hvað trausts nýtur R-listinn án Ingibjargar Sólrúnar? Ég skora á fólk að meta R-listann í því ljósi, sem tilvitnuð skoðana- könnun varpar á hann. Ég bið fólk að hugsa sér stjórnina á borginni næstu fjögur árin, ef R-listin heldur velli undir þessum ki'ingumstæðum. HOfundur er fv. deildarfulltrúi. Blekking aldarinnar Karl Ormsson sem er 37% af heildarfjölgun á svæðinu, en í Kópavogi fjölgaði um 1.252 íbúa eða 39,9% af heildar- fjölgun. Um 75% af allri fjöigun á svæðinu í fyrra er því í þessum tveimur sveitarfélögum. I öðrum grannbyggðum hefur íbúafjöldi vaxið mun hægar. Sé litið á Kópa- vog sérstaklega koma í ljós miklar sveiflur á þessum áratug. Fyrsta Málflutningur D-listans um fólksflótta frá Reykjavík er jafn óá- byrgur og hann er rangur. Sigrún Magn- úsdóttir segir íbúaþró- un Reykjavíkur eðlilega. stökkið kom 1995-96 en þá var fjölgunin í Kópavogi 33,5% af heild- arfjölgun á svæðinu það árið. Sama ár var fjölgunin í Reykjavík þó 45,1% af heildarfjölgun á svæðinu. Þess ber að geta að í tölum Hag- stofunnar er Kjalarnes enn talið sérstakt sveitarfélag en hefur í rauninni verið sameinað Reykjavík og er því raunveruleg fjölgun í borginni 1.747 manns á síðasta ári. Borgin hefur því allan þennan ára- tug haldið sínum hlut. Með samein- ingunni við Kjalarnes opnast ný og spennandi byggingasvæði við ströndina og mun það gera hlut höfuðborgarinnar góðan í heildar- fjölgun á svæðinu næstu ár, ekki síst með tilliti til þess að útsvar og ýmis önnur gjöld eru lægri í Reykjavík en víðast í nágrenninu. Álfsnesið sem liggur á skjólríkum og gróðursælum stað er til dæmis mun stærra en allur Kópavogur. Þar mun í framtíðinni byggjast mikið íbúðarhverfi. Málflutningur D-listans er því jafn óábyrgur og hann er rangur. Ibúaþróun Reykjavíkur er með eðlilegum hætti og á stjórnarárum núverandi meirihluta hefur hún verið hagstæðari með tilliti til höf- uðborgarsvæðisins í heild en hún hefur verið lengst af síðan um 1960. Eini flóttinn sem merkja má í Reykjavík er veruleikaflótti D-list- ans. Höfundur er borgarfulltrúi og í öðru sæti Reykjavíkurlistans í borg- arstjórnarkosningunum í vor. Betur má ef duga skal VIÐ SEM erum að ala upp börn, höfum áhuggjur af framtíð þeirra og velferð, enda ekki að ástæðulausu. Við heyrum daglega fréttir af gi'ófu ofbeldi þar sem níðst er á mönnum, dýrum og umhverfi. Almenn virðing er á undanhaldi og meiri harka að fær- ast í allt. T.d. virðist auðvelt fyrir unglinga að nálgast fíkniefni jafnvel á skólalóðum. í Morgunblaðinu 26. febrúar sl. var fjallað um þennan vanda í grein eftir Albert Jensen. Hann hitti borgarstjóra að máli og fór fram á aðgerðir. Svarið sem hann fékk var: „Þetta er alls staðar svona.“ Því miður sýnir þetta mátt- leysi okkar og úiræðaleysi núver- andi borgaryfirvalda í þessum mál- um. Öll vitum við að vandamálin í miðbænum eru gífurleg. Uppsetn- ing myndavéla og frjáls opnunar- tími skemmtistaða leysa ekki þann vanda. Unglingarnir hafa ekki ald- ur til að sækja skemmtistaðina. Þá vantar viðfangsefni við hæfí. í Degi 28. janúar sl. var grein sem bar nafnið „Rottur Reykjavíkur". Þar kom fram að hópur unglinga hefur ekki í neitt hús að venda, er með öðrum orðum á götunni og yljar sér á hitaristum. Slíkt er smánar- blettur á samfélagi okkar. Ég hef aldrei skilið hvers vegna R-listinn lagði niður útideildina. Þörfin fyrir hana hefur aldrei verið meiri. Rannsóknir sýna að tíminn með foreldrunum er mikilvægastur fyr- ir vellíðan og velferð barna. Þeim mun betra sem tíminn er meiri. Við sem erum heimavinnandi ættum að hætta að afsaka okkur fyrir það val. Þrýstingur samfélagsins hefur verið gífurlegur að fá okkur út á vinnumarkaðinn. Stundum hefur mér hreinlega dottið í hug að ég sé að eyðileggja fyrir frama kvenna almennt eða auknu jafnrétti kynj- anna með því að vera heima. Stefn- an hefur verið að börnin fari sem fyrst í leikskólana og helst allan daginn. Fyrst svo er, fer uppeldið að mestu leyti fram þar fyrstu árin. Borgaryfirvöld hafa byggt mikið á kostnað gæða og öryggis barna. Leikskólarnir verða að vera í stakk búnir til að sinna vel innra starfi sínu. Til þess þurfa þeir nægjan- legt fjármagn og starfsfólk. Hvert barn er einstakt, með persónulegar þarfir s.s. tíma með for- eldrum,^ hvatningu og hlýju. í uppbyggingu leikskólanna hefði verið betra að sjá minni ein- ingar, heimilislegri leikskóla og meiri ald- ursskiptingu í deildir eins og áður var. Kenna þarf kristnu gildin í skipulegi'i fræðslu, þ.e.a.s. að bera virðingu fyrir mönnum, dýrum og verðmætum. Það eru innri gæðin sem skila sér út i sam- félagið, ekki stein- steypan. Við, sem eigum börn og unglinga í dag, gátum valið úr sumarvinnu þegar við vorum ung- lingar. Við fengum að læra að vinna sem í er fólginn mikill auður. Nú fá mörg börn vinnu í bæjar- vinnunni. Eftir að hafa fylgst með unglingum þar, tekur maður eftir almennu áhugaleysi á vinnunni. Eitthvað er að! Þarna held ég að hægt sé að gera betur. Hvatning er t.d. mikilvæg frá verkstjórn. Bjóða Ég fagna nýrri fjöl- skyldustefnu D-listans, segir Sveinbjörg Björnsdóttir. Hún hríf- ur og er nauðsynleg við núverandi aðstæður. má upp á einhvern aukabónus ef verk klárast fyrir tilsettan tíma. Þá væri hægt að viðhalda gömlum og góðum sið með því að hafa töðu- gjöld í verklok, en aðeins ef vel er unnið. Þetta getur kallað fram já- kvæðara umhverfi og meiri afköst. Forgangsröðun borgaryfirvalda verður að vera börnum og ungling- um í vil. Koma þarf til móts við þarfir þeirra og styðja þarf við bakið á þeim félagasamtökum og forvarnahópum sem vinna að því að skapa unga fólkinu okkar betri framtíð. Ég fagna því nýrri fjöl- skyldustefnu D-listans. Hún hrífur og er nauðsynleg við núverandi að- stæður, eigi að skapast hér heil- brigðara og öruggara umhverfi. Höfundur er hdtelrekstrarfrœðing- ur og í foreldraráði leikskóia. Sveinbjörg Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.