Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 69 '
í DAG
KIRKJUSTARF
verður áttatíu og fímm ára
Ása Sigríður Stefánsdóttir,
Reykjavíkurvegi 35a, Hafn-
arfirði. Hún tekur á móti
gestum á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar að
Smyrlahrauni 38, Hafnar-
fu-ði, í dag eftir kl. 15.
BRIDS
llm.sjón liuðiniindur
l’áll Ainarson
VAR Omar Sharif óhepp-
inn að fá undir meðalskor
fyrir að taka fjögur hjörtu
tvo niður? Spilið er frá
General Masters-ein-
menningnum á Korsíku og
Sharif hélt á spilum norð-
urs:
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Vestur
A 986
¥ ÁG1072
♦ 75
4,432
Norður
♦ D
¥ 95
4 10842
+ ÁD10965
Austur
A 52
¥ KD86
♦ ÁKD9
+ KG7
Suður
A ÁKG10743
¥43
4 G63
*8
Vestur Norður Austur Suður
Kowalski Sharif Mouiel Jourdain
Pass Pass 1 tígull 3spaðar
Pass 4lýörtu Pass Allirpass Dobl Paæ
Sharif kom út með
spaðadrottningu, sem Jo-
urdain drap með kóngi og
skipti strax yfír í einspilið
í laufi. Sharif tók á ásinn
og spilaði aftur laufi, sem
Jourdain trompaði. Og
spilaði spaðatíu. En Sharif
trompaði þann slag og gaf
makker aðra laufstungu:
tveir niður og 100 í NS.
Gott? Ekki aldeilis! Víð-
ast hvar opnaði norður á
laufhindrun í þriðju hendi.
Austur getur varla doblað
þrjú lauf með tvo hunda í
spaða, svo flestir völdu að
segja þrjú grönd. Sá
samningur fór auðvitað
rakleiðis fjóra niður (sjö á
spaða og laufás). Var Om-
ar óheppinn? Kannski, en
af hverju opnaði hann ekki
á þremur laufum?
Áster'..
... adskiptastá
kossum.
TM Reg U.S. Pat Off — all rigbts roserved
(c) 1993 Los Angeles Timafi Syndicate
Árnað heilla
O r\ÁRA afmæli. í dag,
Ov/þriðjudaginn 5. maí,
verður áttræður Þorfínnur
Bjarnason, fyrrverandi
sveitarstjóri á Skagaströnd
og litgerðai’íitjóri, Boða-
granda 7. Eiginkona hans er
Hulda Pálsdóttir. Þau hjón-
in verða að heiman í dag.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkjmningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, Sent í bréfsíma
569-1329, sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
ri fT ÁRA afmæii. í dag,
f Oþriðjudaginn 5. maí,
verður sjötíu og fímm ára
Sigurður G. Gíslason,
Hrauni, Grindavík. Eigin-
kona hans er Hrefna Ragn-
arsdóttir. Þau taka á móti
gestum fóstudaginn 8. maí í
húsi Verkalýðsfélags
Grindavíkur að Víkurbraut
62, milli kl. 17 og 20.
p'/VÁRA afmæli. í dag,
O Uþriðjudaginn 5. maí,
verður fimmtugur Birgir
Jensson, húsgagnasmiður. I
tilefni afmælisins mun Birgir
og eiginkona hans Sólveig
Steingrímsdóttir taka á móti
vinum og ættingjum föstu-
daginn 8. maí í félagsheimili
Knattspyrnufélags Reykja-
vikur að Frostaskjóli 2,
Reykjavík, milli kl. 20 og 23.
NK\K
limsjón Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á al-
þjóðlegu móti í Búdapest í
apríl. Ungverjinn Tibor
Fogarasi (2.440) var með
hvitt og átti leik, en Dmitri
Bunzmann
(2.390), Þýska-
landi, hafði svart
og var að leika
gróflega af sér
með 28.
e5_e4??, en nauð-
synlegt var að
forða hróknum á
e8. Hvítur fann
þvingað mát:
29. Dxn+!
Kxf7 30. Be6+ og
svartur gafst
upp, því hann sá
fram á 30. _ Kfö
31. Rg4 mát.
Úrslit á mót-
inu urðu: 1. Sherzer, Banda-
ríkjunum 9 v. af 13 möguleg-
um, 2. 3. Michaletz, Úkra-
ínu og Peter Acs, Ungverja-
landi 8 v., 4. Csom, Ung-
verjalandi 7‘á v., 5._6. Fog-
arasi og Ruck, Ungverja-
landi 7 v., 7.10. Bunzmann,
Þýskalandi, Glek, Rússlandi,
Schebler og Naiditsch,
Þýskalandi 6'/z v. o.s.frv.
HVÍTUR mátar í þriðja leik.
HÖGNI HREKKVÍSI
STJÖRIVUSPA
eftir Frances llrakc
NAUTIÐ
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert óhræddur við að takast
á við hlutina og lætur hend-
ur standa fram úr ermum.
Þú ert aðlaðandi og vinsæll.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú hefur lagt þig allan fram
í starfí þínu og ert nú að sjá
árangurinn af því. Róman-
tíkin er allsráðandi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú átt að láta heilsuna
ganga fyinr öllu og taka þér
frí frá störfum sé þess þörf.
Láttu engan bregða fyrir
þig fæti.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Nú er nauðsynlegt að stilla
til friðar innan fjölskyldunn-
ar. Leggðu þitt af mörkum
og sýndu skilning.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það ríkir almenn gleði í
kringum þig í dag og menn
eru samstarfsfúsir. Allt vii’ð-
ist ganga upp hjá þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú geislar af gleði og sjálfs-
öryggi. Slepptu öllum hé-
góma og mundu að oft þarf
lítið til að gleðja náungann.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) éL
Það er þér ólíkt að hlaupa í
felur. Þú hefur þann kjark
sem til þarf nú, til að tala
hreint út um hlutina.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú verður að halda fast í
sannfæringu þína. En þú
þarft líka að taka afleiðing-
um gjörða þinna.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) tK
Þér hættir til að ofmeta ann-
arra ummæli og ættir að
varast slíkt, því það getur
dregið slæman dilk á eftir
sér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) 46
Eyddu ekki tíma í að berjast
við samviskuna. Þú þekkir
muninn á réttu og röngu og
átt að standa með sjálfum
þér.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) AÍÍP
Þú ert í sjöunda himni
vegna góðra frétta. Njóttu
þeirra með vinum og vanda-
mönnum. Slakaðu á í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) Gítb
Þú ættir að útfæra það sem
þú ert að fást við núna með
framtíðina í huga. Það tekst
með opnum huga.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) >%■»
Þú leggur allan þinn metnað
í starfið en þarft að gæta
þess að vanrækja ekki þína
nánustu. Bættu úr því.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár a f þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Safnaðarstarf
Þingvallaferð
sunnudagaskól-
anna í Hafnar-
fjarðarsókn
Á LIÐNUM vetri hafa í fyrsta
sinn verið starfandi þrír sunnu-
dagaskólar á vegum Hafnarfjarð-
arkirkju, í Setbergsskóla, Hval-
eyrarskóla og kirkjunni. Mikið
fjölmenni sótti þeta starf eða um
300 börn þegar mest var fyrir jól-
in. Sl. sunnudag fóru sunnudaga-
skólarnir í vorferðalag til Þing-
valla í sól og blíðu og var foreldr-
um barna boðið að koma með. Um
140 börn og foreldrar héldu af
stað kl. 10 frá Hafnarfirði með
leiðtogum sínum. Á Þingvöllum
gekk hópurinn niður Almannagjá
og á Lögberg, en síðan var grill-
veisla haldin í boði sóknarnefndar
við þjónustumiðstöð Þingvalla þar
sem borðaðar voru pylsur. Eftir
grillveisluna var farið í Þingvalla-
kirkju þar sem sr. Heimir Steins-
son tók á móti hópnum, sagði frá
kirkjunni og hringdi Islands-
klukkunni. Því næst var haldinn
síðasti sunnudagaskóli vetrarins
við gítar- og harmonikkuleik og
að lokum sýndu börn frá Hvaleyr-
arskóla leikrit fyrir utan kirkjuna.
Voru þetta frábær lok á
ánægjulegu vetrarstarfi og fyrir
hönd Hafnarfjarðarkirkju þökk-
um við Hvaleyrarskóla og Set-
bergsskóla samstarfið á liðnum
vetri.
- Sr. Þórhallur Heimisson,
prestur Hafnarfjarðarkirkju.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 10-14. Léttur máls-
verður.
Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf
fyrir 10-12 ára kl. 17.
Dómkirkjan. Kl. 13.30-16
mömmufundur í safnaðarh.,
Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 sam-
verustund fyrir börn 11-12 ára.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, ritningalestur,
altarisganga, fyrirbænir. Léttur
málsverður í safnaðarheimilinu á
eftir.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12
ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu.
Langholtskirkja.Ungbarnamorg-
unn kl. 10-12. Opið hús. Æsku-
lýðsfundur kl. 19.30.
Neskirkja. Foreldramorgunn á
morgun kl. 10-12. Kaffi og spjall r
um sumarferðalag.
Seltjarnarneskirkja. For-
eldramorgunn kl. 10-12.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn
í safnaðarheimilinu í dag kl. 10-12.
Heimsókn á róló í hverfinu.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Starf aldraðra í
dag frá kl. 11. Kl. 14 hlutavelta í
neðri sal, spil, söngur og kaffisala
í efri sal.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
9-10 ára kl. 17.
Grafarvogskirkja. Eldri borgar-
ar. Opið hús kl. 13.30. Föndrað,
spilað, sungið. Kaffi. KFUM,
drengir 9-12 ára kl. 17.30-18.30.
Æskulýðsfélag, yngri deild, fyrir
8. bekk kl. 20-22.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Kópavogskirkja. Mæðramorgunn
í safnaðarheimilinu Borgum í dag
kl. 10-12.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið
hús fyrir 8-10 ára börn kl. 17-
18.30 í safnaðarheimilinu Linnet-
stíg 6.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í>
Vonarhöfn í safnaðarh. Strand-
bergi fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30.
Bessastaðakirkja. Bæna- og
kyrrðarstund kl. 17.30. Hægt er
að koma bænaefnum til presta og
djákna safnaðarins.
Vídalínskirkja. Fundur í æsku-
lýðsfélaginu, yngri deild kl. 19.30,
eldri deild kí. 21.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Borgarneskirkja. Helgistund
þriðjudaga kl. 18.30. f
Mömmumorgunn í safnaðarhúsi ,
Bröttugötu 6, kl. 10-12.
Grindavíkurkirkja. For-
eldramorgunn kl. 10. TTT starf
kl. 18-19 fyrir 10-12 ára. Ung-
lingastarf kl. 20.30 fyrir 8. 9. og
10. bekk.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin
14-16. Starfsfólk kirkjunnar í
Kirkjulundi 14-16.
Landakirkja. Kl. 20.30 eldri deild
KFUM & K fundar í húsi félag-
anna.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Samvera fyrir eldri borgara í dag
kl. 15. Allir hjartanlega velkomn-
Ný BuxnaJragtir m/stuttum ermum, hlússur, holir og sunJholir í miklu úrvali.
h SenJum í póstkröfu.
sendmg Gullbrd
Nóatúni, simi 562 4217
Tvö frábær fyrirtæki
1. Söluturn í eigin húsnæði staðsettur í stóru íbúðarhverfi. Sami
eigandi til margra ára, lottó og spilakassar sem gefa góðar tekj-
ur. Vinsæll staður sem má enn bæta, mikill umgangur. Húsnæðið
einnig til sölu.
2. Trésmíðaverkstæði sem sérhæfir sig i innihurðum eingöngu.
Óvenjumikil og góð tækjaeign. Eiginn innflutningur á öllu hráefni.
Þekkt fyrirtæki með viðurkennda vöru. Skipti möguleg á t.d.
sumarhúsi, bíl eöa fasteign.
Ath. Höfum góða kaupendur að heildverslunum og framleiðslufyrir-
tækjum.
Upplýsingar aöeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIASAlAN
SUÐURVE R I
SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.