Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 31 __________LISTIR Að sníða sér stakk eftir vexti TÓIVLEIKAR íslenska óperan KÓRTÓNLEIKAR Selkórinn, ásamt lúðrasveit Seltjarn- arness, flutti íslensk og erlend söngverk. Stjórnandi: Jón Karl Ein- arsson. Föstudagurinn 1. maí, 1998. SELKÓRINN hélt upp á 30 ára starfsafmæli með tónleikum í Is- lensku óperunni 1. maí sl. Efnisskrá- in var að mestu byggð upp af kórlög- um án undirleiks með þremur und- antekningum þ.e. í tveimur þáttum úr Stabat mater, eftir Pergolesi, sem kvennaraddirnar sungu, og þá leikið undir á píanó. Við frumflutning á kórverki, samið við Tristrankvæði af Hildigunni Rúnarsdóttur, fyrir blandaðan kór lék lúðrasveit, sem lék einnig undir í Sigurmarsinum eftir Verdi. Það var þokki yfir söng kvenna- kórsins í tveimur þáttum úr Stabat mater, eftir Pergolesi og kórnum fullskipuðum í Laudate, eftir Jerem- ias Friedrich Witt (1770-1836), þýsk- an tónsmið og sellista, er samdi m.a svonefnda Jena sinfóníu, sem rang- lega var um tíma eignuð Beethoven. Sama má segja um Ave Maria, eftir Bruckner, og Salve regina, eftir Liszt, sem þó voru helst til linlega flutt. Heldur meiri skerpa var í nokkrum trúarlegum lögum íslensk- um, Englar hæstir, eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, Maríukvæðinu fallega, eftir Atla Heimi Sveinsson, Locus iste, eftir John Speight, og Jesús Maríuson, sérlega innilegu lagi eftir Hjálmai- H. Ragnarsson. Þegar hér er komið er rétt að benda ritstjórum efnisskrár á, að ekki sé til afsökun fyrir óvönduðum frágangi, eins og því að telja Maríukvæði Halldórs Laxness vera eftir Matthías Jóhann- essen og rita „Jóhannes úr Kö“ í staðinn fyrir Kötlum. Eftir hlé var fyrsta viðfangsefnið negrasálmur, þýðlega sunginn af karlaröddunum en síðan, fram til lokaverkefnisins, söng allur kórinn íslensk kórverk og útsetningar. Þótt öll lögin væru þokkalega sungin vantaði skerpu í flest þeirra, eins og t.d. í útsetningu Hjálmars H. Ragn- arssonar á Grafskriftinni frægu, hinni fjörlegu útfærslu Ái'na Harð- arsonar á þjóðlögunum við alþýðu- vísurnar Tíminn líður trúðu mér og Það á að strýkja strákaling (Það á strýkja stelpuna) en í efnisskrá eru þessar vísur sagðar vera eftir Haf- liða Hallgrímsson. Þessi sami linleiki var á listasmíð Gunnars Reynis, við danskvæðið Haldið hún Gróa hafi skó. Allt eru þetta lög sem má syngja með nokkrum galsa og sterk- um áherslum, í bland við fmlegri blæbrigði. Frumflutt voru tvö lög, fyrst Við Kínafljót, eftir John Speight, ágætt lag, er var nokkuð vel flutt og þá tón- Ný fjöll úr stuðlum NÝJASTA Ijóðabók Sigmundar Emis Rúnarssonar heitir Sjaldgæft fólk. Hún fjallar þó ekki um fólk sem er sjaldgæft af því að til er fólk sem er „algengt" heldur má segja að hún segi okkur að allt sé sjaldgæft í kringum okkur, hvert augnablik. Bókinni er skipt niður í nokkra hluta og í gegnum þá ferð- ast lesandinn frá minningum úr bernsku, í nútíð og venjulegan hverdag: FAÐIR Hring utan hrings hefurðu vafist um niig umlukið aiit vefur þinn væntumþykjan er allt sem í mig er spunnið. En hverdagurinn verður aldrei og getur ekki orðið venjulegur og tilfinningin fyrir missi og endan- leika er alltaf nærri. Með þá tilfinn- ingu á undan sér ferðast lesandinn um kunnugt landslag sem Sig- mundur Emir raðar upp eins og ljósmyndum í einkasafni: fjall eitt til þrettán. I síðasta hlutanum bætist fólk og skuggar af fólki við náttúrumyndir skálds- ins. Sjaldgæft fólk er fjórða ljóðabók Sig- mundar Ernis og eru ljóð hennar að mestu ort á síðustu tveimur árum. Um bókina og um það sem hefur átt sér stað í kveðskap hans síðan siðasta bók hans kom út segir Sig- mundur Ernir: „Ég hef aUtaf ort mikið af náttúmljóðum og mér finnst það skemmtilegt viðfangsefni sem virð- ist alltaf jafn hugleikið íslenskum höfúndum. Að ég tali nú ekki um íslenskum ljóðskáldum. íslendingar em líka svo berskjaldaðir gagnvart náttúmnni, hún er alls staðar ná- lægt á meðan Svíar og Þjóðveijar sjá ekki náttúmna fyrir tijám. Ég ferðast mikið og reyni að fara um landið með augun opin. Svo nægir þessi suðvesturpartur landsins mér ágætlega, ég hef gaman af því að fylgjast með svipbrigð- um landsins, sjá hvern- ig dagur vaknar og dagur sígur. En svo er samband mitt við nátt- úrana ekki bara sjón- rænt og tilfinningalegt heldur á líka íslenskan svo margbreytileg orð sem hægt er að nota yfir náttúra. Það má svo segja að ekki bara efnið í bókina sé sígilt heldur er ég líka meira og meira farinn að nota stuðlasetningu og stundum rím. Nú þykir mér hrynjandi og stuðlar vera jafn nauð- synlegir kveðskap og litir era mál- verki. Islensk stuðlasetning er rík í manni og þegar maður er kominn með hana á hreint er ekki hægt að þvo hana af sér. Framan af reyndi ég að vera fijáls eins og fuglinn og beijast við ofríki hefðarinnar en smátt og smátt hef ég látið undan og lært að ég er hluti af arfi. Að ekki bara himinninn er yfir mér heldur líka hljómur og máttur orð- anna.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson verk við Tristrankvæði, eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur, sem að gerð er nokkuð vel samið en því færi betur, að notuð væri önnur hljóðfæraskipan en hér var gert. Það vantaði því mið- ur nokkuð á öryggi í flutningi þessa ágæta tónverks, bæði af hálfu kórs og lítils hornaflokks. I lokaverkefninu, Sigurmarsinum úr Aidu, efth' Verdi, verður að segja eins og er, að flutningurinn var langt frá því að hæfa verkinu. Það varðar við lög um heiðursrétt höfunda og ekki síst, þar sem Verdi stefndi lönd- um sínum fyrir dómstóla, og með þeim dómi var Itölum bannað að flytja óperuverk hans við undirleik lúðrasveitar að gera slíkt, þ.e. að flytja þetta glæsilega verk með und- h’leik Lúðrasveitar Seltjarnarness, sem er ágæt áhugamannahljómsveit en á ekkert erindi við verk eins og Sigurmarsinn. Þetta verk er stórt í broti og þannig þarf flutningurinn að vera. Metnaður má ekki blinda menn svo, að þeh' kunni ekki að sníða sér stakk eftir vexti. Af nógu er að taka, sem Selkórinn ræður vel við og get- ur sungið ágætlega, eins og vel mátti heyra í lögunum Undir bláum sólar- sali, Komdu að sofa fyrir mig, Veröld fláa og Ég beið þin lengi lengi, sem öll voru fallega flutt og hæfðu kórn- um raddlega mjög vel. Jón Ásgeirsson Vortónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar FYRSTU vortónleikar Tónlist- arskóla Garðabæjar verða í Kirkjuhvoli þriðjudaginn 5. maí klukkan 18, þar sem meginvið- fangsefnið verður pianóleikur og sama dag kl. 20.00 verða aðr- ir tónleikar skólans þar sem strengir ráða ríkjum. Þriðju tónleikarnir verða föstudaginn 8. maí kl. 18.00 þar sem fram koma tré- og málm- blásarar og sama dag kl. 20.00 verða fjórðu tónleikar skólans þar sem píanóið verður aftur í öndvegi. Fimmtu tónleikarnir og þeir sjöttu verða mánudaginn 11. maí kl, sjöundu vortónleikar skólans og þeir áttundu verða miðvikudaginn 13. maí og níundu og síðustu vortónleikarn- ir verða laugardaginn 16. maí. I lok mánaðarins verður óperan Brúðkaup Fígarós flutt af nemendum Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur og nokkrum kennurum skólans. DekaTopp EPOXY MALNING Iðnaðarmálning á gólf og veggi • Án lífrænna leysiefna • Slitsterkt • Stenst háþrýstiþvott • Áralöng reynsla • Góð viðloðun Gólflagnir IÐNAÐAfiGÖLF 4^ Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 Fáðu þér eitthvað ítalskt í eftirtöláum bakaríum og þú gætir unnið glæsilegan ferðavinning til Rimini á Ítalíu! / rPc'S'Sf/' pa/ut/Ht /naest/'ó “ 6a/a ffta/f'a/tó Reykjavík: Bakarameistarinn Stigahlíð 45 Bakarí Sandholt Laugavegi 36 Grafarvogi Bakaríið Austurver Háaleitisbraut 68 Rangárseli 6 Björnsbakarí Hringbraut 35 Breiðholtsbakarí Völvufelli 13 Hjá Jóa Fel Kleppsvegi 152 Hofmanns bakarí JL-Húsinu v. Hringbraut Sveinsbakarí Arnarbakka 4-6 Kópavogur: Reynir bakari Dalvegi 4 Sveinsbakarí Engihjalla Þðrsbakarí - Þrír fálkar Smiðjuvegi 4E Garðabær: Kökubankinn Iðnbúð 2 Hafnarfjörður: Bæjarbakarí Bæjarhrauni 2 Kökumeistarinn Miðvangi 41 Vort daglegt brauð Strandgötu 49 Seltjarnarnes: Björnsbakarí Austurströnd 14 Mosfellsbær: Mosfellsbakarí Urðarholti 3 Vesturland: Brauðgerð Ólafsvíkur Ólafsbraut 19, Ólafsvík Geirabakarí Borgarbraut 57, Borgarnesi Gamla bakaríið Aðalstræti 24, ísafirði Harðarbakarí Kirkjubraut 54, Akranesi Norðurland: Bakaríið Axið Hafnarbraut 5, Dalvík Brauðgerð Axels Tryggvabraut 22, Akureyri Brauðg. Kr. Jónssonar & Co Hrísalundi 3, Akureyri KÞ - Brauðgerð Garðarsbraut 15, Húsavík Sauðárkrðksbakarí Aðalgötu 5, Sauðárkróki Austurland: Fjarðarbrauð Hafnarbraut 2, Neskaupstað KHB - Brauðgerð Kaupvangi 5, Egilsstöðum Suðurland: Guðnabakarí Austurvegi 31 b, Selfoss Hverabakarí Heiðmörk 35, Hveragerði Kökuval Þingskálum 4, Hellu Reykjanes: Nýja bakaríið Hafnargötu 31, Keflavík Sigurjðnsbakarí Hólmgarði 2, Keflavík 0) SAMTÖK í. IÐNAOARINS SittlmlirilrLni/if!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.