Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 33 I læðingi LEIKLIST Leikfélagið Leyndir drauniar Á BLEIKU SKÝI Eftir Caryl Churchill. Jón Bjarni Guðmundsson þýddi. Leikstjóri: Skúli Gautason. Ljós: Geir Magn- ússon/Sigrún Valgeirsdóttir. Leik- mynd: Sigurður Gunnarsson. Hljóð: Bjarni Bragi Kjartansson. Hár/fórðun: Aðalbjörg Hrafnsdótt- ir. Leikendur: Guðrún Ágústsdótt- ir, Þóra Sigurðardóttir, Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir, Júlía Hannam, Ingi- björg Sigurðardóttir, Örn Ágúst Guðmundsson, Einar Rafn Guð- brandsson, Guðjón Óskarsson, Reynir Sigurðsson. Sýning í Mögu- leikhúsinu við Hlemm, 30.4. í FRÓÐLEGRI og smekklega hannaðri leikskrá leiðir Júlía Hannam, formaður áhugamannaleik- hópsins Leyndir draumar hugann að því hvað valdi því að „venjulega venjulegt" fólk fangist svo af töfrum leikiistargyðjunnar Thalíu, að það „vanrækir heimili sín, maka og börn, svindlar á vinnutíma, stelst í prentara og ljósritunarvélar vítt og breitt um vinnumarkaðinn... gleymh’ að borða... lifir á kaffi, sígarettum og kexi og ástinni á leikhúsinu.“ Þarna hljóta að búa sterk öfl undir, leyndir draumar, og Júlía nefnir nokkra þein'a: „... valdið sem hægt er að öðl- ast... valdið til að fá áhorfandann til að gleyma stund og stað... þráin eftir því að snerta strengi áhorfandans, spila á sál hans, huga hans ... Mætti ekki líka snúa þessu upp á leikendurna sjálfa? Sá sem stendur á sviði stendur fyrst og fremst frammi fyrir sjálfum sér, spilar á eigin sál og huga. Áhugaleikarinn er sífellt að skora sjálfan sig á hólm, mæta eigin áskoran. Og, svo ég umorði þekktan og öllu nútímalegi’i frasa: Hann vill læra á bflinn til að komast rétta leið. Leikfélagið Leyndir draumar var stofnað haustið 1995. Að stofnun þess stóð hópur áhugafólks sem sótt hafði námskeið í Kramhúsinu hjá Hhn Agnarsdóttur frá 1992. Á bleiku skýi er fjórða leikritið sem hópurinn sviðsetur, ef frá eru talin ör- leikrit, spunaverk og ýmsir einþátt- ungar. Höfundm-inn, Cai-yl Churchill notr ar hugmyndafræði nýlendustefnu Breta til að varpa ljósi á þau áhrif sem samfélagsleg skilyrðing hefur á kynhneigð fólks og flettir með því of- an af stéttarkúgun og kynjamisrétti. Hún leikur sér að tíma og rúmi með því að staðsetja fyrri þáttinn í svörtu Afríku á síðustu öld, en hinn seinni í Lúndúnaalmenningi eitt hundrað ár- um síðai'. Flestir sömu einstakling- amh’ koma við sögu á báðum tíma- skeiðum og hafa elst um tuttugu og fímm ár. Karlar ganga í hlutverk kvenna og öfugt og leiða þar með augað að þemanu. I íyni þættinum leikur Öm Ágúst Guðmundsson drottningarhollt karl- rembusvín, nýlenduherrann CUve Shmbottom. Honum tekst allvel að koma til skila valdsmannshroka og einstrengingshætti Clives, bæði með hljómmikilli raddbeitingu og stífu lát- bragði, en á erfiðara með blæbrigða- beitinguna í persónu Martins í síðaii þættinum, en sá maður hefur ekki jafntraust land undir fótum og Clive. Reynir Sigm’ðsson sýnir góða takta sem Betty, eiginkona Cli- ves, og einnig sem Eward í síðari þættinum og það sama má segja um Guð- rúnu Ágústsdóttur, sem einnig bregður sér út úr eigin kynhlutverki. Guð- rúnu tókst einkar vel upp í eintali Bettíar í síðari þættinum. Þá gerir Einar Rafn Guðbrandsson hlutverk- um sínum góð skil, og þó betri því síðara. Aðrh' leikendur skila texta sínum ágætlega, en meiri leikhljóð og tónlist hefðu gefið leikritinu aukna fyllingu. Á bleiku skýi er all- langt verk, þétt og býður upp á ýmsar ögrandi túlkunarleiðir. Leikstjór- inn hefur vahð að fai'a með löndum. Hann hætt- ir sér ekki á dýpið og því glatast ýmislegt í settleg- heitum og húmorsleysi sem undir ólgar, en sprengikraftur flytti upp á yfirborðið. Textinn ber oft sjálfan leikinn ofurliði, tekur af honum andardráttinn og því tilfinningu í tjáninguna. Hér saknaði ég leikstjórainnsæis, því vissulega býi' í þessum áhugasama og metnað- ai-fulla hópi sá sprengikraftur túlkun- ar sem er einn mesti áreitishreyfill leikhússins og um leið farai'tæki leik- arans í leitinni að sjálfum sér og hjarta áhorfenda. Það er bara spurning um hvernig best er að leysa hann úr læðingi. Guðbrandur Gíslason Án stílsins fátt að sjá eða heyra KVIKMYJVÐIR S tj ii r n u b í n REPLACEMENT KILLERS ★ ★V2 Leiksfjóri: Antoine Fuqua. Handritshöfundur: Ken Sanzel. Aðalhlutverk: Chow Yun-Fat, Mira Sorvino, Michael Rooker og Jurgen Prochnow. Touchstone 1998. KÍNVERSKI leikarinn Chow- Yun Fat leikur John Lee, innflytj- anda í New York sem vill leggja á hilluna starf sitt sem leigumorð- ingi. Fyrst verður hann að ljúka þremur verkum íyrir kínverska mafiuforingjann hr. Wei. Seinast verkið felst í því að drepa ungan son lögreglumannsins sem kom syni hr. Weis í gi'öfina. Lee guggnai' á því og ákveður að flýja til Kína. Hann biður skjalafalsar- ann Meg Coburn, Miru Sorvino, að útvega sér vegabréf. En Lee losnar ekki svo auðveldlega og dregur Coburn inn í mikinn hasar með sér. Replacement Killers er framraun leikstjórans Antoine Fuqua sem kvikmyndaleikstjóri, en hingað til hefur hann stjórnað tónlistarmyndböndum og auglýs- ingum. Hann er greinilega undir áhrifum frá John Woo, og er það í sjálfu sér ágætt. Það er kannski skiljanlegt þar sem Fat var einn af hans aðalleikurum meðan þeir vora báðh’ í Hong Kong, auk þess sem Woo er einn af framleiðend- um myndai-innar. Áhrifin koma helst í ljós í kvikmyndatökustíln- um, og hljóðeffektunum sem hann notar til að draga fram dramatík- ina í smáatriðunum. Þar sem handritið er ekki sérlega burðugt er ágætt að áherslan sé lögð á stíl- inn, en án hans væri hvorki mikið að sjá né heyra. Sum atriði eru hreint glæsileg, t.d. það sem er tekið á verkstæðinu hjá Eddie og skotbardaginn í lcvikmyndahús- inu; Ég vai-ð frekar fyrir vonbrigð- um með handritið sem byggist að- allega upp á því að tengja einn bardagann við þann næsta. Sagan sjálf er frekar mikil lumma, þar sem segir frá leigumorðingja sem má ekkert aumt sjá þegar að fjöl- skyldunni kemur, en til að vernda hana má beygja allar skrifaðar og óskrifaðar reglur sem gilda í sam- félaginu og innan glæpagengja. I lokin kemur í ljós að heitar tilfinn- ingar hafa myndast á milli aðal- hetjanna tveggja. Aðdragandinn að því er þó enginn, hann víkur fyrir handalögmálum og kemur áhorfendum óþarflega í opna skjöldu. Leikararnir eru mjög skemmti- legir. Fat hefur verið aðalgæinn í asískum kvikmyndum í 20 ár og hann er vægast sagt svalur. Það ber samt örlítið á því að það sé líklega einhver stigsmunur á vest- rænum og asískum töffurum, en það er bara skemmtilegt og jafn- vel viðeigandi í þessari mynd þar sem þessir tveir ólíku heimar mætast. Soi'vino fær hlutverk „femme fatale“ og er mjög sann- færandi sem slík. Það er þó örlítil klisjulykt af hlutverkinu, og ekki laust við að maður glotti þegar hún stendur á brjóstahöldunum og dritar úr byssunni. Með skemmtilegra og frum- legra handriti hefði Replacement Killers getað orðið stórgóð hasar- mynd, en hún er samt fínasta skemmtun fyiir unnendm- slíkra mynda og marga aðra. Hildur Loftsdóttir o D 0 0) a 0 <D D 0 O D 0 Sérínnflutt frá Þýskalandi á þýsku verði fyrir þig Buxur Bolir Vesti Dragtir kr. 1495 kr.399 kr.1495 kr. 6900 Stuttbuxur kr. 995 Sumarkjólar kr. 1995-2900 Blússur kr. 995-1995 Önnur 8 hluta Privileg Privileg Privileg Privileg Privileg 1.8 Itr Privileg Privileg Borvél í tösku m. frábær pottasett brauðvél ísvél saumavél samlokugrill suðukanna gufustraujám ryksuga öllum fylgihlutum tilboð Kr. 3900,- —w á— Kr. 9900,- Kr. 4900,- Kr. 14900,- Kr. 1895,- Kr. 1890,- Kr. 1890,- Kr. 6900,- kr. 4900 —V A }cc cýcrc) kcvuy cýc\£A)c\sVÖ'*vccnx j'*vcí (y%)l$sC\'L'C\'CYoL'C' Verslunarhús Quelle Dalvegi 2 - Sími: 564 a> 3 0 d> 3 0 ð> 3 0 0) 3 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.