Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞAÐ VÆRI synd að segja að
ekki væri áhugi á Bertolt Brecht á
íslandi á hundrað ára afinæli hans.
Þrír menn, hvorki meira né minna,
hafa skipst á skoðunum um hann
að undanfömu í Morgunblaðinu og
nú hefur sá fjórði bæst í hópinn.
Þorsteinn Thorarensen rithöfund-
ur og bókaútgefandi (og eiginmað-
ur Sigurlaugar Bjarnadóttur, míns
ágæta kollega um árabil sem komið
hefur mörgum á bragðið með
frönskuna) ritar 19. apríl grein í
Mbl. sem hann nefnir „Olæsir
menningarvitar". Með því heiti á
hann við okkur þremenningana
sem höfum verið að skrifa um
Brecht, einkum þó Þorstein Gylfa-
son og undirritaðan. Hann vandar
okkur tveimur ekki kveðjumar og
ástæðan er sú að honum þykir við
ekki tala af tilhlýðilegri virðingu
um bók sem hann ætlar (eða ætlaði
a.m.k.) að gefa út. Bókin er Brecht
og kompaní eftir John Fuegi sem í
Englandi kom út undir heitinu Líf
og lygar Bertolts Brechts.
Þorsteinn Thorarensen tekur
sér Fuegi dyggilega til fyrirmynd-
ar, er djarfur í ályktunum, hiklaus í
staðhæfíngum. Hann segir t.a.m.
um okkur nafna sína að „ljóst sé að
[við höfum] aldrei lesið“ bók Fueg-
is þó við höfum einmitt verið að
ræða efni hennar í greinum þeim
sem hann vísar til. Það er í fljótu
bragði ekki auðvelt að sjá hvaða til-
gangi skrif sem þessi þjóna, og þau
gætu raunar virst óskiljanleg með
öllu ef ekki kæmi fram í lok grein-
ar Þorsteins að hann á hugsanlega
nokkurra hagsmuna að gæta.
Ólæsi okkar reynist sumsé vera
það að lesa bókina með öðmm gler-
augum en bókaútgefandinn Þor-
steinn Thorarensen. Þorsteinn seg-
ir um okkur Þorstein Gylfason að
við dýrkum Brecht
„einsog múslímskh’
ofsatrúarmenn, bhndir
á persónulega van-
kanta Múhameðs". Ég
finn sattaðsegja ekk-
ert í greinum okkar
sem gæti gefíð tilefni
til slíkrar ályktunar.
Um bók Fuegis hefur
Þorsteinn Thoraren-
sen hinsvegar það að
segja að hún sé „hafin
upp yfir allt sem áður
hefur um Brecht verið
skrifað", enda sé Fu-
egi „viðurkenndur
fremsti Brechtfræð-
ingur heims“. Mikil er
trú þín, nafni!
Ég hef í fyrri greinum mínum í
Morgunblaðinu (4. og 26. mars)
lýst öðru áliti á umræddri bók og
leitt til vitnis jafn dómbæra menn
og John Willett og James K. Lyon.
(Það er reyndar alrangt hjá Þor-
steini að þessir menn hafi fyrst og
fremst fengist við ljóð Brechts;
John Willett skrifaði 1959 braut-
ryðjandaverk um leikrit Brechts
en er líka einn helsti þýðandi hans
á ensku og umsjónarmaður með
heildarútgáfu verka hans í Bret-
landi; James K. Lyon hefur rann-
sakað Ameríkuár Brechts meira en
aðrir og ritað grundvallarrit um
þann hluta ævisögu hans.) Ég hefði
getað leitt fram fjölda annarra
vitna, því ólæsið sem Þorsteinn
kvartar undan er mun víðtækara
en ætla mætti af grein hans. Það er
nefnilega samdóma álit Brecht-
fræðinga að Brecht og kompaní sé
afar ómerkileg bók, og á ég þá við
ensk-amerísku útgáfuna sem hér
hefur verið til umræðu. Bæði er
henni mjög ábótavant fræðilega,
kenningar hennar og
niðurstöður eru um of
reistar á getgátum, en
aðalgalli hennar er að
mínum dómi eiginleiki
sem Þorsteinn víkur
að í grein sinni þó í
öðru samhengi sé, en
það er hin sterka
hneigð sem setur mark
sitt á nánast hverja
blaðsíðu í bók Fuegis.
Hneigðin er svo römm
að bókmenntategundin
verður undarlegt sam-
bland af ævisögu og
níðriti (með vænum
slurk af æsifrétta-
blaði). Þorsteinn hefur
eftir Guðmundi Andra Thorssyni
eftirfarandi lýsingu á góðum ævi-
sagnahöfundi: „Mestu varðar að
höfundur er laus við alla hneigð.
Hann dregur ekkert undan um það
sem orka kann tvímælis í hátterni
sögupersóna, án þess að velta sér
upp úr því.“ Ég er sammála því að
þetta eru mjög æskilegir eiginleik-
ar, en bæta má við að svo nauðsyn-
legt sem það er að ævisagnahöf-
undur dragi ekkert undan „sem
orka kann tvímælis í háttemi sögu-
persóna", jafn nauðsynlegt er að
hann láti sögupersónur sínar njóta
sannmælis. Það er hinsvegar víðs-
fjarri Fuegi. Þorsteinn hefur víða
fjálgleg orð um hvílíkur aðdáandi
Brechts Fuegi sé. Ef ekki lægi fyr-
ir vitneskjan um lesgleraugu Þor-
steins mætti ætla að hann hefði
aldrei lesið bókina. I hinni þýsku
gerð bókarinnar hafa verið dregn-
ar út ýmsar firrur og falsanir ensk-
amerísku útgáfunnar. Sömuleiðis
sumar sóðalegustu lýsingamar
sem útgefandi hefur greinilega
talið að ekki þýddi að bjóða Þjóð-
verjum. Reyndar er bókin að
nokkru leyti endursamin af þýska
þýðandanum, enda mun útgefandi
hafa gert að skilyrði að bókin yrði
þannig úr garði gerð að lögfræðing-
ar gætu ekki gengið í hana (einsog
lögfræðingar Barböm Brecht
gerðu við frönsku útgáfuna vegna
þeirrar aðdróttunar Fuegis (sem er
endurtekin 19 sinnum í bókinni) að
Barbara sé ekki dóttir Helenu
Weigel heldur ráðskonu á heimil-
inu). Mér sýnist á formála þýsku
útgáfunnar og ýmsu sem Fuegi
hefur látið eftir sér hafa eftir út-
komu bókarinnar í Þýskalandi að
honum sé fullljóst að hann hafi far-
ið offari. Bókin hefur tvímælalaust
batnað og getur nú kallast ævisaga.
Eiginleikar á borð við yfirvegun
eða óhlutdrægni virðast þó enn
fjan’i Fuegi. Hann er enn fjarri því
að vera „laus við alla hneigð“. Um
kenningar hans um höfundskap
verkanna gildir sömuleiðis að þær
eru engu traustari en fyrr.
Að sjálfsögðu hefur höfundur
Olæsi okkar er sum sé
það, segir Þorsteinn
Þorsteinsson, að lesa
bók Fuegis með öðrum
gleraugum en bókaút-
gefandinn.
leyfi til að skrifa vondar bækur.
Þegar farið er að telja mönnum trú
um að vond bók sé góð bók hljóta
þeir hinsvegar að snúast til vamar.
Ég þykist vita að til lítils sé að ætla
að sannfæra tilvonandi útgefanda
bókar Fuegis um að hún sé vond.
Ég legg því til að við verðum sam-
mála um að vera ósammála hvað
hana varðar.
Þorsteinn víkur í grein sinni að
ýmsum atriðum sem bera vott um
áhuga hans á efninu. Hér gefst þó
ekki tóm til að drepa á nema fátt
eitt. Mér finnst hann vantreysta
dómgreind sinni um of þegar hann
lýsir því hvernig mat hans á kvæð-
inu „Minningin um Maríu A.“ hafi
Lesgleraugu
bókaútgefanda
Þorsteinn
Þorsteinsson
Barneignaþj ónusta í
íslensku samfélagi
ÞEGAR litið er á ár-
angur heilbrigðisþjón-
ustu á alþjóðavett-
vangi eru tölur sem
segja til um burðar-
máls- og mæðradauða
gjaman metnar. Þess-
ar tölur era með
lægsta móti hérlendis
og því má ætla að heil-
brigðisþjónustan hér
sé mjög góð. Burðar-
málsdauði mælir and-
vana fæðingar og börn
dáin á 1. viku sem
hlutfall af 1.000 fæð-
ingum. A áranum 1950
til 1995 hefur orðið
stöðug lækkun á burð-
armálsdauða á Islandi eða frá um
Hildur Guðrún Björg
Sigurðardóttir Sigurbjörnsdóttir
26 árið 1950 í 5,2 1995, en breyting-
in er hlutfallslega mest á áranum
1970-1985.
Mæðradauði er mælikvarði á
dauðsföll kvenna tengd barneign.
Um 90% mæðradauða í dag má
rekja til vanþróaðra landa Asíu og
Afríku en um 600.000 kvenna deyja
árlega í heiminum vegna alvar-
legra fylgikvilla er upp koma í
barneignarferli. Hérlendis má
rekja dauðsföll 4 kvenna sl. 20 ár
til meðgöngu eða barneigna. Þegar
litið er til lengra tímabils má sjá að
mæðradauði er á undanhaldi og í
raun mjög lítill samanborið við aðr-
ar þjóðir.
Hina jákvæðu þróun er varðar
lækkun á tíðni burðarmáls- og
mæðradauða hér á landi má ef-
laust rekja til margra þátta en
aukið og bætt eftirlit á meðgöngu,
í kringum fæðingu og á sviði ný-
burafræðinnar á hér líklega
stærstan þátt. Einnig ber að
þakka aukinni þekkingu heilbrigð-
isstarfsfólks og almennings, til-
komu sýklalyfja og auknum mögu-
leikum á greiningu og meðhöndl-
un á heilsufarsvandamálum al-
mennt. Ennfremur má ætla að
barnshafandi konur séu hraustari
í dag en áður og að bættur aðbún-
aður og lífskjör fólks hafi gert sitt
til að bæta útkomu fæðinga. I
samanburði við margar aðrar
þjóðir vegur þungt að allar ís-
lenskar konur eiga kost á skipu-
lagðri barneignaþjónustu óháð
stöðu og lífskjörum ólíkt því sem
tíðkast víða erlendis.
Ör þróun þekkingar samfara
tækniþróun hefur valdið byltingu í
læknisfræði og óneitanlega bjargað
mörgum mannslífum. Fyrir um 20-
30 áram var tæknimenningin leið-
andi við eftirlit og umönnun
kvenna á meðgöngu og í fæðingu
og ekki laust við að oftrú ríkti varð-
andi gildi læknisfræðilegra inn-
gripa. Umhverfi fæðingarstofnana
varð fremur kuldalegt og óper-
sónulegt. Litið var á fæðinguna
sem sjúkdóm og álitið að engin
fæðing gæti talist eðlileg fyrr en
hún væri yfirstaðin. Til mótvægis
við þessa þróun hefur sjónarmið
ljósmóðurfræðinnar orðið sífellt
meira áberandi í umræðu um barn-
eignaþjónustu en það gengur út frá
því að meðganga, fæðing og sæng-
urlega sé eðlilegt ferli þar til annað
kemur í ljós. Það er almennt við-
horf Ijósmæðra í dag að mikilvægt
sé að láta tæknina vinna með okk-
ur og nýta hana þegar eitthvað
bregður út af, en jafnframt að
standa vörð um hið eðlilega barn-
eignarferli. Ef traust er lagt á
tækja- og tæknivæðingu í eftirliti á
meðgöngu og í fæðingu er algert
skilyrði að heilbrigðisstarfsfólk
sem nýtir sér hana sé sérstaklega
þjálfað og menntað til þess, noti
tækin rétt og sé fært um að greina
niðurstöður rannsókna með þeim.
Að öðra jöfnu getur tæknin gefið
okkur falskt öryggi. Forræðis-
hyggja heilbrigðisstarfsmanna er á
undanhaldi, en samráð við skjól-
stæðinga um umönnun og meðferð
hefur komið í staðinn. Lögð er auk-
in áhersla á að vilji kvenna og for-
eldra svo og réttur þeirra á upplýs-
ingum um valkosti í barneigna-
þjónstu sé ávallt virtur. Barnsfæð-
ing er einstakur atburður í lífi for-
eldra og íjölskyldna sem ber að
virða sem slíkan.
Aukin þekking og skilningur á
mann- og sálfélagsfræði hefur haft
áhrif á þróun barneignaþjónustu
og sífellt orðið meira áberandi í
umræðunni um árangur heilbrigð-
isþjónustunnar. í dag látum við
okkur ekki nægja að meta árangur
þjónustunnar út frá tölum um líf
og dauða heldur viljum við
grennslast fyrir um líðan fólks,
væntingar þess og óskir um þjón-
ustuna svo og reynslu þess og við-
horf til veittrar þjónustu. Konur
og fjölskyldur leggja ríkari
áherslu á að kynnast vel þeirri
ljósmóður eða heilbrigðisstarfs-
fólki sem annast þær og að þeim
Forræðishyggja
heilbrigðisstarfsmanna
er á undanhaldi, segja
Hildur Sigurðardóttir
og Guðriín Björg
Sigurbjörnsdóttir, en
samráð við
skjólstæðinga um
umönnun og meðferð
hefur komið í staðinn.
sé veitt samfelld þjónustu af sömu
aðilunum á meðgöngu, í fæðingu
og í sængurlegu. Með nánum
kynnum lærir ljósmóðirin að lesa
þarfir og vilja konunnar og fjöl-
skyldunnar, þjónustan verður per-
sónulegri og markvissari. Þegar
konan finnur að hún hefur stjórn á
aðstæðum, geti hlustað á eigið inn-
sæi, eigin líkama og þannig komið
á móts við eigin þarfir ýtir fæðing-
arreynslan undir sjálfsöryggi móð-
urinnar, styi'kir ímynd hennar sem
konu og móður. Heimilislegt og
notalegt umhverfi hefur áhrif á ör-
yggiskennd og vellíðan fólks al-
breyst þegar hann frétti að Brecht
kallaði það fyrst „Ljóðræna vellu
nr. 1004“ í virðingarskyni við Don
Giovanni hjá Mozart sem átti 1003
ástkonur á Spáni einum saman.
Gildi kvæðisins getur ekki rýrnað
við þá vitneskju heldur miklu frem-
ur aukist.
Ekkert kvæði er til eftir Brecht
sem heitir Mahagonnysöngurinn
en Benares- og Alabamasöngurinn
teljast til flokks sem heitir Ma-
hagonnysöngvar. A einu handriti
Alabamasöngsins stendur: Eng-
lisch von Hauptmann. í nýju
Brecht-útgáfunni er því gengið út-
frá því að Elísabet Hauptmann hafi
þýtt báða þessa söngva á „ensk-
una“ sem á þeim er. Benaressöng-
urinn er einnig til á þýsku en Ala-
bamasöngurinn ekki.
Orð Þorsteins um „hinar afbök-
uðu þýðingar á ljóðum Kiplings í
Túskildingsóperunni" era á mis-
skilningi byggð; í því leikriti eru
einungis átta ljóðlínur sem telja má
þýðingu á Kipling. Meðan leikritið
var í smíðum stóð til að þar yrðu
tvö heil Kiplingkvæði en hætt var
við þau bæði. Sagan um að Ul-
bricht hafi haldið sérstakri vernd-
arhendi yfir Brecht er fremur
neyðarleg í ljósi síðustu vitneskju
um þau efni. Ljóst er nú að framtil
1954 unnu valdamiklir menn mark-
víst að því að steypa undan Brecht,
og vorið 1951 fékk Ulbricht þáver-
andi ritstjóri Neues Deutschland
það sérstaka verkefni að njósna um
og „framkvæma stöðuga pólitíska
vinnu“ með Brecht einsog það var
orðað á skollaþýsku flokksins. Bar-
bara Brecht er löngu hætt að geta
meinað nokkrum manni aðgang að
handritum Brechts því hún seldi
þau Listaakademíunni í Berlín fyr-
ir mörgum árum. Reyndar er það
mjög orðum aukið að torsótt hafi
verið að fá slíkan aðgang, en hitt er
rétt að erfingjamir voru lengi vel
tregir til að veita rétt til að birta
óútgefið efni. Slíkt má reyndar
heita venja um óbirt efni höfunda.
Að lokum óska ég nafna mínum
velfarnaðar í bókaútgáfunni.
Höfundur er þýðandi.
mennt og það hefur sýnt sig að
fæðandi konur finna sig öruggari í
hlýlegu og kunnuglegu umhverfi
og þá skiptir miklu máli að þær
geti haft val um það hverjir eru
viðstaddir barnsfæðinguna. Ná-
lægð og þátttaka bamsföður og
fjölskyldu í fæðingarreynslunni
sem verður sjálfsagðari í hinni
samfelldu og heildrænu þjónustu
veitir konum svo og feðrum aukið
öryggi. Aukin öryggiskennd kon-
unnar virðist hafa jákvæð áhrif á
gang fæðingar og er því æskilegt
að reyna að skapa aðstæður í
kringum fæðingarreynsluna sem
veita henni slíka tilfinningu.
Að undanfömu hafa verið gerðar
ýmsar áherslubreytingar í barn-
eignaþjónustu bæði í nágranna-
löndum okkar og hérlendis. Víða
hefur verið unnið að því að fækka
skoðunum í mæðraeftirliti, sæng-
urlega á sjúkrahúsum hefur styst
og aukin áhersla verið lögð á
heimaþjónustu ljósmæðra í kjölfar
snemmútskrifta eftir fæðingu. Bar-
neignaþjónusta sem býður upp á
samfellt eftirlit af sömu aðilunum á
meðgöngu, í fæðingu og í sængur-
legu er víða orðinn sjálfsagður val-
kostur. Eins og fram hefur komið
skilar barneignaþjónustan á ís-
landi góðum árangri þegar tekið er
mið af burðarmáls- og mæðra-
dauða. En betur má ef duga skal.
Meta þarf heilbrigðiskerfið út frá
fleiri þáttum, m.a. út frá sálfélags-
legum þáttum og viðhorfum skjól-
stæðinga til þjónustunnar. Víða
mætti gera endurbætur á barn-
eignaþjónustunni til að gera hana
persónulegri og fjölskylduvænni.
Það er von okkar og trú að framtíð-
in bjóði upp á enn meiri framfarir á
barneignaþjónustu á landinu öllu.
Hildur Sigiirðardóttir er fjósmóðir
og lektor < hjúkrunarfræði.
Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir er
yfírljósmóðir kvenna deildar.