Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 71
b MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 71' ' FÓLK í FRÉTTUM Stone tekinn í sátt STONE fékk Óskarsverðlaun fyrir handritið að kvikmyndinni „Midnight Express“ sem Randy Quaid, Brad Davis og John Hurt léku í. Upp koina svik um síðir? JFK var löng mynd um lögfræð- ing sem hyggst sanna að Lee Harv- ey Oswald hafí ekki verið einn að verki þegar hann réð Kennedy af dögum. Kevin Kostner þurfti að flytja endalausa ræðu í sögulok. Kostner hefur þröngt túlkunarsvið og leikur hans í þessum erfíða lokakafla var fyrir neðan allar hell- ur. Stone teygði lopann og lýsti fjöl- skyldulífi söguhetjunnar. Nokkrir ágætir leikarar í aukahlutverki gátu lífgað upp á myndina. Oliver Stone er mergjaður og að- sópsmikill sögumaður. Hins vegar verður að teljast nokkuð óvíst hvort leikstjórinn er í stakk búinn að ger- ast sagnaritari fjöldans. Myndir hans minna stundum á sovéskar áróðursmyndir frá þriðja áratugn- um. Ekkert er undanskilið í samtöl- um. Leikarar kalla skilaboð höf- undar hám raust. Boðskapurinn er endurtekinn sí og æ. Ef að er gáð kemur fram í Liðs- sveitinni að Akkillesarhæll Stones er þunglamalegur frásagnarstfll. Þótt Liðssveitin væri oflofuð hafði Stone gengið með handritið bón- leiður manna á milli árum saman. Áhorfendur hiifust af einlægni leik- stjórans. Ýmislegt má finna Stone til foráttu. Þó fer ekki á milli mála að honum liggur ætíð mikið á hjarta. Myndin hlaut Oskarsverðlaun sem besta mynd ársins. Stone var sæmdur sömu verðlaunum fyrir leikstjórn sína. Kauphöllin (Wall Street) segir frá kaupahéðnum í New York borg. Myndin er að hluta til sjálfsævi- söguleg þar sem faðir Stones fékkst við slíkt. Stone hélt askvað- andi inn í kauphöllina og hratt um borðum vtxlaranna og stólum MYNDIN Fæddir morðingjar olli iniklum deilum og reynt var að gera Stone ábyrgan fyrir svoköll- uðum „eftirhermumorðum“. NÝJASTA mynd Stone „U-Turn“ verður frumsýnd hérlendis á næstunni en meðal Ieikara eru Claire Danes, Joaquin Phoenix og Sean Penn. dúfnasalanna. Maðurinn sem áður gerði glæpa- og skylmingamyndir var farinn að prédika og orðinn samviska þjóðar sinnar. Þjóðarsálin í beinni útsendingu (Talk Radio) er með skári-i mál- efnamyndum sem Stone hefur gert. Ræður ef til vill miklu um að mynd- in er kammerverk. Greinir þar frá bersöglum útvarpsmanni og litiTk- um hlustendum. Stone leyfir hér kímnigáfunni að njóta sín á ný. I beinni útsendingu fékk nánast enga aðsókn. Myndin Fæddur fjórða júlí (Born on the Fourth of July) var óþarfur eftirmáli við Liðssveitina. Himinn og jörð (Heaven and Earth) var síð- asti kapítulinn í þessum þrfleik um Víetnamstríðið. Ef til vill á Ví- etnambálkur Stones brýnna erindi við Ameríkumenn en aðra. Þótt yrkisefnið sé vissulega hrikalegt hættir höfundi til að miðla sárri reynslu sinni með offorsi. Þessar myndir er þrungnar ungæðislegi’i angist. Rithöfundurinn Henry Da- vid Thoreau hélt því fram að að þorri manna lifði í þögulli örvænt- ingu. Reynslusaga Stones risti því eflaust dýpra ef hann kynni að greina frá á lágu nótunum í stað þess að berja sér á brjóst. Myndir leikstjórans eru of ein- strengingslegar. Stone fjallar um þörf málefni. Aftur á móti eru efn- istök hans oft svo klunnaleg að göf- ug skilaboð höfundar verða hálf- kjánaleg fyrir bragðið. Því hátíð- legri sem frásagnarstfll Stones verður, þeim mun erfiðara reynist að taka hann alvarlega. I myndinni Doors segir frá sam- nefndri hljómsveit og söngvaranum Jim Momson. Sá lést langt fyrir aldur fram úr ólifnaði. Morrison er orðinn píslarvottur líkt og allar söguhetjur í myndum Stones. Höf- undur gerir því skóna að flugu- menn CIA hafi ráðið Morrison bana. Leikstjórinn sér héðan í frá samsærismann á hverju strái. Fæddir morðingar Stone lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og hefur sýnt svo að um munar að hann er óragur að takast á við hvaða viðfangsefni sem er. Næsta mynd hans dró heldur betur dilk á eftir sér. Skilaboð Stones eru skrifuð skýrum stöfum í hverju einasta atriði í Fæddum morðingjum (Natural Born Kill- ers). Þar sem niðurstaða hans er helst til einfeldningsleg er fullmikið af hinu góða að minna áhorfandann á fagnaðarerindið við hvert fótmál. Leikstjórinn sótti efnistök sín í myndinni í tónlistai-myndbönd. Þetta söguform ber þolinmæði áhorfandans ofurliði þótt Stone grípi til þessa stflbragðs í háði. Var mjög fundið að því hve blóði drifin myndin var. Nokkrir morðingjar héldu því fram að sagan hefði blásið sér kjark í brjóst. Stone væri hinn eiginlegi sökudólgur. Gleymdist al- farið í þessu írafári að skamma Sto- ne fyrir hve drepleiðinleg og yfir- drifin þessi mynd er. Illmenni á borð við Norman Bates í Vitfirr- ingnum (Psycho) og Hannibal háskólabíó fhe Big Lebowski ★ ★★ Coenbræður eni engum líkir. Nýja n>yndin er á köflum meinfyndin og kol- Seggjuð en nær ekki að fylgja eftir jneistaraverkinu Fargo. Leikararnir hver öðrum betri í sundurlausri frá- sögn af lúðum i Los Angeles. ®dá/far ★★★ Virkilega skemmtileg barna- og fjöl- skyldumynd, sem hægt er að mæla með fyrir alla aldursflokka. ^ hættumörkum ★★ Cæmileg spennumynd sem tekur stundum á taugarnar en er ekki sér- lega áhugaverð. Ufmitt íbleiku ★★★ Lítil og nett mjmd sem tekur á stórum málum einsog hræsni og þröngsýni. °S óvenjuleg þar sem hún gengur út frá því að sumir séu ekki af réttu kyni samkvæmt umbúðunum. Til umhugs- unar fyrir afhommara og almenning. Undur vel leikin og sérstök. Kundun ★★■/í Laglega gerð kvikmynd um ævi 14. Lalai Lama sem er frekar leikin heim- fldarmynd en bíómynd. F Wag the Dog ★★Vá Sniðug og vel til fundin kvikmynd sem hefur ýmislegt til síns máls, en hand- ritið er ekki nógu beitt. Bíóstjarnan Húgó ★★% Sagan mætti vera skemmtilegri, en Húgó er sætur og bönium finnst hann fyndinn. Titanic ★★★‘A Mynd sem á eftir að verða sígild sök- um mikilfengleika, vandaðra vinnu- bragða í stóru sem smáu og virðingar fyrir umfjöllunarefninu. Falleg ástar- saga og ótrúlega vel unnin endurgerð eins hrikalegasta sjóslyss veraldarsög- unnar. Stikkfrí ★★,/2 Islensk gaman- og spennumynd þar sem þrjár barnungar leikkonur bera með sóma hita og þunga dagsins og reyna að koma skikk á misgjörðir for- eldranna. KRINGLUBÍÓ Mr. Magoo ★ Ófyndin mynd, 20 árum of seint á ferð- inni. Leslie Nielsen lyftir henni ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo. Litla hafmeyjan ★★★‘/2 Falleg og fyndin kvikmynd þar sem töfrar ævintýrisins blómstra að fullu. Skjóttu eða vertu skotinn ★★‘/z Stíllinn er á hreinu í þessari mynd. Töff kvikmyndataka og leikur, en sag- an, sem fjallar um leigumorðingja og hefnd, mætti vera frumlegri. Flubber ★★ Dáðlítil, einsbrandara gamanmynd um viðutan prófessor og tölvufigúrur. Robin Williams hefur úr litlu að moða. Ágæt skemmtun fyrir smáfólkið. LAUGARÁSBÍÓ Hoodlum *Va Klisjuverk út í gegn, þar sem svipljótir gangsterar takast á á götum Harlem. Allir fyrir einn ★★ Ævintýramynd í stíl gullaldarmynda Hollywood. Vænlegt þrjúbíó en ekki mikið meira. Það gerist ekki betra ★★★1/2 Jack Nicholson í sallafínu formi sem mannhatari, rithöfundur og geðsjúk- lingur sem tekur ekki inn töflurnar sínar - fyrr en gengilbeinan Helen Hunt, homminn Greg Kinnear og tfldn vekja upp í honum ærlegar tilfinning- ar. Rómantískai- gamanmyndir Lechter í Lömbin þagna (The Sil- ence of the Lambs) heilla áhorfend- ur á vissan hátt, þó ekki í návígi. Bob og Malory í mynd Stones hljóta hins vegar að vera leiðinleg- ustu fjöldamorðingjar í manna minnum. Stone valdur að morði? Reyfarahöfundurinn John Gris- ham, sem mörgum þykir góður, réðst harkalega á Stone í blaðagrein. Rakti hann hannsögu tveggja ung- linga. Drengurinn myrti góðan vin Grishams en stúlkan örkumlaði af- greiðslukonu. Kváðust þau hafa framið þetta ódæði eftir að þau sáu Fædda morðingja. Grisham skellti skuldinni á Stone. Lét hann í veðri vaka að skötuhjúin hefðu komist á glapstigu vegna þess eins að þau slysuðust til að sjá myndina. Trúi þeir sem trúa vilja. Grisham hvatti aðstandendur fórnarlambanna í greinarlok til að höfða skaðabótamál gegn leikstjóranum. Þess ber að geta að morð í sögum Grishams eru afar snyrtileg, nánast sársaukalaus að því er virðist. Engum sögum fer af þátttöku Grishams í Víetnam eða öðru sti-íði. Stone svaraði Grisham sem von var fullum hálsi. Ur predikunarstól í dómarasæti Myndin Nixon var mjög í anda JFK. Rangfærslur Stones eru engu líkar. Stone túlkaði valdatíð Nixons eins og skrattinn les biblí- una. Fjölskylda Nixons mótmælti því hvernig leikstjórinn hélt á mál- um og sagði hinn látna ekki hafa notið sannmælis. Stone bar við skáldaleyfi. Þetta hlýtur að teljast nokkuð vafasöm málsvörn í ljósi þess að Stone fjallar um mann sem er honum ekki fjarlægur í tíma og rúmi. Stone er djarfur leikstjóri. Hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur tekur hverja áhættu á fætur annarri. Oliver Stone hefur reynt meira en margur kvikmyndamaður. Hann er meðal fáira núlifandi leikstjóra sem barist hafa í stríði. Ofstopamaðurinn Stone er að sama skapi ekki eins gagnsýrður af myndum annarra höfunda og margh- starfsbræður hans á sama reki. Myndir Stones eru persónlegar en höfða þó til fjöldans. Þessi magnaði sögumaður þarf að læra að segja frá án reiði og ofurkapps. Eitt verður þó að segjast sem er þessum gamla stríðsmanni til máls- bóta. Þótt hann fari misvel með flókið -og vandasamt efni geta áhorfendur einatt tekið viljann fyr- ir verkið og hrifist af sannfæringu hans. Stone hefur í bili látið af þeim ósið að halda reiðilestur yfir áhorf- endum. Var löngu tími til kominn. Nýjasta mynd Stones, U-Beygjan, (U-Tui-n) er spennumynd. Hann er þvi kominn á gamlar slóðir og hér nýtur hann sín best. Jónas Knútsson GREINAKLIPPUR RUNNAKLIPPUR TRJÁKLIPPUR ÞÓR HF Reykjavík - Akureyrl Reykjavik: Armúla 11 -Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka -Sími 461-1070 Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson. mai Hljómsveitin Sangria maí Hljómsveitin Sangria REYK AVIK sigga Beinteins og Grétar Örvarsson skemmta í kvöld. Hljómsveitin Karma 10 m mai Rut og Birgir II m mai Rut og Birgir 12m ítiai Eyjóifur Kristjánsson Glæsilegur salatbar og súpa í hádeginu alla daga á aðeins kr. 890 7AFFI REYMAVIK HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.