Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
pliargmiiMslíilí
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Grettir
ÉG"IEt- PAG4NA
TlL RAT-
HLÖPUFZNARE&)
Tommi og Jenni
Ferdinand
Smáfólk
THI5 H0EIN6 VtHAT'5 BECAUSE VOU'RE
15 HARP UiORK., H0EIN6 ON THE 5IPEWALK..
|‘M NOT 6ETTIN6 YOU'RE 5UFP05ED T0 HOE
ANYUIHERE.. A IN THE YARP..
i
3-19 /
<m MOTHER DIPN'T'
RAI5E ME TO BE
A FARMER!
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Það vantar
stjórnun á borgina
Frá Karli Ormssyni:
HVER man ekki þær illræmdu
biðraðir eftir sjálfsögðum nauðsynj-
um á sjötta áratug þessarar aldar?
Fólk beið í hundraðatali, stundum
nótt eftir nótt eftir að opnaðar yrðu
búðir til að kaupa sér skó, föt, eða
bara rjóma, smjör og helstu nauð-
þurftir. Þetta ástand varði allt fram
á árið 1959 en vinstristjórn Her-
manns Jónassonar hrökklaðist frá
völdum við lítinn orðstír haustið
1958 og Viðreisnarstjómin tók við.
En nú hefur R-listinn í Reykjavík
endurvakið þennan biðraðadraug.
Nú bíður fólk eftir svo sjálfsögðum
hlutum sem byggingarlóðum til að
reisa sér þak yfir höfuðið. Það er
vart að maður hafi trúað þeim frétt-
um sem Sjónvarpið og Morgunblað-
ið færðu manni hinn 27. mars. Að
fólk bíði allt að 30. klst. eftir svo
sjálfsögðum hlutum sem byggingar-
lóðum, sem eru þó aldeilis ekki
gefnar. Byggingarlóð undir raðhús
eða einbýlishús kostar 2-3 milljónir.
Þegar vinstri meirihlutinn
hrökklaðist frá í borginni 1982 hétu
sjálfstæðismenn því að nú skyldi
vera nóg framboð af byggingarlóð-
um og eftir þetta þótti það sjálf-
sagður hlutur. Þegar Davíð Odds-
son varð borgarstjóri hélt hann
áfram þeirri reglu sem Birgir ísleif-
ur Gunnarsson kom á, að búið var
að láta ganga frá öllum leiðslum í
götur og þær malbikaðar áður en
lóðum var úthlutað. Það var aldrei
skortur á lóðum þar til núna. Maður
hélt að sú tíð væri liðin að skortur
yrði á lóðum, en það er nú öðru nær.
Nú sér maður að eftir því sem R-
listinn ræður lengur kemst maður
betur að því hvers konar gífurlegt
óhapp það var að hann skyldi slys-
ast til að ná hér völdum á vordögum
1994. Mörgu fólki er það algjörlega
hulið hversu mikil alvara er hér á
ferðinni því R-listinn hefur ekkert
hugsað fram í tímann. Það má segja
að nær öll umferðarmannvirki í
Reykjavík séu sprungin, allar götur
fullar af bílum vegna aðgerðaleysis
R-listans í umferðarmálum. Og það
sem er kannski allra alvarlegast er
að það verður ekkert hægt að gera
hér, til dæmis í byggingarmálum,
fram á næstu öld vegna umferðar-
mála. Ekkert gagn verður að því
landsvæði í Geldinganesi, Alfsnesi
eða Kjalarnesi fyrr en Sundabrúin
er komin. Nema R-listinn missi
völdin í borginni.
Ef engar lóðir verða til á næstu
árum er ekkert fyrir fólk annað að
gera en að flýja í næstu sveitarfélög
til stórskaða fyrir Reykjavík sem
verður af tekjum upp á tug milljóna
vegna hugsunarleysis R-listans.
Fróður maður benti á það, að þang-
að til Sundabrú yrði byggð yrði ekki
hálft gagn að Hvalfjarðargöngum
og öll umferð mundi sneiða framhjá
Reykjavík.
Yfir okkur dynja auglýsingar
,AJlir í strætó“. Það á að þjappa
saman fólki og útiloka einkabílinn.
R-listinn vill sjá okkur fyrir ferða-
máta hvort sem okkur líkar betur
eða verr. Einstaklingurinn á ekki að
fá að ráða sínum ferðamáta og R-
listinn talar um rafmagns spor-
vagna vegna þess að núverandi um-
ferðarmannvirki bera ekki meira.
Ástandið er svo alvarlegt að það
verður að taka strax í taumana.
Með öðrum orðum, það vantar
gatnakerfi, það vantar byggingar-
lóðir, það vantar Sundabrautina,
það vantar breikkun Gullinbrúar,
það vantar stórhuga framkvæmdir
við umferðarmannvirki, það vantar
með öðrum orðum stjórnun á borg-
ina. Þær upplýsingar sem koma
fram í Morgunblaðinu 27. mars að
ástandið í lóðamálunum hafi verið
svona alvarlegt 1996 og R-listinn
blekkt svo almenning er hörmulegt.
Það er erfitt að hugsa út í að fólk
hafi mætt við skrifstofu borgar-
verkfræðings með útigrill, matvæli
og sólstóla til að sofa og að bíða þar
í allt að 30 klukkustundir, en það
segir kannski sína sögu. Ég segi
bara, það er eins gott að góðærið
haldist áfram og ríkisstjórn Davíðs
Oddsonar verði við völd. Það forðar
kannski mesta voðanum frá.
KARL ORMSSON
fv. deildarfulltrúi.
Svikin loforð
Frá Guðjóni Sigurðssyni:
NÚ HEFUR R-listinn kynnt stefnu
sína fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar í vor. Ég hef að vísu ekki séð
þá stefnu í heild. Eitt rakst ég þó á,
þar sem R-listinn lofar öllum börn-
um eins árs og eldri þá vistun sem
foreldrar þeirra vilja nýta sér, og
meira að segja niðurgreidda. Eitt-
hvað hljómar þetta kunnuglega. Jú,
fyrir fjórum árum lofaði R-listinn að
öll börn eins árs og eldri fengju þá
vistun sem foreldrar þeirra vilja
nýta á kjörtímabilinu. Þetta loforð
var fyrir fjórum árum. Hver er nið-
urstaðan?
Nú eru skólamálin í brennidepli
hjá R-listanum og þar segir: í dag
m.a. 6-7 klst. samfelldur skóladag-
ur. Hvað sagði R-listinn fyrir fjór-
um árum að skóladagur nemenda
verði lengdur í áföngum þannig að
allir nemendur geti verið í skóla 6-7
klst. á dag. Þetta var fyrir fjórum
árum. Og hverju lofaði R-listinn í
húsnæðismálum? Þar sagði fyrir
fjórum árum að gera þarf átak til að
fjölga leiguíbúðum til að bæta úr
mjög brýnni húsnæðisþörf. Hver er
niðurstaðan? Hvar er 50 metra yfir-
byggða sundlaugin sem R-listinn
lofaði fyrir fjórum árum? Hvar er
fjölnota innanhússaðstaðan sem
m.a. átti að rýma knattspyrnuvöll
og hvar eru öll hjúkrunarrýmin sem
R-listinn lofaði? Þessi loforð voru
gefin fyrir fjórum árum. Hver var
árangurinn? Ég spyr hina brosandi
konu Ingibjörgu Sólrúnu.
GUÐJÓN SIGURÐSSON,
Hátúni lOa, Reykjavík.
Þetta er erfitt Það er vegna þess að þú ert að
verk ... mér mið- vinna á gangstéttinni.. .þú átt
ar ekkert. að losa um moldina í garðinum.
Móðir mín ól mig ekki upp til
þess að verða bóndi!
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt f upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.