Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 25
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 25 ÚR VERINU Umdeildar síldveiðar úr norsk-íslenska stofninum hófust á miðnætti „Mikil óvissa ríkir um stjór 111111“ VEIÐAR úr norsk-íslenska sfldar- stofninum máttu hefjast á miðnætti í gærkvöld og höfðu 56 íslensk fiski- skip fengið leyfi Fiskistofu til veið- anna í gær. Auk nótaveiðiflotans, hafa fjórir togarar fengið leyfi. Það eru Venus, Jón Vídalín, Stakfell og Sturla. Þá hefur verið sótt um leyfi til veiðanna fyrir Grandatogarann Þemey, sem nú er á karfaveiðum á Reykjaneshrygg, og er fastlega gert ráð fyrir að hann fái leyfi til veið- anna, lfkt og aðrir sem sótt hafa um. Samkvæmt reglugerð, sem sjáv- arútvegsráðherra gaf út sl. fimmtu- dag, eru allar veiðar úr norsk-ís- lenska sfldarstofninum óheimilar án sérstaks leyfis Fiskistofu. Að sögn Guðmundar Kristmundssonar, fúll- trúa á Fiskistofu, eru engin skilyrði sett fyrir veitingu veiðileyfa í reglu- gerð ráðherra og hafa því öll þau skip, sem hingað til hafa sótt um, fengið leyfi Fiskistofu. 202 þúsund tonna kvóti í gær voru 23 skip ýmist á leið í Síldarsmuguna eða komin þangað til að hefja leit, samkvæmt upplýsing- um frá Tilkynningaskyldunni, en um 200 mflna stím er þangað frá Aust- fjarðahöfnum. Nokkur íslensk nóta- veiðiskip hafa verið á kolmunnaveið- um í Sfldarsmugunni und- anfama daga og munu þau taka til við sfldveiðar um leið og vart verður við afla. Kvóti íslendinga úr norsk-íslenska síldar- stofninum í ár nemur 202 þúsund tonnum og er þar af leiðandi um 30 þúsund tonnum minni en í fyrra. Deilt um frumvarp Á Alþingi er nú deilt um stjómar- frumvarp, sem lagt hefur verið fram um veiðar úr norsk-íslenska sfldar- stofninum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sækja þurfi um leyfi til veiðanna til Fiskistofu og verði afla- heimildum úthlutað þannig að 90% komi í hlut þeirra skipa, sem stund- uðu veiðarnar á áranum 1995, 1996 og 1997. Þar af verði 60% úthlutað á skip eftir burðargetu, en 40% jafnt. Þeim 10% sem eftir standa á að skipta milli annarra skipa á gmnd- velli reglna sem ráðherra setji, þó þannig að aldrei komi meira í hlut hvers skips en sem nemur 25% af meðaltalsaflahámarki. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að fram- selja hluta árlegs aflahámarks hvers skips eða sem nemur 50% af hlutdeild í heildarafla síðustu þriggja sfldarvertíða. Stjómarandstæðingar hafa hafn- að þessu frumvarpi og hafa þrjú nefndarálit komið fram í sjávarút- vegsnefnd við framvarpið. Meiri- hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Meiri- hlutann skipa Ami R. Ámason, Vilhjálmur Egilsson, Valgerður Sverrisdóttir, Einar Oddur Krist- jánsson, Guðmundur Hallvarðsson og Hjálmar Ámason. Minnihluti nefndarinnar sameinast um nokkr- ar breytingartillögur á frumvarpinu en er þó ekki sammála í öllum atrið- um. Minnihlutann skipa þau Stein- grímur J. Sigfússon, Svanfríður Jónasdóttir og Lúðvík Bergvinsson. Meginatriði breytingartillagna þeirra er að veiðamar skuli vera frjálsar. í séráliti þeirra Svanfríðar og Lúðvíks er lögð áhersla á að veiði- heimildir úr norsk-íslenska síldar- stofninum eigi að selja á uppboði. Ekki sé rétt að veita útgerðarmönn- um ókeypis veiðiheimildir, en enn fremur náist þau markmið að meira af sfldinni fari til manneldis, þurfi útgerðarmenn að greiða fyrir veiði- leyfin. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður sjávarútvegsnefndar, skilar séráliti. Hann segir að í fyrsta lagi ættu gildandi lög um úthafsveiðar að ná yfir veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofninum. Því ætti að úthluta heimildum til skipanna á grundvelli veiðireynslu þeirra. Fyrst ætlunin sé að fara ekki þá leið, væri langein- faldast að hafa veiðamar frjálsar áfram. Með þeim hætti sé langbest tryggt að íslendingar nái kvóta sín- um. Það sé grundvallaratriði að kvótinn náist hverju sinni, því gerist það ekki muni það veikja samnings- stöðu okkar um hlut úr þessum stofni. Steingrímur segir einnig að verði það niðurstaðan að grípa til tímabundinnar úthlutunar afla- heimilda, verði að gera það með öðram hætti en lagt er til í fram- varpinu og boðar hann breytingar- tillögur þess efnis við þriðju um- ræðu um framvarpið. Óskiljanlegt og óviðunandi Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir það vera gjörsamlega óviðunandi og óskiljanlegt að verið sé að setja reglur um veiðar úr norsk-íslenska stofninum eftir að veiðar séu hafnar. Þetta skapaði mikla óvissu því í reynd vissi enginn á þessari stundu með hvaða hætti veiðiheimildum yrði úthlutað þrátt fyrir að veiðar væra hafnar. Að sögn Kristjáns era í gildi úthafsveiðilög, sem beinlínis væri ætlað að taka á stjómun veiða úr norsk-íslenska sfldarstofninum, líkt og þau hefðu gert viðvíkjandi stjórnun á öðram deilistofni, úthafskarfanum á Reykjaneshrygg, sem gengi inn og út úr lögsögunni. „Þessu á að stjóma eftir þeim lögum, sem um veiðamar eiga að gilda, sem era úthafsveiðilögin. Samkvæmt þeim ber að úthluta veiðiheimildum varanlega með hliðsjón af veiðireynslu þriggja ára. Veiðunum verður ekki stjómað af neinu viti með öðmm hætti, ef þær eiga að verða sem hagkvæmastar og árangursríkastar." Lfkur benda til að kvótinn fari minnkandi Á árinu 1994 veiddu íslendingar rúmlega 21 þúsund tonn úr norsk- íslenska síldarstofninum. Það var í fyrsta skipti í 27 ár sem íslendingar veiddu úr þessum stofni. Aflinn fékkst við landhelgislínuna austur og norðaustur af Langanesi. Á ár- inu 1995 stunduðu íslendingar einnig veiðar í færeyski-i lögsögu og á alþjóðlegu hafsvæði milli Islands og Noregs. Afli Islendinga þá varð 174 þús. tonn en heildaraflinn úr stofninum varð rúm 900 þús. tonn. Á árinu 1996 var veiðin aðallega á mörkum færeysku og íslensku lög- sagnanna og á alþjóðlegu hafsvæði, en hluti aflans var tekinn innan efnahagslögsögunnar umhverfis Jan Mayen. Afli Islendinga árið 1996 varð um 165 þús. tonn, en heildaraflinn um 1,2 milljónir tonna. í fyrra náðu íslendingar aðeins að veiða 220 þús. tonn af 233 þús. tonna kvóta og stunduðu þá samtals 51 skip veiðamar. Það skip, sem mest aflaði, veiddi rúm 8 þús. tonn og eitt skip til veiddi rúm 7.400 tonn. Afli sex skipa til viðbótar var yfir sex þús. tonnum og önnur átta skip veiddu yfir fimm þús. tonn. Önnur skip veiddu minna og var afli þeirra tveggja skipa, sem minnst fengu, innan við þúsund tonn. Allt bendir nú til þess að heildar- kvótinn úr norsk-íslenska sfldar- stofninum muni minnka á næstu árum þar sem ekki er vitað um neina sterka árganga eftir 1993, að sögn Hjálmars Vilhjálms- sonar, fiskifræðings. Fiskveiðinefnd Alþjóðahafrann- sóknaráðsins hefur nú til umfjöllun- ar kvótaúthlutun fyrir næsta ár, en nefndin hefur lagt til að heildarafl- inn fari ekki yfir 1,2 milljónir tonna í ár. Þær þjóðir, sem sldpta með sér kvótanum, eru Islendingar, Rússar, Norðmenn, Færeyingar og Evrópu- sambandið. Aflahæsta skipið með 8.000 tonn 56 skip komin með veiðileyfi Læknisfræðilegar rannsóknir hafa leitt í Ijós að neysluhættir nútímafólks hafa stóraukið þörfina fyrir E-vítamín. Það eykur líka á vandann að mjög fáar fæðutegundir innihalda E-vítamfn, en jurtaolíur og gróft mjöl eru meðal þeirra helstu. Af þessum sökum getur verið vandasamt að fá nægjanlegt magn af E-vítamíni í kroppinn. Þorskalýsið er auðugt af omega-3 fitusýrum sem eru taldar veita vörn gegn kransæðasjúkdómum og æðakölkun auk þess að draga úr hættunni á blóðstorknun og blóðtappamyndun. Einn af eiginleikum E-vítamíns er einmitt að vernda þessar mikilvægu fitusýrur. Nýja E-vftamínbætta þorskalýsið gegnir því enn fjölbreyttara hlutverki en áður við að viðhalda og bæta heilbrigði Ifkamans. LÝSI HF. Grandavegi 42 Sími 552 8777 Fax 562 3828 Veffang: www.lysi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.