Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Lind ehf. kaupir Eldhöku Getjun á áfengis- markaðinum LIND ehf., sem er dótturfyrirtæki Daníels Ólafssonai- hf. (Danól), hef- ur keypt fyrirtækið Eldhöku ehf. af Kristjáni G. Hjartarsyni og fjöl- skyldu. Með í kaupunum fylgja um- boð fyrir nokkrar þekktar áfengis- tegundir og verður Eldhaka ehf. sameinuð Lind ehf. Að sögn Einars Kristinssonar, framkvæmdastjóra Danól, eru kaupin gerð til að styrkja stöðu Lindar ehf. og breikka vöruvalið en fyrir hefur Lind umboð m.a. fyrir Stolichnaya vodka, Grand Marnier líkjör, Mouton Cadet Bordeaux vín og Holsten bjór. Með kaupunum á Eldhöku ehf. bætast við nýjar tegundir á borð við Jim Beam, sem að sögn Einars er stærsta merki í bourbon viskíi í heiminum, og Ron Rico romm í eigu sömu aðila. Þá fær Lind ehf. umboð fyrir Larsen koníak og Asti Gancia, sem mun vera mest selda freyðivín á íslandi. Aukið vöruúrval mun ekki síst styrkja stöðu Lindar ehf. gagn- vart veitingahúsamarkaðnum, að sögn Einars. Eykur veltu um 10% Miðað við sölu hjá ÁTVR í fyrra munu umsvif Lindar ehf. aukast um 50-60 milljónir með yfirtöku nýju áfengistegundanna. „Lind verður með rúmlega 500 milljóna króna sölu í ár og þessi viðbót gæti því numið um 10% veltuaukningu," sagði Einar. Þessi viðskipti eru hluti af mikilli breytingu sem er að verða á inn- flutningi áfengis og skipan umboðs- mála hér á landi, að sögn Einars. Hann telur að á næstu mánuðum muni áfengisumboð safnast á færri hendur. Til þessa hafa umboðsmenn margra áfengistegunda annast pant- anir og gætt hagsmuna erlendra áfengisframleiðenda, en ÁTVR séð um innflutning og dreifmgu. Frá og með 15. maí næstkomandi mun ÁTVR hætta innflutningi á áfengi. Að sögn Einars munu margir um- boðsmenn ekki vera tilbúnir til að takast á hendur tollafgreiðslu, birgðahald og dreifingu áfengis. Það hefur Lind ehf. hins vegar gert allt frá upphafi og er því ágætlega í stakk búin til að taka þátt í nýju fyr- irkomulagi áfengisinnflutnings, að sögn Einars Kristinssonar. Gúmmívinnslan hf. Úr reikningum ársins 1997 Rekstrarreikningur Miiijónir kmna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 147,1 131,8 +11,7% Rekstrargjöld 123,8 112,9 +9,7% Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm.liði 23,3 18,9 +23,3% Afskriftir 5,5 5,6 -1,8% Fjármagnsliðir 2,7 2,6 +6,7% Hagnaður af reglulegri starfsemi 20,6 15,9 +29,4% Reiknaðir skattar -5,5 -4,1 +35,9% Hlutdeild í rekstri hlutdeildarfélaqa -1,7 -0,7 +143,3% Hagnaður ársins 13,4 11,1 +20,0% Efnahagsreikningur 31. des.: 1997 1996 Breyting | Eignir: Fastaf jármunir 64,5 63,7 +1,3% Veltuf jármunir 102,1 95,1 +7,3% króna Eignir samtals 166,6 158,8 +4,9% Skuidir Eigið fé 97,6 89,3 +9,4% og 1 eigid Langtímaskuldir 27,8 31,3 -10,9% fð: Skammtímaskuldir 41.1 38,2 +7,4% Skuldir og eigið fé samtals 166,6 158,8 +4,9% Kennitölur og sjóðstreymi 1997 1996 Breyting Eiginfjárhlutfall 59% 56% Veltufjárhlutfali 2,48 2,49 Veltufé frá rekstri Milijónir króna 21,7 19,2 +13,0% Nýr fram- kvæmdastjóri Europay Island • RAGNAR Önundarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EUROPAY fsland (Kreditkorts hf.). Ragnar er 45 ára og hefur verið framkvæmdastjóri hjá ís- landsbanka frá stofnun hans árið 1990. Áður var hann einn af bankastjórum Iðnaðarbank- ans. Ragnar hef- ur átt sæti í stjórn EURO- PAY ísland frá árinu 1990 og hefur verið for- maður stjórnarinnar síðasta árið. Ragnar tekur við starfinu af Gunn- ari Bæringssyni sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri DB-hug- búnaðar hf., dótturfyrirtækis AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands íslands 7. maí 1998 Hótel Loftleiðum, þingsal 1 DAGSKRÁ: KI. 11:15 Setning aðalfundar. Kjör fundarstjóra og fundarritara. Ræða formanns VSÍ, Ólafs B. Ólafssonar. Ræða forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. Kl. 12:00 Hádegisverðuraðalfundarfulltrúa oggesta. Kl. 13:00 Atvinnulífið og umhverfismálin. Egil Mykleburst, forstjóri Norsk Hydro. „Post Kyoto - What now?" Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Auðlindanýting og umhverfisvernd í alþjóðlegu samhengi. KJ. 14:00 Aðalfundarstörf: Kl. 14:30 Fundarslit. Góð afkoma Gúmmívinnsl- unnar hf. á Akureyri Hagnaður 13,4 milljónir króna EUROPAY ísland. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri EUROPAY ísland er Atli Öm Jónsson. Ýmsar breytingar eru fram- undan í starfsemi fyrirtækisins í kjölfar nýrrar stefnumótunar sem stjórn þess hefur samþykkt. Jafnframt hefur verið ákveðið að jafna eignaraðild að félaginu, en eigendur þess era bankar og sparisjóðir og hafa þeir átt mis- stóra hluti. Ragnar Atli til Kringlunnar • RAGNAR Atli Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélags Ki-ingl- unnar hf. Félag- ið er nú um 60% eigandi að Ki-inglunni. Að- alviðfangsefni félagsins á næstu misseram er að annast stækkun Kringl- unnar en fram- kvæmdir munu hefjast í næsta mánuði. Þá verður unnið að undir- búningi þess að félagið fari á hluta- bréfamarkað í nánustu framtíð, að því er fram kemur í frétt. AÐALFUNDUR Gúmmívinnsl- unnar hf. á Akureyri verður hald- inn á Fosshótel KEA fimmtudag- inn 7. maí kl. 17.00. í fyrra skilaði Gúmmívinnslan hf. 13,4 milljóna króna hagnaði og er það 9,1% af veltu fyrirtækisins. Mun þetta vera eitt besta rekstrarárið í sögu fé- lagsins. Árið 1996 var rekstrar- hagnaður rúmar 11 milljónir króna, að því er segir í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. Rekstrartekjur Gúmmívinnsl- unnar hf. námu 147,1 milljón króna í fyn-a og rekstrargjöld 129,3 millj- ónum. Hagnaður fyrir skatta var 17,8 milljónir og eftir skatta 13,4 milljónir. I árslok voru eignir Gúmmívinnslunnar hf. 166,6 millj- ónir og eigið fé 97,6 milljónir og jókst um 8,4 milljónir á milli ára. Eiginfjárhlutfall var 59% en 56% árið áður. I lok síðasta árs voru skuldir 68,9 milljónir, þar af skammtíma- skuldir 41,1 milljón. Veltufé frá rekstri nam 21,7 milljónum og veltufjárhlutfall var 2,48 en var 2,49 árið 1996. Fimmtán manns starfa hjá Gúmmívinnslunni hf. Hlutabréf fé- lagsins eru skráð á Opna tilboðs- markaðnum. Skv. frétt fyrirtækis- ins hefur lítil hreyfing verið á hlutabréfum en undanfarið hafi nokkur viðskipti átt sér stað á genginu 2,9. A aðalfundinum mun stjórn félagsins leggja til að hlut- höfum verði greiddur 7% arður, þá verður lögð fram tillaga um hækk- un hlutafjár með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Arkitektar og rafhönnuðir. Munið! Fyrirlestur um lýsingu á morgun kl 17.00 að Sóltúni 3, Reykjavík. Janet Turner, lýsingarhönnuður og ráðgjafi, heldur fyrirlesturinn. S. Guðjónsson ehf. Lýsinga- og rafbúnaður Auðbrekka 9-11* Sími: 520 4500 Námsstefna Versl- unarráðs íslands Kostun og markaðs- setning NÁMSSTEFNA um markaðssetn- ingu og kostun verður haldin í Skála á Hótel Sögu í dag og stendur frá klukkan 8-11 fyrir hádegi. Rætt verður um gildi kostunar og m.a. fjallað um kostun á viðskiptalegum forsendum, kostun sem tæki í markaðssetningu, verðmæti kostun- arsamninga, mat á árangri af kost- un og Reykjavík, menningarborg árið 2000, og gefið dæmi um kostun- arverkefni, t.d. Bergen 2000. Fyrirlesarar eru Bjarne Berger og Runar Östmo frá Thue & Sel- vaag AS. Fyrirtækið annaðist meðal annars markaðssetningu Vetrar- ólympíuleikanna í Lillehammer 1994 og hefur víðtæka reynslu á sviði kostunar. Það mun m.a. annast markaðssetningu níu menningar- borga Evrópu árið 2000, Ólympíu- leikanna í Sydney sama ár og Vetr- arólympíuleikanna árið 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.