Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Yfir 5.588 fóstur- eyðingar á sjö árum Rannsókn á orsökum þess að Æsa IS fórst Niðurstaðna að vænta um AÐ MINNSTA kosti 5.588 fóstrum hefur verið eytt hér á landi á und- anförnum sjö árum eða frá árinu 1991 til 1997. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðis- og trygginga- málaráðhen-a við fyrirspum ísólfs Gylfa Pálmasonar, þingmanns Framsóknarflokks. Fæstar vora fóstureyðingarnar árið 1991 á þessu tímabili en þá voru þær sam- tals 658. Frá þeim tíma hefur þeim farið fjölgandi og voru flestar árið 1997 eða samtals 920. Þær tölur ásamt tölum fyrir árið 1996, þar sem fóstureyðingar vora alls 858, eru þó ekki endanlegar þar sem úr- vinnslu upplýsinga er ekki að fullu lokið. í svarinu kemur einnig fram að af þeim 3.810 fóstureyðingum sem gerðar voru á árunum 1991 til 1995 var 3.461 á grundvelli félagslegra aðstæðna. AUs 97 fóstm-eyðingai- Annir á Alþingi SÖKUM mikilla anna á Alþingi hefur verið horfið frá því að fresta þingfundi hinn 8. maí nk. Þinglokum Alþingis frestað Yfir 40 stjórnar- frumvörp bíða af- greiðslu FORSÆTISNEFND Aiþingis hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert geti orðið af þinglokum Al- þingis næsta föstudag eða 8. maí nk. eins og upphafleg starfsáætlun Al- þingis gerir ráð íyrir. Að sögn Guð- mundar Árna Stefánssonar 4. vara- forseta Alþingis er ekki annað hægt en að fresta þinglokum í ljósi þeirra fjölmörgu frumvarpa sem bíða um- fjöllunar á þingfundi. Endanleg ákvörðun um það hvenær Ijúka eigi þingi í vor liggur þó ekki íyrir, en að sögn Guðna Agústssonar 3. varafor- seta Alþingis er vonast til þess að þingflokkar geti náð samkomulagi um það innan skamms. Þingmenn stjómarandstöðu gagn- rýndu í gær að ekki skyldi vera búið að ná samkomulagi milli þingflokka um þinglok og störf þingsins fram að þeim. Bentu þeir m.a. á að 43 stjóm- arfrumvörp hefðu nú verið afgi’eidd úr þingnefndum Alþingis og biðu umfjöllunar og afgreiðslu á þing- fundi. ,Aðeins eitt af þeim, frumvarp um sveitarstjómarlög, hefur kostað umræðu í þrjá daga,“ sagði Sighvat- ur Björgvinsson, þingflokld jafnað- armanna, en annarri umræðu um það frumvarp er enn ekki lokið. Ög- mundur Jónasson, þingmaður Al- þýðubandalags og óháðra, gat þess aukinheldur að önnur stjórnarfram- vörp væra einnig umdeild, til dæmis húsnæðisfrumvarpið og fóru stjóm- arandstæðingar fram á að vita hvaða frumvörp stjómarliðar legðu áherslu á að afgreiða sem lög á þessu þingi. Davíð Oddsson forsætisráðherra varð íyrir svöram og sagði m.a. að menn þekktu þau umdeildu frum- vörp sem hefðu verið rædd á Alþingi og að það væri vilji ríkisstjórnarinn- ar og þingmeirihlutans að þau mál yrðu afgreidd á vorþingi. Fyrirspurn um yfírlit yfír skýrslur og greinargerðir Engar samræmdar reglur í ráðuneytunum EKKI eru til samræmdar reglur um það í ráðuneytunum hvernig upplýsingum um skýrslur og grein- argerðir sem unnar eru á þeirra vegum er haldið til haga. Hins veg- ar hafa mörg ráðuneytanna komið sér upp sérstökum skrám í þeim til- gangi að veita greinargóða yfirsýn yfir efni sem til er í ráðuneytunum og þau hafa gefið út. Þetta kemur fram í svari Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra við fyrirspum Mar- grétar Frímannsdóttur, þingmanns Alþýðubandalags, um yfirlit yfir skýrslur og greinargerðir. Metnaðarmál að veita greinar- góðar upplýsingar Fyrirspurn Margrétar var í þremur liðum. Spurt var hvort skráð væri reglulegt yfirlit yfir skýrslur og greinargerðir sem unn- ar eru á vegum ráðuneyta og stofn- ana og ef svo væri, hvort það væri aðgengilegt almenningi. Síðasti lið- ur íyrirspurnai-innar beindist að því að ef yfirlitið væri ekki til, myndi ráðherrann þá beita sér fyrir því að slíkt yfirlit yfir skýrslur og greinar- gerðir sem þegar hafa verið gefnar út verði gert, það skráð í framtíð- inni og gert aðgengilegt fyrir al- menning. í svari forsætisráðherra kemur fram að engin lagaákvæði skyldi ráðuneytin til að halda sérstakar skrár yfir ofangreind gögn en sam- kvæmt upplýsingalögum, nr. 50 frá 1996, sé stjórnvöldum skylt að skrá kerfisbundið mál sem koma til með- ferðar hjá þeim og að varðveita málsgögn þannig að þau séu að- gengileg. I þessu sambandi sé nýtt málaskrárkerfi, sem ráðuneytin hafa nú öll tekið í notkun, afar mik- ilvægt. „í vöxt færist að leitað sé til ráðuneytanna og beðið um skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem til era og á það að vera metnaðarmál ráðuneytanna að veita ávallt svo greinargóðar upplýsingar um fyrir- liggjandi gögn sem kostur er. Til að verða við slíkum óskum, og ekki síð- ur til að gera stjórnsýslu hins opin- bera betri og skilvirkari, er mikil- vægt að hægt sé að afla upplýsinga um skýrslur og greinargerðir auð- veldlega og án tafar,“ segir í svari ráðherra. Almenningi gert kleift að afla sér upplýsinga milliliðalaust Þá er bent á að ráðuneytin hafi á undanfömum áram unnið að því að koma upplýsingum um efni í þeirra vörslu á framfæri ó Netinu og nú sé unnið ötullega að því að setja inn á vefsíður ráðuneytanna enn meiri og greinarbetri upplýsingar um starf- semi þeirra. Þá sé jafnframt stefnt að því að gera almenningi kleift að afla sér milliliðalaust upplýsinga um hvaða efni, skýrslur og greinargerð- ir þau hafi í vörslu sinni. Vitnað er í stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum upplýsingasamfélagsins, þar sem m.a. segir í markmiðslýs- ingu „að stjórnvöld eigi að vinna að því með hjálp upplýsingatækninnar að veita aðgang að opinberum upp- lýsingum og þjónustu, m.a. með það að markmiði að jafna stöðu einstak- linga óháð efnahag og búsetu". Að síðustu segir í svari ráðherra að enn hafi ekki verið tekin ákvörð- un um að Stjórnarráðið í heild og þar með einstök ráðuneyti haldi sérstakar skrár yfir skýrslur og greinargerðir sem unnar eru á þeirra vegum. í upplýsingalögum sé forsætisráðherra, í 23. grein, veitt heimild til að gefa út reglugerð, að fengnu áliti þjóðaskjalavarðar, þar sem mælt sé fyrir um hvernig skjalastjóm skuli hagað í stjórn- sýslu ríkisins, þar með talið hvernig tölvuhugbúnað skuli nota. Þessi reglugerðarheimild hefur þó enn ekki verið nýtt. Morgunblaðið/Kristinn ALÞINGI vora gerðar á grandvelli félags- legra og læknisfræðilegra ástæðna á þessu sama tímabili. Sextán stúlkur yngri en 15 ára Þá kemur fram í svarinu að alls níu umsóknum um fóstureyðingu hafi verið hafnað á áranum 1993 til 1997. Astæður synjunar eru í flest- um tilvikum lengd meðgöngu eða að tilgreindar félagslegar ástæður eru ekki taldar réttlæta fóstureyð- ingu. Isólfur Gylfi spyr einnig að því hve margar konur hafi gengist undir fleiri en eina fóstureyðingu. I svarinu kemur fram að af þeim konum sem hafi látið eyða fóstri á árunum 1991 til 1995 hafi 765 farið einu sinni áður í fóstureyðingu. 142 konur höfðu farið tvisvar áður í fóstureyðingu og 37 höfðu þrisvar áður látið eyða fóstri. Þá kemur fram í svarinu að að minnsta kosti sextán stúlkur yngri en 15 ára hafi farið í fóstureyðingu á tímabilinu frá 1991 til 1996. Þær konur sem fóra í fóstureyðingu á þessu sama tímabili voru hins veg- ar flestar í aldurshópnum 20 til 24 ára eða um 1.324, en næstflestar vora í aldurshópnum 15 til 19 ára eða um 957. Og að minnsta kosti tuttugu konur 45 ára og eldri létu eyða fóstri á þessu sama tímabili. miðjan júní HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segh’ að niðurstaðna frá Rannsóknarnefnd sjóslysa um orsök þess að kúfískskipið Æsa ÍS fórst í Arnarfirði fyrir bráðum tveimur ái-- um, megi vænta um miðjan næsta mánuð. Þetta kom fram í svari ráð- herra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Alþýðu- bandalags og óháðra, á Alþingi í gær. I máli ráðherra kom einnig fram að kostnaður Siglingastofnunar ís- lands vegna köfunar niður að flaki Æsu sl. sumar hefði numið um 13,7 milljónum ki-óna, en Siglingastofn- un samdi við breskt köfunarfyrir- tæki um köfunina að flakinu, í sam- ræmi við tilboð fyrii-tækisins frá 11. apríl 1997. Af þessum 13,7 milljón- um voru 12,4 miljónir kr. beinn út- lagður kostnaður, að sögn ráðhema, en fjárveiting fékkst á fjáraukalög- um 1997 til að standa straum af honum. „Óbeinn kostnaður Sigl- ingastofnunar nam 1,3 milljónum kr. m.a. vegna launa þein-a starfs- manna sem að verkinu unnu. Þann kostnað bar stofnunin sjálf,“ sagði ráðherra. í umræddum tölum er hins vegar ekki kostnaður vegna varðskipsins Óðins, lögregluyfirvalda eða svo- kallaðrar ID-nefndar. Ekki barst tilboð um köfun frá íslenskum aðilum Um það hvort íslenskir aðilar hefðu boðist til þess að kafa niður að flaki Æsu sagði ráðherra að Siglingastofnun hefði ekki borist tilboð frá íslenskum aðilum um að kafa niður að kúfiskskipinu. Sam- gönguráðuneytinu hefði hins vegar borist bréf frá fyrirtækinu Djúp- mynd hinn 26. febrúar 1997 þar sem sótt var um styrk til að ná Æsu Is upp af hafsbotni og koma henni til Isafjarðar til nánari rannsóknar. Kristinn spurði ráðherra einnig að því hvers vegna ekki hefði farið fram útboð á því verki að kafa niður að Æsu. Að sögn ráðherra var ástæðan m.a. sú að það hefði verið talið mjög brýnt að kafa niður að flakinu svo fljótt sem auðið væri og það hefði breska kafarafyrirtækið getað. „Þeir vora lausir með búnað og menn, en besti tíminn til að vinna verk sem þetta er í maí eða júní meðan birta er næg og þör- ungagróður ekki farinn að byrgja sýn,“ sagði ráðherra m.a. Alþingi Stutt Fjalli um vandamál sem tengjast ártalinu 2000 DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra skýrði frá því á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að skipa nýja nefnd sem fjalla á um vandamál sem tengjast ártalinu 2000 í upplýsinga- kerfum og tækjabúnaði. Kom þetta fram í svari ráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Gutt- ormssonar, þingmanns Al- þýðubandalags og óháðra. Að sögn ráðherra á nefnd- in að vera viðeigandi aðiluni, jafnt einkafyrirtækjum sem ríkisfyrirtækjum, til ráðu- neytis um þau vandamál sem tengjast ártalinu 2000. Sagði ráðherra að óskað hefði verið eftir tilnefningum í nefndina frá ýmsum aðilum, eins og til dæmis Ríkiskaupum, Seðla- banka Islands og Vinnuveit- endasambandi Islands, og er búist við að fijótlega verði gengið frá skipun nefndar- innar. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfar- andi mál verða á dagskrá: 1. Sveitarstjórnarlög. Frh. 2. umr. 2. Þjóðlendur. 2. umr. 3. Eignarhald og nýting á auðlindum í jörðu. 2. umr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.