Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 1
132 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 99. TBL. 86. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fundum Albnght með leiðtogum Israels og Palestínumanna haldið áfram í dag Beinar viðræður Arafats og Netanyahus ekki útilokaðar London. Reuters. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, átti tvo fundi með Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Israels, í London í gær og verður fundinum haldið áfram nú í bítið. Albright fundaði einnig með Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna, í gær og frétta- skýrendur sögðu í gærkvöldi að Al- bright myndi hitta Arafat aftur í dag að loknum fundinum með Netanyahu. Markmið viðræðnanna er að fá leiðtogana tvo til að hefja friðarum- leitanir á ný, en þær hafa legið niðri síðan í mars í fyTra. Stendur deilan helst um það hversu miklu landi á Vesturbakkanum Israelar skuli skila í hendur Palestínumönnum til viðbót- ar. Þegar hafa verið afhent 27% þess svæðis sem ísraelar höfðu á valdi sínu. Einnig er deilt um skiptingu Jerúsalem. Upphaflega var einungis gert ráð fyrir að Albright myndi eiga einn fund með hvorum leiðtoga fyrir sig, en hún ákvað að halda aðra umferð og frestaði fyrirhugaðri heimferð í gærkvöldi. Frétta- skýrendur segja að aukafunduriim með Netanyahu bendi til að árangur hafi náðst, og í gærkvöldi sagði frétta- stofa GNN að ekki væri útilokað að Arafat og Netanyahu myndu hitt- ast augliti til auglitis, e.t.v. á föstudag. Leið- togamir hafa ekki ræðst við síðan í október. Al- bright átti fyrst fimm klukkustunda langan fund með Netanyahu og reyndi að fá hann til að samþykkja málamiðlunartillögu Bandaríkja- manna. Því næst átti Albright fúnd með Arafat í hálfa aðra klukkustund. Hann hefur lýst sig reiðubúinn til að samþykkja tÚlögu Bandaríkjastjórn- ar um 13% til viðbótar, en Netanyahu hefur sagt að ekki komi tál greina að afhenda meira en 9%, ella verði öryggi ísraels stefnt í voða. Upphafleg krafa Palest- ínumanna hljóðaði upp á 30% til viðbótar því sem þegar hefur verið skilað. A milli viðræðufunda í gær ræddu leiðtogamir stuttlega við frétta- menn, og sagði Arafat m.a. að ef Netanyahu væri alvara með að koma á friði væri tæki- færið nú. Um hættuna á að viðræðurnar yrðu árangurslausar sagði Arafat: „Net- an- yahu verður að axla ábyrgðina á af- leiðingunum og þeirri óreiðu sem fylgja mun í kjölfarið." Einn aðstoð- armanna Arafats tjáði fréttamönn- um að hann væri fullur vonbrigða vegna óbilgirni ísraela og hefði hót- að að hverfa frá London, en Albright hefði talið hann á að dvelja einn dag til viðbótar. Netanyahu sagði eftir fyrri fund- inn með Albright að viðræður þeirra hefðu verið uppbyggilegar, og að hún hefði nú betri skilning á afstöðu Israela. Hann tók skýrt fram að hann yrði að ráðfæra sig við ríkis- stjóm sína áður en hann gæti sam- þykkt að meira landi yrði skilað. Samkvæmt bráðabirgðasamkomu- Iagi sem Palestínumenn og síðasta ríkisstjórn Israels gerðu 1993 hafa Israelar afhent heimastjórn Palest- ínumanna sjö bæi á Vesturbakkan- um, sem Israelar hertóku í sexdaga- stríðinu 1967, og einnig mestan hluta Gazasvæðisins. Samkomulagið kveð- ur á um að Israelar dragi herlið sitt enn frekar til baka í þremur lotum frá strjálbýlli svæðum á Vesturbakk- anum. Ekki hefur enn orðið af þessu. Albright kemur af fundi Netanyahus. A Israelar ólmir í getu- leysislyf Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELSKA heilbrigðisráðu- neytið í’annsakar nú sölu banda- ríska getuleysislyfsins Viagra á svarta markaðnum í ísrael en gríðarleg eftirspurn er eftir lyf- inu. Sala þess er hins vegar ekki leyfð þar í landi. Ráðuneytið rannsakar nú hver hafi birt heilsíðuauglýsingu í dagblaðinu Yedioth Ahronoth á sunnudag, þar sem „nýja stinningarpillan“ er boðin til sölu og gefið upp símanúmer fyrir lysthafendur. Er skemmst frá því að segja að útilokað hefur verið að ná sambandi við númerið sökum álags á símkerfið en fullyrt var í öðru ísraelsku dagblaði að pill- unum yrði ekið heim til kaup- enda innan þriggja stunda og að þriggja pillna skammtur kostaði 320 sekel, um 6.200 ísl. kr., auk heimsendingargjalds. Þær kosta rétt um 10 dali í Bandaríkjun- um, um 720 ísl. kr., hver pilla. Daufar horfur í Danmörku Kaupmannaliöfn. Morgunblaðið. FULLTRÚAR vinnumarkaðarins verða að kalla sáttasemjai'a að samn- ingaborðinu. Það dugir ekki að þeir hittist aðeins einu sinni á sólarhring, sagði Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, í gær. Hann hefur annars verið fámáll um verkfall um 500 þúsund launþega, sem nú er á níunda degi og hefur stöðvað eða hægt á æ fleiri umsvif- um í þjóðfélaginu. Tine Brpndum, varaforseti Alþýðu- sambandsins sagði í útvarpsviðtali í gær að það væri hyldýpi staðfest milli vinnuveitenda og verkalýðshreyfing- ai-innar. Tekist er á um frídaga og eftirlaunagreiðslur og hvorugur virð- ist tilbúinn að gefa eftir. Nyrup hvatti samningsaðila til að axla ábyrgð sína og leysa þann vanda, sem þeir hefðu sjálfir skapað. Veita yrði undanþágur til að halda mikilvægum sviðum virkum, ekki síst í heilbrigðiskerfinu. „Nú er al- vara,“ sagði Nyrup að lokum í viðtali við TV2. Jorn Neergaard Larsen framkvæmdastjóri samtaka atvinnu- rekenda, sagði að erfitt væri að herða enn samningataktinn, því allir legðu sig þegar fram eftir bestu getu og ekki þyrfti sáttasemjara til. Á hádegi í dag gengur í gildi verk- bann atvinnurekenda á verslunarfólk í verslunarmannafélögum. Ýmsar verslunarkeðjur verða því án þriðj- ungs starfsfólks. Verkbannið hefur vakið reiði margra, sem ekki sjá nauð- syn á banninu og telja það aðeins sett til að herða verkfallið og þvinga ríkis- stjórnina til að grípa inn í. ■ Langt og dýrt/27 Kohl og Chirac semja frið London. Bonn. Reuters. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, hittast á fímmtudag í frönsku borginni Avignon til að bæta samband sitt eftir stormasaman fund um helgina þar sem tekist var á um skipan yfirmanns nýs Seðla- banka Evrópu. Á fundinum í Brussel hafði Chirac í gegn kröfu sína þess efnis að Frakkinn Jean-Claude Trichet taki við af Wim Duisenberg sem bankastjóri eftir fjögur ár. Haft var eftir Kohl á sunnudag að hann saknaði vinar síns Frangois Mitterand, fyrrverandi forseta Frakklands, en samband þeirra var á sínum tíma talið afar gott, ekki síst hvað varðaði Evrópumál. í gær gerði Kohl hins vegar lítið úr deilum sín- um við Chirac og sagði engar breyt- ingar hafa orðið á samskiptum Frakklands og Þýskalands. Niðurstöður fundarins um helgina virtust í gær lítil áhrif hafa haft á fjármálamarkaði í Evrópu. Heimildir í fjármálaheiminum töldu deilur Kohls og Chiracs vissulega hafa skaðað evró-gjaldmiðilinn nýja en að hann myndi vinna sér traust á nýjan leik með betri efnahagshorfum. ■ „Pdlitískt klastur“?/4l Reuters ÞESSAR albönsku konur biðu þess sem verða vildi í úrhellinu við þorpið Junic í Kosovo. Harðir bardagar hafa staðið á milli serbneska hersins og albanskra skæruliða skammt frá þorpinu. Junik, Madn'd, Tirana. Reutcrs. HARÐIR bardagar geisuðu í Kosovo-héraði í Serbíu í gær á milli albanskra skæruliða og serbnesku lögreglunnar, annan daginn í röð. Ovíst var um mannfall en fullyrt er að tíu manns hafi fallið og um 100 særst í átökunum á sunnudag. Albanski utanríkisráðherrann, Paskal Milo, sagði í gær að æ meiri hætta væri á að stríð brytist út í Kosovo, en héraðið er að mestu byggt Albönum. Hyggjast albönsk stjórnvöld koma á fót sjálfboðaliða- sveitum til að aðstoða albanska her- menn við gæslu á landamærunum að Serbíu. Serbneska lögreglan sagðist í gær hafa umkringt allt að 200 Hörð átök í Kosovo skæruliða sem berjast fyrir sjálf- stæði Kosovo. Sögðu talsmenn lög- reglunnar að fjöldi manna hefði fall- ið og særst en að þeir kæmust ekki til að aðstoða þá þar sem skærulið- amir skytu á allt sem hreyfðist. Átökin standa um hernaðarlega mildlvægt svæði við landamærin að Albaníu. Um 150 manns hafa fallið í átök- um hers og aðskilnaðarsinna í Kosovo sl. tvo mánuði. Hafa Albanir miklar áhyggjur af átökunum, sem þeir segja fyrsta dæmið um spennu á landamærum ríkjanna í hálfa öld. Albanir hafa hvatt Atlantshafs- bandalagið (NATO) til að skerast í leikinn en Javier Solana, fram- kvæmdastjóri þess, sagði í gær að engin ákvörðun hefði enn verið tek- in um það. NATO myndi að minnsta kosti halda úti fámennu liði her- manna og óbreyttra borgara sem sent var til Albaníu til að aðstoða við gæslu á landamærunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.