Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 59
l
I
I
I
<
I
(
(
(
(
<
(
!
(
(
(
(
(
+ Ásta Þórólfs-
dóttir fæddist í
Strandasýslu 17.
júlí 1907. Hún lést á
dvalarheimilinu
Dalbæ á Dalvík 20.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þórólfur Jóns-
son, f. 17. apríl
1875, d. 24. maí
1960, og Sigríður
Kristín Valgeirs-
dóttir, f. 14. nóvem-
ber 1878, d. 20. júlí
1965. Þau bjuggu
fyrst í Vonarholti í
Kirkjubólshreppi í Strandasýslu
og sfðan í Fjarðarhorni í Gufu-
dalssveit í Austur-Barðastrand-
arsýslu. Systur Ásu eru:
Tómassína Þóra, f. 17. júní
1913, nú búsett á Selfossi, Krist-
ín Guðmunda Elísabet, f. 20.
nóvember 1917, nú búsett í Búð-
ardal, og Jóney Svava, f. 20. júlí
1921, nú búsett í Króksfjarðar-
nesi.
Fyrri eiginmaður Ásu var
Sigmundur Guðmundsson, f. 7.
júní 1898, d. 14. september
Guð blessi minningu þína, elsku
mamma, tengdamamma og amma.
Afkomendur og aðrir
vandamenn.
Ása var elst fjögmTa systra.
Hún ólst upp í Vonarholti í Am-
kötludal, en þegar hún var fímmt-
án ára gömul tók fjölskylda hennar
sig upp úr Strandasýslu og settist
að í Fjarðarhomi í Gufudalshreppi.
Fyrri eiginmaður Ásu var Sig-
mundur Guðmundsson. Þegar hún
var á tvítugasta aldursárinu áttu
þau Valgeir, en misstu hann tæp-
lega tveggja mánaða gamlan.
Tveimur ámm síðar áttu þau Sól-
veigu og Sigmund ári seinna. Eig-
inmanninn missti hún tæpum mán-
uði eftir að yngsti sonur þeirra
fæddist. Ása var þá ekkja heima í
Fjarðarhorni, tuttugu og þriggja
ára gömul með tvö börn, annað
rúmlega eins árs og það yngra
tæplega mánaðargamalt.
Þegar ég hef reynt að setja mig
inn í líf ömmu minnar geri ég mér
fyrst grein fyrir því að lífsbarátta
hennar var þung. Það sem hún
sagði af ævi sinni sjálf var oftast
nær eins og úr munni véfréttar
þannig að mér reyndist erfítt að
raða brotunum saman og fá ein-
hvem botn í hvað rak atburðina á
þeirri braut sem líf hennar rataði
eftir. Mér hefur þó skilist að það
1930. Þau bjuggu í
Fjarðarhorni. Börn
þeirra eru: Valgeir,
f. 30. apríl, d. 23.
júní sama ár, Sól-
veig, f. 20. apríl
1929, búsett í Sví-
þjóð, og Sigmund-
ur, f. 23. ágúst
1930, hann var
bóndi á Látrum, en
er nú búsettur í
Reykjavík. Barns-
faðir Ásu er Ágúst
H. Guðmundsson, f.
11. júlí 1918. Sonur
þeirra, Sigurgeir
Elías, var fæddur 19. júní 1937,
dáinn 29. október 1991. Hann
var bóndi meðal annars í Eyja-
fírði, en síðar húsasmiður á
Akureyri. Seinni eiginmaður
Ásu var Þórarinn Leopold Jens-
son, f. 8. desember 1914, d. 16.
desember 1974. Þau bjuggu
lengi á Gjögri, en síðar í Hnífs-
dal. Sonur þeirra er Gunnar, f.
31. desember 1946. Hann er sjó-
maður á Dalvík.
Útför Ásu fór fram frá Dal-
víkurkirkju 29. apríl.
samfélag sem hún ólst upp í og
háði mest alla sína lífsbaráttu í var
svo ólíkt því sem við afkomendur
hennar þekkjum flest að við getum
aldrei skilið til fulls það sem voru
henni staðreyndir. Þegar ég reyni
að ímynda mér ömmu rúmlega tví-
tuga, fátæka ekkju með tvö börn í
vestfírskri sveit sem eftir því sem
ég best fæ skilið laut í flestu lögum
og reglum nítjándu aldar bænda-
samfélagsins skil ég að möguleik-
um ömmu í þeirri stöðu var mjög
þröngur stakkur skorinn.
Amma var listamaður í höndun-
um og ófá eru þau nálarsporin og
prjónalykkjumar sem eftir hana
liggja í flíkum og annarri handa-
vinnu. Eg veit ekki hvort hana
dreymdi einhvem tímann um að
menntast á sviði handverks en hún
sagði mér að hana hefði langað til
að læra meira en hversdagsleg
önnin og lífsbaráttan hélt henni
fanginni og beygði langanir hennar
undir sig hverjar sem þær hafa
kunnað að vera. Árið 1937 átti hún
Sigurgeir Elías. Fæðing hans hef-
ur án efa vakið töluvert umtal á
þeim tíma, ekki aðeins vegna þess
að hún átti hann utan hjónabands
heldur líka vegna þess að faðir
hans var henni nokkuð yngri. Ég
þykist vita að þrátt fyrir allt hafi
hún álitið að barnsfaðir hennar,
Ágúst Halldór Guðmundsson, og
hún myndu hefja búskap saman en
MINNINGAR
sú von brást henni og þrátt íyrir að
amma væri alla tíð stolt og legði
sumum stór orð veit ég ekki annað
en hún hafí fyrirgefið honum. Þau
vom í það minnsta ágætis vinir og
lá ávallt gott orð hvom til annars.
Frá Fjarðarhomi lá leið Ásu til
Isafjarðar. Sigmundur varð eftir í
Fjarðarhorni en Sólveigu og Sigur-
geir tók hún með sér. Á ísafirði
vann hún allt sem til féll og sagði
hún mér einu sinni að hún hefði
viljað vinna allt til að bömin hefðu
það sæmilegt. Seinni eiginmaður
Ásu var Þórarinn Leopold Jens-
son. Árið 1946 áttu þau Gunnar.
Næst lá leiðin að Gjögri þar sem
Ása bjó með yngsta syni sínum og
Leopoldi um nokkurt skeið uns þau
fluttu í Hnífsdal. Seinni eiginmann-
inn missti amma í jólamánuðinum
árið 1974. Þá lá leið hennar til Dal-
víkur þar sem hún naut skjóls
yngsta sonar síns og konu hans og
þar lágu hennar síðustu spor í
þessu lífí. Þó það sé ekki mitt að
dæma um það tel ég að árin á Dal-
vík hafi verið henni að mörgu leyti
þægilegust en áfollunum var þó
hvergi nærri loldð. Árið 1991
missti hún næstyngsta soninn, Sig-
urgeir, og sagði hún að hún hefði
svo gjarnan viljað fara í hans stað
svo hann hefði mátt lifa.
Amma vann engin afrek sem
hafa komist á spjöld sögunnar en í
mínum augum var hún engin
venjuleg hvunndagshetja. Hún
bognaði í áfallaveðrum lífsins en
neitaði að gefast upp. Hún átti
festu og styrk og hana skorti ekki
dugnaðinn. Hún var aldrei iðjulaus
og á milli hversdagslegra anna
greip hún ávallt í prjóna eða nál.
Hún trúði á guð og meðan hún
hafði fulla sjón lét hún sjaldnast
hjá líða að lesa vers í sálmabókinni
eða Passíusálmunum. En það sem
fleytti henni sennilega lengst var
gráglettinn húmorinn og hún setti
sig sjaldnast úr færi að gera grín
að sjálfri sér þó öðrum virtust til-
efnin heldur raun en spaug. Ég
veit af styrk hennar og festu í mér
og ég sé þetta tvennt í öðrum af-
komendum hennar líka en þeir eru
nú komnir vel á sjötta tug. Við lit-
um hana ábyggilega misjöfnum
augum hvert og eitt eftir því af
hverju og hversu mikið við þekkt-
um hana. Barnabam yngsta sonar-
ins á Dalvík hefði aldrei haft svona
mörg orð um hana eins og ég. Hún
hefði einfaldlega sagt: „Amma var
gömul, hjartahlý kona,“ og kannski
hefði hún bætt þvi við að hún átti
alltaf nammi handa þeim til að
stinga uppi í þau þegar þau komu
að heimsækja hana. Við hljótum öll
að þakka henni samíylgdina og
taka undir það að hún hlýtur að
vera þeim sem henni kynntust
ógleymanleg; af hvaða ástæðu ger-
ir hver upp við sig.
Rakel Sigurgeirsdóttir.
RAGNA VALGERÐUR
SIGFÚSDÓTTIR
+ Ragna Valgerður Sigfús-
dóttir fæddist á Þórunúpi í
Hvolhreppi, Rangárvallasýslu,
30. nóvember 1920. Hún lést á
Landspítalanum 10. apríl síðast-
liðinn og fór útför hennar fram
frá Fossvogskapellu 21. apríl.
Ragna Valgerður Sigfúsdóttir
fæddist á Þórunúpi í Hvolshreppi í
Rangárvallasýslu 30. nóv. 1920.
Hún ólst upp í stórum systkinahóp
að Þórunúpi en 14 ára fluttist hún
og fjöldskylda hennar í skóla-
stjórabústaðinn á Stórólfshvoli.
Eftir barnaskólanám fór Ragna í
Héraðsskólann á Laugarvatni og
svo síðar til Kaupmannahafnar þar
sem hún lærði snyrtingu og
saumaskap. I Kaupmannahöfn bjó
Ragna um skeið hjá Jóni Helga-
syni prófessor og skáldi. Hafði Jón
það eitt sinn að orði að „hún
Ragna stigi léttar til jarðar en
kötturinn". Það lýsti henni einkar
vel. Á sínum yngri árum rak
Ragna snyrtistofu í Keflavík en
vann svo lengi hjá prjónastofunni
Hildu við gerð módelfatnaðar.
Ragna bjó stóran hluta ævi
sinnar á Brávallagötunni og eru
fyrstu minningar mínar um hana
þaðan. Hún var ætíð einkar vel til
fara og snyrtileg enda saumaði
hún flest sín föt sjálf og var það
alltaf merki um sumarkomu þegar
Ragna settist við saumavélina og
saumaði sér nýja fallega skyrtu
eða buxur. Helstu áhugamál henn-
ar voru bókmenntir og listir en
blómaræktun átti þó hug hennar
og hjarta. Hún var einstaklega
lagin við að koma blómum til og
eitt sinn ræktaði hún upp rós-
arafleggjara úr brúðarvendi og
gaf síðan brúðinni. Hún átti stóran
hóp af vinum á Brávallagötunni en
það voru skógarþrestirnir sem
bjuggu í stóru tré við svalirnar hjá
henni. Eftir að hafa fengið að
gista hjá Rögnu frænku vaknaði
maður stundum við að hún opnaði
svaladyrnar til að gefa þessum
spikuðu kunningjum lítil oststykki
og brauðmylsnu sem hún hafði
hitað upp í ofni.
Ragna var mjög bamgóð og það
voru ófá skiptin sem maður fékk að
gista sem barn hjá Rögnu. Hún átti
mikið af fallegum fótum og skarti
og voru haldnar miklar tískusýn-
ingar fyrir hana og var þá mildð
hlegið því að Ragna var einkar glöð
og gamansöm manneskja.
Þær voru þrjár systumar í
systkinahópi hennar og em þær nú
allar látnar. Þær vora mjög nánar
og var erfitt fyrir Rögnu að horfa á
eftir þeim. Ragna tók sér margt
fyrir hendur og eitt af því var að
fara á sjó með Hrefnu systur sinni
og Jóni mági sínum að veiða á
handfæri í þeirra góða félagskap.
Þær eru margar minningarnar
sem brjótast fram þegar maður sér
á eftir henni Rögnu frænku en efst
í huga mér er hversu góð mann-
eskja hún var.
Lít ég það margt,
er þér líkjast vil
guðs í góðum heimi:
brosi dagroða,
blástjömur augum,
liljur ljósri hendi.
(Jónas Hallgrímsson.)
Sigrún Nikulásdéttir.
Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, fóstri,
sonur, bróðir, mágur, tengdafaðir, tengda-
sonur og afi,
BERGSVEINN AUÐUNSSON
skólastjóri,
lést á heimili sínu Vesturhúsum 14, Reykjavík
þriðjudaginn 28. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju miðviku-
daginn 6. maí kl. 13.30.
Sigríður Ólöf Þóra Sigurðardóttir,
Ingibjörg Bergsveinsdóttir, Hörður Bjarnason,
Auðunn Bergsveinsson,
Jón Ósmann,
Ágúst Ingi Davíðsson,
Ingibjörg Þorbergsdóttir, Auðunn Bergsveinsson,
Guðjón Atli Auðunsson, Jórunn Sigurjónsdóttir,
Haraldur Auðunsson, Sigurbjörg Guttormsdóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Agnes Harðardóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR JÚLÍUS
GUÐMUNDSSON,
Grenimel 35,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morg-
un, miðvikudaginn 6. maí kl. 13.30.
Guðný Sigfúsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður Jakobsson,
Sigfús Guðmundsson, Rosemarie Þorleifsdóttir,
Guðni Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir,
Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur Kristinn Ólafsson,
Hafdís Guðmundsdóttir, Guðmundur Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN VILMUNDARSON,
Flyðrugranda 8,
Reykjavík,
lést að morgni laugardagsins 2. maí á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 8. maí kl. 15.00.
Ólöf B. Björnsdóttir,
Ingunn G. Björnsdóttir,
Jón Gunnar Björnsson,
Ingólfur Björnsson,
Þorgerður Björnsdóttir,
Ragnar Kvaran,
Helgi M. Magnússon,
Valborg S. Ingólfsdóttir,
Steinþór Kári Kárason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR S. ÞORVALDSSON,
Smáratúni 8,
Keflavík,
lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja föstudaginn 1.
maí.
Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
8. maí kl. 14.00.
Erna Gunnarsdóttir,
Þorvaldur Ólafsson, Sigríður Kjartansdóttir,
Karl Emil Ólafsson, Þóra Einarsdóttir,
Gunnþóra Ólafsdóttir, Þórhallur Kaldalóns Jónsson
og barnabörn.
+
Faðir okkar,
ÖGMUNDUR GUÐMUNDSSON,
fyrrv. yfirtollvörður,
áðurtil heimilis á Lálandi 11,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, laugardaginn
2. maí.
Pálmar Ögmundsson,
Anna Margrét Ögmundsdóttir,
Ágúst Ögmundsson,
Jóhann Gunnar Ögmundsson,
Lárus Ögmundsson,
Sverrir Ögmundsson.