Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 51*" AÐSENDAR GREINAR Gjallarhorn Guðrúnar Pétursdóttur ÞEGAR félags- hyggjufólk segir skoð- un sína í ríkisfjölmiðl- um er það undarlega oft sakað um að mis- nota aðstöðu sína. Þeg- ar frjálshyggjupostul- amir tala á sama vett- vangi heitir það skoð- anafrelsi - jafnvel þótt fulltrúar beggja sjón- armiða haf! sama starfa, þ.e. að setja fram skoðun í pólitísk- um pistlum. Hinn 29. apríl síðast- liðinn barst mér heldur köld kveðja hér á síð- um Morgunblaðsins frá Guðrúnu Pétursdóttur fyrrverandi forseta- frambjóðanda og núverandi fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. I grein sem bar heitið „Utvarp Ólína“ þeytir Guðrún gjallarhorn- ið; sakai- mig um að misnota að- stöðu mína á Ríkisútvarpinu og fara með lygar um hana persónu- lega. Undir hvorugu get ég setið þegjandi, enda er mér - ekki síður en Guðrúnu - annt um mannorð mitt, bæði persónulega og faglega. Menn eða málefni? Rangfærslumar í gi-ein Guðrún- ar hafa valdið mér heilabrotum, og það þó hún sé þekkt að því að höggva nærri æru fólks í skrifum sínum. (Mörgum er enn í fersku minni atlaga hennar að manni sem nú er orðinn flokksbróðir hennar, en hún gaf á sínum tíma viðumefn- ið „Butraldi bmnnmigur hinn seinni“.) Þar sem Guðrún heldur því fram að ég hafí ráðist að henni persónulega „af fágætri heift“ - sem er fjarri öllum sanni - tel ég rétt að upplýsa strax að ég er gam- all aðdáandi Guðrúnar Pétursdótt- ur; fylgdist grannt með því hvemig hún beitti sér gegn byggingu ráð- húss á sínum tíma og var fast að því komin að kjósa hana sem forseta landsins, þ.e.a.s. áður en hún sjálf rann af hólmi skömmu fyrir kosn- ingar. Eftir að hafa lesið Morgun- blaðsgrein hennar í síðustu viku, get ég ekki sagt að ég syrgi þau málalok. En það er önnur saga. Tilefnið að skrifum Guðrúnar er það, að fyrir u.þ.b. hálfum mánuði flutti ég pistil í morgunútvarpi Rásar-2, eins og ég hef gert annan hvern þriðjudag i allan vetur. Ég var ráðin til þess síðastliðið haust að flytja pólitíska pistla í þessum morgunþáttum, og til þess að tryggja jafnræði skoðana hefur flokkssystir Guðrúnar verið látin tala á móti mér. Þama höfum við Elsa B. Valsdóttir kallast á annan hvem þriðjudag í vetur, og sýnist sitt hvomi um menn og málefni. Ekki alls fyrir löngu var því beint til okkar beggja af umsjónar- mönnum morgunút- varpsins að nú væm sveitarstj ómarkosn- ingar í nánd og þvi vel þegið að pistlamir tækju mið af því þess- ar vikumar. Tækifær- ið til að verða við þess- um tilmælum kom upp í hendur mér fáum dögum síðar þegar sérstakur Dagsljóss- þáttur var helgaður borgarstj ómarkosn- ingunum í sjónvarp- inu. Guðrún var þar meðal þátttak- enda. Nú skyldi maður ætla að þau málefni sem frambjóðandi kynnir í kosningabaráttu séu tæk til opin- bemar umræðu. Guðrún virðist þó Eins og lesendur sjá, segir Óiína Þorvarðar- dóttir, þá er fjarri því að ráðist hafí verið að persónunni Guðrúnu Pétursdóttur. Hér er einungis fjallað um þær skoðanir sem hún sjálf setti fram í opin- berri umræðu. á öðra máli. Það, að ég skyldi í stjórnmálapistli leyfa mér að taka til umræðu ummæli sem hún, frambjóðandinn, lét falla í beinni sjónvarpsútsendingu um borgar- mál, kallar hún persónulegar árás- ir á sig, að ég „misnoti aðgang“ minn að ríkisfjölmiðlinum og „flytji hreinræktaðar kosningaauglýsing- ar“ þegar mér sé „hleypt í loftið" eins og hún orðar það. I bræði sinni klykkir hún út með því að snúa út úr nafni mínu, líkt og skólabörnin gera þegar þeim hitn- ar í hamsi. Athyglisvert - þar sem um er að ræða manneskju sem titl- ar sig „BA í sálfræði og kennara", en eins og fyrr segir er það ekki í fyrsta sinn sem Guðrún Péturs- dóttir fer í nafnaleiki. Meintar álygar Nú er rétt að rifja aðeins upp þau ummæli sem ég lét falla í umrædd- um pistli, og Guðrún tekur svo óstinnt upp að hún hefur nú klagað mig fyrir útvarpsstjóra og skrifað grein í Morgunblaðið. Nafn Guð- rúnai' bar tvisvar á góma í umrædd- um pistli, en talið barst að skoðun- um hennar í eftirfarandi ummælum: Ólína Þorvarðardóttir Framboðslisti B-lista framsóknarmanna og óháðra í Olfushreppi ★ „Pað var athyglisvert að heyra Guðrúnu Pétursdóttur [...] setja út á það í síðustu viku að R-listinn skuli leggja áherslu á leikskólavist- un barna sem samsvari vinnudegi foreldi-a ★ Næst bar nafn hennar þannig á góma: „Fjögurra stunda leikskóla- vist leysir þó ekki vanda útivinn- andi foreldrís sem vinnur fullan vinnudag - það gera heldur ekki einhverjar tólf þúsund krónur á mánuði sem Guðrún Pétursdóttir segir að myndu skapa foreldrum „va 1“ um það að vera heima hjá börnum sínum.“ Þá spyr ég hana þeirrar spumingar - sem eðlilega hlýtur að brenna á vöram þeirra sem á annað borð taka afstöðu í málinu - hvort hún sjálf myndi vilja skipta á þessum fjárhæðum og því uppeldisúrræði fyrir barnið sitt að komast á leikskóla (þeirri spurningu hefur frambjóðandinn ekki svarað). ★ Loks taldi ég ummæli frambjóð- andans um leikskólana - sem hún kallaði „stofnanir" - bera vitni um takmarkaðan skilning á leikskóla- starfínu og lét í ljós þá skoðun að þau væra dæmi um „úrelt og aftur- haldssamt viðhoif" sem fæli í sér ósanngjarnan dóm. Eins og lesendur sjá, þá er fjarri því að ráðist hafí verið að persón- unni Guðrúnu Pétursdóttur. Hér var einungis fjallað um þær skoð- anir sem hún sjálf setti fram í opin- berri umræðu - og engu á hana logið, þó annað megi skilja af orð- um hennar í umræddri Morgun- blaðsgrein. Um hennar eigin mál- flutning í minn garð mætti hins- vegar hafa ýmis orð, sem ég ætla að láta ósögð að sinni. Ég hlýt þó að benda Guðrúnu Pétursdóttur á það, að aðdróttun hennar um að ég fari með lygar í umræddum pistli felur í sér ærameiðingu sem ég tel að varði við lög, enda ekkert sem réttlætir þá aurslettu af hennar hendi. Þar sem ég vil ekki gefa upp alla von um að þetta fyrrverandi forsetaefni mitt hafi stærð í sér til þess að leiðrétta mistök, gef ég henni hér með kost á því að draga þær ávirðingar til baka - og vona okkar beggja vegna að hún verði við þeim tilmælum. Höfundur er fyrrverandi borgar- fulltrúi. Fylgstu með nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is FRAMBOÐSLISTI B-lista framsóknarmanna og óháðra í Ölfushreppi hefur verið sam- þykktur: 1. Sigurður Þráinsson, hrepps- nefndarmaður, Reykjakoti, 2. Hrönn Guðmundsdóttir, hús- móðir, Egilsbraut 16, 3. Júlíus Ihgvarsson, Heinabergi 13, verktaki, 4. Monika Pálsdóttir, bóndi, Kröggólfsstöðum, 5. Sig- urður Garðarsson, verksmiðju- stjóri, Eyjahrauni 15, 6. Hrafn- hildur Guðmunsdóttir, sund- þjálfari, Eyjahrauni 1, 7. Helgi Eggertsson, bóndi, Kjarri, 8. Jón Baldursson, vinnuvélstjóri, Sel- vogsbraut 9, 9. Hannes Stefáns- son, kennari, Vogi, 10. Anna Sól- veig Ingvadóttir, húsmóðir/leið- beinandi, Heinabergi 8, 11. Ólaf- ur Hafsteinn Einarsson, bóndi, Hvoli I, 12. Sigrún Ágústsdóttir, skrifstofumaður, Hjallabraut 9, 13. Elín M. Óskarsdóttir, full- trúi, Eyjahrauni 19, 14. Þórður Ólafsson, verkamaður, Lyng- bergi 6. og viðskiptavina ^ Afgreiðslutími Frá 4. maí til 15. september er skrifstofa sjóðsins opin frá kl. 8.00 til 1 6.00 alla virka daga. W Yfirlit send til sjóðfélaga Hinn 1. mars 1998 voru send yfirlit til allra greiðandi sjóðfélaga yfir skráð iðgjöld frá 1. janúar 1997 til 28. febrúar 1998. Sjóðfélagar eru hvattir til að bera þau saman við launaseðla. Beri þeim ekki saman er áríðandi að hafa strax samband við sjóðinn því dýrmæt réttindi geta glatast vegna vanskila á greiðslum. • Stofnuð hefur verið séreignadeild við sjóðinn sem hefur það hlutverk að taka við viðbótar lífeyris- sparnaði sjóðfélaga. Þessi þjónusta er góð viðbót við lífeyris- sjóðinn en kemur ekki í stað skylduaðildar að samtryggingar- sjóði. Sjóðurinn hvetur þig til að hafa samband við sjóðinn og kynna þér þessa nýju þjónustu. og Irfeyrissparnaður Ellin sem tryggja þér og þínum fjárhagslegt öryggi og frelsi í ellinni. , einaði ífeyrissjóðurinn Græddur er geymdur lífeyrir Suðurlandsbraut 30 108 Reykjavík Sími 510 5000 Fax 510 5010 Grænt númer 800 6865 Heimasíða: lifeyrir.rl.is Netfang: motta ka@l ifey ri r. rl. i s Opið hjá Sjóvá-Almennum I Með hækkandi sól breytist afgreiðslutíminn hjá Sjóvá-Almennum. Frá 4. maí er opið frá klukkan 8 til 16. SJÓVÁOIuALMENNAR □335692 s 569 2500 fyrirspumir@sjal.is • www.sjal.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.