Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hefðbundið, lat- neskt og heitt LISTIR ATRIÐI úr leikritinu Leyndarmál sem Leikfélag Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suðurlands sýnir um þessar mundir. Þegar lífíð ákveður leiðina TÓIVLIST Múlinn á Sóloni f s 1 a n d u s i DJASSTÓNLEIKAR Kvartett Ómars Einarssonar: Ómar gítar, Árni Scheving víbra- fón, Tómas R. Einarsson bassi og Einar Valur Scheving trommur. Sunnudagur 3. maí. ÁRNI Scheving hefur lengi ver- ið í hópi fremstu djassleikara ís- lands. Hann er þúsund þjala smið- ur og spilar á fjölda hljóðfæra, en víbrafónninn verður að teljast höf- uðhljóðfæri hans. Það er dálítið merkilegt hversu marga góða djassvíbrafónleikara við Islendinga höfum átt því þetta er ekki hljóð- færi sem fjöldinn leikur á. Áuk Árna hafa Gunnar Reynir Sveins- son og Reynir Sigurðsson leikið meistaralega á væbinn. Ami hefur því miður leikið djass nokkuð stop- ult hin síðari ár, en sem betur fer stendur það til bóta og í sumar mun hann ferðast vítt um land með kvartetti sínum. Þó hefur hann unnið mörg afreksverkin undanfar- in ár og enginn sem heyrði mun gleyma leik hans með Utlendinga- hersveitinni á RúRek djasshátíð- inni 1992. En það var Ómar Einarsson gít- aristi sem stjórnaði kvartetti sunnudagskvöldsins á Múlanum. Ómar hefur ásamt Agli B. Hreins- syni verið dugmestur amatördjass- leikara að halda úti djasssveitum og þeir eiga það sameiginlegt að leika sérlega smekklegar útsetn- ingar, en skortir nokkuð uppá kraftmikinn spuna. Ómar er mikill sömbumaður og voru nokkrar á efnisskránni, en þó held ég honum hafi tekist best upp í gamla slagar- anum Teach me tonight, skemmti- legt hljómaspil og tónninn óvenju- mjúkur. Svo lék hann laglínu Óli- vers Nelsons, Stolen moments af næmri tilfinningu. Tómas R. Ein- arsson sló bassann, traustur að vanda með stutta úthugsaða ein- leikskafla og svo var trommarinn ekki af verri endanum: Einar Valur ihm.isi Kirkjuhvoll LJÓÐATÓNLEIKAR Ljóðasöngvar eftir Schumann, Beet- hoven og Brahms. Keith Reed, bassa- baritón, Gerrit Schuil, píanó. Kirkju- hvoli, Garðabæ, laugardaginn 2. maí kl. 17. KAMMERTÓNLEIKUM í Garðabæ árið 1998 lauk s.l. laugar- dag með ljóðasöngvatónleikum Keith Reeds, bass-baritónsöngvara og Gerrit Schuil, píanóleikara, list- ræns stjórnanda tónleikaraðarinnar. Á efnisskrá voru fjórir Ijóðlagaflokk- ar: Fimm lög og Astir skáldsins eða Dichterliebe eftir Robert Schumann við ijóð eftir Heinrich Heine, þá Sex trúarleg lög eftir Ludwig van Beet- hoven við ljóð eftir Christian Gellert og Fjórir söngvar alvarlegs eðlis eft- ir Jóhannes Brahms. Keith Reed er fyrst og fremst kunnur hér á landi fyrir óperusöng. Hann hefúr tekið þátt í fernum upp- færslum íslensku óperunnar auk þess að syngja eitt aðalhlutverkanna í Valdi örlaganna sem sett var upp i Þjóðleikhúsinu haustið 1994. Það var því óneitanlega nýnæmi að heyra þennan sviðsvana söngvara takast á við allt annarskonar tónlist: ljóða- söngva rómantísku tónskáldanna. Lögin á fyrri hluta tónleikanna voru öll eftir Schumann við ljóð eft- ir Heinrich Heine. Hafi tónleika- gestir vænst þess að heyra máttuga rödd óperusöngvarans í fullum styrk alla tónleikana þá varð þeim Scheving nýkominn frá Miami í Flórída þar sem hann stundar nám með miklum glæsibrag og leikur auk þess með ýmsum djassleikur- um m.a. kvartetti hins nær sjötuga saxófónista og trompetleika Ira Sullivan, sem er í hópi betri bí- boppblásara djassins sem enn eru ofar foldu. Eitt er víst að í Banda- ríkjunum, þar sem samkeppnin er hörð, þarf dálítið meira en meðal- hæfileika til að komast í kvartett Ira Sullivans. Einar er í stöðugri framfór. Síðast lék hann hér um jólin með tríói Jóns Páls Bjama- sonar og fór á kostum og nú hefur hann náð því að hafa fullt vald á hinni afslöppuðu sveiflu og styrkur hans og styrkleikabreytingar voru alltaf í fullu samræmi við leik fé- laga hans. Fyrstu tvö lögin á efnisskrá kvöldsins voru af sönglagaættinni, en urðu sígild djassverk í túlkun tveggja saxófónmeistara: Out of nowhere með Coleman Hawkins og Old folks með Ben Webster. Kvar- tettinn fór hægt af stað, gat og þessvegna verið að leika á ein- hverju Hilton hótelanna. Þriðja lagið á efnisskránni var Night and day eftir Cole Porter og upphófst það með latíntakti, en í sóló sínum sneri Ami Seheving á vit svíngsins og Hilton varð að ekta djassklúbbi. Þeir feðgar leiku fjóra/fjóra í lokin og sýndi Einar þar mikla hug- kvæmni einsog í öðram ein- leiksköflum sínum. Öll lögin á efnisskrá þeirra fé- laga vora af klassískri efnisskrá djassmenna utan eitt. Jobim eftir Tómas R. Einarsson. Það lag lék Jakob Fischer af mikilli snilld með Tómasi á RúRek í fyrra. Kvartett- inn lék lagið af öryggi og féll víbra- fónleikur Árna vel inní verkið. Tón- leikum kvartetts Ómars Einars- sonar lauk svo á I’Il remember april sem er einn af helstu hús- göngum djassins og þá var sveiflan sterk og heit. Þetta var næstsíðasta Múla- kvöldið að sinni, en vetrarstarfi klúbbsins lýkur með djammsessjón á fimmtudagskvöldið kemur. Vernharður Linnet ekki að ósk sinni: þvert á móti nálg- uðust söngvari og undirleikari tón- listina frá allt annarri hlið: af mýkt og nærfæmi með áherslu á líf text- ans í tónlistinni. Fyrstu lög Schumanns voru jafnvel sungin af of mikilli varfæmi; í Was will die einsame Tráne? og Du bist wie eine Blume var túlkunin á mörkum þess að vera sannfærandi, en í þriðja lag- inu, Die Lotusblume, komst á jafn- vægi í söngnum; röddin opnaðist og söngvarinn komst á skrið. Með hverju lagi sem bættist í sveiginn auðgaðist litróf raddarinnar: hinn fínlegi tónn varð að myrkum „vör- um sem kyssa dauðann" og að háðs- legri raust í söngnum um hermenn- ina tvo sem „vilja keisaranum allt“. Ljóðlagaflokkurinn Dichterliebe opus 48 er einn fegursti söngva- sveigur rómantísku stefnunnar í tónlist. Lögin taka við hvert af öðru líkt og perlur á bandi; þau eru í raun svo samtengd að eifitt er að hugsa sér þau ein og sér. í flutningi Keith Reeds og Gerrit Schuils hvfldi sér- stök kyrrð yfir ljóðaflokknum. Skynjunin var einna dýpst og hrein- LEIKLIST Leikfélag IVemendafé- lags Fjölbrautaskóla Suðurlands LEYNDARMÁL Leyndarmál eftir Jónínu Ledsdóttur. Leikstjdri: Guðmundur Karl Sigur- dórsson. Leikendur: Elfa Arnardótt- ir, Iris Grétarsdóttir, Daldís Ýr Guð- mundsdóttir, Sigurður Andrés Þor- varðarson, Leifur Viðarsson_, Helgi Valur Ásgeirsson, Margrét Óskars- dóttir, Guðni Kristinsson, Freyja Egilsdóttir, Bjarnheiður Jónsdóttir, Olav Veigar Davíðsson, Eyrún Magn- úsdóttir, Lilja Jdhannesdóttir o.fl. Ljósahönnun: Stefán Freyr Stefáns- son. Svið: Rebekka Guðmundsdóttir, Ágústa Þórhildur Sigurðardóttir, Jón Hnefill Jakobsson, Vaka Sigmars- dóttir, Ester Ýr Jónsdóttir, Elsa Þóra Jónsdóttir. Frumsýnt í Hátíðarsal F.Su. miðvikudaginn 29.apríl 1998. MÁNAÐAMÓTIN apríl-maí eru framhaldsskólanemum einna harm- rænustu mánaðamót ársins; þegar hið ógurlega vorprófaskrímsli fer á stjá að heimta hvað því ber. Flestir láta undan kröfum þess, með kaffi- drykkju og byrgðum gluggum. Aðr- ir biðja það vinsamlegast að bíða, meðan þeir setja upp leikrit. I Fjöl- brautaskóla Suðurlands er sá hátt- urinn a.m.k. hafður á. Á miðviku- daginn síðastliðinn frumsýndi leikfé- lag nemendafélagsins leikritið ust í Ich will meine Seele tauchen og Am leuchtenden Sommermorgen: í síðamefnda laginu var lágróma söngur Keiths (sotto voce) sérlega áhrifaríkur: orðin „du trauriger, blasser Mann“ hrísluðust líkt og kaldur gustur um hlustir áheyrenda í niðurlagi lagsins. Stundum urðu innbyrðis tengsl laganna svo sterk að dramatísk upplausn eins þeirra kom ekki fyrr en í því næsta. Þannig var um lögin Im Rhein, im heiligen Strome og Ich grolle nieht. Spennan í fyrra laginu, þar sem gröfin er ekki nægilega stór til að rúma harm skáldsins, nær hámarki í takmarka- lausu æðruleysi elskhugans í því síð- ara; þessi lög voru þungamiðjan í glæsilegum flutningi þeirra félaga, Gerrits og Keiths, á ljóðlagaflokki Schumanns. Eftir hlé voru fluttir tveir laga- flokkar, byggðir á andlegum text- um. Fyrst hljómuðu sex lög Beet- hovens við trúarleg ljóð Christians Gellert, opus 48 og síðan Fjórir söngvar alvarlegs eðlis (Vier ernste Gesánge) opus 121 eftir Jóhannes Brahms. Lög Beethovens við ljóð Leyndarmál eftir Jónínu Leósdótt- ur. Leyndarmál var samið fyrir Aristofanes, leikfélag FB, sem frumsýndi það á síðasta ári, auk þess sem leikfélag Framhaldsskóla Vestfjarða sýndi það um svipað leyti; í marz 1997. Af þessu má sjá að verkið höfðar til framhaldsskóla- aldurs, enda fjallar það um ungt fólk þegar það er að komast að því að stundum ákveður lífið leiðina. Verkið er byggt upp af stuttum afmörkuðum atriðum. Strax í upp- hafi er ljóst að eitthvað plagar Sollu, aðalpersónu verksins. Áhorfanda er sagt smátt og smátt, með samtölum og eintölum, hvað það er. Jónínu tekst á þann hátt að skapa spennu, og nær að halda henni fram að hléi. Þá upplýsir Solla hvert leyndarmál hennar er um leið og hún gerir eina lokatilraun til að sanna fyrir sjálfri sér að allt sé þetta bara ímyndun ein. I seinni hluta verksins er lýst hvernig vinir og fjölskylda Sollu, og hún sjálf, takast á við leyndarmálið. Þá kemur í ljós að annar aðili hefur búið yfir sama leyndarmáli í örlítið lengri tíma. Leikstjóra sýningarinn- ar, Guðmundi Karli Sigurdórssyni, tókst vel upp því leikurinn var jafn og góður. Þó er tæpast hægt að segja annað en sviðið hafi verið ögn víðáttáttumikið í sumum atriðum. Leyndarmál er virkilega gott „unglingaleikrit“ sem án efa mun fara víðar í framtíðinni. Heimir Viðarsson Gellerts era sjaldheyrð á tónleikum og því hefði verið fengur að textum þeirra í efnisskrá. Lögin eru um margt athyglisverð eitt og sér en sem heild nokkuð ósamstæð. Lengsta lagið og jafnframt best flutt af Keith og Gemt var Bufllied eða Iðrun, lengsta lagið í flokknum. Það er tvískipt: fyrri hlutinn er þungur og alvarlegur en síðari hlut- inn fullur bjartsýni. Mjög gott sam- ræmi var á milli tónlistar og texta; þar átti leiftrandi góður píanóleikur stóran hlut að máli. Fjögur síðustu sönglög Brahms eru svo sannarlega á meðal þess magnaðasta sem kom úr fjöðurstaf þessa torræða tónskálds. Hann byggir þau á þremur textum úr Gamla-testamentinu og einum úr apokrýfu bókunum svonefndu. Enda þótt ytra byrði laganna sé að- eins ætlað rödd og píanó þá jafnast innihald þeirra á við Þýska sálu- messu tónskáldsins. Undirspilið er fléttað af sinfónískri kunnáttu, söngröddin er aðeins eitt hljóðfæri af mörgum í þeim vefnaði. Túlkun Keith Reeds og Gerrit Schuils á lög- Rómantísk ást og tregi Sumar- nám- stefna í myndlist SAMSTARFSVERKEFNI Myndlista- og handíðaskóla íslands, Sumarskóla Háskóla Islands og Seminar on Art, sem efnt var til fyrsta sinni síðastliðið sumar, verður fram haldið dagana 14.-30. ágúst nk. í Reykjavík. Þetta er al- þjóðleg námstefna sem ætluð er myndlistarmönnum á seinni hluta náms og starfandi myndlistarmönnum. Yfirskrift námstefnunnar að þessu sinni er Listin í nátt- úrunni - Náttúran í listinni og verður fjallað um þátt náttúr- unnar í starfi listamannsins. Aðstandendur Seminar on Art era myndlistarmennirnir Helgi Þorgils Friðjónsson og Hannes Lárasson ásamt list- fræðingnum Olafi Gíslasyni. Síðastliðið sumar stóðu sömu aðilar fyrir námstefnunni On the Borderline með þátttöku íslenskra og erlendra mynd- listarmanna og listfræðinga. Erlendu listamennirnir og kennararnir sem leitað hefur verið til að þessu sinni era Gi- anni Vattimo, heimspekipró- fessor við háskólann í Tórínó á Italíu, frá sömu borg kemur myndlistamaðurinn Claudio Parmiggiani, Michael Glasmeier er prófessor í lista- sögu við listaakademíuna í Braunschweig í Þýskalandi og þaðan kemur einnig myndlist- armaðurinn Walter Dahn, Alex Rochman er bandarískur myndlistannaður og loks myndlistarmaðurinn Juan Geuer frá Kanada. Námstefnan fer fram á ensku og er metin til þriggja eininga háskólanáms. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 20. maí. Frekari upplýsingar um skráningu veitir Sumarháskóli Háskóla Islands. um Brahms var gædd mikilli frið- sæld, næstum trúarlegri upphafn- ingu. Keith söng líkt og röddin ætti sér ekki upphaf í barka hans heldur kæmi utan frá; eins og hann væri aðeins hljóðfæri þess boðskapar sem fólginn var í tónlistinni. Keith Reed sýndi á þessum tón- leikum að hann á fullt erindi sem ljóðasöngvari. Styrkur hans felst fyrst og fremst í fjölbreytilegu litrófi raddarinnai-; hann getur sett lögin á svið með röddinni einni saman án nokkurra leikrænna tilburða en býr jafnframt yfir mikilli stillingu; setur sjálfan sig stundum jafnvel í skugg- ann fyrir tónlistinni. Gerrit Schuil er mjög næmur undirleikari. Hann fylgir andardrætti söngvarans út í hörgul og veitir röddinnijiann stuðn- ing sem hún þarfnast. Á sama hátt og píanóið er í höndum hans ómetan- legur bandamaður raddarinnar hvaifiaði sú spuming stundum að hlustandanum hvort píanóið mætti ekki einnig vera röddinni hvassari andstæðingur, sérstaklega þegar um svo mikla rödd er að ræða og bass- baritónrödd Keiths Reed. Að lokum ber að þakka vandaða efnisskrá. í henni var tónleikagest- um gerð grein fyrir verkum og flytj- endum á aðgengilegan hátt. Hún setur ekki aðeins tónlistina í sögu- legt samhengi heldur sýnir ekki síð- ur viðhorf flytjenda til hennar. Það hefði glatt aðdáendur þýski-ar ljóð- listar enn frekar hefði ekki aðeins íslenskur útdráttur ljóðanna fylgt efnisskrá heldur ljóðin í heild sinni. Gunnsteinn Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.