Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 65 Niðjamót á Laugum HALLDÓRSSTAÐAHJÓNIN Sigríður Jónsdóttir og Sigfús Jónsson. NIÐJAMÓT verður haldið að Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu dag- ana 19. til 21. júní nk. Þar koma saman niðjar hjón- anna Sigríðar Jónsdóttur og Sigfúsar Jónssonar, sem bjuggu á Halldórsstöðum í Reykjadal á árunum 1898- 1926. Sigfús fæddist 5. maí 1855 á Skútustöðum í Mývatns- sveit, sonur Marju Gísla- dóttur og Jóns Jónssonar, bónda og smiðs á Sveins- strönd í Mývatnssveit. Sig- fús lést 16. sept. 1926. Sig- ríður fæddist 5. nóv. 1856 á Græna- vatni í Mývatnssveit. Hún lést 29. júní 1941. Foreldrar hennar voru Jón Hinriksson, bóndi og skáld á Hellu- vaði í Mývatnssveit, og Friðrika Helgadóttir frá Skútustöðum. Sjö börn þeiiTa hjóna sem upp komust voru Jón Aðalsteinn, Sigurður Bjarklind, Kristjana, Pétur, Þóra, Friðrika og María. Eru þau öll látin. Afkomendur þeirra í dag munu vera nálægt 700. Gert er ráð fyrir að mótsgestir komi á hátíðarsvæðið á Laugum á fóstudegi 19. júní en formleg setning ættarmótsins fer fram á laugardegi. Verður þess m.a. minnst að í sumar eru liðin 100 ár frá því að Sigfús og Sigríður hófu búskap á Halldórsstöð- um. Af þessu tilefni verður afhjúpað- ur minnisvarði um þau hjón á gamla bæjai’stæðinu. Fjölbreytt dagski’á verður mótsdagana og leikir fyrir yngri sem eldri. Sameiginlegt borð- hald og hátíðarsamkoma fer fram í íþróttahúsinu á Laugum á laugar- dagskvöldi. Mótinu lýkur á sunnu- degi. Tjaldstæði eru á staðnum en einnig er unnt að panta gistingu á Sumai’hótelinu á Laugum. Nú þegar hafa um 300 manns skráð sig til þátt- töku. Starfsemi orlofsnefndar Kópavogs Á FUNDI orlofsnefndar Kvenfé- lagasambands Kópavogs sem hald- inn var nýlega var samþykkt að á vegum nefndarinnar yrði eftirfar- andi starfsemi á starfsárinu: „Dagana 21.-26. júní verður dval- ið á Hótel Eldborg sem er vestur á Mýrum. Aðstaða þar er góð, sund- laug og heitur pottur. Góðar göngu- leiðir er að fínna í næsta nágrenni. Gist verður í tveggja manna her- bergjum. Fyrirhugað er að bjóða upp á ferð en ekki hefur verið ákveðið hvert verður haldið en gæti t.d. orðið Snæfellsnes. Hámarks- fjöldi á Hótel Eldborg eru 30 kon- ur. Fararstjórar verða Ólöf Þor- bergsdóttir og Elísabet Hannes- dóttir. Dagana 4. og 5. júlíl er fyrirhugað að fara til Vestmannaeyja. Flogið verður til Eyja á laugardegi og kom- ið til baka á sunnudegi. Gist verður í tveggja manna herbergjum. Siglt verður umhverfis Heimaey og farin skoðunarferð um eyna. Borðaður sameiginlegur kvöldmatur og morg- unmatur. Hámarksfjöldi eiu 40 kon- ur. Fararstjórar verða Sigurbjörg Björgvinsdóttir og Bh’na Arnadótt- ir. Dagana 4.-6. september verður farin ferð í Skagafjörð. Gist verður tvær nætur á Löngumýri. Farnar verða skoðunarferðr sem ekki eru fullskipulagðar. Hámarksfjöldi 40 konur. Fararstjórar Sigurbjörn og Birni,“ segir í fréttatilkynningu frá orlofsnefnd Kópavogs. Tekið skal fram að allar konur bú- settar í Kópavogi eiga rétt á að láta skrá sig í skipulagða orlofsdvöl eða ferð. Yopnafjörður Framsókn birtir lista FRAMBOÐSLISTI Framsóknarfé- lags Vopnafjarðar til sveitastjórnar- kosninga 23. maí nk. hefur verið birtur: Hann skipa: 1. Ólafur Sigmarsson kaupfélagsstjóri, 2. Emil Sigurjóns- son bóndi, 3. Hafþór Róbertsson kennari, 4. Sigurveig Róbertsdóttir bankastarfsmaður, 5. Inga María Ingadóttir bankastarfsmaður, 6. Bragi Vagnsson bóndi, 7. Borghild- ur Sverrisdóttir afgi’eiðslumaður, 8. Árni Magnússon rafvirkjameistari, 9. Laufey Leifsdóttir, vinnur við að- hlynning aldraðra, 10. Jósep Jóseps- son verkamaður, 11. Sigurjón Hauksson sjómaður, 12. Brynjar Joensen sjómaður, 13. Jóhanna Jörgensdóttir bóndi, 14. Friðbjörn H. Guðmundsson bóndi. Skorradalslist- inn lagður fram LAGÐUR hefur verið fram fram- boðslisti til sveitarstjórnarkosninga í Skorradalshreppi í vor. Kallast hann Skorradalslistinn. Listinn er þessi: 1. Davíð Péturs- son, bóndi og hreppstjóri, 2. Bjarni Vilmundarson bóndi, 3. Ágúst Árna- son skógarvörður, 4. Pétur Davíðs- son bóndi, Jóhanna Hauksdóttir bóndi, 6. Guðmundur Þorsteinsson, bóndi og húsasmíðameistari, 7. Ólöf Svava Halldórsdóttir húsfreyja, 8. Þórður Vilmundarson bóndi, 9. Gyða Bergþórsdóttir sérkennari, 10. Ein- ar Ki’. Jónsson bóndi. H-listi á Tálknafírði H-LISTI óháðra fyrir sveitarstjórn- arkosningar á Tálknafirði 23. maí nk. er eftirfarandi: 1. Kristín Ólafsdóttir verkalýðs- formaður, Móatúni 7, 2. Birna Benediktsdóttir verkakona, Móa- túni 3, 3. Egill Sigurðsson pípulagn- ingamaður, Móatúni 25, 4. Lilja Magnúsdóttir bankastarfsmaður, Laufási, 5. Guðbjörg Amardóttir húsmóðir, Túngötu 27, 6. Aðalsteinn Magnússon vélstjóri, Móatúni 6, 7. Ólafur Gunnbjörnsson trillukarl, Túngötu 33, 8. Ásdís Ólafsdóttir leikskólakennari, Móatúni 16, 9. Þórunn Guðmundardóttir beitn- ingamaður, Móatúni 13, 10. Björg- vin Sigurbjörnsson, fyrrverandi oddviti, Miðtúni 12. H-listinn á Blönduósi birtur H-LISTINN, framboðslisti vinstri manna og óháðra á Blönduósi, til sveitarstjórnarkosninga hinn 23. maí nk. hefur verið samþykktur: 1. Pétur A. Pétursson bæjarfull- trúi, 2. Hjördís Blöndal, starfsmaður HAH, 3. Gestur Þórarinsson bæjar- fulltrúi, 4. Helgi Árnason umboðs- maður, 5. Jórunn Sigurðardóttir skrifstofumaður, 6. Eva Hrund Pét- ursdóttir húsmóðir, 7. Hafsteinn Pétursson rafverktaki, 8. Guðmund- ur Ingþórsson útgerðarstjóri, 9. Hilmar Þór Hilmarsson iðnnemi, 10. Hulda Birna Frímannsdóttir, starfs- maður HAH, 11. Hafdís Elva Ingi- marsdóttir skrifstofumaður, 12. Sól- borg Rósa Hjálmarsdóttir húsmóðir, 13. Páll Ingþór Ki’istinsson húsvörð- ur, 14. Kári Snorrason fram- kvæmdastjóri. STARFSFÓLK Islenskrar getspár uppáklætt í tilefni dagsins þegar Jóker, nýr Iottóleikur, var kynntur í síðustu viku. íslensk getspá Jóker - nýr lottóleikur ÍSLENSK getspá hóf í síðustu viku sölu á Jóker, nýjum leik sem seldur er með Lottói 5/38, laugardagslottóinu. Góð við- brögð voru við leiknum fyrstu vikuna en samkvæmt upplýsing- um úr sölukerfi íslenskrar get- spár fyrir siðustu viku keyptu 95% lottóspilara Jóker með Lottói 5/38. Sé keyptur Jóker velur annað- hvort sölukerfið eða þátttakandi sjálfur 5 tölur sem prentast út á sölukvittun með lottótölunum. Jókertölumar eru dregnar út á sérstökum lukkuhjólum í sjón- varpssal um leið og dregið er í Lottói 5/38 á laugardögum. Greiddir eru vinningar fyrir 2 t il 5 réttar tölur ef þær eru vald- ar í sömu röð og þær eru dregn- ar út. Fyrir Jókertölurnar fimm í þeirri röð sem þær dragast eru greiddar milljón krónur í vinn- ing, fyrir fjórar síðustu tölurnar í þeirri röð sem þær dragast 100 þús. krónur, fyrir þrjár síðustu 10 þúsund krónur og fyrir 2 síð- ustu þúsund krónur. Til vinninga er varið 46,25% af heildarsölu að meðaltali, sem er rúmum 6% meira en í Lottói 5/38 og Víkingalottói, þar sem út- borgunarhlutfallið er 40% í báð- um leikjum. H-listi Hvolhreppi BIRTUR hefur verið H-listi, fram- boðslisti áhugamanna um málefni Hvolhrepps, vegna sveitarstjórnar- kosninga í Hvolhreppi hinn 23. maí nk. H-listinn hefur allt frá árinu 1982, er listakosningar hófust í Hvol- hreppi, boðið fram til sveitai'stjórnar í hreppnum. Listinn hefur frá sama tíma haft meirihluta í sveitarstjórn. Eftirtaldir skipa H-listann við sveitarstjórnarkosningar í Hvol- hreppi 23. maí nk.: 1. Guðmundur Svavarsson varaoddviti, Norður- garði 19, 2. Pálína Björk Jónsdóttir kennari, Dufþaksholti, 3. Oddur Ái’nason kjötiðnaðarmaður, Mið- krika 2, 4. Steinunn Ósk Kolbeins- dóttir kennari, Stóragerði 2a, 5. Árni Guðbjartur Valdimarsson bóndi, Akri, 6. Særún Steinunn Bragadóttir hársnyrtir, Öldugerði 3, 7. Sigurjón Sváfnisson rafvirki, Hvolsvegi 23, 8. Halldór Geir Jensson nemi, Öldu- gerði 11, 9. Sæmundur Holgersson tannlæknh’, Hvolsvegi 9a, 10. Helga Þorsteinsdóttir oddviti, Túngötu 3. M-listinn í Mosfellsbæ LISTI Mosfellslistans í Mosfellsbæ, M-listinn, fyrir sveitastjórnarkosn- ingarnar 23. maí nk. hefur verið samþykktur: Listann skipa: 1. Gylfi Guðjóns- son, ökukennari, 2. Jóna Dís Braga- dóttir, uppeldisfræðingur, 3. Olöf Björk Björnsdóttir, skrifstofumað- ur, 4. Guðlaug Kristófersdóttir, skrifstofustjóri, 5. Kolbeinn Hreins- son, múrarameistari, 6. Þorbjörn Sigfússon, bifreiðastjóri, 7. Marta Hauksdóttir, sjúkraliði, 8. Magnús Níelsson, matreiðslumeistari, 9. Júl- íana Sigiíður Viktorsdóttir, húsmóð- ir, 10. Freyja Ólafsdóttir, mat- reiðslumaður, 11. Birgir Sveinsson, starfsmaður Toyota, 12. Gunnhildur Konráðsdóttir, leikskólakennari, 13. Bragi Bergmann Steingrímsson, þjónustustjóri, 14. Helgi Sigurðsson, dýralæknir. L-listinn á Tálknafírði LAGÐUR hefur verið fram fram- boðslisti vegna sveitarstjórnarkosn- inganna á Tálknafirði í vor. Það er „Hópur áhugafólks um betri byggð og bjart mannlíf á Tálknafirði“ sem leggur listann fram. Sótt hefur verið um listabókstafinn L. Listann skipa eftirtaldir einstak- lingar: 1. Finnur Pétursson verka- maður, 2. Heiðar Jóhannsson húsa- smíðameistari, 3. Ásdís Auðunsdótt- ir þroskaþjálfi, 4. Pálína Kristín Hermannsdóttir verkamaður, 5. Guðni Ólafsson húsasmiður, 6. Gestrún Sveinsdóttir verslunar- stjóri, 7. Snæbjörn Geii’ Viggósson framkvæmdastjóri, 8. Andrés Már Heiðarsson leiðbeinandi, 9. Þói-unn Ösp Björnsdóttir húsmóðir, 10. Guð- mundur Jóhann Sæmundsson sjó- maður. Listi Framsókn- arfélag’sins í Sandgerði VALINN hefur verið B-listi Fram- sóknarfélags Sandgerðis og óháðra vegna bæjarstjórnarkosninganna í Sandgerði 23. maí 1998. Framboðlisti B-listans er skipaðui’ eftiitöldu fólki: 1. Heimir Sigur- sveinsson húsasmíðameistari, 2. Rak- el Óskarsdóttir nemi, 3. Heiðar Ás- geirsson byggingafulltrúi, 4. Jóhann Kjærbo bankastarfsmaður, 5. Þor- björg Friðriksdóttir verslunarmaður, 6. Guðmundur Skúlason iðnnemi, 7. Anna Bjömsdóttfr verslunarmaður, 8. Haraldur Hinriksson verkamaður, 9. Sigui’björg Hjálmarsdóttfr nemi, 10. Anna Mikkalína Magnúsen stuðn- ingsfulltrúi, 11. Unnur Óskarsdóttir verslunarmaður, 12. Helga Hrönn Ólafsdóttir húsmóðfr, 13. Pétur Guð- laugsson sjómaður, 14. Gunnlaugur Þór Hauksson járnsmíðameistari. Snæfellsbæjar- listinn ákveðinn SNÆFELLSBÆJARLISTINN, listi óháðra kjósenda í Snæfellsbæ, hefur verið ákveðinn. Listann skipa eftirfarandi: 1. Sveinn Þór Elínbergsson að- stoðarskólastjóri, 2. Jóhannes Ragn- arsson, foiTn. Verkalýðsfélags Snæ- fellsbæjar, 3. Margrét Sigríður Ingi- mundardóttir leiðbeinandi, 4. Guð- björg Jónsdóttir húsmóðir, 5. Jón Þorbergur Oliversson vélvirkja- meistari, 6. A. Erla Laxdal Gísla- dóttir verkakona, 7. Sigurður Am- fjörð Guðmundsson sjómaður, 8. Ævar Þór Sveinsson verkstjóri, 9. Heiðar Elvar Friðriksson verkstjóri, 10. Arnljótur Amarsson sjómaður, 11. Grímur Th. Stefánsson fram- kvæmdastjóri, 12. Ríkharður Jóns- son fiskmatsmaður, 13. Metta Guð- mundsdóttir húsmóðir, 14. Kristján Helgason hafnarvörður. D-listinn ákveð- inn á Blönduósi FRAMBOÐSLISTi Sjálfstæðis- flokksins til bæjarstjórnarkosninga á Blönduósi 23. maí hefur verið ákveðinn. Fyrsta sætið skipar Ágúst Þór Bragason bæjarfulltrúi, 2. Vigdís Edda Guðbrandsdóttir afgreiðslu- kona, 3. Þorsteinn Kristófer Jóns- son bifreiðastjóri, 4. Gróa María Einarsdóttir verslunarmaður, 5. Jón Sigurðsson ráðunautur, 6. Bjarni Pálsson vélamaður, 7. Andrés Ingi- berg Leifsson bifvélavirki, 8. Berg- þóra Hlíf Sigurðardóttir afgreiðslu- kona, 9. Hjörleifur K. Júlíusson framkvæmdastjóri, 10. Ragnheiður Þorsteinsdóttir verkakona, 11. Al- bert Stefánsson framreiðslumaður, 12. Hólmfríður Sigi’ún Óskarsdóttir húsmóðir, 13. Jón Sverrisson tré- smiður og 14. sæti skipar Óskar Ingi Húnfjörð framkvæmdastjóri. Listi Hagsmuna- samtaka Bessa- staðahrepps LISTI Hagsmunasamtaka Bessa- staðahrepps fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar hefur verið sam- þykktur. Hagsmunasamtök Bessa- staðahrepps hafa verið fulltrúar fé- lagshyggjuaflanna í Bessastaða- hreppi síðan 1986. Þau hafa verið í meirihlutasamstarfi á þessu kjör- tímabili. 1. Sigtryggur Jónsson, sálfræðing- ur og oddviti, 2. Guðrún Hannesdótt- ir, tölvunarfræðingur, 3. Þorsteinn Hannesson, efnafræðingur, 4. Jó- hanna Rútsdóttir, kennari, 5. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðing- ur, 6. Þorgeir Magnússon, sálfræð- ingur, 7. Kristín Fjóla Bergþórsdótt- ir, kennari, 8. Gunnar Halldórsson, formaður Félags eldri borgara á Álftanesi, 9. Steinhildur Sigurðar- dóttir, sjúkraliði, 10. John Speight, tónskáld, 11. Einar Rafn Ingvalds- son, vélvirki, 12. Aðalheiður S. Stein- grímsdóttir, skrifstofumaður, 13. Arni Bjömsson, læknir og 14. Þor- kell Helgason, stærðfræðingur. Inn’á gafli - ^ Hafnarfjörður 90 ára NU í sumar mun Hafnarfjarðarbær halda upp á að 90 eru liðin frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Af því tilefni mun Byggðasafn Hafnar- fjarðar opna hinn 1. maí veglega af- mælissýningu í sýningarsalnum Smiðjunni, Strandgötu 50. „Þema sýningarinnar Inn’á gafli- Hafnarfjörður 90 ára er Hafnar- fjörður mánudaginn 1. júní 1908. Dagurinn sem bærinn fékk kaup- staðarréttindin. Gestum er boðið að ganga um bæ- inn og horfa inn um glugga hjá kaup- manninum, bakaranum, trésmiðn- um, skóaranum, lækninum, inn á símstöðina og inn á heimili hinns al- menna bæjarbúa, skoða gai’ðinn við húsið sem bæði er með matjurta- garði og hænsnum. Heilsa upp á hjónin sem klædd eru í sitt fínasta púss og leið eiga í Góðtemplarahúsið til að kjósa sér bæjarstjórn í fyrsta sinn. Og að lokum að skoða sig um í fjörunni við Milljónafélagið. Leiðsögumaður og gestgjafi er innfæddur Gaflari sem lifað hefur tímanna tvenna. Hann kynnir bæinn sinn fyrir gestum og á fjölmörgum spjöldum geta sýningargestir fengið leiðsögn hans þegar skoðað er mál- far og stafsetning kynslóðarinnar sem fædd er fyrir síðustu aldamót. Sýningin er opin frá 1. maí til 30. september og er opið frá kl. 13-17 alla daga vikunnar," segir í fréttatil- kynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.