Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 58
9 58 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HREFNA PJETURSDÓTTIR + Hrefna Pjeturs- dóttir fæddist á Akureyri 20. nóveni- ber 1928. Hún and- aðist á Landspítalan- um 28. apríl síðast- liðinn. Hrefna var dóttir hjónanna Pjet- urs H. Lárussonar, skókaupmanns á Akureyri (f. á Stykk- ishólmi 15. nóvember 1897, d. á Akureyri 10. mars 1957), og Sigurlaugar Lárus- dóttur (f. í Reykjavík 31. maí 1894, d. í Reykjavík 13. maí 1978). Pjetur var sonur hjónannna Lárusar H. Bjarnason, hæstaréttardómara (f. 1866, d. 1934) og Elínar Haf- stein (f. 1869, d. 1900). Foreldr- ar Sigurlaugar voru hjónin Lár- us G. Lúðvíksson skósmíða- meistari og kaupmaður í Reykjavík (f. 1860, d. 1913) og Málfríður Jónsdóttir (f. 1860, d. 1924). Aisystkini Hrefnu voru: Lárus Pjetursson framkvæmda- stjóri (f. í Reykjavík 25. apríl 1921, d. á sama stað 30. desem- ber 1974) og EI£n Pjet. Bjama- son, listmálari i Kaupmanna- höfn, (f. í Eskiholti, Borgar- hreppi, Mýrasýslu, 30. júm' 1924). Hálfsystir hennar, sam- feðra, er Ásta Pjetursdóttir hús- freyja í Reykjavík (f. í Heiðarbæ í Þingvallasveit 28. september 1919). Hrefna var tví- gift og jafti oft frá- skilin. Fyrri maður hennar var Láms Bjamason verslun- armaður og kenn- ari (f. í Reykjavík 12. október 1922, d. á Malaga á Spáni 12. ágúst 1974). Síðari maður Hr- efhu var Svavar H. Jóhannsson, bókari og kennari (f. í Reykjavík 21. júm' 1914, d. á Vífilsstöðum 3. maí 1988). Með fyrri manni sfnum eignaðist Hrefna soninn Pjetur Hafstein Lámsson rithöfund og með þeim sfðari soninn Svavar Hrafn Svavarsson fornfræðing. Sambýliskona Pjeturs er Ingi- björg Ólafsdóttir þýðandi og eiga þau einn son, Ölaf. Fyrir átti Pjetur þijá syni, Þór, Ragn- ar og Láms, og eina dóttur, Elínu, en þeir Þór og Láms lét- ust í frumbernsku. Eiginkona Svavars Hrafns er Ragnheiður Krisfjánsdóttir sagnfræðingur og eiga þau eina dóttur, Guð- rúnu. Utför Hrefnu Pjetursdóttur verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Tengdamóðir mín er öll. Dauðann bar brátt að. Síðla vetrar var hún greind með krabbamein. Meinið var óviðráðanlegt og endanlegt. Þrátt fyrir lífsviljann var hún lögð að velli. Hún hefði orðið sjötug á árinu, i en þó vottaði ekki fyrir kellingu í henni; hún var ekki gömul, heldur glæsileg, þróttmikil og kvik, og þess vegna ung. Þótt ég hafi aðeins þekkt hana í tæp tíu ár var aldurs- laus glæsileikinn auðsær, látlaus smekkvísi. Þrótturinn gerði henni kleift að harka af sér þegar á móti blés en annars njóta lífsins. Framar öðru var þó andinn kvikur, spurull og vakandi, svo gustaði af honum. Ef augun em spegill sálarinnar var sál hennar djúp og falleg, og er kannski enn; hún lifir í minning- unni. Ragnheiður Kristjánsdóttir. Hrefna Pjetursdóttir húsmóðir lést á Landsspítalanum fyrir rúmri viku eftir skamma legu. Banamein hennar var krabbamein. Hrefna var á margan hátt sérstæð kona. Hún var fríð sýnum og glæsileg, smekk- vís með afbrigðum og góðum gáfum gædd. Enda hefði henni illa verið í ætt skotið annars, því föðurafi hennar Lárus H. Bjamason, hæsta- réttardómari og prófessor, var ein- hver mesti gáfumaður sinnar kyn- slóðar, og foðuramman, Eh'n Haf- stein, systir Hannesar ráðherra og skálds, var með fegurstu konum á Islandi. Hrefna var afar stolt af afa sínum og ömmu, sem vonlegt er, en það kom alls ekki fram í drambsemi og hroka, heldur geðþekkri vænt- umþykju og ræktarsemi. Við Hrefna kynntumst fyrir rúm- um þremur áratugum þegar þau Legsteinar rx í Lundi . ( ‘ v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 Biómabwðti-v Öarðskom v/ ’Fossvogs!<i»Al<jugaii3 Sími: 554 0500 faðir minn, Svavar H. Jóhannsson, gengu í hjónaband og stofnuðu heimili ásamt ungum syni hennar, Pjetri Hafstein Lárussyni. Þá vor- um við, Asa systir mín og ég, á bamsaldri, og sambandið við föður okkar ekld mjög náið, fólst helst í ökuferðum á sunnudagsmorgnum og stopulum heimsóknum. Þó skrapp hann stundum með okkur heim til sín þar sem Hrefna tók á móti okkur og bauð upp á veitingar. Hún var þá, og jafnan síðan, höfð- ingi heim að sækja. Ein þessara heimsókna var af alveg sérstöku til- efni. Eg var á sjöunda ári og vissi svo sem alveg hvað beið mín þegar ég steig inn fyrir þröskuldinn á heimih Hrefnu og föður míns. Hús- freyjan, sem var venju fremur björt yfirlitum og glöð í bragði, tók á móti mér í anddyrinu og leiddi mig hróð- ug að vöggu þar sem svaf lítill snáði. Þar virti ég fyrir mér Svavar Hrafn bróður minn í fyrsta sinn og þótti, satt best að segja, ekki mikið koma til þessarar örsmáu, bleiku manns- myndar, sem ekki lét svo lítið að ljúka upp augum við þetta tækifæri. En gleði móðurinnar hreif mig, og hnokkanum þeim ama átti eftir að vaxa ásmegin. A ýmsu gekk í hjónabandi föður míns og Hrefnu, og þar kom að þau skildu. Drjúgan þátt í þvi átti óregla beggja, sem jókst er tímar hðu fram. Enn verð ég dapur þegar ég minnist hlutskiptis bróður míns á þessum árum, en hann lifði um skeið hálfgerðu flökkulífi og átti sér ekki alltaf vísan næturstað. Enn sárara var þetta fyrir þá sök að for- eldrum hans þótti afar vænt um hann og vissu hvað í honum bjó. En guðimir vefa okkur svo undarleg örlög, og þrátt fyrir gáfur sínar, og eðlislægan góðleika, skorti Hrefnu þrek til þess að bera sigurorð af óreglunni á þessum tíma. En þar kom að sá sigur vannst. H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H ^ Sími 562 0200 &IIIIIIIIIII Og þá fékk hún líka notið hæfileika sinna. Hrefna hafði áhuga á mörgu, las mikið og var með ágæt- um fróð. Hún var vel heima í fag- urbókmenntum og sótti leikhús og myndlistarsýningar. Þá fylgdist hún grannt með stjórnmálum og hafði á þeim, sem öðru, ákveðnar skoðanir sem hún lét oft hressilega í ljós. Hrefna var gædd ágætri kímnigáfu, ekki síst gagnvart sjálfri sér, og hún var fagurkeri. Heimili hennar var prýtt fallegum myndum, og listmunum, sem hún kom fyrir af mikilli smekkvísi. Og leitun var að manneskju sem hafði jafn glöggt auga fyrir fatnaði, enda var hún ávallt óaðfinnanlega klædd. Faðir minn lést fyrir réttum 10 árum, og hafði þá búið einn í hálfan annan áratug. Agæt vinátta var með þeim Hrefnu síðustu árin sem hann lifði. Heimsóttu þau hvort annað, fóru saman í leikhús eða kvikmyndahús, og jafnvel einu sinni til útlanda. Oft snæddum við Svavar bróðir með þeim, og stundum var gripið í spil á eftir. Þá gekk á ýmsu. Og ósjaldan tefldum við bræðumir, pabbi horfði á og Hrefna færði okk- ur kaffi og smákökur. A seinni árum kynntust Hrefna og móðir mín, Jó- hanna Kristófersdóttir, betur, og fór ágætlega á með þeim. Þá var góður kunningsskapur með Hrefnu og Asu systur minni, þótti þeim vænt hvorri um aðra. I dag stöndum við yfir moldum Hrefnu Pjetursdóttur. Hugurinn bregður upp svipmyndum af ýmsu tagi. Ég minnist glaðhlakkalegrar konu sem býður gestum sínum að gjöra svo vel að setjast að borði sem hún hefur hlaðið krásum. Og ég heyri vonarsnauða rödd konu sem í veikleika sínum reynir að sannfæra mig, harðbrjósta unglinginn, um að hún sé ekki vond manneskja, og elski soninn sinn unga, þrátt fyrir allt. Seinna áttaði ég mig á því að þetta var alveg rétt. Enda fór svo að synir hennar tveir skiptust á að sitja yfir henni þar sem hún lá banaleguna, nótt og dag, uns yfir lauk. Mér þótti vænt um Hrefnu, og henni var hlýtt til mín. Því kveð ég hana og þakka fyrir kynnin. Kristófer Svavarsson. Systir mín hringdi í mig og sagði við mig að Hrefna væri látin. Þær tilfinningar sem brutust fram hjá mér voru aðallega innileg eftirsjá og sorg. Hrefna var alltof ung, í blóma lífsins. Hún var líka alltaf ung í anda, þess vegna náðum við ágæt- um tengslum. En við vitum aldrei hvenær er komið að okkur? Svo skrítið sem það er þá er hún Hrefna horfin okkur en andi hennar og skoðanir munu hvergi nærri hverfa úr hugum okkar. Já, hún var örugg- lega ein ákveðnasta manneskja sem ég hef nokkum tímann kynnst en þegar mér er litið til baka þá er ég guði þakklátur fyrir að hafa kynnst henni Hrefnu vinkonu minni og ná- grannakonu til margra ára. Hún hafði skoðun á öllum hliðum samfé- lagsins, slæmum eða góðum. Hún var mikil hefðarfrú og lifði fyrir samskipti sín við annað fólk og menninguna. Menning og listir vom henni ætíð hjartfólgið áhugamál. Ég man að hún ætlaði að bjóða móður minni í leikhús að sjá gaman- leik en svo tóku örlögin í taumana og þær komust aldrei. Við Hrefna vomm góðir vinir. Hún lét það ekki vanta að leggja mér lífsreglurnar og sagði mér skýra skoðun sína á því sem ég var að spá í að læra og leggja fyrir mig sem framtíðarstarf, það var hennar skoðun alla tíð að menntunin væri gulls ígildi og ekkert annað „blí- vaði“ í þessum harða heimi. Hún var alltaf hreinskilin og einlæg, fyndin og kaldhæðin á köflum en alltaf var hún skemmtileg og ákveð- in. Hrefna var umfram allt annað mikil vinkona mín. Ég sendi sonum hennar, Svavari Hrafni, Pjetri og séra Grími mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð blessa hana og varð- veita og senda þeim sem hana þekktu, styrk og hlýju í sorg sinni. Friðjón Björgvin Gunnarsson. JÓNAS HARALDSSON + Jónas Haraldsson fæddist á Kol- freyjustað í Fá- skrúðsfirði 30. janúar 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 25. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Jónasson, prófastur á Kolfreyjustað, f. 6. ágúst 1885 í Sauð- lauksdal við Patreks- görð, d. 22. desem- ber 1954, og fyrri kona Haralds, Sigrún Jónsdóttir, f. 14. aprfl 1881, d. 23. desember 1919, dóttir Jóns Davíðssonar, bóksala í Nes- kaupstað, og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Jónas var því þriggja ára er hann missti móður sfna. Foreldrar Haralds Jónassonar voru Jónas Björnsson, sóknar- prestur 1' Sauðlauksdal, f. 11. aprfl 1850, d. 16. aprfl 1896, og kona hans Rannveig Gísladóttir, f. 13. janúar 1859, d. 19. september 1920. Jónas ólst upp á Kolfreyju- stað ásamt systkinum sínum, en sr. Haraldur kvæntist aftur, frænku Sigrúnar, Guðrúnu Val- borgu Haraldsdóttur, f. 5. desem- Mágur minn Jónas Haraldsson er látinn. Andlát hans kom ekki á óvart því hann hafði gh'mt við elli og van- heilsu undanfarin ár. Með honum er genginn hógvær og ljúfur maður. Jónas ólst upp á Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði á fjölmennu menningar- heimili prestsins þar, Haralds Jónas- sonar prófasts í Suður-Múlasýslu. Oft voru um tuttugu manns í heimili og stundaður var hefðbund- inn búskapur ásamt eyjabúskap margháttuðum. Hann lærði því snemma að taka til hendi til sjós og lands. Jónas lauk seinna prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni. En leiðin lá síðan til Reykjavíkur og lauk hann sveinsprófi í rafvirkjun 1948. Hann vann í iðngrein sinni all- an starfsaldur og var viðurkenndur fagmaður. Jónas, er mér sagt af samstarfsmönnum, hafði það verklag að vinna hægt en örugglega og var sífellt að og þannig náði hann meiri og betri afköstum en margir ákafa- menn. Allir vita að ótal hættur fylgja, ef út af reglum er brugðið, við meðferð rafmagns. Fyrrverandi verkstjóri Jónasar sagði þeim er þessar línur ritar að hverju verki hefði verið vel borgið, sem honum var falið og öryggisreglum fylgt út í æsar. Jónas kvæntist ekki en fjölskylda hans var stór, systkini, bamabörn þeirra og bamabamaböm ásamt tengdafólki öllu var hans fólk, marg- ir tugir manna. Samband hans við stjúpmóður sína, Guðrúnu Valborgu Haraldsdóttur, var þeim mjög kært alla tíð. Jónas sýndi henni ræktar- semi og tryggð. Nefna ber sérstak- lega tryggð Jónasar við systur sína Sigrúnu og hennar heimili. Oft var það ef einhver úr hinnu stóm fjöl- skyldu þurfti á raflögn að halda að Jónas var kominn með áhöldin sín, jafnvel óbeðinn til þess að hjálpa og leggja viðkomandi hð. Um greiðslur þurfti ekki að ræða. Þannig var Jónas í reynd mikil hjálparhella fólksins frá Kolíreyjustað, þegar það fluttist suður. Standa því margir í þakkarskuld við hinn látna öðling. Jónas hafði gaman af umræðum um þjóðfélagsmál í fjölskylduboðum og við fleiri tækifæri. Hann kom stundum með skarplegar athuga- semdir en brosti yfirleitt góðlátlega þegar oflátungar fóru að þenja sig. Ég leyfi mér að enda línur þessar með tilvitnun í minningargrein Magnúsar Jónssonar guðfræðipró- fessors er hann ritaði í Kirkjuritið um skólabróður sinn Harald Jónas- son, fóður Jónasar, því margt hefur verið líkt með þeim feðgum. „Mér finnst þetta táknrænt um þennan mæta mann og trúa þjón. Hann sest að starfi og haggast ekki þaðan fyrr en yfir lýkur. Vinnur starf sitt and- legt og veraldlegt, ef þar skal í milli greina, preststarf og prófaststarf, ber 1901, d. 20. sept- ember 1990. Börn sr. Haralds og Guðrúnar Valborgar voru Sig- rún, f. 14. desember 1923, Ragnar, f. 29. nóvember 1925, Jenny, f. 12. ágúst 1928, Þórey, f. 7. ágúst 1930, Rann- veig, f. 25. júní 1933, Haraldur, f. 10. júlí 1936, Björgvin, f. 14. maí 1938, Hilmar, f. 1. mars 1940, og Helga, f. 25. septem- ber 1941, d. 3. janúar 1991. Jónas vann öil venjuleg sveita- störf heima á Kolfreyjustað. Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1935. Jónas hóf síðar nám í rafvirkjun hjá Jónasi Magn- ússyni rafvirkjameistara í Reykja- vík og Iauk sveinsprófi 1948. Hann starfaði si'ðan við rafvirkjun i' Reykjavfk, lengst af hjá fyrir- tækinu Johan Rönning hf. og síð- ar hjá Ljósvirki hf. Jónas kvæntist ekki og eignaðist ekki börn. Útför Jónasar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. heimilislíf með konu og bömum, bú- skap, sveitarstörf og allt annað, svo að ekki fellur blettur á skjöld hans. Öllu er óhætt í höndum hans, aldrei mikil átök, hvorki í námi né starfi, en aldrei nein hætta á að ekki sé gert það, sem gera átti og gera þurfti. Ef hann hefur ekki hlotið trú- rra þjóna verðlaun, þá hef ég mis- skilið eitthvað meir en lítið í kenn- ingu hans, sem laununum ræður.“ Við í Fögrubrekku leyfum okkur að kveðja með vísu Páls Ólafssonar frá Kolfreyjustað. Vorið er komið og veturinn dáinn vil ég því una mér rétt eins og stráin brúna frá himni við brásólar yl. Ég ætla að líta þar nótt, sem að nemur, því næst getur skeð, þegar veturinn kemur, ég hnígi til foldar og finni ekld til. Hilmar Björgvinsson. í dag er til moldar borinn Jónas mágur minn. Hann ólst upp í stórum systkinahóp að Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði. Þar fékk hann gott upp- eldi, hjá foður sínum, prestinum Haraldi Jónassyni, og stjúpu sinni, Valborgu Haraldsdóttur. Síðan lá leiðin á suðurlandið, hann fór til náms að Héraðsskólanum á Laugar- vatni. Jónas lærði rafmagnsiðn hjá Jónasi Magnússyni í Ljós og hita í Reykjavík. Hann vann við þá iðn meðan kraftar hans entust. Jónas var hvers manns hugljúfi og drengur góður, hann vildi hvers manns vanda leysa. Hann var mikill rólegheitamaður. Minningarnar koma fram í hugann þegar maður hugsar til baka, til dæmis til þess tíma þegar ég var að byggja mitt hús og Ragnar bróðir Jónasar byggði næsta hús við hliðina í Langagerð- inu, þá var það Jónas sem sá um raf- magnið í bæði þessi hús, og alltaf var hann boðinn og búinn að gera það sem til þurfti, fyrir það allt á hann góðar þakkir skilið. Einnig sá Jónas um byggingu hússins í Langagerðinu, sem stjúpa hans og hann sjálfur áttu. Jónas var mjög heimakær maður, þó fór hann tvisvar sinnum með oldíur hjónun- um til útlanda 1964 í Ítalíuferð og 1966 til Mallorka og Kanaríeyja, hann naut þessara ferð mjög vel, því hann hafði gaman af að ferðast og skoða sig um. Ég vil enda þessi minningarorð með Ijóði Sveinbjörns Egilssonar. Blessuð sé minning Jónasar. Lifendum guð minn líkna þú, liðnum þú miskunn gefúr. Veit huggun þeim sem harma nú hvíld væra þeim er sefúr. Góðir menn, drottinn, gef þú að í góðra manna komi í stað, á öllu ráð einn þú hefúr. Davíð Kr. Jensson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.