Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998 13 FRÉTTIR Frumathugun Skipulagsstofnunar á umhverfísáhrifum snjóflóðavarna í Neskaupstað 400 m langur þvergarður og 13 snjókeilur HAFIN er frumathugun Skipu- lagsstofnunar á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra snjóflóðavama fyrir Drangagilssvæðið í Neskaupstað en framkvæmdirnar sem nú eru kynntar eru fyrsti áfangi af sex samkvæmt framkvæmda- og rammaáætlun umhverfisráðuneyt- isins um forgangsröðun fram- kvæmda til varnar snjóflóðum. I frummatsskýrslu eru kynntar tvær tillögur að vamarvirkjum sem staðsett verða um 100 metmm ofan gatnanna Víðimýrar og Blómsturvalla. Tillaga A gerir ráð fyrir 15 m háum og 400 m löngum þvergarði en ofan garðs 13 snjó- keilum, 10 m háum, í tveimur röð- um. Ennfremur er gert ráð fyrir byggingu 4-5 m hárra stoðvirkja á upptakasvæðum í Drangagili, sam- tals 1,2 km að lengd. Samtals er rúmmál varnargarðs og keilna áætlað um 240.000 rúmmetrar. Tillaga B gerir ráð fyrir 19 m há- um og 400 m löngum þvergarði auk 13 tíu metra hárra snjókeilna. Samanlagt rúmmál varnargarðs og keilna er áætlað um 325.000 rúmmetrar. Aætlaður kostnaður við snjó- flóðavamimar er um 608 milijónir króna samkvæmt tillögu A og 498 milljónir samkvæmt tillögu B. Efni til framkvæmdanna verður tekið úr námu neðan Klofagils og er áætlað að leggja 1,5 km langan námuveg ofan byggðar milli náma- svæðisins og framkvæmdasvæðis- ins. Markviss uppgræðsla og góður frágangur lands Helstu umhverfisáhrif fram- kvæmdanna lúta samkvæmt fram- matsskýrslu að land- og gróður- röskun á framkvæmdasvæðinu, sem er um 20 hektarar að stærð og verður landið þurrkað upp og laus jarðlög fjarlægð. Þá munu gmnn- vatns- og yfirborðsstraumar breyt- ast við framkvæmdirnar. Að mati Náttúrustofu Austurlands er gróð- ur í fjallinu ofan Neskaupstaðar nokkuð gróskumikill og tegunda- fjölbreytnin óvenjumikil. Á svæð- inu vaxa flestar einkennistegundir Austurlands auk ýmissa tegunda sem bundnar eru við snjóþung svæði. Þá er nokkuð um sjaldgæfar plöntur á svæðinu, þar á meðal lyngbúi, sem vex við jaðar fram- kvæmdasvæðisins og er á válista Náttúrufræðistofnunar íslands. Skóglendi innan girðingar Skóg- ræktarfélags Neskaupstaðar mun spillast að hluta við framkvæmd- imar, auk nokkurra annarra trjáreita. Samkvæmt úttekt Nátt- úmstofu Austurlands sáust tólf fuglategundir á framkvæmdasvæð- inu og mun jarðrask og umferð stórvirkra vinnuvéla hafa mikil Æskilegt er að reisa mannvirki til að binda snjó á þessu svæði Varnargarður og keilur verða bygt ájþessu svæði Áætlað efnisnám 500metrar áhrif á fuglalíf á svæðinu meðan á framkvæmdunum stendur. Varnar- virkin munu hafa áhrif á yfirbragð bæjarins og útsýni til fjalls, auk þess sem efnisnám mun hafa áhrif á ásýnd hlíðarinnar. Þá má búast við staðbundnum áhrifum á snjó- söfnun og veðurfar í nágrenni vamargarðsins. Samkvæmt fmmmatsskýrslunni verða helstu mótvægisaðgerðir markviss uppgræðsla og góður frá- gangur lands. Einnig hafa lands- lagsarkitektar gert tillögur um nýtingu svæðisins til útivistar og gróðursetningar trjáa. Fmmmatsskýrslan liggur frammi á bæjarskrifstofu og bóka- safni Neskaupstaðar, í Þjóðarbók- hlöðunni og hjá Skipulagsstofnun til 29. maí nk. og skulu athuga- semdir berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 29. maí. V eitingamaður stefnir ríkinu ÍSLENSKA ríkinu hefur verið birt stefna frá lögmanni veitinga- manns sem gert hefur verið að af- plána fangelsisdóm sem er vara- refsing vegna fjársektar. Stefnan var lögð fram á miðvikudag og er búist við að hún verði þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. I stefnunni er meðal annars gerð sú krafa að úrskurði dóms- málaráðuneytisins um að maður- inn skuli aíþlána vararefsingu sína, verði hnekkt og hann verði þegar látinn laus. Maðurinn var handtekinn 14. apríl síðastliðinn og hóf þá þegar að afþlána vararefsinguna, ellefu mánaða langt fangelsi. Gripið var til þess ráðs að láta hann afplána þessa fangelsisvist þegar ljóst þótti að útséð væri um að maður- inn myndi standa í skilum á rúm- lega 4,3 milljónum króna sektar- greiðslu, eftirstöðvum 5,5 milljón króna sektar sem Hæstiréttur dæmdi hann' til að greiða árið 1993. Veitingamaðurinn taldi hins vegar að sektin væri fymd. Stöðvun á rekstri Árbergs aflétt Ein mesta slík sýking HONDA 5 d y r a 1 . 4 i_ 7 5 h e s t ö f l Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Innifaiið í verði bílsins M400cc 16 ventla vél með tölvustýröri innsprautun HEILBRIGÐISNEFND Reykja- víkur ákvað á fundi sínum á fimmtu- dag að aflétta stöðvun á starfsemi veitingastaðarins Árbergs þar sem þrif og sótthreinsun hefði farið fram og tryggt hefði verið að starfsfólk væri ekki mögulegir smitberar. Starfsemin var stöðvuð eftir að í ljós kom að matvæli þaðan ollu mat- arsýkingu 150 veislugesta í ferm- ingarveislum á skírdag. Sýkingin er ein sú stærsta af völdum þessarar gerðar saurcoligerla í okkar heims- hluta. Beðið eftir niðurstöðum frá Kaupmannahöfn í bókun nefndarinnar á fundinum sagði m.a.: „Faraldsfræðilega er vit- að að matvæli frá veitingahúsinu or- sökuðu matarsýkingu u.þ.b. 150 manns í 5 fermingarveislum á höf- uðborgarsvæðinu á skírdag. Þrjú sýni af fjórum sem send voru til Kaupmannahafnar í rannsókn sýndu að um eiturmyndandi saur- gerla (ETEC, enterotocigenic E. coli) var að ræða. Send hafa verið sýni af saurgerlastofnum sem rækt- ast hafa í matvælum úr fermingar- veislunum til frekari greiningar í Kaupmannahöfn og gætu niðurstöð- ur skýrt frekar hvað fór úrskeiðis við matargerð veitingahússins. Ljóst er þó að sýkingarvaldurinn barst í matvælin eftir suðu í veit- ingahúsinu og síðan var hitameð- ferð matvælanna röng þannig að hann náði að fjölga sér nægilega til að valda sýkingu um 50% matar- gestanna. Varað við hlaðborðum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sl. 2 ár gert mikið til að kynna þær hættur sem stafað geta af hlað- borðum og gefið út leiðbeinandi reglur um meðferð þeirra. Sjaldn- ast er aðstaða við notkun hlaðborða til að tryggja öryggi þeirra matvæla sem fram era borin með réttri hita- meðferð, þ.e. nægilegri kælingu á köldum mat og fullnægjandi hitun heitra rétta. Síðast varaði Heil- brigðiseftirlitið við þessu í ferming- arblaði Morgunblaðsins nú í vor.“ Uppruni bakteríunnar í mönnum Rögnvaldur Ingólfsson, sviðs- stjóri matvælasviðs Heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkur, segir að sýkingin sé með meiri matarsýkingum af þessari gerð í okkar heimshluta. Um væri að ræða bakteríu sem væri í mönnum ólíkt salmonellu og fleiri matarsýkingarbakteríum sem kæmu úr dýrum, uppruni saurgerla væri í mönnum. „Nú liggja ekki upplýsingar fyrir um allar slíkar sýkingar en svona sýking kom upp í 25 manna veislu í Kaupmannahöfn um daginn og það var sú fyrsta í Danmörku,“ sagði Rögnvaldur. „Við vitum ekki enn hvaða matvæli ollu sýkingunni en vonumst til að fá vit- neskju um það þegar niðurstöður koma úr sýnunum sem send voru til Kaupmannahafnar sl. mánudag. Samkvæmt fréttum sem ég fékk í dag [fimmtudag] koma þær þó ekki fyrr en eftir helgi." Hoftpúðar fyrir ökumann og farþega ►Rafdrifnar rúður og speglar IVindskeið með bremsuljósi kútvarp og kassettutæki kHonda teppasett M4" dekk kSamlæsingar ► ABS bremsukerfi ►Ryðvörn og skráning Verð á götuna: 1.295.000.- Aðrar vélarstærðir einnig á lager, viðbótarbúnaður tilgreindur: Honda Civic 1.6 VTi VTEC 1.890.000,- Honda Civic 1.5 LSi VTEC ■ 1.490.000,- Honda Civic 1.4 Si 1.375.000,- 160 hestöfl 115 hestöfl 90 hestöfl 15" álfelgur Fjarstýðar samlæsingar Sjálfskipting 100.000,- Rafdrifin sóllúga Höfuðpúðar aftan CBJ 6 hátalarar 4 hátalarar Sportinnrétting Hæðarstillanlegt ökumannssæti HONDA Leðurstýri og leðurgírhnúður Sími: 520 1100 Umboðsaðitar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bíiakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaöir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.