Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hin norræna
ferðaakademía
Síðasta sumar ferðaðist hópur norrænna
myndlistarskólanema, Lucky Thirteen,
saman um Norðurlöndin til að kynna sér
aðstæður hver hjá öðrum og til að sjá hvað
væri á seyði í myndlistarheiminum. Egill
Sæbjörnsson segir hér frá þessu tíu vikna
ferðalagi sem hófst hinn 16. júní í Þránd-
heimi, Norður-Noregi og lauk í Helsinki,
Finnlandi, 16. ágúst.
JOHAN Waerndt skoðar Kaupmannahöfn.
PAR Anders Andreason og
Camilla Palm sem nema
við skólana í Umeá og í
Kaupmannahöfn fengu
grunnhugmyndina að Lucky Thir-
teen í desember 1996. Þeim datt í
hug að setja saman hóp af norræn-
um myndlistarskólanemum og
sækja svo um styrki til að ferðast
um Norðurlöndin eitt sumar og
starfrækja á sama tíma eitthvað
sem kalla mætti ferðaakademíu.
í hópnum átti upphaflega að vera
einn nemandi frá hverri akademíu á
Norðurlöndum. Þær eru þrettán og
þaðan fékk Lucky Thirteen nafn
sitt. Enginn bauð sig fram í Bergen
eða Ósló og urðum við því aðeins
færri en það gerði ekki svo mikið til.
Samkvæmt hugmyndinni átti að
dvelja eina viku á hverjum stað.
Hver og einn átti að bera ábyrgð á
dagskrá fyrir vikuna sem dvalið
væri í hans eða hennar heimabæ,
fmna húsnæði og að ákveða þema
fyrir vikuna sem unnið yrði út frá.
Allir skólamir yi'ðu heimsóttir og
farið á öll söfn og sýningar sem
væru áhugaverðar. Sáum við mikið
af verkum eftir nemendur í skólun-
um sem var fróðlegt því það gefur
yfírsýn yfír hvað er að gerast hjá
ungu kynslóðinni. Það hjálpar
manni að staðsetja sjálfan sig miðað
við nági-annalöndin og maður veit
betur hvar maður stendur.
Undirbúningurinn
Það tók nokkra mánuði að koma
hópnum saman og var hann enn að
mótast eftir að ferðalagið var byrj-
að. Samskiptin fóru að mestu leyti
fram í gegnum Netið sem flýtti
mjög fyrir framgöngu skipulagning-
arinnar. Það sem annars hefði tekið
marga daga og mikla fyrirhöfn með
póst- eða símaþjónustunni tók að-
eins nokkrar mínútur með skrifum í
gegnum Netið. Mikill tími fór í að
sækja um styrki hingað og þangað.
Fékkst styrkur frá Norræna
menningarsjóðnum upp á eina millj-
ón sem skiptist niður á alla þátttak-
endur til að standa straum af ferða-
kostnaði. Einnig fengust styrkir frá
bæjaryfirvöldum nokkurra borga og
voru þeir nýttir íyrir hópinn er hann
dvaldi á hverjum stað. Húsnæðismál
voru leyst með því að fá lánaðar
gestaíbúðir eða að fá aðgang að tóm-
um kennslustofum í skólunum sem
hvort eð er stóðu ónotaðar yfir sum-
arið. Meðalaldur þátttakendanna
var 26 ár.
Þrándheimur
Hópurinn hittist fyrst á lestar-
stöðinni í Þrándheimi. Þar stökk Ca-
milla Palm frá Kaupmannahöfn á
alla með poloroid-myndavél til að ná
mynd við fyrsta augnatillit. Hún
sagðist síðan ætla að taka mynd af
öllum á síðasta deginum til að sjá
hvort við hefðum eitthvað breyst
eftir sumarið. „Einmitt," hugsaði ég,
„svona hefði einhver í fjöltæknideild
Myndlistaskólans heima á Islandi
getað gert“. Maður var strax farinn
að kannast við sig.
Þær Sabina Jacobsen og Amanda
Cardell sáu um vikuna og skoðuðum
við skólann eins og staðið hafði til og
hittum nokkra gesti sem komu til
okkar til að sýna okkur verk eftir
sig eða til að ræða málin. Einnig fór-
um við í laxveiðiferð þar sem við
fengum að kynnast stórfengleik
norskrar náttúru og sigldum út í
eyju þar sem við fengum að bragða
norskan rummigröt.
Sumir hófust strax handa við að
vinna að myndlist og mun ég nú
segja frá einu verkanna. Þannig bar
við að þessa viku voru í Þrándheimi
16 konungar sem þegið höfðu heim-
boð Noregskonungs. Voru þeir sam-
an komnir til að halda heilaga Jóns-
messu í ljósi norðursins. Danirnir
Anne Riis og Nis Roemer höfðu
smíðað risastóran hest úr pappa-
kössum og þegar konungshjónin
tóku á móti gestunum fóru Anne og
Nis með hestinn og reyndu að koma
honum sem næst höfðingjunum.
Múgur og margmenni var á staðn-
um auk lögreglunnar sem sló hring
um höfðingjana og komust þau því
ekki alla leið að krúnunum sextán.
Fjallaði þessi gjörningur um það
hvernig koma mætti listinni sem
næst valdinu. Hann var tekinn upp á
myndband og fékk nafnið
„Horsepower“. Hesturinn endaði
svo brennandi á hvolfí niður ána í
miðju borgarinnar eftir að hafa ver-
ið tekinn með í pikknikk-veislu um
kvöldið.
Umeá
Farið var með lest yfir fjallgarð-
inn frá Þándheimi til Umeá og tók
sú ferð hálfan dag og heila nótt.
Gaman var að virða fyrir sér náttúr-
una uppi á fjallendinu og vakti út-
sýnið með manni hugsanir tengdar
gömlum norrænum ævintýrum,
tröllum og mýravættum.
Vikan í Umeá hafði verið skipu-
lögð af Par Anders Andreason.
Hann kom okkur fyrir í glæsilegu
þrílyftu timburhúsi í eigu skólans og
þar gistum við með sjónvarpstæki,
örbylgjuofn, þvottavél, parket á
gólfum og tvær sturtur á hverri
hæð. Vikuna nefndi hann í höfuðið á
bók sem hann hefur mikið dálæti á
og nefnist: „Mesta mögliga
muskelmassa paa minnsta mögliga
tid“, en það þýðir á íslensku „mesti
mögulegi vöðvamassi á minnsta
mögulega tíma“. Hann hafði skrifað
niður íþróttadagskrá sem náði yfir
alla dagana og áttum við að stunda
tvær til þrjár íþróttagreinar á dag.
Kynntar voru fimmtán mismunandi
greinar yfir vikuna allt frá badmint-
on og bakleikfimi til klettaklifurs og
kraftlyftinga. Fórum við frá einum
sal til annars og nýttum okkur að-
stöðuna sem var til staðar, lásum
reglurnar af blöðum sem Par And-
ers hafði ljósritað og iðkuðum svo
íþróttina dágóða stund á eftir. En
hvers vegna var hann að láta okkur
djöflast í gegnum þetta puð? Hvað
eiga íþróttir og myndlist sameigin-
legt? Mér skilst á Par Anders að
hann hafi viljað líkja þessu hrað-
kynningar-íþróttanámskeiði í Umeá
við myndlistar-ferðalag okkar um
Norðurlöndin. Ferðalagið gekk út á
að sjá sem mesta myndlist á Norð-
urlöndunum á sem stystum tíma og
vikan í Umeá gékk út á að læra sem
mest um sem flestar íþróttir á sem
skemmstum tíma. „Mesta mögliga
muskelmassa paa minnsta mögliga
tid“. Einnig bætti hann við að það
væri mjög vel við hæfi að demba sér
á kaf í íþróttir í Umeá þar sem borg-
in væri eitt mesta íþróttabæli Sví-
þjóðar og þótt víðar væri leitað. Lít-
ið var um myndlist á svæðinu en
íþróttasalir voru á hverju horni svip-
að og krár og pöbbar í borgum suð-
lægari landa. Einnig sagði hann
okkur frá öðru séreinkenni þessa
bæjar sem er foráttu-grænmetisæt-
ur. Sumar þeirra eru svo harðsnún-
ar að þær voru nýbúnar að brenna
niður verslun sem selur feldi af dýr-
um. Fannst okkur þessi kynning
Pars af því umhverfi sem hann þarf
að stunda sína myndlist í ágæt.
Myndlist þrífst greinilega við mjög
mismunandi skilyrði og getur dafn-
að á ótrúlegustu stöðum.
Á listasafninu var áhugaverð sýn-
ing á verkum eftir unga norræna
myndlistarmenn og í Gallery Stefan
Andersson sem liggur í dal utan við
bæinn var líka margt áhugavert að
sjá. Tók Stefan á móti okkur í eigin
persónu og sýndi okkur galleríið og
útilistaverkagarðinn sem galleríinu
tengist.
Stokkhólmur
Stúlkan sem átti að sjá um vikuna
í Stokkhólmi hætti við á síðustu
stundu og var því enginn til að taka
á móti okkur þar. Við fengum þó að
sofa á gólfinu í vinnustofu lista-
mannsins Örjan Wallett og var okk-
ur þar með bjargað með húsnæði.
Hitinn var nær óþoiandi í Stokk-
hóimi eins og reyndar allt sumarið.
Það var svo heitt að fólk talaði um
„indverska" sumarið. Við ætluðum
að skoða söfn og annað í þeim dúr
en komumst að því á fyrsta degi að
flest söfn og gallerí voru lokuð
vegna viðgerða eða vegna þess að
gallerístarnir voru á sýningum í
Evrópu. Þvílíkur álitshnekkir íyrir
eina stærstu borg Norðurlanda! Það
náðist þó að hafa upp á einum nem-
anda við Konunglegu myndlist-
arakademíuna og sýndi hann okkur
skólann. Heitir hann Karl Johan
Waerndt og féll hann svo ágætlega
inn í hópinn að hann var tekinn með
er við héldum til Islands tveimur
dögum síðar og var með okkur það
sem eftir var sumarsins. Einnig fór
hann með okkur í athyglisverða
skoðunarferð um skuggaleg eyði-
svæði borgarinnar og úthverfi þar
sem enginn venjulegur túristi vogar
sér að fara!
ísland
Til íslands var flogið beint frá
Stokkhólmi. Greinarhöfundur og
Bjargey Ólafsdóttir, sem nú er í
framhaldsnámi við myndlistaraka-
demíuna í Helsinki, sáu um dag-
skrána, en frá dvölinni á Islandi var
sagt í grein sem birtist í Morgun-
blaðinu hinn 23. júlí síðasta sumar.
Kaupmannahöfn
Vikan í Kaupmannahöfn var
skipulögð af Camillu Palm, nemanda
við Konunglegu akademíuna. Hún
hafði búið til lista yfir 30 vinsælustu
ferðamannastaðina og við áttum að
heimsækja þá alla á þeim fimm dög-
um sem við vorum í borginni. Litla
hafmeyjan, Tívolí og Strikið voru að
sjálfsögðu efst á listanum.
Það var mjög gaman að fræðast
um fyrri hluta danskar myndlistar-
sögu undir leiðsögn á Glyptotekinu
svokallaða og einnig var eftirminni-
leg ferðin í Carlsberg-verksmiðjurn-
ar þar sem við fengum að smakka á
öllum afbrigðum framleiðslunnar.
Louisiana-safnið sveik ekki heldur
sína og er það safn sannkallað stolt
danski’ar nútíma-myndlistar og
dansks menningarlífs og í raun lif-
andi merki þess að norræn myndlist
sé að sækja í sig veðrið. Skólinn er
líka stór og ágætlega tækjum búinn
enda er hann eftirsóttur mjög.
Minnist ég nokkurra ágætra sýn-
inga í galleríum og virtist mér sem
ungir Danir séu mjög uppteknir af
málverki. Nefna mætti kannski
helst gallerí Nicolas Wallner. Nico-
lai er hálíþrítugur Dani og sagan
segir að hann hafi byrjað með síma
og faxtæki í litlum bílskúr og þaðan
hafi hann náð að vinna sig upp í að
verða eitt þekktasta gallerí Kaup-
mannahafnar á ótrúlega stuttum
tíma með dugnaði sínum og vilja-
þreki.
Þýskaland
Ákveðið hafði verið að fórna
nokkrum dögum af Kaupmanna-
hafnarvikunni og vikunni í Árhúsum
og Óðinsvéum til að fara á sýningar
í Þýskalandi. Leigðum við stóran
átta manna bíl sem við gátum með
naumindum troðið okkur í og geyst-
umst á honum suður eftir. Hin risa-
stóra sýning Documenta X í Kassel
var aðalaðdráttaraflið en auk þess
var stefnan tekin á stóra sýningu í
Munster og á sýningarsalina í Ham-
borg.
Kasselsýningin var hreint út sagt
frábær. Greinarhöfundur keypti litla
bók sem innihélt upplýsingar um
hvern listamann og gat hann því les-
ið sér til um fjölda áhugaverðara
listamanna sem hann þekkti ekki til
um leið og hann sá verkin með ber-
um augum. Það sem hugsanlega var
öðruvísi við þessa Kasselsýningu
miðað við fyrri sýningar var að hún
kynnti ekki endilega það nýjasta og
vinsælasta í listheiminum heldur tók
hún fyrir breiðari hóp listamanna
sem spanna alla öldina. Velti ég því
fýrir mér hvort þetta væri ekki
dæmigert fyrir okkar tíma þar sem
myndlistarsagan hefur verið tekin
talsvert til endurskoðunar. Hvort
var á undan Andy Warhol eða dada-
isminn? Hlýtur þessi endurskoðun
einnig að tengjast svæðaskiptingu
myndlistarheimsins eins og því
hvort vestræn mið-evrópsk og norð-
ur-amerísk list sé „sú eina rétta“.
Eftir Kassel var ákveðið að fara
til Munster. Sú sýning er ekki eins
vel þekkt og sýningin í Kassel enda
er hún aðeins haldin tíunda hvert ár
á meðan Kassel er fjórða hvert ár.
Við vorum ákaflega heppin að báðar
sýningarnar skyldi bera upp á sama
sumri. Verkin í Munster voni dreifð
um alla borgina og fékk maður kort
af borginni sem átti að hjálpa manni
að finna verkin. Minnti ferðin um
sýninguna einna helst á fjársjóðs-
leik. Við Bjargey leigðum okkur hjól
til að komast á milli og auðveldaði
það mjög leikinn. Misauðvelt var þó
að finna verkin. Eitt verkið var til
dæmis lík sem átti að fljóta einhvers
staðar bundið við brú og þrátt fyrir
mikla leit fundum við það ekki.