Morgunblaðið - 05.05.1998, Blaðsíða 72
-72 ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
„ÞESSI mynd er í sérstöku uppáhaldi hjá mér en liún er tekin á Þróttarvellinum. Ég vann
hana aðeins og tdk út það sem var á bak við strákinn. Þetta er vinur litla bróður mins,
sem ég borgaði tíu krónur fyrir að stilla sér upp.“
„ÞETTA er uppi í sveit. Afi átti sumarbústað og við fórum alltaf með honum þangað
þegar við vorum yngri. Ég fékk hann til að fara þangað fyrir skömmu og sitja fyrir á
mynd. Við fundum nokkrar beljur þarna og stilltum honum upp með fótanuddtækið."
Úr myndaalbúmi Ijósmyndara
Ungur en margverðlaun-
aður áhugaljósmyndari
Morgunblaðið/Golli
BALDUR Kristjánsson
er 15 ára áhugaljós-
myndari sem vann átta
af níu mögulegum verð-
launum í ljósmynda-
keppni grunnskóla, sem
-haldin var fyrir
skömmu.
„Eg hef aðeins lesið
mér til um ljósmyndun
og pabbi hefur kennt
mér eitthvað en hann er
áhugaljósmyndari og var
á tímabili með myrkra-
herbergi heima. Ég hef
aðstöðu í félagsheimilinu
Þróttheimum og það var
starfsmaður þar sem
kenndi mér að fram-
kalla,“ sagði Baldur um
fyrstu skref sín sem ljós-
myndara.
„Ég vann nokkur
„verðlaun í keppninni í fyrra og
það hvatti mig til að halda
áfram. Ég hef mestan áhuga á
svarthvítum myndum og hef
Iítið notað litfílmur. Mér fínnst
í raun gaman að mynda allt
mögulegt en reyni þó að hafa
BALDUR Knstjánsson í gegnum linsu
Golla ljósmyndara.
einhverja persónu eða dýr inni
á myndinni. Annars fer ég
bara út þegar birtan er góð og
hjóla um bæinn. Ef ég sé eitt-
hvað áhugavert þá mynda ég
það.“
Baldur segist hafa fengið
mjög jákvæð viðbrögð
við myndunum sínum og
segir starfsmenn Þrótt-
heima hafa gert allt sem
þeir geta til að bæta að-
stöðuna. „Ég reyni að
fylgjast svolítið með því
sem atvinnuljósmyndar-
ar eru að gera. Það þarf
bara að skoða Moggann
og þá sér maður fullt af
flottum myndum, til
dæmis eftir Raxa. Það
væri mjög skemmtileg-
ast að ferðast, um erlend-
is og taka myndaseríur
eins og hann gerir.
Það væri líka gaman
að fara í skóla erlendis
og leggja ljósmyndun
fyrir sig í framtíðinni.
Ég ætla þó að klára
menntaskóla áður.
Draumurinn er að lifa af ljós-
myndun en ég held ég vilji ekki
verða fréttaljósmyndari. List-
rænar myndir höfða meira til
nn'n. Best væri að vinna sjálf-
stætt og fá að ráða því hvað
maður rnyndar."
Morgunblaðið/Baldur Kristjánsson
„MÉR finnst svartur og hvítur mjög skemmtilegar andstæður og reyni
mikið að ná þeim fram. Þetta er litli bróðir minn, sem ég myndaði í
fyrrasumar. Hann er ekkert alltof hress með að stilla sér upp og fara
út með mér þegar ég fæ einhverja hugdettu en ef ég borga honum
smáræði fyrir lætur hann oftast undan.“
„Hjólabrettastrák-
urinn er vinur minn
sem ég myndaði
síðasta sumar. Ég
tók bara eina mynd
í þetta skipti en ég
keypti mér mótor-
drif í fyrra og þá
fór ég að taka fleiri
myndir / einu.“
„ÞETTA eru bróðir
minn og vinir hans í
heita pottinum í
garðinum. Ég stillti
þeim ekkert
sérstaklega upp og
það var mjög
gaman að ná rétta
augnablikinu.“
„GAMLI maðurinn sat á bekk í Laugardalnum þegar ég kom auga á liaiin. Ég spurði hann ekkert hvort
ég mætti taka mynd en mér var sagt að hann héti Eggert og væri listamaður. Hann sá mig en ég spyr
fólk yfirleitt ekki um leyfi til að mynda það.“